Morgunblaðið - 31.05.1984, Side 19

Morgunblaðið - 31.05.1984, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 1984 19 ÝMSUM ER enn í fersku minni þegar bandarískir geimfarar komu til íslands árið 1968, í því skyni að þjálfa sig í umhverfi sem líktist því sem er á tunglinu. Þjálfunin var fyrir geimför Apollo-Saturn 16. og tunglferjunnar Orion, sem skotið var upp á Kennedy-höfða þann 16. apríl 1972. Innanborðs í tunglferjunni voru geimfararnir þrír, Thomas K. Mattingly, John W. Young og Charles Moss Duke. Þeir tveir síðarnefndu fóru út úr ferjunni, eftir lendingu á svonefndu Cayley-svæði tunglsins, óku um í faratækinu Rover-2 og söfnuðu 110 kílóum af jarðvegssýnum, sem þeir komu með til jarðar tólf dögum eftir geimskotið. Var þetta í fimmta sinn sem maðurinn gekk um á tunglinu, en alls dvöldu þremenningarnir í 72 klukkustundir og tvær mínútur á tunglinu. Einn þessara tungl- fara, Charles Moss Duke, er nú staddur hérlendis á vegum World Leadership Council, samtaka, sem vinna að heimsfriði í anda kristilegs kærleika og guðlegrar forsjár. Hafa menn frá samtökunum ferðast víða um heim og átt fundi með forsvarsmönnum ýmissa landa um hvernig megi skapa þjóðum heimsins farsæla framtíð með tilstyrk kenninga Krists. Blm. Morgunblaðsins ræddi við hann um starfsferilinn, tunglferðina og starf World Leadership Council. Hvernig leiö mér, rétt eins og litlum strák á jólunum," svarar Charles Moss Duke hlæjandi við fyrstu spurningunni sem vaknar hjá blaðamanni í viðtali við tunglfara: hvernig leið þér á tunglinu? „Tilfinningin sem gagntók mig þarna líður mér seint úr minni. Við vorum spenntir og kunnum okkur varla læti þegar við komum niður á yfirborð tunglsins. Það var varla að ég tryði því að ég gæti hugsað með mér — góður Guð, ég er á tunglinu — og væri þar í raun og veru. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu í orðum. Eins er það ótrúlegt, en okkur leið eng- an veginn eins og aðskotadýrum frá öðrum hnetti og hálfpartinn fannst mér eins og ég væri stadd- ur á stað sem ég hefði áður komið til. Skýringu þessa var að hluta til að finna í þjálfun okkar. Hún fór mikið fram í umhverfi sem líktist aðtæðum á tunglinu og eins höfð- um við skoðað myndir af þessu svæði mjög grannt og vorum því Það má betur þekkja svipinn á þessari mynd, þegar hjálmur- inn er frá. Charles Moss Duke, sem 36 ára gamall geimfari hjá NASA. ul povjjunlilftíut* 0*2$ Kumida mmiwr uihaWawcmí \>UU ** «v< rK!i PiLHuwyw t Uh»<j*4h«» {UDrmkiírtf vwVm't’Kir 'i*' prKfr nti'd um (uugiid ,>:• 'nuAuin cidfiollum »ÍHra>ir a N Vk’lnam S Lríitkhtnds Sjáið þið ekki svipinn? Cbarles Moss Duke með eintak af Morgunblaðinu frá 22. apríl 1972, þegar forsíðumyndin sýndi hann á tunglinu. við bandaríska fánann Ljósm. Mbl./ói.K.M. Tunglferðin opnaði ekki augu mín fyrir Guði - það gerðist síðar kunnugir þannig. En önnur skýr- ing er sú að tunglið er afskaplega friðsælt, kyrrlátt og fallegt á sinn sérstæða hátt. Og umhverfið hefur jú áhrif á mann hvar sem það er, á tunglinu eða jörðu niðri. Eftir þessa ferð hefur alltaf blundað innra með mér löngun til að fara aftur á þennan sérstaka stað. Ætli mig hafi ekki langað það frá þvf við lentum aftur á jörðunni!" SEX ÁRA ÞJÁLFUN FYRIR 72 TÍMA — Hvenær hófst ferill þinn hjá NASA (Geimferðastofnun Banda- ríkjanna)? „Eftir að ég útskrifaðist frá akademíu bandaríska flotans 1957 gekk ég í bandaríska flugherinn og starfaði þar um átta ára skeið, sem flugmaður á orustuflugvélum. Þá gerðist ég tilraunaflugmaður hjá flughernum. Gangur mála er sá að mesta viðurkenning sem til- raunaflugmanni hlýst er að gefast kostur á að bjóða sig fram til geimferða. Slíkt tækifæri bauðst mér ’66 og maður er nú einu sinni þannig gerður að vilja stíga einu skrefi framar en þar sem maður er í augnablikinu, þannig að ég tók því.“ segir Moss Duke, sem á að baki 4.147 flugtíma. Hann lauk m.a. námi í siglingafræðum fyrir flugvélar og geimför á sama tíma og hann var hjá flughernum, auk þess sem hann þjálfaði tilvonandi tilraunaflugmenn. Sem geimfari starfaði hann alls í tíu ár, sem meðlimur í aðstoðaráhöfn Apollo 10. og sem flugstjóri til vara á Apollo 13. og 17. Moss Duke var gerður að undirhershöfðingja 1979. „Það var í apríl 1966 sem ég var valin af NASA til tunglferðar og þar með hófst ævintýrið. Ég flutti með fjölskylduna til Houston í Texas og hóf þar með þjálfun sem stóð yfir í sex ár. Á þeim tíma komum við m.a. til íslands, fórum bæði norður í land og inn á öræfi." — Er þjálfunin erfið? „Hún er það að vissu marki, en kannski erfiðust fyrir fjölskyld- una. Það gengur enginn fjöl- skyldufaðir í gegnum þessa þjálf- un án þess að það komi niður á heimilislífinu og stuðningur fjöl- skyldunnar er dýrmætur og nauð- synlegur," segir Moss Duke, en hann og kona hans, Dorothy, eiga tvo syni, sem fæddust ’65 og ’67. „Sú þjálfun sem ég gekk í gegn- um á þessum árum var sú sama og Young hlaut, og að miklu leyti jarðfræðileg, enda var tilgangur tunglferðarinnar að safna jarð- vegssýnum. Starf Mattingly lá hins vegar alfarið innan veggja tunglferjunnar og hans þjálfun beindist eingöngu að því. Síðan vorum við náttúrulega þjálfaðir saman fyrir geimskotið, lending- una og aðstæður aðrar þar sem við sátum þrír við stjórnvölinn. Á þessum tíma myndaðist traust vinátta okkar í milli, þann- ig að við þekktum vel hver annan og vissum nokkurn veginn í hvorn fótinn hver myndi stíga í ferðinni. Traust vinátta, samheldni og nákvæm samvinna getur líka skipt höfuðmáli í ferð sem þessari, fyrir utan tæknikunnáttuna sem slíka. Þarna deildum við þrír svæði sem var ekki stærra en þetta herbergi sem við erum í,“ segir Moss Duke og lítur yfir herbergi blm., sem ætla má að sé um niu fermetrar. „Á þessu svæði fór öll okkar vinna fram; fyrir utan það var svefnher- bergið, baðherbergið og eld- húsið ... “ WORLD LEADER- SHIP COUNCIL — Hvenær byrjaðir þú að starfa með World Leadership Council? „Ef þú ert að spyrja um, hvort ég gerðist trúaður og uppgötvaði Guð eftir tunglferðina, þá var það ekki svo,“ segir Moss Duke með svip sem gefur til kynna að hann hafi heyrt þá spurningu áður. „Það sem gerðist var, að fyrir sex árum var okkur hjónunum boðið af fjölskylduvini að koma á helg- arsamkomu. Þar var biblíulestur og menn ræddu saman um spurn- ingarnar hvað hefur biblian boðað mér um framtíðina, og hvað segir Rœtt við Charles Moss Duke, fyrrum geimfara, um starfið hjá NASA og núver- andi starfsmann „ World Leadership CouncU<( um starfið í þágu Guðs og bœtt- ari heims. biblian mér um Jesús Krist. Er hann sonur Guðs, eða einhver lygalaupur sem blekkti mannkyn- ið? Þessi samkoma markaði upphaf þess að augu mín opnuðust fyrir Guði, ég fór að skilja Krist og hans kenningar. Á þessum tíma hafði ég sótt kirkju i áraraðir og verið kristinn, en án þess að skilja Guðs orð. Ég byrjaði að starfa hjá World Leadership Council fyrir fjórum árum og sá starfi hefur farið vaxandi með árunum, þannig að ég hef dregið saman vinnu t.d. við fasteignafyrirtæki sem ég rek. Þá erum við hjónin einnig með opið bænahús á heimili okkar.“ SANDINISTAR OG FLEIRI SÓTTIR HEIM — Hvernig starfa samtökin? „Starfið felst í því að ferðast á milli landa og ræða við ýmsa hátt- setta menn í þjóðfélaginu um hvernig þeir geti, í krafti starfs síns og með Guðs orð að leiðar- ljósi, fært landi sínu bjartari framtíð. Þetta má þó ekki skilja á þann veg að við förum einungis til landa þar sem mikil þjóðfélags- ólga ríkir, stríð eða aðrar hörm- ungar. Það má víða margt betur fara í þjóðfélagi sem er friðsælt á yfirborðinu. Sama er að segja um það stjórn- málakerfi sem ríkir í þeim löndum sem við heimsækjum, það kemur okkur ekki við. Samtökin eru ópólitísk og orð Guðs á erindi til allra. Þannig höfum við heimsótt lönd þar sem mismunandi stjórn- kerfi ríkja og alls staðar verið tek- ið opnum örmum. Við sóttum á sínum tíma heim forsvarsmenn sandinista i Nigaragua og áttum þar mjög gagnlegar viðræður. Til sósíalískra landa Evrópu höfum við hins vegar ekki komið enn. í Paraguay vorum við fyrir skemmstu, en heimsóknin þangað hafði ekki verið skipulögð fyrir- fram, enda er allur gangur á þeim málum. En þar, eins og annars staðar, var sem Guð hefði undir- búið komu okkar. Á þremur dög- um höfðum við átt fundi með for- seta Iandsins, sem bað okkur síðan að eiga viðræður við helstu yfir- menn hersins og aðra sem við vild- um ná sambandi við.“ — Hvernig veljast þau lönd sem þið heimsækið? „Það má segja að guðleg forsjón ráði ferðinni. Þegar okkur berst beiðni um að koma til viðkomandi lands leitum við í bæninni leið- sagnar Guðs um hvort vilji hans sé að þangað skuli ferðinni heitið og förum ekki af stað fyrr en vilji hans er okkur ljós. Svar hans berst eftir mismunandi leiðum og eftir mismunandi langan tfma. Þannig liðu t.d. tvö ár frá því að beiðni barst frá Vestur-Þýska- landi þar til við lögðum af stað.“ SILKIFLÖGG FRÁ TUNGLINU — Þú ætlar að gefa íslending- um gjöf. „Já, ég tók upp á þeim sið fyrir tveimur árum síðan, að færa tals- mönnum þeirra þjóða sem ég heimsæki, fána, sem fór með mér til tunglsins á sínum tíma. Þá tók ég með mér tugi lítiila silkiflagga með bandaríska fánanum. Ég hef ekki tölu lengur á því hve marga ég hef gefið, en þeir eru á víð og dreif um heiminn. Einn fór til Ind- iru Ghandi í Indlandi, Begin tók við öðrum fyrir ísraels hönd, einn er í Austurríki og annar í Þýska- landi, nokkra hef ég gefið leiðtog- um Suður-Ameríkuríkja, einn er í Suður-Afríku og víðar er þá að finna. Ég á ennþá eina tuttugu fána, þannig að ég get viðhaldið þessum sið á komandi árum.“ FRIÐUR FRÁ HJARTANU — Hvernig stuðla samtökin að heimsfriði? „Fyrst og fremst er að gera fólki ljóst, að friður sem slíkur kemst aldrei á nema hann komi frá hjarta hvers og eins. Ef við finn- um hann ekki innra með okkur þá finnum við hann aldrei. Friður fæst ekki með því að mála hann á spjöld og ákalla í kröfugöngum. Slíkar aðgerðir eru til að vekja at- hygli á friðarþörf heimsins og eru góðar sem slikar. En til þess að friður verði varanlegur þarf hann að koma frá hjarta einstakiingsins og Guði. Sá sem hefur fundið slík- an frið innra með sér, hann lifir í sátt og samlyndi við sjálfan sig, aðra og umhverfi sitt og honum líður vel. Að þessu vinnum við í krafti Guðs og kenninga Krists og nýtum í þágu málefnisins þá að- stöðu sem við höfum til að ná fundum 1 með forystumönnum þjóða heimsins." — Talandi um frið, sem fyrrum geimfari. Hvað finnst þér um ótta margra við því að stríðsrekstri verði í framtíðinni beint i auknum mæli upp í himinhvolfin, með auk- inni tækni til slíkra hluta? „Hvað varðar aukna tækni og vísindaframfarir, þá hefur maður- inn um árabil litið til himins. Hann hefur skotið á loft geimför- um og gervihnöttum til að auka eigin þekkingu og það er vel. Per- sónulega hef ég ekki trú á að hann fari inn á þá braut að nota him- inhvolfin í hernaðarlegu tilliti. En allt getur gerst, eins lengi og vit- firring og illur ásetningur eiga greiða leið inn í mannshugann og geta fest þar rætur. Það eina sem við getum gert er að biðja Guð um að gefa mannkyninu skilning á mikilvægi lífs og friðar," sagði Charles Moss Duke að lokum. Ásamt honum eru hér staddir þeir Newman Payton, formaður World Leadership Council, Glenn Norwood, Ed Hurley og Keith McAlister, en heimsóknin nú er í framhaldi af heimsókn samtak- anna til íslands á liðnu hausti. VE

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.