Morgunblaðið - 03.06.1984, Blaðsíða 6
54
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 1984
Ólafsfjörðun
Aðalbjörn Sigurlaugsson trilluukarl á Olafsfirði ásamt Frímanni Ingólfssyni og Óla Grétari
Skarphéðinssyni að dútla við net.
Ólafsfjarðarstemmning.
Gamalgróin stemmn-
ing og góður andi
Ólafsfjörður heilsaöi meö 12 stiga hita, þó loft væri þungbúið. Á bryggjunni var talsvert um
að vera, enda mikil trilluútgerð þar. I»ótt farið sé að hilla undir lok grásleppuvertíðarinnar er
enn nóg við að vera og unnið í verbúðum við tilfallandi störf tengd útveginum.
Júlíus Magnússon útgerðarmað-
ur á Ólafsvík kom keyrandi á
traktornum sínum upp bryggjuna
ásamt Sigurði bróður sínum.
Þetta ar gamallúinn traktor, lík-
lega árgerð 1947. Sigurður ók, en
Júlíus sat í kerrunni hjá aflanum
úr róðrinum sem þeir bræður voru
að koma úr. „Það eru hérna blaða-
menn sem ætla að ræða við þig,
Júlíus!“ kallaði Ásgeir Ásgeirsson
bæjargjaldkeri út um gluggann á
bíl sínum. „Ég segi ekki orð,“ svar-
aði Júlíus að bragði, „ekki orð,“ og
traktorinn rúllaði áfram upp að
sjóhúsi Júlíusar, eða fiskverkun-
arstöð eins og hann orðar það
sjálfur. Við renndum í kjölfarið á
bíl Ásgeirs. Það er sérlega per-
sónulegur bær, Ólafsfjörður, og
bryggjuspjallið og atburðarásin
þar um kring er hreinasta perla.
„Helvíti eruð þið vígalegir í að-
gerðinni strákar," sagði ég um leið
og ég vatt mér inn í sjóhúsið, að-
laðandi gamalt hús, rúmgott og
snyrtilegt fyrir þá fiskverkun sem
þar á sér stað, saltilmur í loftinu,
mergð af tunnum með grásleppu-
hrognum, flæðandi vatn um gólf
og við gamalt tréborð stóðu þeir
bræður og handreiddu grásleppu
fyrir vini sína, kváðust ætla að
hengja hana upp.
„Þetta er ætilegur fiskur," sagði
ég við Júlíus. „Þetta helvíti ét ég
ekki,“ svaraði hann að bragði um
leið og hann klauf grásleppuna
listilega. „Þetta er kynleg skepna,"
hélt hann áfram, „og minnir mann
á kenninguna um að framsókn-
armenn séu klaufdýr og svo afger-
andi að þeir séu klofnir upp undir
herðar.
Jú, þessi fiskverkunarstöð er
byggð upp úr gömlu sjóhúsi, eld-
gömlu. Eg hef verið fiskimatsmað-
ur til fjölda ára en ekki sl. tvö ár,
hætti þessu. Nú salta ég allan
færaþorskinn á sumrin og það er
ágætt að vinna við þetta, þorsk-
inn, grásleppuna og það sem til
fellur í kring um það. Báturinn er
fjögur tonn, heitir Freymundur í
höfuðið á afa og ömmu, föðurfor-
eldrunum Guðmundi ólafssyni og
Freydísi Guðmundsdóttur."
Frá Ólafsfirði róa þrír stærri
bátar, þrír togarar og fjöldi
smærri báta. Júlíus sagði að hljóð-
ið í sjómönnum á svæðinu væri
ekkert of gott vegna kvótafyrir-
komulagsins, því afli þriggja við-
miðunaráranna hefði verið lélegur
nyrðra, en hins vegar kvað Júlíus
grásleppuna hafa gengið nokkuð
vel þótt vart væri meira en meðal-
vertíð yfir landið og reiknað með
10 þús. tunna veiði.
Það voru komnir fleiri í spjallið
og Júlíus hafði á orði að það væri
alveg nýtt að það fyndist vindla-
lykt í sjóhúsinu. Hann hafði
brugðið sér upp á efra loftið og
náð í kræsilega herta ýsu sem var
hið mesta lostæti, en allur efri
gafl sjóhússins var allbúsældar-
legur, fiskur við fisk í breiðum, en
Júlíus glotti þegar hann reif ýsuna
og sagði að þetta væri stærðin sem
Sunnlendingar kölluðu Norðlend-
inga.
Sigurður var að ganga frá síð-
ustu grásleppunum í tvær tunnur,
kvaðst vera að salta fyrir vini og
vandamenn í Eyjum, en hann býr
þar og er stýrimaður á loðnuskip-
inu Guðmundi og brá sér norður á
heimaslóð fyrir mánuði til þess að
róa með Júlíusi bróður sínum á
grásleppunni.
Sigurgeir ljósmyndari í Eyjum
kom nú í sjóhúsið og hafði á orði
að hér væri aldeilis úrval af körl-
um á bryggjunum, en kvartaði
undan því að hafa ekki séð neinar
stelpur á ferli. „Það er nú enginn
vandi að fá þær út,“ svaraði Júlíus
að bragði, „bara að setja bruna-
lúðurinn í gang.“
- á.j.
Frjáls og
engum háður
„Ég er búin að gera út í fjögur
ár og það hefur gengið ljómandi
vel, þó þrjú síðustu sumur hafi
verið fremur léleg,“ sagði Sæunn
Axelsdóttir, sem gerir út tvær trill-
ur ásamt sonum sínum, en við
hittum hana á bryggjunni á
Ólafsfirði.
„Við erum með tvær trillur,
Kristján sem er Færeyingur og
Knörr sem er 9'á tonn og við höf-
um ekki sett fram ennþá, en för-
um að fara til þess hvað úr hverju.
Þá verðum við með hann út við
Grímsey, en þar vorum við einnig
í fyrrasumar. Við erum 3—4 daga
úti og fletjum aflann um borð og
setjum í pækil. Við erum tvö á í
einu og skiptumst á, strákarnir
mínir og ég. Það var eiginlega
óvart að þetta varð alvöruútgerð,
því upphaflega átti þetta að vera
hobbý. Ég fór út í þetta vegna þess
að strákana iangaði að gera þetta
og einnig spilaði athafnaþráin inn
í. Við höfum öll gaman af þessu,
gerum bara út yfir sumarið, en á
veturna kaupum við afla af Sól-
borginni og vinnum hann. Við för-
um af stað seinnipartinn í maí og
erum að fram í septemberlok eftir
því hvernig viðrar. Strákarnir
mínir sem eru 17,19 og 21 eru allir
í menntaskóla, sá elsti var að
klára núna, og hafa haft nokkuð
fyrir sig að leggja með þessu.
„Bara eins og aðrir krakkar
hér,“ segir Sæunn, þegar við
spyrjum hana, hvort hún hafi
eitthvað komið nálægt sjó-
mennsku áður. „Ég fór ekki á sjó
til að vera alvörusjómaður, fyrr en
ég byrjaði á þessu. Nei, ég er ekki
sjóveik og finnst þetta ekki erfitt
þó vissulega sé það það stundum
líkamlega."
Þegar við ræðum við Sæunni er
sonur hennar Frímann, 17 ára, ný-
kominn að á trillunni með fær-
eyska laginu með 200 kíló. „Það er
voðalega lélegt á handfærunum
ennþá, enda er þetta rétt að byrja.
Flestir eru ennþá á grásleppu og
hefur gengið ágætlega. Hins vegar
hafa síðustu ár verið léleg þangað
til núna í ár,“ sagði Sæunn.
Sæunn var áður en hún fór út í
útgerð, auk þess að vera húsmóðir,
skrifstofumaður hjá vélsmiðjunni
Nonna. Aðspurð hvort hún ætli að
halda áfram að gera út, segist hún
gera það áreiðanlega. „Ég hef það
mikla ánægju af þessu. Það er viss
spenna sem fylgir og maður er
frjáls og engum háður, óháður
klukku og sjáífs sín herra þannig
lagað."
Ráðleggurðu konum að fara á
sjóinn?
„Það sakar ekki fyrir þær að
prófa það, ef þær eru ekki sjó-
hræddar eða sjóveikar, þá held ég
að þær geti það alveg eins og
karlmenn. Og það má geta þess að
trillukarlarnir hér hafa hjálpað
okkur mikið og hvatt okkur frekar
en latt,“ sagði Sæunn að lokum.
„Það er lítið
um þann gula“
„Já, ég á þetta horn hérna,"
sagði Páll Guðmundsson sem við
hittum um borð í báti sínum
Margréti, en hann gerir út á grá-
sleppu. „Það var ekki neitt að hafa
í fyrra, stöðug bræla í apríl sem er
besti mánuðurini). Ég er kominn
með 72 tunnur núna, enda orðinn
gamall í þessu og farinn að láta á
sjá. Ég er búinn að draga upp
helminginn af mínum netum og
býst við að draga það sem eftir er
upp, um helgina eða upp úr helgi.
Þá fer ég á handfæri," sagði Páll.
Hann sagðist vera einn yfir
sumarið á handfærum, en hann
hefði mann með sér á gráslepp-
unni, það væri engin leið að vera
við það einn, þó einn og einn mað-
ur reyndi það. „Þetta hefur verið
þokkalegt. Við nýtum aflann sjálf-
ir og höfum sæmilega upp úr
þessu með því móti. Við fletjum
aflann á kvöldin og þetta getur
orðið upp í 17 tíma vinna á sól-
arhring. Það er svo lítið um fisk að
það er ekki hægt að hafa þetta
öðru vísi. Aflinn hefur dregist
saman ár frá ári og er ekki svipur
hjá sjón hjá því sem var. Það er
lítið um þann gula.
Ég er búinn að basla við þetta
frá því 1959 og þetta er þriðji bát-
urinn minn. Fyrst var ég bara með
árabát með vél, síðan með tveggja
tonna bát og nú með þennan sem
er 3% tonn og Þorgrímur Her-
mannsson á Hofsósi smíðaði. Já,
bátarnir hafa allir heitið Margrét,
það er móðurnafnið mitt. Það hef-
ur alltaf verið allt í góðu lagi.
Þessi er orðin tíu ára gömul og
aldrei verið dagur sem ég hef verið
frá vegna hennar og aldrei nokkur
skapaður hlutur komið fyrir,“
sagði Páll að lokum.
Ekki ómerkilegri
útflutningur en
hvað annað
„Hún er alveg búin núna. Þetta
var reytingur, ekkert meira. Við
urðum sáralítið varir við veiðina
sem talað var um í blöðunum,
enda held ég að veiðin hafi ekki
verið neitt sérstök víðast hvar á
landinu." Þetta sagði Aðalbjörn
Sigurlaugsson þegar við hittum
hann á hafnarbakkanum í ölafs-
firði þar sem hann var að laga til
net ásamt Frímanni Ingólfssyni
og sonarsyni sínum, Óla Grétari
Skarphéðinssyni. Aðalbjörn er
formaður Hagsmunafélags grá-
sleppuveiðimanna og sagði að-
spurður um horfur á sölu hrogn-
anna:
„Söluhorfurnar eiga að vera
góðar, en þrátt fyrir það treystu
útflytjendurnir sér ekki til að
bjóða jafn marga dollara fyrir
tunnuna og í fyrra. Samt hefur
það sem flutt er inn fyrir sama
gjaldmiðil hækkað um 30%. Ég