Morgunblaðið - 06.07.1984, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.07.1984, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 1984 3 Eru þeir að fá 'ann ■ Með nyju sætuefni Nutra-Sweet sem skilar sama gamla góða appeLsínubragðinu án eftirkeims. Að lifa lífinu skynsamlega og deyja með bros á vör — svar Berglindar vakti athygli í keppninni um Miss Universe Miami, 5. júlí. ANNAR áfangi Miss Universe- keppninnar fór fram á þridjudags- kvöld, en þá komu fegurðardísirnar fram baeði í samkvæmiskjólum og í sundbolum. Berglind Johansen var í kóngabláum palliettukjól og sómdi sér feikivel. Einnig tókst henni mjög vel upp í sundfatakeppninni, en hún var í grænum bol. Var henni vel fagnað, þegar hún kom fram í bæði skiptin. Stúlkurnar voru látnar segja áhorfendum frá framtíðaráform- um sínum. Flestar gáfu mjög há- leit svör um áætlanir sínar, en Berglind sagðist vilja lifa lífinu skynsamlega og deyja með bros á vör. Vakti svar hennar kátínu og fékk hún fyrir mikið klapp. Hópur 12 dómara, sem valdir hafa verið úr röðum þekktra borg- ara, eru byrjaðir að gefa stúlkun- um einkunnir, og munu þeir eiga viðtal við hvern þátttakanda næstu daga. Fyrir mánudags- kvöldið verða þeir búnir að velja þær 10 bestu, sem keppa síðan til úrslita. Á þriðjudagskvöld var fulltrúi Spánar valinn besta ljós- myndafyrirsætan. í gær, á þjóðhátíðardegi Banda- ríkjanna, 4. júlí, tóku fegurðardís- irnar þátt í skrúðgöngu Miami- borgar. ÞXG. INNLENT 24 pundari úr Vatnsdalsá „Þetta gengur mjög vel, það hef- ur verið jöfn og góð veiði, engar lægðir, og laxinn stór og fallegur. Aðeins fimm laxar undir 10 pund- um og sá stærsti 24 pund,“ sagði Snorri Hauksson kokkur í veiði- húsinu að Flóðvangi við Vatns- dalsá i samtali við Mbl. í gærdag. Hann sagði jafnframt, að komnir væru 190 laxar á land. „Þetta er svo miklu betra en í fyrra að mað- ur hreinlega gapir, á sama tíma þá voru aðeins um 30 fiskar komnir á þurrt og lítill lax í ánni,“ bætti hann við. Upplýsingar fengust litlar um þann stóra þar eð veiðimaður óskaði eftir nafnleynd. Hins vegar er meðalþunginn mjög hár og lax- inn hefur veiðst um alla á, mest á neðsta og efsta svæðinu, miðsvæð- ið virðist hins vegar vera daufara. Nefndi Snorri veiðistaðina Hnausa- streng, Hólakvörn, Torfu- hvammshyl og Litlukvörn. Mest hefur veiðst á slímugan maðkinn, en nokkuð einnig á flugu, ýmsar gerðir. Lúsugir laxar koma upp enn og þar sem fullt flóð er nú, eiga menn jafnvel von á nýjum göngum á næstunni. Byrjað að glæðast í Víðidalsá „Þetta hefur verið mjög tregt það sem af er, en hefur verið að glæðast lítið eitt nú upp á síðkast- ið. Áin hefur verið afar heit, 15—17 gráður, og úti hefur verið sól og logn dag eftir dag,“ sagði Anton Pjetur leiðsögumaður við Víðidalsá í gærdag. Anton sagði að 124 laxar væru komnir á land og hefði meðal- þungi þeirra verið geysilega hár, að minnsta kosti 13 pund, og minnsti lax sumarsins til .þessa var 8 punda. „Síðustu sex laxar sem veiðst hafa voru allir 15—16 punda og gefur það nokkra mynd um stærð laxanna hér,“ bætti Anton við. Hann sagði að stærsti lax sumarins hefði veiðst í gær- morgun, 21,5 punda fiskur sem tók Blue Elver nr. 2 í Dalsárós. Það var erlendur veiðimaður sem bolt- ann dró. „Það hefur ekki verið mjög mik- ið af laxi og við höfum dregið þá hálfsoðna upp úr í hitanum. En þetta stendur vonandi til bóta sagði Anton Pjetur að lokum. 22.00. Hálfs dags veiðileyfi kostar 210 krónur og fæst að Meðalfelli. — gg- 200%aukning í Haukadalsá Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið fékk í gær um veiði í Haukadalsá í Dalasýsiu, voru hinn 1. júlí komnir 150 laxar á land þar á fimm stangir. Á sama tíma í fyrra höfðu veiðst 50 laxar. Laxarnir nú eru allir vænír, á bil- inu frá 8 til 15 pund. Veiðin í Haukadalsá hófst 16. júní, þannig að ofangreindar tölur ná yfir um það bil hálfan mánuð. Fyrstu tvær vikur veiðitímans voru íslendingar og útlendingar að veiðum. Otlendingar verða síð- an eingöngu í júlí og fram í ágúst, er íslendingar taka aftur við. Lífleg veiði í Meðalfellsvatni sem Mbl. frétti hjá ábúendum að Meðalfelli í gær. Laxinn sést stökkva mikið og nokkrir hafa þegar veiðst, ekki síst frá landi og bæði á maðk og spún. Þá hefur silungsveiðin verið afar góð ef á heildina er litið, en auðvitað er dagamunur á því hvað veiðist eins og gengur í veiðiskap yfirleitt. Sumir hafa iðulega veitt 15—40 silunga á dag og er fiskurinn sagð- ur óvenjulega vænn að þessu sinni, mikið um 1,5 til 3 punda fiska og er þá ekki síður átt við bleikjuna en urriðann. Virðist grisjun silungs í vatninu vera að sýna árangur. Lax er genginn í töluverðum mæli í Meðalfellsvatn eftir því Stangafjöldi í vatninu er ekki takmarkaður utan hvað þar er há- marksfjöldi seldur fyrir allt sumarið. Veiðitíminn er frá 7.00 til 13.00 og svo aftur frá 16.00 til

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.