Morgunblaðið - 27.06.1984, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 1984 57
heimsmeistari" í körfuknattleik:
írs í lengstu
NBA til þessa
l-Jabbar hafði ekki höfuðverk síðasta leikdaginn
löu Los Angeles Lakers í úrslitakeppninni 13. júní í hreinum úrslitaleik meö
ramherji Boston, var kosinn leikmaöur mótsins.
>röu þaö aö verkum, aö úrslitakeppnin varö jafnframt sú lengsta í sögunni.
st þátttökurótt í úrslitunum. Keppnin er útsláttarkeppni, en liö er þö ekki úr
imferö duga þrír sigrar til að komast áfram, en síöan þarf liö aö vinna fjórum
r. Þeir hafa sigrað í vesturdeildínni fjórum sinnum á síöustu fimm árum, þar
Þeir sigruðu Kansas City Kings meö þremur sigrum gegn engum í fyrstu
ittu aldrei möguleika í síöustu umferð vesturdeildarinnar (4—2). Liöiö var
ildarinnar. Liöiö lék mjög ve! (vetur og var meö bestu útkomuna aö lokinni
i Boston lasgi fyrir New York Knickerbockers. New York voru meö mjög gott
ird King, sem skorar 40—50 stig í hverjum leik. Að sex leikjum loknum var
tum.
3. leikur:
Los Angeles 137 — Boston 104,
í Los Angeles 3. júní
Þaö stóð ekki steinn yfir steini í
leik Boston Celtics þennan sunnu-
dag. Lakers-sirkusinn setti á sviö vel
metna sýningu fyrir sitt heimafólk.
Þeir komust í 22—6. í hálfleik var
staöan 57—46. Lokatölurnar eru
stærsti sigur í úrslitakeppni frá upp-
hafi. Boston voru eins og byrjendur,
staöir eins og beljur.
Öll veömál voru nú Los Angeles í
hag. Þaö var von manna, aö fyrsti
leikurinn heföi veriö óeölilega slakur
af hálfu Boston, en sú von var
greinilega á sandi byggö.
Allt gekk upp hjá Los Angeles
Lakers. Þeir tóku alls 63 fráköst,
sem þeir fylgdu eftir meö næstum
ómannlegum sprengikrafti. Enginn
var betri en Magic Johnson í þess-
um leik. Þrátt fyrir aö hafa skoraö
þrjátíu stig í leiknum, var Larry Bird
algerlega í skugganum þennan dag.
Hann reyndi samt aö gera lítiö úr
niöuriægingunni, viöurkenndi þó, aö
þeir hefðu gert mörg slæm mistök,
en þetta heföi bara ekki veriö þeirra
dagur.
Ahangendur liösins bjuggust ekki
viö, aö Boston eignaöist annan dag.
300 fylgismenn, sem fóru meö liöinu
til Los Angeles, tóku næstu vél heim
til Boston. Þetta var búiö.
4. leikur:
Boston 121 — Los Angeles 103,
í Los Angeles 6. júní
Kareem Abdul Jabbar er kapítuli út
af fyrir sig. Hann er nú 37 ára og er
enn í fullu fjöri. Þeir sem hafa ein-
hvern snefil af körfuknattleik í blóð-
inu, bera ómælda viröingu fyrir
þessum 219 sentimetra himnastiga.
Hann er hin gullna fyrirmynd utan og
innan vallar, sýnir stillingu og er
kurteis í háttum. Kareem er fyrirliði
Los Angeles Lakers. Sem slíkur
haföi hann orö fyrir liöinu í lok þriöja
leiksins. Fréttamenn blóölangaöi í
stóroröar yfirlýsingar. Allir geröu sér
grein fyrir þýöingu sigurs í fjóröa
leiknum. Hann gæfi Lakers tveggja
leikja forskot og upp kæmi staöan
3—1, nokkuö sem engu llöi hefur
tekist aö vinna upp í titilslag. i
ofanálag heföu Lakers efni á aö tapa
fimmta ieiknum í Boston (3—2) og
vinna síöan titilinn á heimavelll, sem
er draumur allra liöa. En Kareem er
eldri en tvævetur og eftir 15 ár í
atvinnumennsku veit hann vel, aö
ekkert er öruggt í íþróttum. Frétta-
mönnum varö ekki aö ósk sinni.
Kareem var hæverskur aö vanda:
„Leikurinn á miövikudaginn byrjar á
0—0 eins og allir hinir. Celtics vita
þaö og viö líka.“
Og þaö voru orð aö sönnu. Celt-
ic-stoltiö haföi veriö sært og sjá
mátti á Celtics strax í upphafi leiks,
aö barizt skyldi til síöasta manns.
Mikið var um pústra og handalög-
mál. Ekkert var sparað, ef á annaö
borð þurfti aö brjóta á andstæöingi.
Eitt sinn lá viö slagsmálum. Kevin
McHale (Boston) flaug á Kurt Ramb-
is (L.A.), þegar sá síðarnefndi var í
þann veginn aö leggja boltann í
körfuna í hraöaupphlaupi. Vara-
menn þustu inn á völlinn og margir
hnefar voru á lofti. Dómararnir áttu
fullt í fangi meö aö greiða úr flækj-
unni. Þjálfari Lakers, Pat Riley, sagöi
eftir leikinn, aö Boston heföi spilaö
villimannabolta. Hvaö sem leikaö-
ferö Boston kallast, þá dugöi hún til
aö drepa broddinn í hraöaupphlaup-
um Lakers. Þeir misstu einbeiting-
una í slagsmálunum. Þrátt fyrir þaö
haföi Los Angeles alltaf yfirhöndina.
Kareem var óstöövandi og nýtti
sveifluskot sín til fullnustu, uns hann
varö aö vikja af velli, þegar þrjár
mínútur voru til leiksloka. 5 stig
skildu liöin, er 56 sekúndur voru til
leiksloka. Áhorfendur í Inglewood
Forum voru farnir aö fagna sigri.
En hiö ótrúlega skeöi, eins og svo
oft á síöustu mínútu leikjanna í NBA.
Boston náöi aö jafna. Magic John-
son átti tvær ónákvæmar sendingar,
sem Celtics nýttu sér til hins ýtrasta.
Nákvæmlega sama uppákoma og í
leik númer tvö. Óskiljanlegt klúöur á
síöustu mínútum leiksins.
Jafn lamaöir í framlengingunni og
í Boston í vikunni áöur og auk þess
meö Kareem utan vallar, voru Lak-
ers auðveld bráö fyrir Boston Celt-
ics. Staöan í úrslitunum var nú 2—2.
Dapurleg staöreynd fyrir Los Angel-
es Lakers, sem meö yfirvegun i
þessum leik, sem og þeim seinni í
Boston, heföu nú staöiö uppi sem
sigurvegarar.
5. leikur:
Boston 121 — Los Angeles 103,
í Boston 8. júní.
Hitabylgja gekk yfir austurströnd
Bandaríkjanna þessa daga. Þaö var
29 stiga hiti í Boston þennan dag, en
inni í gömlu Boston Gardens, þar
sem loftræsting er léleg, var hita-
stigiö 36 gráöur. Ekki bætti úr skák
mikill loftraki, sem oft fylgir miklum
hitum á austurströndinni. Þessar aö-
stæöur settu svip sinn á leikinn.
Vökvatap leikmanna var gífurlegt og
margir þeirra þornuöu upp og uröu
hálfringlaöir í kollinum. Lakers höföu
súrefniskút á varamannabekknum
tiltækan. Kom hann aö góöum not-
um í seinni hálfleik, þegar Kareem
Abdul Jabbar fékk andarteppu.
Þaö var samt ekki hitinn og rak-
inn, sem geröu út af viö Los Angeles
Lakers. Larry Bird sá um þaö aö
mestu leyti, en í þokkabót duttu
Boston Celtics ioksins niöur á leið til
aö stööva Magic Johnson. Dennis
Johnson, sem Boston keypti frá
Phoenix í fyrra, skipti um stöðu í
vörninni um stundarsakir viö félaga
sinn Gerald Henderson og tók Mag-
ic aö sér. Hann náöi slíkum tökum á
vörninni, aö Magic nánast hvarf í
leiknum og hraöinn um leiö. Bird var
betri en nokkru sinni. Hann var eins
og segull á boltann og var hvatinn í
efnahvörfum, sem nú áttu sér staö í
liöi Boston Celtics. Bird var ógnvekj-
andi. Hann var alls staöar og skaraöi
fram úr, hvar sem á var litiö, skoraöi
37 stig, hitti úr 13 skotum af 20 utan
af velli, þar af úr báöum þriggja stiga
tilraunum sínum (3ja stiga reglan er
enn ein sérreglan i NBA. deildinni.
Dregin hefur verið bogalína í um þaö
bil 10 metra fjarlægö frá körfunni.
Heppnaö körfuskot fyrir aftan þá
línu gefur 3 stig), tók alls 17 fráköst,
átti óteljandi frábærar sendingar,
stal boltanum og varöi skot. Loks
fékk hann aöeins 6 mínútna hvíld af
48 mínútna heildarleiktíma. Lamandi
hitinn virtist hafa örvandi áhrif á
Larry Bird.
En kappinn var ekki einn aö verki.
Liöið allt vaknaöi til lífsins. Á öllum
sviöum leiksins í vörn og sókn voru
Celtics Lakers langtum fremri. 57
fráköst á móti 37 fráköstum Lakers.
51,7 prósent hittni utan af velli og
nánast óbrigöul vítahittni.
Botnfaliiö var allt Lakers megin.
Styrkur liösins felst fyrst og fremst í
bráödrepandi hraöaupphlaupum og
frábærri skotanýtingu, sem sjaldan
er undir 50 prósentum. Hittnin brast,
varö aöeins 42,8 prósent (þaö þætti
nú gott á sumum bæjum) og Celtics
hleyptu mesta vindinum úr hraöaup-
phlaupunum meö því aö taka Magic
Johnson úr umferö strax á vallar-
helmingi Lakers. Los Angeles liöiö
sá aldrei glætu í þessum leik. Bost-
on Celtics var gjörbreytt liö frá
fyrstu fjórum leikjunum og yröi fram-
hald þar á, dygöi Lakers ekkert
nema toppleikir til aö sigra. Staöan
var nú 3—2 Boston í hag og sviöiö
færist til Los Angeles.
6. leikur:
Los Angeles 119 — Boston 108,
í Los Angeles 10. júní
Lakers varö aö vinna þennan leik til
aö ná fram 7. leiknum og eiga mögu-
leika á titlinum. Þrátt fyrir stuöning
áhorfenda á heimavelli bjóst enginn
viö auöveldum sigri Lakers í þessum
leik.
Leikurinn var vel leikinn af beggja
hálfu og sem slíkur sá besti í úrslit-
unum fram aö þessu. Allar sóknir
beggja liöanna í upphafi leiksins
enduöu á körfu og eftir 6 mínútna
leik var staöan 20—20. Seigir sem
ól smásigu Celtics fram úr. Larry
Bird náöi aö leika nokkuö lausum
hala og uröu Lakers oft aö brjóta illa
á honum til að koma í veg fyrir körf-
ur. Hann skoraöi 17 stig í fyrri hálf-
leik, hitti þar af úr 9 vítaskotum af 10
tilraunum. j hálfleik var staöan
65—59 Boston í vil.
Tvær Boston-körfur strax í byrjun
seinni hálfleiks juku muninn í tiu stig.
Kareem, rétt nýlaus viö enn einn
mígrenihausverkinn, hélt Lakers á
floti, skoraði 6 stig í röö meö óverj-
andi sveifluskotum og lagfæröi stöö-
una, 71—69. Celtics, minnugir ófar-
anna úr þriöja leiknum, héldu áfram
störfum. Um miðjan hálfleik var
staöan 84—73 þeim í vil og virtist
ekkert geta komið í veg fyrir sigur
þeirra. Þetta hljóp í skapiö á Los
Angeles-leikmönnum og um þessar
mundir mátti sjá Ijótasta ásetn-
ingsbrotiö í allri úrslitakeppninni.
Hinn fislétti James Worthy, sem áö-
ur er nefndur, elti Cedric Maxwell,
dauöafrían í hraöaupphlaupi, náöi
honum upp viö körfuna, tók af hon-
um jarösambandiö og hrinti á körfu-
undirstöðurnar. Áhorfendur fögnuöu
og töldu, aö nú væri hefnt fyrir atvik-
iö í leik númer 4. Dómararnir sáu
ekki ástæöu til aö reka Worthy af
velli og slapp hann billega þar.
Þegar hér var komiö sögu sýndu
Celtics ótrúlegt kæruleysi. Einum of
öruggir um sigur kepptust þeir um
aö taka ótímabær og vafasöm skot,
sem öll misstu marks. Meira aö
segja sjálfur Larry Bird tókst á hend-
ur ævintýralegt feröalag aftur fyrir
körfu Lakers, sigldi síöan fram í víta-
teiginn og reyndi skot aftur fyrir sig.
Skömmu áöur vék Magic Johnson af
velli fyrir nýliöanum Byron Scott. Úr
sæti sínu á varmannabekknum
horföi Magic á nýliðann koma Celt-
ics úr jafnvægi meö þvi aö glæöa
hraðaupphlaupin lífi á ný og á ör-
skammri stundu sneru Los Angeles
leiknum viöog sigruöu örugglega.
Tíminn var of naumur fyrir Boston
Celtics til aö hervæöast á ný.
Óskastaöa var komin upp fyrir
körfuknattieiksunnendur. Liöin
höföu sigraö þrisvar sinnum hvort
og hreinn úrslitaleikur var staö-
reynd.
7. leikur:
Boston 111 — Los Angeles 102,
í Boston 12. júní
Los Angeles Lakers höföu allt á
móti sér fyrir þennan leik. i fyrsta
lagi skyldi leikiö í Boston við óstööv-
andi óhljóöahljómkviöu 14 þúsund
áhorfenda. j ööru lagi var viö sögu-
legar goösagnir aö etja. Þegar sjö
leikja hefur veriö þörf til að vinna
titilinn, hefur Boston alltaf sigrað, en
Los Angeles alltaf tapaö. Celtics
unnu St. Louis 1957 og 1960 í
sjöunda leik, Los Angeles 1962,
1966 og 1969 og Milwaukee 1974.
Auk ósigranna gegn Boston tapaði
Los Angeles fyrir New York í 7. leik
1970. f þokkabót hafa Lakers aldrei
náö aö sigra Celtics í keppni um tit-
ilinn. Þetta var í áttunda sinn, sem
liðin kepptu í úrslitum og í öli fyrri
skiptin sjö báru Boston Celtics sigur
úr býtum. Loks þótti hjátrúarfullum
gárungum ekki góös viti, aö Kareem
var laus viö allan hausverk þennan
dag.
Hvaö sem allri tölfræði og hjátrú
líöur, þá var þessi leikur aö sjálf-
sögöu leikur mótsins. Hann var æsi-
spennandi frá upphafi til enda. Bost-
on höfðu alltaf frumkvæöiö í leiknum
og léku nú af sömu getu og Lakers.
Hittni Los Angeles var aldeilis frá-
bær og þaö brá fyrir einu og einu
hraöaupphlaupi. Celtics hittu líka vel
utan af velli, sem neyddi Lakers til
aö fylgja mönnum fastar eftir í vörn-
inni. Þaö hins vegar gaf framherjum
og miöherjum meira frelsi til athafna
í nálægö körfunnar. Þeir notfæröu
sér þaö grimmt og mátti oft sjá Kar-
eem Abdul Jabbar einn aö berjast
viö þrjá Celtics-leikmenn. Þó langur
sé, gekk honum ekkert of vel. Rob-
ert Parish, miöherji Celtics(215 cm),
haföi í fullu tré viö Kareem og eftir-
leikurinn var því alla jafna auöveldgr
fyrir Larry Bird (206 cm), Cedric
Maxwell (205 cm) og Kevin McHale
(206 cm), sem auk þess er meö
lengstu hendur, sem sést hafa í
bandarískum atvinnukörfuknattleik.
Þeir tóku 20 sóknarfráköst á móti 9
hjá Lakers, en heildarfráköst voru
52 gegn 33 Celtics í hag.
f hálfleik var staöan 58—52 Celt-
ics í vil. Þaö var sigurstemmning í
húsinu og var mönnum tíörætt um,
aö Magic Johnson sýndi ekki sömu
snerpu og fyrr í keppninni og Boston
væri í slíkum ham þetta kvöld aö
þeir yröu ekki auöunnir.
f upphafi seinni hálfleiks var eins
og Celtics hægöu á og hreyfanleik-
inn hvarf úr leik liösins. Pat Riley,
þjálfari Lakers, sá sér leik á boröi,
kippti Magic Johnson út af og setti
nýliöann, Byron Scott, inn á. Hugðist
hann greinilega leika bragöiö úr
sjötta leiknum og gera út um leikinn
meö hraðaupphlaupum. Staöan var
75—72 fyrir Boston og um þaö bil
átta mínútur liönar af seinni hálfleik.
Svar K.C. Jones viö tilburöum
Lakers-þjálfarans var ótrúlegt en
snjallt. Hann tók stjörnuna, Larry
Bird útaf. Larry haföi til þessa sýnl
góöan leik og átt sinn þátt í aö halda
frumkvæöi Celtics. En sóknarleikur-
inn einskoröast um of viö aö koma
Larry í skotfæri með takmörkuöum
árangri. Celtics hysjuöu nú upp um
sig buxurnar. Þegar Bird kom inn á
aftur fjórum mínútum síöar, var
staðan 91—78 Celtics í vil.
Þetta geröi út um leikinn. Celtics
léku mjög skynsamlega, nýttu sókn-
irnar vel og náöu aö pressa Lakers í
vörninni og dreifa þeim um völlinn.
Cedric Maxwell, sem var kosinn leik-
maöur mótsins 1981, þegar Boston
unnu titilinn síöast, lék aöalhlut-
verkiö á vellinum viö mikil fagnaöar-
læti. Fyrirliöinn, Larry Bird, lék viö
hvern sinn fingur á varamanna-
bekknum og sté hvern stríösdansinn
á fætur öörum meö handklæöi aö
vopni.
Lakers áttu ekkert svar viö þess-
ari óvæntu árás. Þeir voru vonleysiö
uppmálaö. Boston Celtics voru alls-
ráöandi á vellinum. Er sex mínútur
voru til leiksloka, var 17 stiga munur
og þá var eins og Lakers áttuöu sig
á því, í hvert óefni var komið. En
tíminn var of naumur og Boston
Ceitics auk þess ekkert á því, aö
gefa eftir sigurinn. Staöan var
99—89, fimm mínútur eftir og Los
Angeles komnir i gang. Þessar síö-
ustu mínútur voru þrungnar spennu.
Lakers komu muninum í þrjú stig
102—105, þegar ein mínúta var eftir
en náöu ekki aö reka endahnykkinn.
Þeir reyndu þriggja stiga skot, sem
brast. Brotiö var tvívegis á Larry
Bird, sem hitti úr öllum fjórum víta-
skotum. Þá ætlaöi allt vitlaust aö
veröa í Boston Gardens og var
vandkvæöum bundiö aö Ijúka leikn-
um. Dennis Johnson átti síöasta
oröiö meö tveimur góöum víta-
skotum. Þaö var táknrænt, því aö
vítaskotin riöu raunverulega bagga-
muninn í þessum leik. Boston tók 51
vítaskot og hitti úr 43 (84,3%). Denn-
is Johnson hitti úr öllum 12 tilraun-
um sínum. Larry Bird átti 8 tilraunir
og hitti úr öllum. Cedric Maxweli hitti
úr 14 af 17 og Robert Parish úr 6 af
9. Los Angeles á hinn bóginn hittu
aöeins úr 18 tilraunum af 28,
Glappaskotin á síöustu sekúndum
annars og fjóröa leikjar stóöu sem
opin svööusár. Johnson er ekki hinn
óbrigöuli undramaöur. Hann er
mannlegur eins og fleiri og mun
væntanlega njóta meiri viröingar
fyrir vikiö.
Engin móttökunefnd beiö í Los
Angeles, en Boston-borg réö ekki
viö sig af kæti. Daginn eftir fóru
leikmenn í opnum vagni um götur
borgarinnar og taliö var, aö 300
þúsund manns heföu streymt út á
göturnar til aö fagna meisturunum.
Magnús Þrándur Þóróarson skrifar frá Kaliforníu
• Kareem Abdul-Jabbar (t.h.) Gárungum þótti það akki góðs viti að hann
væri ekki mað höfuðverk síöasta leikdaginn.