Morgunblaðið - 31.05.1984, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 1984
29
V
Félagar úr Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík. í baksýn eru topptjöldin tvö. Ljésm. Mbl. Július.
Lionsklúbburinn Týr gefur Flugbjörgunarsveitinni gjöf
Lionsklúbburinn Týr hefur gef-
ið Flugbjörgunarsveitinni í
Reykjavík tvö topptjöld að gjöf.
Formaður Lionsklúbbsins,
Kristinn Kjartansson, afhenti
Flugbjörgunarsveitinni í
Reykjavík tjöldin sl. mánudag
fyrir hönd klúbbfélaga, og var
þeim tjaldað við félagsheimili
sveitarinnar.
Samkvæmt upplýsingum
Flugbjörgunarsveitarinnar
henta tjöldin vel sem færanlegt
aðsetur við leitar- og björgun-
arstörf. Tjöldin eru 25 fermetr-
ar að grunnfleti hvort og verð-
mæti þeirra mun vera 70 þús-
und krónur.
Ennfremur segir að Lions-
klúbburinn Týr hafi áður sýnt
sveitinni velvilja og kann
Flugbjörgunarsveitin í Reykja-
vík Týsmönnum bestu þakkir
fyrir veittan stuðning.
Innheimta sveitar-
sjóðsgjalda síst
verri en undanfarið
Innheimtuhlutfall sveitarsjóðs-
gjalda skiptir sveitarfélög miklu.
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins gengur innheimta þeirra víð-
ast vel, og er síst verri en undanfarin
ár, eins og sést á meðfylgjandi töflu.
Víða er hlutfallið betra fyrir 1983 en
undangengin ár. Samanburð verður
þó að gera með fyrirvara, þar sem
óraunhæfar áætlanir útsvara og
Kaupstartur Ár
Reykjavík
Kópavogur
Seltjarnarnes
(iardabær
Hafnarfjoróur
Grindavík
Keflavík
Njardvík
Akranes
Ólafsvík
Bolungarvík
ísafjördur
Sauöárkrókur
Siglufjöröur
Ólafsfjöröur
Dalvík
Akureyri
Húsavík
Seyóisfjöróur
Neskaupstadur
Eskifjöróur
Vestmannaeyjar
Selfoss
aðstöðugjalda geta skekkt innheimt-
uprósentuna. I»á kunna mismunandi
reglur um afskrift eldri gjalda aó
brengla myndina nokkuð.
Taflan sýnir innheimtuhlutfall
útsvara, aðstöðu- og fasteigna-
gjalda, ásamt dráttarvöxtum og
eftirstöðvum alls þessa frá fyrri ár-
um, á móti innheimtu ársins.
1980 1981 1982 1983
75,2 75,7 72,1 75,0
86,8 86,7 84,9 85,6
80,0 79,3 77,7 80,4
89,8 90,2 85,7 85,8
80,9 81,9 78,6 80,3
73,6 78,0 65,1 64,9
82,2 80,2 76,2 80,6
76,0 71,6 66,8 78,9
93,7 94,4 91,8 91,8
75,8
94,0 92,3 88,5 84,5
82,8 88,4 84,2 81,4
88,7 89,7 87,6 89,2
85,0 87,9 88,7 87,7
93,6 94,0 95,8 92,9
89,7 89.5 88,5 89,1
87,4 92,9 91,7 92,2
95,7 96,5 95,5 94,4
80,3 89,6 84,2 90,5
89,3 93,7 92,1 91,1
80,9 93,6 92,1 81,3
78,2 83,8 80,2 83,3
87,0 89,8 88.3 88,7
Marteinn Þorláks-
son — Minning
Fæddur 24. janúar 1923
Dáinn 18. aprfl 1984
Ávallt grípur hugann einhver
tregablandin kennd, er við heyrum
fregn um andlát góðs granna eða
einlægs vinar, sem samleið hefur
átt með okkur á göngu lífsins um
lengri eða skemmri tíma.
Ekki er það ætlun mín að rekja
æviferil Marteins Þorláksonar.
Það hafa aðrir gert. Ég mun að-
eins minnast fáeinna atriða, er
snerta viðkynningu okkar.
Marteinn var sveitungi minn,
fæddur og uppalinn í Veiðileysu í
Víkursveit á Ströndum, en ekki
kynntist ég honum fyrr en báðir
höfðum sest að í öðrum lands-
hluta, hann í Hafnarfirði en ég í
Kópavogi, og höfðum þá báðir
stofnað okkar eigið heimili og
komið okkur fyrir í þeim atvinnu-
greinum, sem hvor okkar stundaði
lengst af.
Stundum lágu leiðir saman,
okkar og fjölskyldna okkar. Heim-
sóknir á heimili hvors annars voru
mjög ánægjulegar. Nutum við
hjónin einlægrar gestrisni og
óblandinnar ánægju er við komum
heim til Marteins og Halldóru,
konu hans. Þau voru bæði svo
glaðsinna og höfðu til að bera þá
einlægni og hjartahlýju sem gott
var að komast f kynni við, og
gestrisni þeirra slík að unun var
að njóta. Umgengni öll var til
fyrirmyndar, bæði úti og inni.
Þau höfðu komið sér upp fögr-
um garði við hús sitt, og var auð-
sætt að hinar fögru blómjurtir, er
þar uxu, nutu hlýrra handa og um-
önnunar húsbændanna.
Marteinn var ákaflega greiðvik-
inn maður og hjálpsamur. Varð ég
þess oft aðnjótandi er lagfæra
þurfti eitt og annað á heimili
okkar hjóna, bæði utanhúss og
innan. Kom þá vel í ljós hin mikla
handlagni hans og útsjónarsemi.
Átthagatryggð Marteins til
heimasveitar sinnar var fölskva-
laus og dvaldi hann oftast um
tíma á heimaslóðum sfnum á
sumrum, sér og fjölskyldu sinni til
ánægju, en einnig til að lagfæra
eitt og annað á bernskuheimili
sínu, sem nú stóð í eyði, nema
þann stutta tíma, sem frændur og
systkini komu þangað norður með
fjölskyldum sínum til stuttrar
dvalar árlega.
Við Aðalheiður, kona mín,
minnumst liðinna samverustunda
með þakklæti, og vottum eftirlif-
andi konu Marteins og börnum
þeirra okkar dýpstu samúð.
Ég veit að þótt honum hafi verið
óljúft að verða að yfirgefa fjöl-
skyldu sína svo fljótt, þá bíður
hans nú annað heimkynni á öðru
landi og betra i riki himnanna,
þar sem honum munu gefast
óþrjótandi tækifæri til að njóta
hæfileika sinna og góðra eigin-
leika i enn ríkara mæli en nokk-
urn tíma hér var færi á.
Ingvar Agnarsson
t
Móöir mín og amma okkar,
GUÐBJÖRG JÓELSDÓTTIR,
Snorrabraut 71,
andaöist 30. maí í Landspítalanum.
Ásta Ögmundsdóttir,
Patricia og Tómas Bónó.
ASPAR
HÚS
t/i sýn/s aó Logafold 126,
Grafarvogi
Nú gefst öllum kostur á aö skoöa
eitt hinna eftirsóttu Asparhúsa
dagana 31. maí og 1. júní kl.
14-22 og 2. og 3. júní kl. 10 til
22. Lítið í hvern krók og kima og
sannfærist um geysivandaðan
frágang einingahúsanna frá ösp.
Teikningar og upplýsingar á
staðnum.
Söluaðili f Reykjavfk
Stykkishólmi
Símar: 93-8225
og 93-8307