Morgunblaðið - 03.06.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.06.1984, Blaðsíða 16
64 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 1984 Stokkseyri „Heitt súkkulaði með rjóma, það verð- ur ekkert sterkara“ Þótt megninu af afla Stokkseyrarbáta sé landað í Þorláks- höfn er hlutur Stokkseyrar og Eyrarbakka ótrúlega stór í afla landsmanna miðað við íbúafjölda í þessum tvfbýlisplássum, en menn horfa björtum augum til þess tíma er brúin verður risin á þessum áratug, því þá verður öll sjósókn fyrir þetta rótgróna sjávarpláss mun auðveldari og aðgengilegri. Þar er glæsilegt frystihús, en innsiglingin að plássinu hefur lengi verið vandamál, þótt menn hafi aldrei gefist upp. Við hittum að máli sjómenn og aðra sem vinna við sávarsíðuna á Stokks- eyri. „Staðan er hrikaleg, alveg svakaleg, kjörin eru orðin svo lé- leg, það er hreinlega verið að fæla menn í land með þessari þróun," sagði Gísli Tómas Ingvarsson skipverji á skuttogaranum Þor- leifi Jónssyni AF 12, en Tommi hefur verið á því skipi af og til sl. þrjú ár. Hann býr á Stokkseyri. „Kvótinn hefur ekkert verið að svekkja okkur, en fiskiríið hefur dregist svo mikið saman að ég veit ekki hvort við náum þessum kvóta nokkuð. Fyrir fjórum árum gat maður látið sér nægja að fara þrjá túra og taka frí fjórða túrinn með góðri samvisku, en það er ekki hægt í dag, nú þyrfti maður í raun og veru að vera stanslaust að þótt maður geri það nú ekki. Aðallega tel ég þetta ástand vera komið upp vegna minnkandi afla, minni þorsks og verðminni tegunda. Við höfum alltaf stólað á meiri og vax- andi afla. Nei, það eru ekki margir hér í plássinu sem sækja sjóinn frá öðr- um plássum, en nokkrir, það er ekki rúm fyrir alla á heimabátun- um og menn þurfa því nokkuð að sækja annaö. Mér finnst það allt í > Frá vinstri, sitjandi á bryggjunni: Einar Páll, Tommi og Gunnar. Ljósmynd Árni Johnsen lagi, því þegar maður er á togur- um eru fastar iínur í þessu. Varðandi stjórnun- fiskveiða, held ég að hún sé að mörgu leyti skynsamleg, en þetta hefur hins vegar leitt af sér nokkurt brask, en ég vil undirstrika þá skoðun mína að útgerðarmenn eiga ekki einir alla fiskstofna við landið. Svo eru margir ókostir við þetta fyrirkomulag, til dæmis að verð- minni fiskur er ekki hirtur. Annars er hljóðið gott að öðru leyti, veðrið er gott og þá lyftist á manni brúnin, það þýðir ekkert annað en að bera sig vel.“ „Vinnsluaðferðin hefur jafnað vinn- una í landinu“ Á vetrarvertíðinni á Stokkseyri voru þrfr bátar á línu fyrri hlut- EDER er þekkt vinnuvél um alla Evr ópu. Verktakafyrirtæki nota EDER-vélar vegna lipurleika og frábærrar endingar Loksins eru EDER-gröfurnar fáanlegar á Islandi Þýsk framleiðsla í sér- flokki hvað varðar gæði og Fáanlegar sem belta- eöa hjólagröfur í ýmsum stæröarflokkum Atlas lif. Ármúla 7, Reykjavík, sími 26755. Hagsi»tt «•%» upp'ý8'"98

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.