Morgunblaðið - 03.06.1984, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 1984
87
Á FÖRNUM
VEGI
Kggert Þorgrímsson að lokinni útskriftinni með verðlaunin sem hann
hlaut fyrir sérlega góðan nárasárangur. Mynd: Ásta M. EgKersdóttir
Eggert Þorgrímsson dúx dagskóla
Fjölbrautaskólans í Breiðholti:
Stórfínt í skólanum
EGGERT Þorgrímsson stúdent af eðlisfræði- og náttúrubraut í
Fjölbrautaskólanum í Breiðholti hlaut mestan stigafjölda af stúd-
entum úr dagskólanum og við brautskráninguna, sem var laugar-
daginn 19. maí sl. var honum afhent viðurkenning fyrir hinn góða
námsárangur sinn, en hann hlaut 424 stig af 490 mögulegum.
„Ég var ekki viss um hvaö ég
ætlaöi aö gera í framtíöinni þeg-
ar ég hóf nám í skólanum og ég
valdi þessar tvær námsbrautir til
aö hafa opinn fleiri en einn
möguleika," sagöi Eggert, er
blm. Mbl. spuröi hann hvers
vegna hann heföi útskrifast af
tveimur brautum samtímis. Egg-
ert sagöist hafa veriö á báöum
brautunum þau fjögur ár sem
hann var i skólanum. „Þaö er
ákveðinn kjarni sem allir nem-
endur veröa aö taka, hvaða
braut sem þeir velja sér. Sem
dæmi um þessi kjarnafög get ég
nefnt íslensku, stæröfræöi, eölis-
fræöi og efnafræöi. Á eölisfræöi-
brautinni bætist svo aöallega viö
eölisfræöi- og stæröfræöi-
kennsla og á náttúrufræöibraut
bætast aöallega viö tímar í efna-
fræöi og líffræöi.“
— Hvernig kunniröu viö þig í
Fjölbrautaskólanum í Breiöholti?
„Mér fannst stórfint í skólan-
um. Uppáhaldsfög? Þaö voru nú
engin sérstök fög í uppáhaldi hjá
mér, en félagsfræöin þótti mér
áberandi leiöinlegust, enda fékk
ég einkunnina C í þeim tveimur
áföngum sem óg tók í þeirri
grein. Jú, þaö var lágmark aö
taka tvo áfanga í félagsfræöi,“
segir hann aðspuröur.
— Fannst þér fjölbrautakerfiö
eiga vel viö þig?
„Já, áfangakerfiö býöur upp á
nám í mörgum greinum sem ekki
er hægt aö læra í heföbundnum
menntaskólum. Þaö er líka betur
aölagaö aö hverjum nemanda og
áhugamálum hans. Ég gat til
dæmis valiö mér námsgreinar
sem tengdust tónlist, en undan-
farin 9 ár hef ég verið í píanó-
námi hjá Tónskóla Sigursveins.”
— Hefur þaö aldrei flögraö aö
þér aö gerast atvinnupíanóleik-
ari?
„Nei! Ég held aö árangurinn
hafi nú ekki boöiö upp á þaö.“
— Hvaö hyggstu gera í fram-
haldi af stúdentsprófinu?
„Ég ætla í verkfræöi í Háskól-
anum næsta haust. Ég hef alltaf
veriö á eölisfræöi- og stærö-
fræðilínu og hef hugsaö mér aö
læra eitthvaö meira sem tengist
þeim sviöum."
— Hvenær ákvaöstu aö fara í
verkfræöi?
„Fyrir einum mánuöi."
— Hvernig fórstu aö því aö ná
svo góöum árangri í námi?
„Ef ég á aö segja eins og er,
finnst mér þessi árangur ekkert
sérstakur. Þaö kom sárasjaldan
fyrir aö ég læröi fyrir tímana, en
ég skilaði þeim verkefnum sem
ég átti aö skila og ég mætti
sæmilega. En ég las mjög veL
fyrir prófin."
— Ahugamál utan skólans?
„Þau eru nú nokkuð mörg,“
segir Eggert, „en ég get nefnt pi-
anóleik og skák, ég var í
skákklúbb í skólanum tvö seinni
árin. Svo fer ég stundum á skíöi
og spila borötennis og ennfrem-
ur hef ég áhuga á líkamsrækt. Ég
les töluvert og er alæta á bækur,
nema hvaö óg les aldrei ævisög-
ur,“ sagöi Eggert Þorgrimsson,
aö lokum.
Guðbjörg Bragadottir 37 ára og stúdent úr Flensborgarskóla:
Á skólabekk með leikfélögum sonarins
GUOBJÓRG B. Bragadóttir er 37 ára og hún
brautskráðist sem stúdent úr dagskóla Flensborg-
arskóla í Hafnarfirói þriðjudaginn 22. maí síöastlið-
inn. Guðbjörg, sem var á uppeldisbraut, brautskráð-
ist með 135 einingar og við skólaslit voru henni af-
hentar viðurkenningar fyrir sérlega góðan námsár-
angur í dönsku og félagsfræði. Svo skemmtilega vill
til að nokkrum dögum eftir aö Guðbjörg varð stúdent
varö sonur hennar, Eggert Rafnsson, 20 ára, stúdent
frá Menntaskólanum í Kópavogi.
Guðbjörg lauk námi sínu á „eðlilegum tíma“, fjórum
árum. Blaöamaöur Morgunblaösins hringdi til Guö-
bjargar skömmu eftir útskriftina og forvitnaöist um
hvernig skólagangan heföi gengiö, hvernig hún heföi
kunnaö viö sig í skólanum eftir margra ára hlé á námi
og sitthvaö fleira í þeim dúr.
Guöbjörg, hvaö varö til þess aö þú dreifst þig í
framhaldsskóla eftir svo langt hlé?
„Ég hætti námi eftir 3. bekk í gagnfræöaskóla og
mig var búið að langa í framhaldsnám öðru hvoru í
nokkur ár, án þess aö þaö yröi nokkuö úr því aö ég
færi aftur í skóla. Svo þegar sonur minn, Eggert, átti aö
fara í framhaldsskóla, kannaöi ég meö honum í hvaða
skóla hann gæti farið og þaö varö til þess aö ýta undir
aö ég drifi mig aftur í skóla. Hann fór í M.K. og ég í
Flensborg. Ég bý í Kópavoginum, en óg var í Flens-
borgarskóla í gamla daga og mér fannst betra aö fara
þangað sem ég kannaöist viö mig. Þar sem ég tók ekki
landspróf á sínum tíma, kom ekki til greina aö fara í
hefðbundinn menntaskóla, ég varö aö fara þar sem
áfangakerfi var, svo það var aöeins spurning um hvort
ég færi i dagskóla eöa öldungadeild. í Flensborg var
öldungadeildin ekki komin af staö þegar ég byrjaöi svo
þaö endaði meö því aö ég sat á skólabekk meö krökk-
unum, sem Eggert hafði leikiö sér með þegar hann var
lítill."
Á skolabekk meö leikfélögum sonarins. Hvernig var
þaö?
„Mér fannst gaman aö því og þaö kynsloöabil, sem
ég átti alveg eins von á, reyndist ekki vera til staöar."
Uppáhaldsfög í skólanum?
Kristján Bersi Ólafsson skólastjori Flensborgarskóla
afhendir Guðbjörgu viðurkenningu fyrir góðan
námsárangur.
„Eg haföi mest gaman af sálfræði, félagsfræöi og
sögu.“
En námið sjálft, hvernig gekk það?
„Ég fór nú hægt af stað til að byrja meö, en þetta
gekk alveg ágætlega."
Hvernig tókst þér að samræma heimilisstörfin og
námiö?
„Mjög vel. Þaö lögöust allir á eitt á heimilinu um aö
gera þetta mögulegt og svo vann ég lika sem leikfimi-
þjálfari hjá Júdódeild Ármanns með náminu."
Hyggurðu á aukið nám í framtíöinni?
„Já, ég hef hug á aö læra eitthvaö í uppeldisfræöi i
Háskólanum og eitthvaö meira i félagsvisindadeildinni.
Þaö er greinilegt að tækifærin til að fara í skóla, jafnvel
eftir langt hlé, eru fyrir hendi og sérstaklega meö til-
komu kvöldskóla og fjölbrautakerfisins. Viö þá, sem
hafa lengi langað í skóla en einhverra hluta vegna ekki
gert það, segi ég bara: Þaö sakar ekki aö reyna,“ og
meö þessum oröum lauk samtali viö Guðbjörgu B.
Bragadóttur, sem varö stúdent frá Flensborgarskóla
37 ára gömul.
Sólbjörg Karlsdóttir dúx öldungadeildar Fjölbrautaskólans í Breiðholti:
Hvet fólk til að nýta sér
möguleika öldungadeildanna
SÓLBJÖRG Karlsdóttir varö dúx í öldungadeild Fjöl-
brautaskólans í Breiöholti, en hún útskrifaóist af
vióskiptasviði, tölvubraut. Öldungadeildin hóf starf-
semi sina í janúar 1981 og síðan þá hafa rúmlega 20
stúdentar verið brautskráðir þaðan. Þetta er í fyrsta
skipti sem öldungadeildinni er slitið með dagskólan-
um í Bústaðakirkju, en hingað til hefur henni verið
slitið sérstaklega í Fjölbrautaskólanum sjálfum.
Haustið 1982 var stofnað sérstakt nemendafélag öld-
ungadeildarinnar og er formaður þess nú Þuríður
Lárusdóttir. Öldungadeildir í framhaldsskólum hér á
landi voru lögfestar á Alþingi í lok síðasta þings, en
áður störfuðu þær með heimild frá menntamálaráðu-
neytinu.
Sólbjörg Karlsdóttir fékk viö skólaslitin viöurkenn-
ingu fyrir að vera meö mestan stigafjölda af stúdentum
öldungadeildar og aö auki fyrir bestan árangur á sér-
hæföu verslunarprófi og í bókfærslu.
„Ég tók verslunarpróf frá Verslunarskóla islands
vorið 1977," sagöi Sólbjörg er blm. Mbl. innti hana eftir
ástæöunni fyrir hléi hennar á námi. „Eftir þaö vann ég
á skrifstofu i tvö ár og fór síöan utan, til Los Angeles í
Bandaríkjunum, þar sem ég dvaldist í tvö ár viö nám
og vinnu. Haustiö eftir heimkomuna, 1981, hóf ég nám
viö öldungadeildina."
Þú hefur þá byrjað fljótlega eftir aö öldungadeildin
hóf starfsemi sína?
„Já, öldungadeildin hafði aöeins veriö starfrækt eina
önn áöur en ég byrjaði og þaö hefur verið ákaflega
athyglisvert að fylgjast meö þeim breytingum og þeirri
uppbyggingu sem átt hefur sér stað á þessum þremur
árum sem ég hef sótt skólann. Þegar ég byrjaöi voru
um 200 nemendur skráöir í öldungadeildina, en á síö-
ustu önn voru þeir um 700 og er hún þar meö oröin
fjölmennasti kvöldskóli landsins. Þetta finnst mér meö-
al annars sýna hversu mikll þörf er á kvöldskólum og
fjölbrautakerfi fyrir þá sem hætt hafa námi og vilja nú
taka upp þráöinn aö nýju. í vetur hafa veriö miklar
umræöur í gangi um tilverurétt öldungadeilda og meira
að segja hefur komiö til tals aö takmarka starfsemi
þeirra verulega. Sú hugmynd finnst mér fáránleg og
mjög óréttlát gagnvart þeim sem hafa áhuga á aö
mennta sig, þvi öldungadeildirnar hafa opnaö mikla
möguleika fyrir ákaflega marga."
Hvernig fannst þér aö koma aftur i skóla eftir aö
hafa gert hlé á náminu?
„Mér fannst þaö í einu orði sagt frábært! Mér hefur
alltaf þótt ákaflega gaman í skóla og í gegnum skóla-
Kristín Arnalds aðstoðarskólameistari afhendir Sól-
björgu próskírteini sitt í Bústaðakirkju laugardaginn
19. maí síðastliðinn.
gönguna hef ég alltaf veriö heppin meö kennara og
skólafélaga. Sérstaklega finnst mér gott til þess aö vita
aö nú á fólk möguleika á aö halda áfram aö mennta sig
þó þaö hafi hætt skólagöngu um tíma. Ég kunni mjög
vel vió mig í skólanum og ég vil ítreka þaö aö ég tel
þaö mikla afturför ef starfsemi sem þessi á að veröa
takmörkuð í framtíðinni."
Vannstu úti meö skólanum?
„Já, ég vann fulla vinnu og ég hef alltaf unniö ein-
hverja aukavinnu líka. En þetta hefur veriö auöveldara
fyrir mig en marga aöra sem stunda nám i öldunga-
deildinni. Sumir hverjir þurfa aö hugsa um börn og
heimili auk vinnu utan heimilis.
i kvöldskólanum höfum viö helmingi færri kennslu-
stundir en i dagskólanum, sem óneitanlega leiöir af sér
aukið álag á kennara og aukna heimavinnu hjá okkur.
Annars rööum viö sjálf saman áföngum á stundatöflu,
svo framarlega sem þeir eru í boöi. Þannig getur
stundataflan verið nokkuð samfelld fyrstu annirnar, en
þegar líöa fer á námiö veröur hún gloppóttari. Til
dæmis þurfti ég, síöustu önnina, aö mæta sex daga
vikunnar, allt frá einni kennslustund á dag upp í heilt
kvöld sem þá var meö eyöum, en þetta gekk allt ágæt-
lega. Eg er þakklát fyrir aó hafa átt þess kost aö
stunda nám viö öldungadeild Fjölbrautaskólans í
Breiöholti, sem ég tel vera skóla sem stendur fyrir sínu
með góðu starfsliói og hvet ég fólk eindregiö til aö nýta
sér þá möguleika sem öldungadeild býöur upp á.“