Morgunblaðið - 31.05.1984, Síða 13

Morgunblaðið - 31.05.1984, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 1984 13 Nýkjörin stjórn Norræna félagsins á Egilsstöðum; talið frá vinstri: Bjarni Björgvinsson, formaður, og Helga Jóna Þorkelsdóttir (sitjandi) — Ólöf Guðmundsdóttir og Ragnheiður Þórarinsdóttir (standandi). A myndina vant- ar 5. stjórnarmanninn, Hans-Uwe Vollertsen. Egilsstaðir: Stjórnarskipti í Norræna félaginu KgilsMtödum, 28. maí. AÐALFUNDUR Norræna félags- ins á Egilsstöðum var haldinn fyrir skömmu. Ólafur Guð- mundsson sem verið hefur for- maður þess allt frá endurreisn þess 1975 baðst nú eindregið und- an endurkjöri og var Bjarni Björg- vinsson, skattstjóri, einróma kjör- inn formaður þess til næstu 2ja ára. f skýrslu fráfarandi stjórnar kom m.a. fram að drýgstur tími stjórnar á síðasta starfsári hefur farið til undirbúnings þátttöku í vinabæjamóti er haldið verður í Soro í Danmörku 6., 7. og 8. júlí í sumar — svo og til annarra vina- bæjasamskipta, en vinabæir Eg- ilsstaða eru auk Soro: Eiðsvellir í Noregi; Skara í Svíþjóð og Suol- ahti í Finnlandi. Þá barst félaginu jólatré frá vinabænum Skara fyrir síðustu jól — en það er orðin föst venja að Skara og Eiðsvellir skipt- ist á að senda Egilsstaðabúum jólatré fyrir hver jól. Auk Bjarna Björgvinssonar voru eftirtaldir kjörnir í stjórn Norræna félagsins á Egilsstöðum: Ólöf Guðmundsdóttir, Helga Jóna Þorkelsdóttir, Ragnheiður Þórar- insdóttir og Hans-Uwe Vollertsen — en Elísabet Svavarsdóttir, Helgi Halldórsson og Halldór Sig- urðsson — sem lengi hafa átt sæti í stjórninni — báðust nú undan endurkjöri. — Ólafur Verndum við- kvæmt land — eftir Vigdísi Finnbogadóttur forseta Íslands Land, þjóð og tunga, þrenning sönn og ein, þér var ég gefinn barn á móðurkné; ég lék mér hjá þér við læk og blóm og stein, þá leiddir mig í orðs þíns háu vé. Svo segir skáldið okkar góða. Við fslendingar eigum enga dýrmætari eign en landið okkar, þjóðerni og tungu. Um þá þrenn- ingu erum við reiðubúin að standa vörð. Okkur ber því að gefa henni gaum alla daga og skila til vaxandi fjölda landsins barna svo ósnortna sem kostur er. Okkur ber einnig skylda til að miðla öllum nýjum þegnum af reynslu okkar og þekkingu um það hvernig best verður staðið að varðveislu og uppbyggingu. Á sumri komanda, þegar minnst ér 40 ára afmælis ís- lenska lýðveldisins, er stefnt að miklu átaki til landverndar. Hvar sem farið er skal umgengni við landið mótuð þeirri hlýju, virðingu og kærleika, sem við í hjörtum okkar berum til þess. Um leið og við gætum að gróðri höfum við fullan hug á að bæta við hann eftir bestu getu. Gróður fslands er eins og börnin okkar. Hann kemst ekki af nema hlúð sé að honum í vexti og honum forðað frá spillingu og slysum svo hann megi koma framtíðinni til góða, auka yndi manna og hag. Fæstir veita at- hygli þeirri smárýrnun sem á sér stað frá ári til árs. En þegar bú- seta í landinu er talin í öldum kemur í ljós að við höfum glatað allt að 40.000 km2 af gróðurlendi í landi sem er aðeins 103.000 km2 að stærð. Er þar að sjálfsögðu mest við óblíða náttúru að sak- ast. Þrátt fyrir margvíslegar ham- farir náttúruaflanna í viðkvæmu landi okkar hafa fslendingar aldrei gefist upp við að reyna að gera það að vini sínum. Nú er NJÓTUM LANDS -NfDUM El Ferðamálaráð Islands Vigdís Finnbogadóttir, forseti Islands. svo komið hagsæld þjóðarinnar og þekkingu um landið, að hugur og hönd geta lagast á eitt til úr- bóta með sameiginlegu átaki og jákvæðu hugarfari. Það gefur auga leið að því betur sem líf- vera er búin undir æviskeið sitt því meiri líkur eru á að hún komist af. Jurtin við götu okkar er þar engin undantekning. Það átak sem nú skal gert í gróðurvernd og gróðuraukningu er ekki nema brot af því sem við skuldum landinu. Það er aðeins upphaf skrefs á langri leið að settu marki: að gera Island eins gróðurríkt og það var er menn völdu það af frjálsum vilja sem ættjörð sína. Gullna hliðið jólaleikritið í sjónvarpinu KVIKMYNDATÖKUM fyrir jóla- leikrit sjónvarpsins í ár, Gullna hlið- ið eftir Davíð Stefánsso er nú lokið. Leikstjóri þess er Ágúst Guð- mundsson, framleiðandi Andrés Indriðason og leikmynahönnuðir eru Gunnar Baldvinsson og Snorri Sveinn Friðriksson. Helstu leikarar eru Guðrún Stephensen, í hlutverki kerlingar- innar, sálina leikur Jón Sigur- björnsson, óvininn Arnar Jónsson og í hlutverki Lykla-Péturs er Róbert Arnfinnsson, en í leikrit- inu eru um 20 hlutverk, auk 15 aukahlutverka. Framkvæmda- stjóri við gerð sjónvarpsleikritsins er Andrés Indriðason, Gunnar Baldvinsson hannaði leikmynd og Snorri Sveinn Friðriksson gerði málverk við leikmyndina. Arnbjörg Sigríöur THE HOUSE OF SANDEMAN Stúlkurnar fá allar snyrtivörur frá ' : ' * 1 w Anna Margrét ★ Kl. 19—20: Fordrykkur frá Dubonett * Kl. 20.00 BoröhaJd hefst Stjörnumatseðill Forréttur Le Bisque De Homard (Koniakslöguð rjómahumarsúpa) Aöalréttur Fillet E Porc Jard (Grisahnetusteik) Eftirréttur Soufflé Glacés Au Grand Mamier (Stjömuis desert) ★ Superman-dans frá Dansstúdiói Sóleyj- ar ★ Norska hljómsveitin Four Jets, sjö manna hljómsveit meö 4 söngvurum ★ Stúlkurnar koma fram i kjólum og baöfötum ★ Ttzkusyning syna fot fra samtfikin Hárgreiðsla: Brósi Snyrting: Hrefna O'Connor snyrtlr meö Dior snyrtivörum. Vaxtarrækt: Hrafnhildur Val- björnsdóttir Ljósmyndari: Ragnar Th. Sig- urðsson Sviðsetning: Sóley Jóhannsdóttir Fatahönnuður: Dóra Einarsdóttir Blómaskreytingar: Stefánsblóm steinsson. Rósa KRÝNDAR VERÐA: Pulsions ilmvatn frá Gregory De Valdes Paris Rannveig Kristrún Stjarna Hollywood, Fulltrúi ungu kynslóöarinnar — Miss Young International, Sólar- stjarna Úrvals '84. Forsala aögöngumiöa og boröapantanir í Broadway í síma 77500 daglega kl. 9—5. Tryggið ykkur miöa sem fyrst því ávallt hefur verið uppselt. WAT annað kvöld Husið opnað kl. 19.00 Luðrasveit Reykjavikur tekur á móti gestum meö eld- hressri tónlist. Hcioursgcstur kvöldsins vcrour nýkrýnd Fegurðardrottning Is- lands I984, Berglind Johansen. Dagskra: FtROASKfVFSTOeAN URVAL mu 0LUW00D

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.