Morgunblaðið - 03.06.1984, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 03.06.1984, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 1984 95 Nokkrir af skipverjum á Skúmi GK 22, f.v.: Birgir Smári Karlsson skipstjóri, Ævar Ásgeirsson stýrimaður, Bjarni Guðbrandsson vélstjóri og Benedikt Guðbrandsson kokkur. Ásgeir Magnússon skipstjóri á Hrafni Sveinbjarnarsyni II lítur eftir viðgerð- armönnunum. það allavega hjá þeim í fyrra. Mér hefur líka heyrst að þetta hafi verið sæmilegasta kropp hjá þeim að undanförnu." — Hvernig líst þér á kvótakerf- ið? „Ég veit varla hvað maður á að segja um það, það er lítið hægt fyrir mig að segja vegna þess að ég hef ekki verið að slagast neitt upp í kvótann enn sem komið er. Hann hefur ekki heft okkur ennþá og ekki neina hér. En sjálfsagt eru aðrar leiðir til. Ef maður hefði haft upp í kvótann hefði örugglega ekki staðið á manni að bölva hon- um í sand og ösku. En ekki öfunda ég þá að skipta svona litlu á milli margra. Launakjörin eru iíka komin niður fyrir allar hellur og sjómenn sífellt að dragast aftur úr.“ — Fást samt menn á bátana? „Já, það gengur, en er það ekki meira vegna þróunarinnar í landi? Menn verða að hafa eitthvað til að lifa af. Það eina sem menn hafa gert er að fækka sífellt mönnun- um um borð og við það eykst vinnuálagið að sama skapi. Núna eru yfirleitt 9—10 menn á hverj- um bát á móti 12 mönnum undan- farin ár,“ sagði Ásgeir Magnús- son. Stjórna verður eftir raunveru- leikanum — ekki sögusögnum „Ég held að óhætt sé orðið að leggja hann niður,“ sagði Sveinn Sigurjónsson þegar blm. stundi því upp við hann, þar sem hann stóð í netaviðgerð á Viðlagasjóðsbryggj- unni, að við værum að takæviðtöl sem ættu að birtast í Morgunblað- inu á sjómannadaginn. Átti hann við sjómannadaginn og rökstuddi þannig þá skoðun sína: „Það er ekki orðið glæsilegt að stunda sjó, allt í boðum og bönnum og enginn fiskur í sjónum." Sveinn var að útbúa sig á hringnót en hann á og gerir út Jóhannes Gunnar GK 74 sem er 15 tonna bátur. Með honum var sonur hans, nafni bátsins, og hundurinn Prins. — Er þetta fiskleysi þér að kenna? „Ætli við séum ekki allir sam- sekir. Kannski þarf betri höfuð en okkar til að skilja þessa hluti eins og þeir eru því eftir höfðinu dansa limirnir. Það sem okkur vantar eru menn, sem hafa menntað sig í sjávarútvegi, til að stjórna þessu. Ékki er nóg að þeir setjist á skóla- bekk, þeir verða að kynnast þessu sjálfir því veiðunum verða menn að stjórna eftir raunveruleikanum en ekki eftir sögusögnum." — Hvað hefur þú verið lengi til sjós? »Ég er búinn að vera allt of lengi í þessu helv ..., já, í 35 ár á allslags veiöiskap. Ég er að útbúa mig á dragnót. Þeir segja að eitthvað sé eftir af kola, svo segja þeir að minnsta kosti, ekki veit ég það. Annars er allra best að vera uppi á bryggju í svona góðu veðri... “ Texti: HBj. Ljósm.: Júlíus. LAGT VERÐ? Já, sjáöu bara . . 310 L RAFIÐJAN s/f Ármúla 8, sími 19294 Óskalisti - gjafaskrá Sé þess óskað, skráum við nöfn brúðhjóna, hvaða hlutum þau óska eftir og hvaða gjafir hafa verið kevptar. Þannig geta gefendur ávallt séð hvað búið er aðkaupa og á þann hátt forðast að gefnir séu margir munir sömu gerðar. Sérstök þjónusta Gjafakort Munið vinsælu gjafakortin. Þau henta vel ef fólk vill ekki velja gjafirnar sjálft, heldur láta viðtakanda um það. ÍBÖDA) Bankastræti 10, sími 13122. 2H#f0mtUnki^ Géxkm daginnl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.