Morgunblaðið - 03.06.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.06.1984, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JUNÍ 1984 » *•* 70 Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON Nesti Samlokur með lifrarkæfu og gúrku eða ólífum 4 bauðsneiðar smjör til að smyrja brauðsneiðarnar með 2 salatblöð lifrarkæfa nokkrar sneiðar gúrka, gjarnan súr/sæt eða nokkrar grænar ólífur. 1. Smyrjið brauðsneiðarnar með smjöri og þykku lagi af lifrarkæfu. 2. Leggið gúrkusneiðarnar eða niðursneiddar ólífurnar ofan á tvær brauðsneiðanna. Leggið salatblöð ofan á. Hvolfið hinum tveimur brauðsneiðunum ofan á salat- blöðin. Þrýstið örlítið saman. 3. Vefjið í plastfilmu. Samlokur með eggjaköku, tómötum, lauk eöa graslauk 3egg ‘A tsk salt % tsk. pipar 2 msk. vatn 1 msk. matarolía 1 stór tómatur 1 lítill laukur eða nokkur strá graslaukur 4 brauðsneiðar smjör til að smyrja brauðsneiðarnar með 2 salatblöð 1. Þeytið eggin með salti og pipar, bætið vatni út í. Ekki þarf að þeyta þetta mikið og er nóg að þeyta það með gaffli. 2. Hitið matarolíuna á pönnu. Gætið þess að hún fari jafnt yfir pönnuna. 3. Hellið eggjahrærunni á pönnuna. Hafið hægan hita. 4. Saxið laukinn og tómatinn og stráið því yfir eggja- Núna er sá árstími er „nóttlaus vor- aldar veröld" ræður ríkjum. Allir verða léttari í spori og sinni og gleðjast yfir því að fá enn einu sinni að ganga á vit náttúrunnar, þeirrar völundarsmíðar sem okkur hefur verið falið að varðveita. Hvort heldur við stígum á bak klárnum, reiðhjólinu, förum í bílnum eða á tveimur jafnfljótum, er gott og vit- urlegt að stinga nesti í hnakktöskuna, spenna á bögglaberann, setja í körfu í aftursætið eða í malpokann. Hvort sem við höldum langt eða skammt, skulum við finna okkur fallegan blett til þess að setjast á, maula nestið okkar og tengjast náttúrunni, fá hana á tilfinn- inguna. Börnum, sem með eru í förinni, skulum við segja frá því sem fyrir augu ber, skófum og mosum, grös- um og blómum, skeljum og fiskum, dýrum og fuglum. Já, best er að byrja á því að kenna börnum að þekkja fugla. Að geta flogið er ævintýri í þeirra augum og í verunni. Fallegust þykir mér krían og líkust okkur í sjón og raun. kökuna. Setjiö lok á pönnuna og látið steikjast í u.þ.b. 10 mínútur. Gætið þess að eggjakakan sé þurr að ofan. 5. Losið eggjakökuna af pönnunni og rennið henni á fat eða bretti. Látið kólna. 6. Smyrjið brauðsneiðarnar með smjöri, skerið eggja- kökuna í tvennt. Leggið hana margfalda ofan á tvær brauðsneiðanna. Setjið síðan salatblöð ofan á eða inn í eggjakökuna. Leggið hinar tvær brauðsneiðarnar ofan á. Þrýstið örlítið saman. 7. Vefjið í plastfilmu. Hún er sólskins barn. Hennar sólarlandaferðir eru lengri en okkar flestra. Kría, sem merkt var í Danmörku, fannst í Ástralíu, og kría, sem merkt var hér á Hvalfjarðarströnd, fannst dauð upp í Borgarfirði 21 ári seinna. Með sanni má segja um kríuna eins og fólk- ið: „Römm er sú taug, er rekka dregur föðurtúna til.“ Sólarlagið íslenska er helgi- stund. Þegar tekið er til nesti, er hentugast að hafa samlokur. Áleggið má helst ekki vera þannig að það renni af brauðinu, en algengt er að binda það með olíusósu (mayonnaise) sem ekki er hollur matur. Alltaf er lyst- ugt að hafa salatblöð með áleggi á brauði, eins er mjög gott að setja saxaða stein- selju ofan á smjörið undir álegginu. Hér eru nokkrar tillögur að samlokum, sem eru með „föstu áleggi". Veljið það brauð sem ykkur hentar, en alltaf skyldi velja milt brauð með mildu áleggi, en hafa sterkara álegg á bragðsterku brauði svo sem seyddu rúgbrauði. Pakkið hverri samloku sér í plastfilmu, svo að þær taki ekki bragð hver af annarri. Samlokur meö sinnepi, skinku og ananas 4 brauðsneiðar smjör og milt sinnep til að smyrja brauðsneiðarnar með 4 þunnar sneiðar skinka 4 stórir ananashringir 4 salatblöð 1. Smyrjið brauðið með smjöri og þunnu lagi af sinnepi. 2. I^eggið salatblað og skinkusneið á hverja brauðsneið. 3. Þerrið ananashringina með eldhúspappír, skerið síð- an hvern hring í tvennt. Leggið þá síðan á tvær brauðsneiðanna þannig að þeir snúi allir eins. Iæggið síðan hinar tvær brauðsneiðarnar með skinkusneiðum á hvolf ofan á ananasinn. Þrýstið örlítið saman. 4. Vefjið í plastfilmu. Samlokur meö osti, papriku og steinselju 4 brauðsneiðar smjör til að smyrja brauðsneiðarnar með 4 sneiðar feitur mjólkurostur 6 sneiðar rauð eða græn paprika nokkrar greinar steinselja 1. Smyrjið brauðsneiðarnar með smjöri. 2. Klippið steinseljuna og stráið yfir smjörið. 3. Leggið ostsneið ofan á hverja brauðsneið. 4. Setjið paprikusneiðarnar ofan á ostinn á tveimur brauðsneiðanna. Leggið síðan hinar tvær brauðsneið- arnar á hvolf ofan á. Þrýstið örlítið saman. 5. Vefjið í plastfilmu. Ttinis Lauaavoni 1f)1 Rpvkiavík : — 24 DAGAR œvintyraferð til Afríku! Afangastaðurinn er Sousse í Túnis. Frábærar bað- strendur, volgur sjórinn og sólin skín allan liðlangann daginn. Glæsileg hótel í hæsta gæðaflokki — alveg við ströndina — og handan við hornið ekta afrísk stemming, markaðstorg, þröngar götur, hvítkölkuð hús og úlfaldamarkaðir. Fjörugt næturlíf er á diskó- tekum og næturklúbbum og veitingahús bjóða upp á evrópska jafnt sem framandi rétti. Farþegum okkar bjóðast margs konar skoðunarferðir: „Landrover- safari“ um eyðimörkina, ferð til Kairouan — hinnar helgu borgar Norður-Afríku, skoðunarferð um höfuð- borgina Túnis, til Karþago og margt fleira. Er þetta ekki einmitt ævintýrið sem þú hefur beðið eftir? Fararstjóri er RAGNA RAGNARS. Laugavegi 28, 101 Reykjavík. Sími 29740. Verð og nánari upplýsingar á skrifstofunni. Fáið bækling og verðlista sendan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.