Morgunblaðið - 27.06.1984, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 1984
49
EfSgjatínslan á fullu
Smjattað á súkkulaði í einni pásunni
Barð. Þegar þangað var komið og
búið að bjóða mig velkominn fór
ég að litast um, en barðið er eins
og fyrr sagði um 150 m langt og 50
m hátt úr sjó og frá 20 cm upp í 3
m á breidd á brúninni. Augnabliki
síðar var maður önnum kafinn við
eggjatöku og ljósmyndun. Þarna
er fuglinn svo gæfur og frjósamur
að við lá að hann verpti uppí mann
ef maður geispaði of lengi.
Þannig gekk þetta fyrir sig í
nokkra tíma, tínt og rétt blásið á
milli, a.m.k. hjá hinum þremur, ég
gerði lítið annað en að þvælast
fyrir. Nú var farið að líða á nótt-
ina og veður tekið að versna og við
fórum því að hugsa til heimferðar
og fyrsti maður farinn að gera sig
kláran fyrir uppferð. Þegar hann
var kominn upp for ég og var feg-
inn að þurfa ekki að bíða lengur
því það var orðið fremur napurt
þarna niðri.
Ferðin upp var ekki síður ævin-
týraleg en ferðin niður. Allt gekk
eins og í sögu þar til ég var kom-
inn uppá nös sem stendur utúr
bjarginu en þá hjálpuðust hlið-
arstrekkingin á línunni og vindur-
inn að við að feykja mér til hliðar,
þannig að ég sprangaði þarna
nokkra tugi metra en var ekki við-
búinn þessu og náði því ekki að
setja fæturna fyrir mig og kom þá
gamli klifurhjálmurinn að góðum
notum rétt einu sinni. Gerðist
þetta svo skjótt að enginn tími
gafst til að verða hræddur, enda
ekkert slakað á með hífinguna.
Skömmu síðar stóð ég hreykinn á
bjargbrúninni.
Hinir tveir sem eftir voru komu
svo von bráðar og urðu þá allir
fegnir, enda hafði tekist vel til
þrátt fyrir smá óhöpp og rúmlega
2.500 egg höfðust upp úr krafsinu.
TOYOTA
71 -rtafe tófftiarks bi\ana:
+ tíðni, bjóðum við fyrUt,Y8®’
ferðaskobun. .ftuteim, olía
EW >T!aail5 Ébaereitthvaðsérstakt
S.'Srsi-t
* fyr'ir
I h ,|jKrx Ferbaskoðun
TOYOTA
Nýbýlavegi 8 200 Kópavogi S. 91-44144