Morgunblaðið - 03.06.1984, Blaðsíða 7
55
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 1984
Ólafur á dráttarvcl að keyra aflann úr trillunni sinni
heim í fiskverkunarhúsið og önnur mynd af honum að
gera að aflanum. Ljósm. Sigurgeir í Eyjum.
Sæunn Axelsdóttir og sonur hennar Frímann á bryggj-
unni á Ólafsfirði.
get sagt þér það að í fyrra kostaði
einn poki af salti 280 krónur en
núna 330 til 350 krónur og á þessu
getur þú séð hækkunina. Þetta
hlýtur að vera flutt inn fyrir sama
gjaldeyri og grásleppuhrognin.
Það mun vera nálægt lagi að
gráslepputunnan geri 7200 til 7400
krónur í Evrópu en ef hún hefði
verið seld fyrir sama dollarafjölda
og í fyrra hefði hún farið í 8100 til
8300 krónur."
— Þetta kemur sem beint
tekjutap hjá ykkur, er þá nokkurt
vit í að stunda þennan veiðiskap,
þegar ekkert v'eiðist í ofanálag?
„Ég segi það nú ekki, allir vilja
auðvitað heldur meira, en þjóðar-
hag veitti sjálfsagt ekki af því að
fá meira fyrir þetta, því ekki er
þetta ómerkilegri útflutningur en
hvað annað. Þegar kreppir að í
sjávarútvegsmálunum veitir ekki
af hverri krónu fyrir útflutning-
inn.“
— Hvernig er samstaðan hjá
grásleppukörlunum núna, þetta er
nokkuð sundurleitur hópur, ekki
satt?
„Það er nú ekki óeðlilegt að það
sé sundurleitur hópur sem stund-
ar þessar grásleppuveiðar. Þær
I stunda allslags menn. Sumir eru
meira í þessu vegna útivistarinnar
en vegna atvinnusjónarmiða. Ekki
skiptir eins miklu máli fyrir þá
hvort þúsundkallinum meira eða
minna fæst fyrir hverja tunnu.
Svo er töluvert af mönnum, eins
og þú veist, sem vilja standa utan
við þref og þras og vilja láta aðra
sjá um hlutina fyrir sig. Ég kalla
þá menn stundum alvörusjómenn
sem lifa eingöngu á þessu."
— Ert þú einn af þessum al-
vörusjómönnum?
„Já, það er ég. Ég lifi alveg á
þessu, eins og þeir hér sem standa
í þessu, allflestir að minnsta kosti.
Grásleppan er í hæsta lagi stund-
uð í tvo og hálfan mánuð og önnur
veiði, þorskveiði, er stunduð utan
þess tíma.“
— Hvernig er afkoman á þess-
um veiðum?
„Ég held að hún sé ef til vill
þokkaleg, en ekkert meira en það.
Sums staðar er hún léleg, sérstak-
lega þar sem þeir lömuðust í veið-
arfæratjóni snemma á vertíðinni.
Við vorum heppnir, sluppum að
mestu við tjón. Það er í þessari
grein sjávarútvegs, eins og öðrum,
að skin og skúrir skiptast á, sveifl-
urnar eru ekki minni hjá okkur en
öðrum.
Það stundar enginn sína at-
vinnu til lengdar nema hann hafi
eitthvað upp úr sér, menn lifa ekki
á óánægjunni. Menn verða að
skilja að í þessu eins og öllu öðru
byggist afkoman á hvað menn eru
útsjónarsamir og duglegir," sagði
Aðalbjörn Sigurlaugsson.
Eins og maður
geti ekki slitið
sig frá þessu
Þegar Morgunblaðsmenn gengu
eftir hafnarbakkanum í ólafsfirði
ók gamall maður á dráttarvél
fram hjá og var með kerru, hálf-
fulla af fiski, aftan í. Ók hann að
húsþyrpingu sem þar er skammt
fyrir ofan og bakkaði inn. Þegar
við gægðumst inn í fiskverkunar-
húsið var maðurinn, Ólafur Stef-
ánsson, farinn að gera að. Hann
var 64 ára gamall, hefur verið 50
ár til sjós — byrjaði fermingarár-
ið — gerir nú út trillu og verkar
allan aflann sjálfur.
„Þetta er illa smátt," sagði ólaf-
ur, „þeir taka það samt. Þetta er
oft svona fyrst á vorin þegar mað-
ur er að byrja, enda er þetta
Páll Guðmundsson um borð í báti sínum, Margréti.
fjarðafiskur. Ég fékk þetta á færi
vestur í Héðinsfirði. Hann er held-
ur tregur núna og lítið að hafa,
enda ekki langt síðan við byrjuð-
um. Ég fór ekkert á grásleppuna
núna. Eg á þetta hús, geri hér að
og salta allan minn afla sjálfur.
Sonur minn hjálpar mér að vísu
þegar mikill afli er en ansi er
hann langur vinnudagurinn þegar
mikið veiðist, því eftir er að gera
aðþegar maður kemur að landi.
Ég er búinn að vera til sjós í 50
ár, byrjaði fermingarárið. Ég var
á ýmsum bátum, lengi á Sigur-
björginni og Guðbjörginni sem
hann Magnús Gamalíasson átti.
Trilluna keypti ég fyrir 13 árum
og hætti þá að vera á bátunum;
var búinn að fá alveg nóg af því.
Ég ræð mér alveg sjálfur í þessu
og yfirleitt er þetta gott yfir
sumarið. Reyndar er ég hættur
nema á sumrin en vinn í fiski yfir
veturinn. Maður er alinn upp við
þennan fisk og það er eins og mað-
ur geti ekki slitið sig frá þessu. Ég
fer ekkert í útilegur á trillunni
núna, ekki eins og maður gerði áð-
ur. Þá fór maður oft út að Gríms-
ey og Flatey og var úti í 2 eða 3
sólarhringa," sagði ólafur Stef-
ánsson.
Ekki fengið bein
úr sjó í þrjú ár
„Ég búinn að vera að gutla við
sjómennsku síðan ég var sextán
ára,“ sagði Hrafn Ragnarsson,
skipstjóri á Arnari ÓF 3, tuttugu
og sex lesta bát, sem hann gerir
sjálfur út frá ólafsfirði.
„Ungu mennirnir mættu gjarn-
an sækja meira á sjóinn því þetta
er ágætis vinna fyrir þá og á sjón-
um læra menn að vinna. Þeir
mega bara ekki vera of lengi
þannig að þeir festist í þessu. Þá
hafa þeir ekki að neinu að hverfa
þegar þeir koma í land.
Við erum fjórir á bátnum og
fiskurinn er alveg verkaður hér,
saltaður o.s.frv. Eftir helgina ætl-
um við á snurvoð í Eyjafirðinum.
Gallinn er bara sá, að hér hefur
varla fengist bein úr sjó í þrjú ár.
Þessi vertíð var með eindæmum
léleg. Það varð enginn ríkur á
henni, frekar en á þeirri síðustu.
Þetta er ofveiði að kenna og eng-
inn öðrum betri í því máli. En hins
vegar hefur sá litli fiskur, sem
fengist hefur, verið mjög góður.
Það er bara ekki nóg af honum.
Þessu fylgja auðvitað versnandi
kjör og ég sé ekki fram á neinar
úrbætur nema ríkið komi til sögu
á einhvern hátt.
Svo höfum við ekki fengið borg-
aða skreið, fisk sem var hengdur
upp ’81, en þurfum á sama tíma að
borga vexti af afurðalánum í
bönkunum. Það er ótrúlegt hvað
lítið er talað um það, að Nígeríu-
menn borga ekki skuldir sínar.
Það er eins og menn hugsi bara
um hvernig eigi að selja þeim
meira," sagði Hrafn.
„En á sjómannadagsball ætla ég
að fara,“ bætti hann við. „Þó ég
fari aldrei neitt annað.“
H.H.S.