Morgunblaðið - 03.06.1984, Blaðsíða 30
on
<>/> »■ r*^T
78 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 1984
Vestmannaeyjar
Þáttur í hinni eilífu hafnarsinfoníu í Eyjum er sífelld umferð vöruflutningaskipa.
Ekki nóg að
fiska vel
„Það hefur gengið þokkalega að
fiska, en ekki gengið eins vel með
fjármálin; mikið vantar á að end-
ar nái saman," sagði Gísli Jónsson,
framkvæmdastjóri Samtogs í
Vestmannaeyjum, eins af stærstu
útgerðarfyrirtækjum landsins.
Samtog gerir út Breka, Sindra,
Klakk, Gideon og Halkion og er í
eigu þriggja fiskvinnslustöðva í
Eyjum og fiskimjölsverksmiðj-
unnar. Samtalið fór fram í Halk-
ion, öðrum af tveimur nýsmíðuð-
um bátum sem fyrirtækið keypti
frá Póllandi, og barst talið að því
hvernig þéir hefðu reynst. „Það
hefur gengið þokkalega að fiska á
Gideon, en Halkion er nýkominn.
Það hafa vissulega verið fæð-
ingarhríðir sem ég kalla. Það
komu fram gallar í spilunum á
þeim báðum sem verið er að laga.
Þessir bátar toga vel, eru hag-
kvæmir í olíueyðslu og hafa reynst
að flestu leyti vel.“
— En útgerðin gengur illa,
hvað er verst við að eiga?
„Fjármagnskostnaðurinn, sem
verið hefur erfiðasti liðurinn, hef-
ur lagast mikið, en staðreyndin er
einfaldlega sú að við fáum bara
ekki nóg fyrir hráefnið miðað við
allan kostnað útgerðarinnar. Það
er orðið mikið þegar V4 af afla-
verðmætinu þarf að fara í olíu-
kostnað, þá er orðið lítið eftir þeg-
ar búið er að greiða mannakaupið
líka. Útgerðin í landinu hefur
safnað skuldum í mörg ár. Svo er
verið að koma með skuldbreyt-
ingu, en það þýðir ekki neitt, því
þær skuldir þarf líka að borga,
nema um leið sé skapaður grund-
völlur. Sami vandinn er því áfram
og alveg sama þó toppafli sé. Það
er alls ekki nóg að fiska vel.“
. — Það verður að teljast bjart-
sýni að kaupa tvö ný skip við þess-
ar aðstæður?
„Það var samið um smíði skip-
anna fyrir tveimur og hálfu ári.
Sjálfsagt hefðum við ekki samið
um þessi skip núna, þar sem flot-
inn virðist því miður geta aflað
þess sem má veiða. En fyrir tveim-
ur og hálfu, þremur árum var
mikil lægð í útgerðarmálum hér í
Vestmannaeyjum. Þá var verið að
selja báta í burtu og fleira kom til
og þá var farið út í að semja um
þessa smíði. Það verður vissulega
að viðurkenna að þetta er dálítið
stór biti að kyngja, þessi skip
kostuðu rúmar 70 milljónir hvort
heimkomin en án veiðarfæra,"
sagði Gísli Jónsson.
Launin byggjast
á yfirvinnunni
Goðafoss lá við bryggju í Vest-
mannaeyjum. Unnið var við að
skipa frystum fiski um borð fyrir
Ameríkumarkað. Þar hittum við
að máli Atla Björnsson háseta og
spurðum hann útí launakjörin á
farskipunum.
„Þau mættu vera betri, en þol-
anleg ef maður má vinna eins og
maður getur, launin byggjast al-
veg á yfirvinnunni. En ég held að
kjörin séu ekkert verri en hjá öðr-
um í þjóðfélaginu. Maður verður
að horfast í augu við það að þjóð-
félagið er illa statt, það þýðir ekk-
ert að vera að berja höfðinu við
stein,“ sagði Atli.
Öryggismál
sjómanna orðin
að bitbeini
Hann sagðist hafa verið 12 ár í
millilandasiglingum, þar af síð-
ustu 5 árin í Ameríkusiglingum.
Jens Kristinsson og Jón í Sjólyst við beitustampabílinn.
Hann kvað það slæmt að örygg-
ismál sjómanna skyldu vera orðin
að bitbeini, þetta væri orðið pen-
ingaspursmál í stað þess að það
besta væri valið hverju sinni. „Það
var verið að setja Ólsengálga upp
hjá okkur og þeir sem settu hann
upp sögðu að hann væri sá eini
sem hlotið hefði alþjóðasamþykki.
Ég tel það vera talsvert öryggi í
því að hafa þennan útbúnað um
borð ef eitthvað kemur skyndilega
fyrir, slysin gera ekki boð á undan
sér,“ sagði Atli að lokum.
Fiskurinn alveg
einstaklega tregur
„Fiskurinn hefur verið alveg
einstaklega tregur. Við erum ekki
komnir með nema 350 tonn eftir
vertíðina af yfir 700 tonnum upp
úr sjó, sem komu í okkar hlut við
kvótaskiptinguna," sagði Gísli Val-
ur Einarsson, skipstjóri á Björg frá
Vestmannaeyjum, sem er á trolli,
en þeir voru að leggja að landi
þegar Morgunblaðsmenn voru á
ferðinni í höfninni í Eyjum.
„Fiskurinn hefur ekki gengið
neitt upp á grunnið, þó hann hafi
verið upp á hrauninu og út á djúp-
inu. Það hefur því gengið illa hjá
þessum smærri bátum. Mér vit-
anlega er engin skýring á þessu,
það er ekki hægt að sjá annað en
allar aðstæður séu góðar. Ég man
ekki eftir svona ástandi áður. Það
er óvanalegt að hann skuli ekki
ganga upp á grunnið, hitastigið í
sjónum er í ágætu lagi og annað
eftir því, svo menn skilja ekkert í
því af hverju fiskurinn hegðar sér
svona,“ sagði Gísli Valur ennfrem-
ur.
„Ekkert sérlega
bjartsýnn
Gísli sagði að þeir myndu halda