Morgunblaðið - 03.06.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.06.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 1984 79 Þorkell Guðgeirsson kokkur tv. og Gunnar Kristinsson stýrimaður að landa úr Sæfaxa. Ljósm. Friðþjófur. áfram á trollinu í sumar. Nú væru þeir með 10 tonn, af öllum sortum eftir 2 sólarhringa. Þetta væri bara skrap. „Maður er ekkert sér- lega bjartsýnn þegar maður sér ekki fram á að þetta batni. Að vísu þóttu það ágætar vertíðir hér áður að fá 350 tonn, en nú eru líka komnir stærri og betur útbúnir bátar,“ sagði hann. „Við megum það eiginlega ekki, því þessi þrjú ár sem miðað er við voru það góð hjá okkur," sagði hann aðspurður um hvort þeir væru óánægðir með kvótann. „Það vantar 200 tonn upp á það að við séum komnir með það sama og í fyrra og 300 tonn upp á að við séum með það sama og í hitteð- fyrra,“ sagði Gísli Valur. — Kemur fiskurinn aftur? „Já, annars væri ég hættur það er engin spurning." Innan tíðar humar í öll mál „Gallinn við kvótakerfið er að það er hætta á að menn hendi versta fiskinum. Þetta er þeirra kaup og það takmarkast af kvót- anum. Minni bátar geta oft ekki vitjað svo dögum skiptir vegna veðurs. Það er ekki hægt að skylda menn, það hugsar hver um það að hafa út úr þessu til þess að lifa, og því mikilvægt að hafa kerfið þannig að það komi i veg fyrir svona lagað. Það sama gildir um humarinn, menn gefa ekki upp það smæsta og það verður örugg- lega þannig hérna innan tíðar, að það verður humar í öll mál. Það þyrfti að vera aflaverðmætiskvóti að minnsta kosti á humrinum, gott ef ekki bara á fiskiríinu líka,“ sagði Gísli Valur. „Mönnum svíður það helvíti mikið hér, hversu miklu hærra verð fæst fyrir fiskinn í gáma, eins og kolann, en það sem greitt er fyrir hann hér á landi. Hér fást fyrir kolann 4 krónur, en 30 krón- ur í Bretlandi. Hér í Vestmanna- eyjum skortir alla aðstöðu fyrir gáma, vantar til dæmis bæði stóra krana og lyftara. Það er örugglega búið að henda þúsundum tonna af kola hér í Eyjum í vetur, það er svo mikil vinna að gera að honum. Það hlýtur að vera eitthvað grugg- ugt við þetta," sagði Gísli Valur Einarsson skipstjóri að lokum. Vertíðin núna betri Morgunblaðsmenn hittu einnig Bergvin Oddsson, skipstjóra á Ártý og eiganda að Glófaxa, að máli í Eyjum. Glófaxi liggur við bryggju, þar til farið verður á net í vetur, en Bergvin er með Ártý á leigu og er með hann á humri, en Glófaxi er yfir leyfilegum stærð- armörkum svo hann megi vera á humri. Bergvin kvað vertíðina nú hafa verið miklu betri en vertíðina í fyrra og gilti það almennt fyrir netabátana. Hann hefði fengið rúmlega 700 tonna kvóta og hefði áður verið búinn að fá um 170 tonn af ufsa. Hann sagði aflatöl- urnar ekki segja allt, aflinn væri minni tölulega séð en færri skip hefðu stundað veiðarnar, þar sem öll loðnuskipin hefðu til að mynda fallið út, en þau hefðu verið á ver- tíðinni í fyrra. „Það er ekki minni fiskur nú en verið hefur. Hann er að visu minni á grunnmiðum, en í kantinum er ekki minni fiskur," sagði Bergvin. Reglurnar um humarkvótann fráleitar Aðspurður um humarveiðarnar kvað Bergvin vera mikinn humar. Gísli Valur á Björgu. „Það er nóg að fara bara í einn tíma frá Eyjum, þá er maður kom- inn í mokveiði, þessa daga sem hefur verið farið. En reglumar um kvótann á humrinum eru fráleit- ar. Það á að vera aflaverðmæt- iskvóti á humrinum, eins og er á síldinni. Vegna núverandi reglna má ætla að smærri humrinum sé hent. Kerfið býður þeirri hættu heim, þegar reglurnar ættu að vera þannig, að þær hvettu menn til að hirða allt og henda engu, þannig að allt, sem upp úr sjó kemur, komi að landi," sagði Bergvin. Tveir bátar fylltu kvótann á vertíðinni Bergvin kvað sjómenn almennt vera sátta við kvótakerfið að sínu mati. Það væru eitthvað tveir bát- ar í Eyjum sem hefðu náð þvf að fylla sinn kvóta. Hins vegar hefði mönnum ekkert litist á blikuna um áramót. Síðan hefði staðið í mönnum að fylla kvótann, þannig að hann hefði ekki komið illa út í heildina tekið. Bergvin kvaðst reikna með að Benóný, einn af mörgum efnilegum af þeirri ætt. fara á ufsa í haust. „Það er meiri ufsi en undanfarin ár, ufsastofn- inn hér við Eyjar er vaxandi, það er enginn vafi á því. Svo er það síldin í haust, svo mér líst alls ekki illa á framtíðina. Það hafa alltaf komið slæmar vertíðir öðru hvoru, a.m.k. síðan ég kom til Vestmannaeyja fyrir 20 árum. Ég hef ekki nokkra trú á öðru en þetta fari upp á við á nýjan leik og við þurfum ekki að vera með neitt svartsýnisvæl yfir því,“ sagði Bergvin. Betri fiskur sem kemur að landi nú „Sjómenn hafa þurft að þola "svipaða kjaraskerðingu og aðrir landsmenn, en þó virðist vera gengið meira á hlut sjómanna en undanfarið, því það er sífellt meira sem er tekið fram hjá skipt- um,“ sagði Bergvin aðspurður um kjör sjómanna. „Það virðist alltaf vera farin sama leiðin til að bjarga útgerðinni og auðvitað eru menn ekki ánægðir með það. En það er enginn vafi á því að það er betri fiskur sem kemur að landi nú og það er jákvætt, þó maður viti ekki um hvort allt kemur að landi sem kemur um borð í skipin. Það mætti því taka til athugunar að taka þar einnig upp aflaverð- mætiskvóta, eins og er á síldinni. Þá reyna menn að vanda sig og koma með betri vöru og það er það sem hlýtur að koma í framtíð- inni,“ sagði Bergvin að lokum. „Maður slappar bara af“ Verið var að landa úr Dala- Rafni í Vestmannaeyjahöfn þegar Morgunblaðsmenn voru þar á ferðinni í vikunni. Báturinn er á trolli og hafði komið inn kvöldið áður með 20 tonna afla sem var fyrst og fremst ýsa eftir vikuveiði- túr. Við hittum að máli Þorsteinn Úlfarsson, vélstjóra, þar sem hann var við vinnu sína á spilinu. Hann sagði vertíðina hafa verið lélega, þeir hefðu fengið eitthvað um 500 tonn á henni, sem væri svipað og í fyrra, og væru nú komnir með um 600 tonn af þeim 703 tonna kvóta sem þeim var úthlutaður og bjóst hann við að kvótinn dygði þeim fram í ágúst. Þetta væri sæmi- legur kvóti miðað við hvað margir aðrir hefðu fengið. „Maður slappar bara af,“ sagði hann aðspurður um hvað við tæki þegar kvótinn væri búinn, en kvaðst eiga von á því að fara að vinna í landi í haust. Hann kvað misjafnt hljóð í sjómönnum vegna kvótamálanna. „Ég hef engar skoðanir myndað mér á þessum kvóta, þannig séð. Ætli maður fari að hugsa alvarlega um þessi mál fyrr en maður er orðinn atvinnu- laus,“ sagði hann. Áberandi minni fiskur Hann kvaðst hafa byrjað á sjón- um 1975 og stundað sjóinn síðan 1979 og það væri mikill munur á því hvað vinnan væri léttari nú en verið hefði, hún væri alltaf að létt- ast. Það væri ekkert svipað og kæmi þar til ýmis nýr útbúnaður. Hins vegar væri áberandi minni fiskur en verið hefði áður. „Það er ekki meiri tekjur upp úr sjómennskunni að hafa en að vinna í landi, þó það sé hins vegar kannski lengri vinnutími á bak við launin í landi. Kauptryggingin fyrir 1 'A í hlut er um 26 þúsund á mánuði og það því ekki verra að vinna á vertíð í frystihúsi," sagði Þorsteinn Úlfarsson. Þá varð ég svolítið montinn „Þetta var stuttur róður á laug- ardaginn, ég fór mína leið vestur að Dröngum í þokunni, hringlaði þar og fann nokkra titti, þetta var svona mílu hringur í þokunni. Mér gekk ágætlega að finna Drangana, þeir eru alltaf á sínum stað. Þeir voru þarna líka á þessum slóðum, Denni Helga og Jóhannes Tómas- son. Ég undraðist þegar þeir fóru að kalla í talstöðina til mín á Hlýra og ég get ekki neitað að ég dró það við mig að svara þeim vegna tittanna. En bakþankinn ræsti og ég ákvað að svara þeim, því þessir menn eru vanir að leita sjálfstætt og þá hlaut eitthvað að vera að. Það kom á daginn, það var vélarbilun hjá þeim. Ég dólaði því til þeirra og gekk ágætlega að finna þá, því ég gangsetti lóraninn í hausnum á mér. Þetta gekk allt vel og landi var náð á skikkanleg- um tíma. Eitt sinn bilaði svona hjá mér og ég varð að kalla á Lóðsinn, því enginn bátur var nálægur, en ég mætti Lóðsinum á miðri leið á seglum. „Þarna sé ég sjómennsk- una í réttu ljósi,“ sagði Éinar skip- stjóri á Lóðsinum við mig og þá var ég svolítið montinn," sagði Jón í Sjólyst, trillukarl í Eyjum, en hann er einn af þessum gömlu góðu sem setja mikinn svip á sjó- mannastéttina í landinu, eru eins konar ankeri í mannlífi sjómanna. Jón í Sjólyst rær á eigin bát, kóng- ur í ríki sínu. Við hittumst á Nausthamarsbryggjunni í Eyjum, hann var á beitustampabílnum sínum, rabbaði við félaga á bryggjunni og gætti með öðru að bát sínum. „Já, ég var svolítið montinn yfir þvi sem Einar sagði, því víst líður okkur betur ef okkur er strokið aftur en ekki fram. Já, hann er nýmálaður beitu- stampabíllinn, þetta er Escort 1973, prýðisbíll sem hefur dugað vel og er þrælduglegur. Ég var að mála hann með skipalakki og kraftiakki, það þætti víst ekki fínt á hinum betri málningarverk- stæðum. Ég notaði dökkbláan lit, ágætis skipalakk, og til þess að lýsa svolítið snaraði ég hvítu út í, er ekki liturinn helvíti góður á honum? Það er nú það, ég get sagt ykkur það að ég læt mér líða vel, er sátt- ur við allt og alla og næst ekki upp eins og áður. Nú hugsar maður málið og fer sér að engu óðslega. Ég er sáttur á hlaðinu og fer ekki fét úr Eyjum. Ég fór áður á hverju sumri, en nú er það búið, þetta er einhver þrjóska og maður er orð- inn værukær. Hitt er að ég hef alltaf farið mínar leiðir. Hérna áður fyrr þegar Þjóðhátíðinni var að ljúka hjá öðrum á mánudags- morgni eftir þriggja sólarhinga tjörn, þá var hún að byrja hjá mér, ég smakkaði nefnilega ekki vín fyrr en á mánudeginum, því hvað hefur maður út úr Þjóðhátíð fullur. Já ég hef alltaf verið sjálf- stæður í mínum gjörðum og ég var ekki meiri alki en svo að ég gat lokað fyrir þetta. Já ég var á stærri bátum áður fyrr, en ég hætti að stunda sjó og fór að róa á trillu eins og ég orða það. Á sjóinn verð ég að sækja, því eftir viku í landi verð ég veikur. En þegar ég kemst út fer að létta og landið að rísa eftir og því sem líður á daginn verð ég alltaf létt- ari og léttari, ég hef svona gaman af þessu ennþá og alltaf hlakka ég til að geta sleppt og farið.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.