Morgunblaðið - 31.05.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.05.1984, Blaðsíða 1
64 SIÐUR j>WMttI»ltei§>i!> STOFNAÐ 1913 123. tbl. 71. árg. FIMMTUDAGUR 31. MAI 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Andrei Sakharov á sjúkrahúsi í Gorkij Moskvu, 30. mai. AP. HAFT var eftir heimildum í Moskvu í dag, að eðlisfræð- ingurinn og friðarverðlauna- hafínn Andrei Sakharov væri á sjúkrahúsi í borginni Gorkij vegna veikinda í kjölfar hung- urverkfalls, er hann hóf 2. maí sl. Ekkert hafði frést um aðsetur Sakharovs síðan 19. maí, en þá barst börnum hans í Moskvu símskeyti frá konu hans, Yelenu Bonner, þess efnis, að hann hefði verið fluttur burt frá heimili sínu 2. maí sl. Andrei Sakharov Bill Hayden, utanríkisráð- herra Ástralíu, sem nú er í heimsókn í Sovétríkjunum, tók í gær upp mál Sakharovs á fundi sínum með Andrei Gromyko, utanríkisráðherra Sovétríkj- anna. Sá síðarnefndi brást hins vegar öndverður við og neitaði algerlega að ræða um mál Sakh- arovs og Yelenu konu hans. Sagði Heyden, að Gromyko hefði borið því við, að Sovétmenn vildu ekki að aðrir segðu þeim fyrir um hvað gert skuli við Sakharov-hjónin. Þar væri al- farið um sovéskt innanríkismál að ræða. Sovéska fréttastofan Tass skýrði svo frá í dag, að Sakharov liði vel og að hann nærðist reglu- lega. Jafnframt var því vísað á bug, að Yelena Bonner, kona hans, þyrfti á því að halda að fara til útlanda til læknismeð- ferðar. Sovésk læknavísindi væru þess megnug að láta henni í té nauðsynlega læknisaðstoð eins og milljónum annarra, sagði Tass. Geir Ilallgrímss<in, uUnrfkisráðherra íslands og Uffe Ellemann-Jensen, utanríkisráðherra Danmerkur ra-ða saman fyrir fund uUnríkisráðherra adildarrfkja NATO í gaer. Fundur utanríkisráðherra NATO: Afstaðan til Sovétríkjanna rædd á lokuðum fundi í gær WashinKlon. 30. raaí. AP. UUnríkisráðherrar 16 aðildar- rfkja NATO héldu með sér „alger- lega lokaðan fund" á afviknum sUð í Maryland í dag. Á þessum fundi var aðallega rætt um stefn- una gagnvart Sovétríkjunum í víg- búnaðarmálum. George P. Shultz, uUnríkisráðherra Bandaríkjanna, ítrekaði þar að stjórnvöld í Wash- ington væru reiðubúin til þess að Uka upp viðræður við Sovétstjórn- ina á þessu sviði. Var þetU haft eftir Ulsmanni bandaríska uUnrík- isráðuneytisins í dag. Samtímis lét Shultz í ljós þá skoðun, að tilslakanir í því skyni að fá Sovétstjórnina til viðræðna um fækkun kjarnorkuvopna að nýju, kynnu að verða túlkaðar sem „veikleikamerki". í óformlegum viðræðum utan- ríkisráðherra NATO í kvöldverð- arboði í gær gerðu Hans-Dietrich Genscher, utanríkisráðherra Vestur-Þýzkalands, Giulio And- reotti, utanríkisráðherra ítalíu og Fernando Moran Lopez, utan- ríkisráðherra Spánar, grein fyrir I skömmu við Konstantin Chern- skoðunum sínum varðandi af- enko, forseta, og Andrei Grom- stöðu sovézkra valdhafa á yko, utanríkisráðherra Sovétríkj- grundvelli viðræðna þeirra fyrir I anna. Harðnandi átök á Persaf lóa: Loftárás íraka á risaolíuskip M,nnnix RAhrAÍn. .10 mai AP. ^n» ManAma, Bahrain, 30. maí. AP. STJÓRN íraks tilkynnti í kvöld, að íraskar herþotur hefðu gert loftáras á „stórt skip" fyrir sunnan Kharg-eyju í íran. Sagði Ulsmaður íraksstjórnar, að þessi árás væri sönnun þess, hve ákveðnir f rakar va-ru í að herða sigl ingabannið á Kharg-eyju, sem er að- alolíuhöfn írans í Persaflóa, en einn- ig á allar aðrar olíuhafnir írana. Þetta var í þriðja sinn í þessari. viku, sem herþotur Iraka gera loft- árás á olíuskip á Persaflóa. Er talið líklegt, að loftárásin nú hafi verið gerð á risaolíuskip. Er fjöldi þeirrra skipa, sem írakar segjast hafa valdið tjóni á, nú orðin 32. Jafnframt var tekið fram, að allar flugvélar þeirra hefðu snúið heilu og höldnu heim aftur eftir loftárás- ina í dag. Ayatollah Khomeini, leiðtogi ír- ans, sagði í dag, að Bandaríkja- menn „skorti kjark" til þess að hefja afskipti af Persaflóastríðinu. Engar líkur væru á afskiptum Bandaríkjamanna, „hvorki á sjó né landi" var haft eftir Khomeini. Forseti Ólympfunefndarinnar: Við berjumst til síðustu stundar Scargill handtekinn Arthur Scargill, forseti sambands námaverkamanna í Bretlandi, sést hér í fylgd lögreglumanna, eftir að hann var handtekinn í gærmorgun. Scargill stóð fyrir aðgerðum verkfallsvarða fyrir ulan koksverksmiðju í Sheffield, er hann var handtekinn. Sjá frétt á bls. 14. Moskvu, 30. maf AP. JUAN Antonio Samaranch, forseti Al- þjóða Ólympíunefndarinnar, kom til Wo.s-kvu í dag og hugðist þar með gera síoustu tilraun sína til bess að fi sov- ézk stjórnvöld til að falla frá þeirri ákvörðun að ha?tta við þátttöku i Ólympíuleikjunum í Los Angeles. Þegar Samaranch var spurður, hvaða líkur hann teldi á árangri af fór sinni, svaraði hann aiVin.s: „Við lofuðum að berjast til síðustu stundar." Saramanch sagðist flytja bréf frá Ólympíunefndinni til sovézkra vald- hafa. Ólympíunefndin væri fús til þess að framlengja frestinn til að tilkynna þátttöku í leikjunum fram yfir 2. júní, ef sá möguleiki væri fyrir hendi, að Sovétríkin og fylgi- ríki þeirra breyttu um afstöðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.