Morgunblaðið - 03.06.1984, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 1984
60
„ALLT BJART-
SÝNISMENN
SEM ERU Á SJÓ“
un á skiptaprósentu, þannig að til
þess að bjarga hlut útgerðarinnar
hefur verið farið út í það , að
borga framhjá skiptum. I dag fær
útgerðin 140% af skiptaverði en
skiptahlutfallið er u.þ.b. 30% af
upprunalegu skiptaverði. Hvað
kvótakerfinu viðkemur er erfitt að
eiga við það. Því almennt aflaleysi
kemur bæði niður á sjómanninum
og útgerðinni. En fiskverðshækk-
unin fer hins vegar að mestu fram
hjá sjómönnum og trygginguna
verður að hækka. Hún er um
16.500 hjá hásetum og ef illa fisk-
Spjallað við
sjómenn
í Reykjavík
„Við erum svona að þrífa vertíð-
arskítinn og gera klárt fyrir
dragnótina, sögðu þeir skipverj-
arnir á Guðbjörgu RE 21 þegar
þeir voru ávarpaðir af bryggju-
sporðinum, einn nýliðinn góð-
viðrisdag á Grandanum. Og þeir
voru ekki einir um það. Um alla
höfn gaf að líta mannskap að
spúla dekk, detta að og dunda við
lagfæringar og breytingar á öllu
frá trillum til togara, enda tilfær-
ingar á veiðiskap fyrir höndum
hjá flestum. Sumir að fara á
snurvoð eða dragnót eins og þeir
Guðbjargarmenn, aðrir að undir-
búa djúprækjuveiðar, enn aðrir að
fara á humar eða jafnvel kola og
annað, sem landkrabbar kunna
ekki að nefna. Lengra úti á höfn-
inni voru menn farnir að æfa
kappróðurinn og varð ekki annað
séð en að þar færu vaskar sveitir á
spegilsléttum sjónum.
Þegar hluti af mannskapnum
var sestur yfir rjúkandi kaffi í
lúkarnum, snerist talið að nýaf-
staðinni vertíð og þar með gæfta-
leysinu, sem marga hefur hrjáð að
undanförnu. „Þetta var léleg ver-
tíð, við fengum 150 tonn,“ sagði
kokkurinn, Guðmundur Örn Flosa-
son og bætti við,að það væri alls
ekki sér að kenna. En hinir sögðu
það sið um borð að kenna kokkn-
um um allt sem aflaga færi. Guð-
mundur virtist þó ekki sérlega illa
haldinn og upplýsti að þeir hefðu
byrjað seinna en vanalega í ár, í
kringum 5. mars. „Vorum á snur-
voð vegna kvótans en fengum ekk-
ert í voðina og skiptum yfir á net í
kringum 20. mars. Núna erum við
að fara að veiða kolakvikindi. Það
lítur vel út, stöðugt fiskirí."
„Annars er þetta með kolann
mikið hitamál," bætti Friðrik
Gunnar Halldórsson við. Hann
sagðist sjálfur vera fátækur
námsmaður að sníkja sér kaffi um
borð, en hefur þó talsvert komið
við sögu Guðbjargarinnar og víðar
í flotanum, verið á sjó af og til
milli skóla frá árinu ’72. „Þetta
voru tilraunaveiðar á kolanum í
upphafi og fáir bátar fengu leyfi
til þeirra, en nú er ásóknin að
aukast og ekki allir á eitt sáttir
um það hverjir eigi að fá að veiða
hann,“ sagði Friðrik. En hann hef-
ur að undanförnu verið við nám í
útgerðartækni í Tækniskólanum
og er nú á ieið til Danmerkur þar
sem hann ætlar að vinna á neta-
verkstæði. Hvað síðan tekur við er
óráðið. „En ég er hræddur um að
ég hugsi eins og sjómaður, þó að
ég ætti víst að hugsa eins og út-
gerðarmaður," sagði hann og
kímdi til félaga sinna. Aðspurður
hvort allir sem á sjó kæmu hefðu
ekki sínar kenningar um gæfta-
leysið, sagði hann: „Eitt af því,
sem er vitað, er að sjórinn kólnaði
og þegar loðnan fór hvarf átan. En
í annan stað segja menn að rækj-
unni hafi fjölgað vegna þess að nú
er minna um þorskinn til þess að
éta hana, þannig að sínum augum
lítur hver á silfrið." Talið barst að
sjómannadeginum og þeir félagar
létu þess getið, að sjómannadag-
urinn væri ekki lögboöinn frídag-
ur sjómanna. Hins vegar væri viss
hefð fyrir því að minni bátarnir
væru inni, en togararnir ættu það
til að halda sig úti til þess að losna
við að borga hafnargjöldin. Og
Kjarni Kjarnason háseti, sem búinn
er að vera á sjó með þremur ætt-
liðum, rifjaði það upp þegar tog-
ari, sem hann var á, yfirgaf höfn-
ina einu sinni sem oftar, daginn
fyrir sjómannadaginn. Hafði
áhöfnin æft kappróðurinn stíft en
allt kom fyrir ekki. „Annars eru
það allt bjartsýnismenn, sem eru
til sjós og alltaf í síðasta túr,“
sagði Bjarni og ætti að vita það
,því hann er búinn að vera „í síð-
asta túr“ í fjörutíu ár. „Einhvern
tímann álpaðist ég í pípulagnir,"
sagði hann, „en var nú lítið við
þær og í Stýrimannaskólann vildu
þeir ekki fá mig. Þeir voru svo
hræddir um fiskistofnana. Annars
var staðreyndin nú víst sú, að ég
er litblindur og það dugir ekki
þegar merkjaflöggin og siglinga-
íjósin eru annars vegar."
Hinir tóku undir orð Bjarna um
bjartsýnina og síðasta túrinn, þar
á meðal Tryggvi Marteinsson há-
seti. Hann er búinn að vera þrjár
vertíðir á Guðbjörginni en hóf
sína sjómennsku á netum árið ’75.
„Þetta er ágætt svona hálft árið,“
sagði hann. „Hinn helminginn
vinn ég í Hraðfrystistöðinni."
„Sjómennskan er baktería,"
sögðu þeir og bættu við, að þegar
menn hefðu einu sinni kynnst
vinnudegi eins og hann er til sjós,
þætti þeim erfitt að venja sig við
annað í landi. „En það kennir
margra grasa í sjómannastétt-
inni,“ skaut Bjarni inní og það
kom á daginn að skipstjórinn,
Flosi Gunnarsson, er flugmaður og
kokkurinn Guðmundur, sem
reyndar er sonur skipstjórans,
hyggur á háskólanám í haust og er
þetta fyrsta og síðasta vertíðin
hans á netum.
„Kjörin hafa versnað," sagði
aldursforsetinn, Bjarni, og var
ekki eini sjómaðurinn, sem varð
til þess að gefa það svar þennan
dag, ef spurt var um helstu breyt-
ingar á lífi sjómannsins á undan-
förnum árum. Og talið snerist að
kjaramálum sjómanna, sem þeir
sögðu vera afar flókin. „Gerð flók-
in til þess að sjómenn skilji þau
síður," bætti Friðrik við. „En það
er alltaf verið að taka meira og
meira fram hjá skiptum, sem þýð-
ir einfaldlega að hlutur sjómanna
er alltaf að minnka. Hlutur út-
gerðar hefur vaxið umfram hlut-
deild áhafnar með tilkomu kostn-
aðarhlutdeildar útgerðarinnar.
Sjómenn samþykkja aldrei lækk-
ast, er hún það eina, sem þeir fá í
sinn hlut. Fyrir þetta kaup er
mönnum ætlað að vinna sex daga
vikunnar, tólf til átján klukku-
stundir á sólarhring. Lág-
markstrygging ætti að vera tutt-
ugu til þrjátíu þúsund krónur, því
það munar litlu í vinnu hvort fást
tvö eða sjö tonn yfir nóttina."
Guðbjörgin er tuttugu og átta
lesta bátur og þeir félagar um
borð voru á því að hún væri nokk-
uð gott sjóskip. En almennt sögðu
þeir stöðugleika skipa mjög ábóta-
vant og eitt af því, sem hvað heit-
ast brynni á sjómönnum í örygg-
ismálum. „Stöðugleikinn er mæld-
ur þegar skipin eru smíðuð, en síð-
an eru oft gerðar á þeim breyt-
ingar, sem raska hlutföllunum og
þessar mælingar þyrftu að fara
fram reglulega," sögðu þeir. Og
það var við hæfi að láta þessa
skeleggu skipverja eiga síðasta
orðið um öryggismálin, áður en
þakkað var fyrir kaffið og haldið á
vit fleiri sæúlfa:
„Umræðan hefur helst snúist
um það hvernig eigi að bjarga
mönnum eftir að skaðinn er skeð-
ur, en síður um það, hvernig eigi
að fyrirbyggja hann,“ sögðu þeir.
„Auðvitað er umræða um björgun-
araðgerðir nauðsynleg, en svo við
tökum dæmi til samanburðar, þá
velta menn því ekki fyrst og
fremst fyrir sér í flugmálum,
hvernig eigi að bjarga fólki eftir
flugslys heldur hvernig eigi að
koma í veg fyrir að þau verði."
„Erfitt að slíta sig
alveg frá sjónum“
„Ég er nú ekki mikill sjómaður
núorðið. En maður er alinn upp á
sjó og það er erfitt að slíta sig
alveg frá þessu,“ sagði Páll Gunn-
ólfsson þar sem hann var að ditta
að fimm lesta trillunni sinni,
Straumi RE190.
„Ég kem hérna niður eftir,
pumpa og set í gang. Það er algert
lágmark að geta mætt hérna á
Grandann og rætt málin við kall-
ana þó að maður sé að mestu leyti
kominn í land,“ bætti hann við. En
í landi rekur hann litla verslun,
Pallabúð.
„Annars eru við tveir á bát, þeg-
ar á sjó er farið og núna er ég að
bíða eftir að ýsan gangi hérna í
flóann. Ég hef hug á að gera út á
hana, ef snurvoðin tekur hana þá
ekki alla.
Ég byrjaði að róa um fermingu,
á fullum hlut á færabát. Síðan
jókst þetta svona eins og gengur
með vertíðum og togaraplássum.
Svo kom ég í land og ætlaði að fá
mér vinnu, en var alls staðar
spurður við hvað ég hefði verið áð-
ur. Menn sem eru aldir upp á sjó
kunna lítið annað, svo það varð úr
að ég setti upp búðarholuna, en
held tengslunum við sjóinn með
trillunni," sagði Páll og brosti góð-
látlega. Enda ekki amalegt að
bjástra við góðan bát á björtum
degi eins og þessum.
„Þegar ég var til sjós hélt maður
alltaf að maður væri með mestu
þénustuna. En þegar upp er stað-
ið, er lítið eftir. Það er alltaf verið
að óskapast yfir launum sjó-
manna, en fólk gerir sér ekki grein
fyrir þeirri miklu vinnu, sem ligg-
ur að baki,“ sagði Páll og taldi það
af og frá, að menn yrðu ríkir af því
að vera til sjós.
„Á hinn bóginn erum við íslend-
ingar ekki nógu nærgætnir við
fiskinn. Það má ekki ganga of
nærri stofnunum. Svo er alltaf
einblínt á þennan aflatopp, sem er
fjarstæða. Það á að verðlauna þau
skip, sem koma með bestan afla að
landi ekki síður en þau sem koma
með hann mestan. Og hvað eigum
við að gera ef fiskurinn bregst? Á
stóriðjan eintóm að bjarga okkur
þá?
Smáfiskadráp er sambærilegt
við það, að bóndi færi út að vori og
skyti lömbin sín. Ég vona að sjó-
menn skilji, að það má ekki ganga
að stofnunum dauðum og held nú
reyndar að þeir geri það, enda eru
þetta allt hugsandi rnenn," sagði
Páll og hélt við svo búið áfram að
gera Strauminn kláran fyrir ýs-
una, sem vonandi fer ekki öll í
snurvoðina í sumar.
„Menn nöldra
þetta í
talstöðvarnar“
„Við erum að standsetja fyrir
djúprækju og förum út fljótlega
eftir sjómannadaginn," sögðu þeir
Snorri Haraldsson og Ásgeir Gísla-
son, stýrimenn á loðnuskipinu
Helgu II, sem er 281 lest, og bættu
því við, að það ætti að gera þann
dag að lögskipuðum frídegi sjó-
manna, annars væri hann bara
fyrir fólkið í landi.
„Við erum búnir að vera sjö vik-
ur í landi og höfum verið að vinna
um borð mestallan þann tíma,
enda á hvorugur okkar fjölskyldu
hérna í bænum. “En það hafði ein-
mitt verið nokkuð tómlegt um að
litast í skipinu og þeir félagar ein-
ir um borð. „En aðalástæðan fyrir
þessu langa stoppi er sú, að þetta
er í fyrsta skipti, sem gert er út á
djúprækju og það þarf að breyta
skipinu á ýmsan hátt, setja upp
gálga o.fl.“ sögðu þeir.
Við vorum á loðnu og fengum
10.400 lestir. Eins og allir vita fór