Morgunblaðið - 31.05.1984, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 31.05.1984, Blaðsíða 17
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 1984 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 1984 17 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar rltstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 20 kr. eintakið. Samúðin með Sakharov Samúðin með Andrei Sakh- arov og eiginkonu hans El- enu Bonner magnast um heim allan. Hér á landi hefur Félag íslenskra rithöfunda skorað á ríkisstjórn Islands að bjóða þeim landvist. Ritstjórar dagblaðanna í Reykjavík hafa sent áskorun til Konstantins Chernenko, forseta og flokks- leiðtoga Sovétríkjanna, um að heimila Elenu að leita sér lækninga erlendis og leyfa Sakharov að fara frjálsum ferða sinna. Meðal almennings ganga undirskriftalistar þar sem því er beint til sovéskra stjórnvalda að sýna Sakharov- hjónunum mannúð. Þessi við- brögð hér á landi eru þó aðeins faldur á mikilli öldu sem nú rís um allan hinn frjálsa heim eft- ir að fréttirnar bárust um að heilsu Elenu hefði alvarlega hrakað og Sakharov hefði farið í hungurverkfall til að fá Kremlverja til að leyfa henni að leita lækninga vestan járn- tjalds. Meðal þeirra sem lýst hafa samúð með Sakharov er Mstislav Rostropovits, selló- leikari, sem var sviptur sovésk- um ríkisborgararétti 1978 ásamt með konu sinni Galinu Vichnevskaiu, söngkonu. Rostropovits sagði í París á dögunum um vin sinn Andrei Sakharov: „Við þjáumst með honum. Við finnum nálægð hans og þjáningar. Örlög hans eru að verða prófsteinn á sið- ferðilegt afl frjálsra manna á Vesturlöndum. Getum við með þessu afli bjargað lífi manns sem deyr fyrir okkur til þess að við varðveitum frelsi okkar?“ Þetta eru alvöruþrungin orð sem hinn mikli listamaður læt- ur sér um munn fara. Ástæða er til að staldra við þau fyrir hvern þann sem ann mannlegri reisn og frelsi. Ástæða er til að velta því enn og aftur fyrir sér hvers vegna nokkrum manni í lýðfrjálsum ríkjum dettur í hug að mæla því stjórnkerfi bót sem lítur á þegnana sem eign sína eins og dráttarvélar og skriðdreka og neitar meira að segja að leyfa þeim að leita sér lækninga. Þegar Rostropovits var spurður hvort hann teldi verj- anlegt af Sakharov að fara í hungurverkfall svaraði hann: „Já, af því að hann gat ekki neitt annað. Sú stund rennur upp þegar maðurinn verður að velja: dauðann eða frelsið. Fyrir sitt leyti hefur Sakharov reynt allt nema eitt sem kynni að bjarga honum en hann hef- ur af hugrekki hafnað: lygi og uppgjöf." I þessum orðum lýsir Rostropovits ekki aðeins hug- rekki Sakharovs heldur felst í þeim brýning til allra frjáls- huga manna um að þeir verði að vera reiðubúnir að leggja lífið að veði fyrir frelsi sitt, að það sé ekki betra að vera rauð- ur en dauður. Hér er snert við streng sem ætti að vera sterkur í öllum þeim sem játa kristna trú og minnast örlaga þeirra sem fórnað hafa lífinu fyrir hana. Kremlverjar túlka að sjálf- sögðu samúðina með Sakharov sem aðför að völdum sínum og áhrifum. Hér á þessum stað hefur oftar en einu sinni verið vikið að því hve oft hriktir illi- lega í hinu sovéska heimsveldi fyrir tilstilli sterkra einstakl- inga. Andspænis mönnum eins og Sakharov sýnist sovéski björninn standa á brauðfótum þótt hann sé grár fyrir járnum og með kjarnorkusprengjur á hverri kló. En það er ekki þessi hræðsla Kremlverja sem skipt- ir máli, hún er eðlislægur hluti af einræðisstjórnarfari. Fram- koma sovéskra ráðamanna í garð Sakharovs sýnir jafn- framt fyrirlitningu Kremlverja á þeim hátíðlegu yfirlýsingum sem þeir hafa gefið til dæmis í Helsinki 1975 þegar lokasam- þykkt ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu var und- irrituð. Hrokinn gagnvart til- mælum frá hinum frjálsa hluta heims um manngæsku fyrir Sakharov er ekki annað en staðfesting á því að árásin á suður-kóresku farþegaþotuna var gerð að yfirlögðu ráði og útrýmingarherferðin gegn Afgönum er stunduð sam- kvæmt áætlunum Kremlverja sjálfra. I öllu upplýsinga- og frétta- flóðinu sem yfir okkur gengur er nauðsynlegt að greina kjarnann frá hisminu, átta sig á því þegar um er að ræða at- vik eða málefni sem snertir okkur öll. Sakharov-málið er eitt slíkra úrslitamála. Miklu skiptir að sem flestum séu all- ar hliðar þess ljósar. Fyrir þá sök er hérmeð skorað á ís- lenska sjónvarpið að fá tafar- laust til sýninga leikr.a, breska sjónvarpsmynd um Andrei Sakharov og senda hana út þegar mestar líkur eru á að sem flestir horfi á hana. Listahátfð í Reykjavík „Það er ósköp gaman að geta selt verk sín“ — segir Louisa Matthíasdóttir, einn lista- mannanna 10 sem sýna á Kjarvalsstöðum „Ástæðan fyrir því að ég sýni svo sjaldan hér heima á íslandi er einfald- lega sú, að ég er svoddan aumingi við undirbúning sýninga sem þessarar," sagði Lousia Matthíasdóttir, listmálari, er blm. Mbl. ræddi stuttlega við hana í vikunni, þar sem hún var að Kjarvalsstöðum. Louisa er ein þeirra tíu ís- lenskra listmálara, búsettra er- lendis, sem taka þátt í mikilli samsýningu sem opnuð verður á Kjarvalsstöðum kl. 16 á laugar- dag. Sýningin er liður í Listahátíð í ár. Auk Lousiu taka Erró, Tryggvi Ólafsson, Jóhann og Kristín Eyfells, Hreinn Frið- finnsson, Sigurður Guðmundsson, Kristján Guðmundsson, Þórður Ben Sveinsson og Steinunn Bjarnadóttir þátt í henni. Allir listamennirnir að Erró undan- vinna að uppsetningu verka sinna á skildum eru staddir hér heima í tilefni sýningarinnar. Louisa hefur búið í New York allt frá árinu 1942. Hún er fædd 1917 í Reykjavík en stundaði myndlistarnám í Kaupmanna- höfn og París áður en hún flutti vestur um haf. Þar hefur hún búið æ síðan. Það er hins vegar ekki fyrr en á síðustu árum að vegur Ix>uisu hefur farið ört vaxandi. Blm. spurði Louisu hvort ekki væri erfitt að komast áfram í list- inni í New York og hvort hana Louisa Matthíasdóttir við sjálfsmynd. Morgunbladið/ KÖE. hefði ekki verið tekið að lengja eftir framanum eftir áratugastrit í listinni. „Nei, í sjálfu sér ekki. Ég komst fljótt að raun um að það er ekki alltaf nóg að vera góður listamað- ur til að vekja eftirtekt. New York er stór borg og heppnin getur oft skipt sköpum. Hvað mig snertir var mig ekkert tekið að lengja eft- ir viðurkenningu. Mér finnst svo skelfing gaman að mála að ég held að það eitt hefði dugað mér. Hins vegar er svo ósköp gaman að geta selt verk sín.“ — Gerðist þessi breyting á listamannshögum þínum skyndi- lega? „Nei alls ekki. Þetta hefur verið að breytast smám saman, hægt og hægt. En þetta hefur óneitanlega verið skemmtilegt." — Hefur ekki hvarflað að þér að flytja til íslands aftur? „Nei, ég er ósköp ánægð með þetta eins og það er nú. Eg kem hingað á sumrin en dvel annars í New York og kann vel við þetta. Ég held ég flytji ekki heim í bráð.“ Myndir Louisu á sýningunni eru um 50 talsins og allar málað- ar hér á landi á undanförnum ár- um. Fyrirmyndirnar eru í mörg- um tilvikum úr náttúrunni en viðfangsefnin eru annars hin fjöl- breytilegustu. Ljósmynd Mbl. Júlíus. Langbrækurnar Jóhanna Þóröardóttir og Edda Jónsdóttir vinna að uppsetningu verka sinna í Bogasal Þjóðminjasafnsins í gær. Langbrækur sýna verk sín í Bogasal „AÐ ÞESSU SINNI færum við okkur út fyrir Gallerí Langbrók með verkin okkar og ástæðan fyrir því er sú, að við vildum sýna stærri verk en við getum verið með þar og einnig fjölgaði okkur úr 14 í 24 á síðastliðnu ári,“ sagði Jóhanna Þórðardóttir, ein Langbróka, í viðtaii við Mbl. í gær. Tilefnið var, að félagar í Gallerí Langbrók opna nk. laugardag sýningu í Bogasal Þjóðminjasafnsins í tengslum við Listahátíð. Á sýningunni verða myndlist- arverk unnin með mismunandi tækni, svo sem glermyndir, skúlp- túrar, pappírslágmyndir, teikn- ingar, grafík og fleira. Allir félag- ar í Gallerí Langbrók eiga verk á sýningunni, en þeir eru: Aðalheið- ur Skarphéðinsdóttir, sem sýnir grafík, Ásrún Kristjánsdóttir sem sýndir blöndu af textíl og mál- verki, Borghildur Óskarsdóttir sem sýnir leirskúlptúr, Edda Jónsdóttir sem sýnir grafík, Edda Óskarsdóttir sem sýnir keramik- verk, Elísabet Haraldsdóttir sem sýnir leirskúlptúr, Guðný Magn- úsdóttir sem sýnir teikningar, Guðrún Auðunsdóttir sem sýnir pappírsverk, Guðrún Gunnars- dóttir sem sýnir vefnaðarverk, Guðrún Marinósdóttir sem sýnir skúlptúr, Guðrún Svava Svavars- dóttir sem sýnir málverk, Jó- hanna Þórðardóttir sem sýnir pappírslágmyndir, Kolbrún Björgólfsdóttir sem sýnir kera- mikverk, Lísbet Sveinsdóttir, sem sýnir glermyndir, Ragna Róberts- dóttir sem sýnir vefskúlptúr, Sig- rid Valtingojer sem sýnir grafík, Sigrún Eldjárn sem sýnir grafík, Sigrún Guðjónsdóttir sem sýnir teikningar, Sigurlaug Jóhannes- dóttir sem sýnir hrosshárs- skúlptúra, Valgerður Bergsdóttir sem sýnir grafík og Þorbjörg Þórðardóttir sem sýnir vefnaðar- verk. Við opnun og næstu laugar- daga mun Islenski dansflokkur- inn sýna fatnað sem hannaður er af þremur félögum Gallerí Lang- brókar, þeim Evu Vilhelmsdóttur, Sigrúnu Guðmundsdóttur og Steinunni Bergsteinsdóttur. Sýningin í Bogasal stendur frá 2. til 16. júní og verður opin dag- lega frá 14 til 22, en í Gallerí Langbrók eru einnig sýnd ný verk Lagnbróka í tilefni Listahátíðar. Galleríið er opið virka daga frá kl. 12—18. Um helgar er opið frá kl. 14-18. Nýtt íslenskt leikrit: Fresta frumsýn- ingunni EKKERT verður af frumsýningu leikritsins Láttu ekki deigan síga Guðmundur eftir þær Eddu Björg- vinsdóttur og Hlín Agnarsdóttur á Listahátíð eins og áætlað hafði ver- ið. Verður leikritið væntanlega sýnt síðar í sumar. Ástæðan fyrir frestun frum- sýningarinnar er nokkuð sér- kennileg. Einn aðalleikaranna, Kjartan Bjargmundsson, varð á mánudag fyrir því óhappi að ökklabrotna er verkpallar hrundu undan honum og Arnari Jónssyni, leikara, þar sem þeir voru að vinna við hús. Arnar hælbrotnaði á báðum fótum. Miðasalan gengur vel MIÐASALA á atriði I.istahátíðar hefur gengið ágætlega frá því hún hófst á þremur stöðum í borginni sl. fostudag að sögn Bjarna Olafs- sonar, framkvæmdastjóra hátíðar- innar. Ekki mætti þó gleyma því, að nú væri skammt til mánaða- móta og líklegt væri að miðasalan tæki kipp á föstudag. „Það er erfitt að segja ná- kvæmlega til um sölu miða á einstök atriði enn sem komið er,“ sagði Bjarni. „Þó er ljóst, að at- riði eins og tónleikar Lundúna- fílharmóníunnar, Christu Lud- wig, Chieftains og Arja Saij- onmaa vekja athygli og góð hreyfing hefur verið á miðasölu á þá. Ekki má gleyma sænska vísnasöngvaranum Fred Áker- ström en nær uppselt er á tón- leika hans nú þegar." Miðasalan á Listahátið er að- allega í Gimli við Lækjargötu en einnig í Miklagarði við Sund og Vörumarkaðnum á Seltjarnar- nesi. Sala miða í verslununum fer fram á fimmtudögum og föstudögum frá kl. 14 til 18 og frá kl. 10 til 14 á laugardögum. Lj6sm. Kristján Ingi Einarsson. Verk á sýningunni Líf í leir ’84 í Lista- safni ASÍ. hennar og sýnir verk sem unnin voru á tímabilinu frá 1956 til 1967. Þrettán af fimmtán félögum Leirlistarfélagsins taka þátt í sýn- ingunni. Þeir eru: Borghildur Óskarsdóttir, Edda Óskarsdóttir, Elísabety Haraldsdóttir, Gestur Þorgrímsson, Guðný Magnúsdóttir, Hjördís Guðmundsdóttir, Jóna Guð- varðardóttir, Jónina Guðnadóttir, Kolbrún S. Kjarval, Kristín ís- leifsdóttir, Sigrún Guðjónsdóttir, Sóley Eiríksdóttir og Steinunn Marteinsdóttir. Hlutirnir á sýning- unni eru unnir í steinleir, postulín, jarðleir og ýmis önnur efni. Líf í leir ’84 í __ Listasafni ASÍ Leirlistarfélagið opnar sýningu í Listasafni ASÍ nk. sunnudag klukkan 15 í tilefni Listahátíðar. Sýningin ber heitið Líf í leir ’84 og er önnur sýning félagsins frá stofnun þess árið 1981. Ragnar Kjartansson er heiðursgestur Á sýningunni verður sýndur lit- skyggnuþáttur um sögu leirlistar á íslandi og í sýningarskrá er ágrip þeirrar sögu. Sýningin verður opin alla daga frá kl. 14 til 22 og mun standa til 24. júní næstkomandi. Myndir Erró koma ekki í tæka tíð — bíða enn í Antwerpen vegna mistaka í flutningi VEGNA MISTAKA í flutningum verða verk Erró ekki á meðal verka 10 lista- manna, sem sýna á Kjarvalsstöðum þegar sýningin hefst á laugardag. Von var á myndunum 5 til landsins í fyrradag en það var ekki fyrr en í gær að mistökin uppgötvuðust eftir að Rangá hafði verið affermd. Um leið og mistökin komu í ljós voru gerðar ráðstafanir til þess að koma myndunum, sem nú eru í Antwerpen, til landsins með flugi en sökum umfangs þeirra reyndist það ókleift. Þær koma því ekki til landsins fyrr en á þriðjudag. Að sögn Þóru Kristjánsdóttur, listráðunauts Kjarvalsstaða, verður a.m.k. mynd af Erró á sýningunni þótt verk hans hafi ekki náð í tæka tíð fyrir opnunina. „Það er dálitið skondið en sem ég var að reyna að fá myndirnar sendar til landsins með flugi kom maður til mín upp á Kjarvalsstaði og hafði meðferðis ljósmynd af málverki Kjarvals af Érró. Það varð úr, að ég fór þess á leit við Þorvald Guðmundsson, eig- anda myndarinnar, að hann lánaði okkur hana yfir helgina og féllst hann góðfúslega á það. Myndin af Erró mun því hanga á veggnum, þar sem ein mynda hans átti að vera," sagði Þóra. Jón Helgason, landbúnaðarráðherra: „Verður að vera heild- areftirlit með kart- öfluinnflutningi hingað Segir ráðuneytið ekki hafa neitað einni einustu beiðni innflytjenda um innflutning á kartöflum „ÉG SÉ EKKI hvernig innflytjendur gætu tryggt það með samvinnu við einstaka kartöfluframleiðendur, að ekki væri framboð á erlendum kart- öflum hér á markaðnum, þegar ís- lcnsk gæðaframleiðsla kemur á markaðinn,” sagði Jón Helgason, landbúnaðarráðherra, f samtali við Morgunblaðið, er hann var spurður áiits á þeim orðum innflytjendanna sem rituðu honum bréf og sögðust mundu tryggja að erlendar kartöflur væru aðeins á boðstólum hér á landi, þegar íslensk gæðaframleiðsla væri ekki fáanleg. Landbúnaðarráðherra sagðist telja að eitthvert heildareftirlit með slíkum innflutningi yrði að vera, því þessir 6 innflytjendur sem ritað hefðu bréfið, gætu eng- an veginn ákveðið hvað eða hversu mikið aðrir innflytjendur flyttu inn eða hvenær. Nefndi ráðherra sem dæmi að hann fengi ekki séð hvernig þessir innflytjendur gætu ábyrgst hversu mikið magn Grænmetisverslun landbúnaðar- ins flytti inn. Landbúnaðarráðherra var spurður hvað hann vildi segja um orð Þorsteins Pálssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, í Morgun- blaðinu sl. sunnudag, þar sem hann sagði er hann var spurður hvort hann teldi að samkomulag um skynsamlegar tillögur sem sættu sjónarmið neytenda og bænda gæti náðst við framsókn- armenn: „Það verður að koma í ljós. Þeir hafa gefið yfirlýsingar um stefnumótun í landbúnaði sem ekki er unnt að skilja á annan veg en svo að þeir vilji breytingar. Svo hafa þeir til dæmis undirritað yf- irlýsingu um að aflétt skuli einok- un í kartöfluverslun. Því er ekki að neita að framkvæmd landbún- aðarráðherra á samkomulagi stjórnarflokkanna um að leyfa innflytjendum kartöflukaup er- lendis á meðan innlendar kartöfl- ur eru ekki á markaðnum hafa valdið miklum vonbrigðum. Ráð- herrann hefur gengið á svig við það sem um var talað á milli flokkanna í þessu efni.“ „Mér eru þessi orð með öllu óskiljanleg," sagði landbúnaðar- ráðherra, „því hér hefur engri beiðni um innflutning á kartöflum verið neitað. Ég veit því ekkert hvað maðurinn er að fara. Sann- leikurinn er sá að við óskuðum eft- ir þvi að fá upplýsingar frá inn- flytjendunum um það hversu mik- ið magn þeir vildu flytja inn, en því höfnuðu þeir. Þá settum við fram áætlun til þess að reyna að tryggja að ekki yrði hér kartöflu- laust, en síðan hafa flestir inn- flytjendanna komið með áætlanir um það hvað þeir hyggist gera á næstunni." Viðskiptaskuldum sjávarútvegsfyrirtækja breytt í lengri lán: 150 milljónir til skuldbreytinga Morgunblaðinu barst í gær eftirfarandi fréttatilkynning frá sjávarútvegsráðuneytinu um breytingu viðskiptaskulda sjáv- arútvegsfyrirtækja í lengri lán. Með hliðsjón af erfiðri fjár- hagsstöðu sjávarútvegsins um sl. áramót og fyrirsjáanlega þrengri rekstrarafkomu á árinu, hefur sjávarútvegsráðuneytið beitt sér fyrir, að bæði stofnlánum og viðskiptaskuldum sjávarútvegsins verði breytt í lengri lán, með það fyrir augum að létta greiðslubyrði fyrirtækjanna. Hefur sjávarút- vegsráðuneytið skipað sérstakan vinnuhóp til þess að fylgjast með skuldbreytingu viðskiptaskulda sjávarútvegsins og vinna að sam- ræmingu hennar. Auk ráðuneytis- ins eiga Seðlabanki, Landsbanki og Útvegsbanki fasta aðild að vinnuhópnum, en gert er ráð fyrir, að aðrir bankar og sparisjóðir taki þátt i umfjöllun mála sem þá varða, auk þess sem Landssam- band íslenskra útvegsmanna mun hafa aðstöðu til að fylgjast með starfi vinnuhópsins. Viðskiptabankar sjávarútvegs- ins munu á næstunni vinna að því að breyta skuldum sjávarútvegs- fyrirtækja við þá í lengri lán, að því tilskildu að fullnægjandi tryggingar séu fyrir hendi og horfur séu á, að reksturinn geti staðið í skilum með greiðslur af lánunum. Að uppfylltum sömu skilyrðum, munu bankarnir jafnframt veita liðsinni sitt til samsvarandi leng- ingar lausaskulda við viðskiptaað- ila og opinbera innheimtumenn. Til þess að greiða fyrir slíkum samningum í þágu útgerðaraðila sérstaklega, munu verða til ráð- stöfunar sérstök útgerðarlán alls að fjárhæð 150 millj. kr. af því fé, sem aflað verður af opinberri hálfu til skuldbreytingar í sjávar- útvegi. Verða lán af því fé bundin því skilyrði, að viðkomandi út- gerðaraðili sýni fram á, að hann geti fengið breytt lausaskuldum sínum, miðað við efnahagsreikn- ing í árslok 1983 hjá helstu við- skiptaaðilum sínum um fjárhæð, sem sé a.m.k. tvöfalt hærri en hið sérstaka útgerðarlán, með sömu eða hagstæðari lánskjörum og á því eru. Það er ennfremur skilyrði, að skuldbreyting þessi í heild verði hvergi meiri en svo, að eftir standi eðlilegar og venjulegar viðskiptaskuldir að mati við- skiptabanka. Lánin verði yfirleitt til 5—7 ára, eigin lán banka og viðskiptaaðila með verðtryggingu og lögleyfðum vöxtum, nú 4%, en útgreidd lán með gengisbindingu og hliðstæðum vöxtum við erlend lán til þeirra nota. Viðskiptabankar sjávarútvegs- fyrirtækja munu hver um sig kanna þörf viðskiptamanna sinna fyrir umrædda skuldbreytingu samkvæmt þeim heimildum, er þar liggja fyrir. Forráðamenn fyrirtækja verða hins vegar sjálfir að taka frumkvæði að samningum gagnvart öðrum skuldheimtu- mönnum sinum og koma gögnum þar að lútandi á framfæri við viðskiptabanka sinn eða sparisjóð, en framkvæmd skuldbreytingar- innar verður í hverju tilviki háð því, að viðunandi heildarniður- staða náist að því er varðar trygg- ingar og möguleika fyrirtækjanna til að standa í skilum. Sjávarútvegsráðuneytið, 30. maí 1984. [ðaffunclur Félags íslenskra rithöfunda: ISkorar á ríkisstjórnina ad bjóða Sakharov landvist ADtLFUNDUR Félaes íslenskra orkuver af neinu tæi og veröa ekki skipti eiga sér stað nnlli þjóðanna. Askorunin til utanríkisráðherra „RÍKISSTJÓRNIN hefur ekki fjall að um þessa áskorun Félags ís- lenskra rithöfunda, en hún hefur verið send utanríkisráðherra," sagði Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra er blaðamaður Morgun- blaðsins spurði hann í gær hvort fjallað hefði verið um áskorun aðal- fundar Félags íslenskra rithöfunda til ríkisstjórnarinnar á ríkisstjórn- arfund. Áskorunin er eins og kunn- ugt er þess efnis að ríkisstjórn fs- lands lýsi því yfir að hjónunum Andrei Sakharov og konu hans sé heimil landvist á íslandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.