Morgunblaðið - 06.07.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.07.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 1984 23 Sovétríkin — heimsliðið 21—19 Skák Margeir Pétursson SIGUR Sovétmanna í viðureign þeirra á tíu boröum við heimsiiðið var aldrei í hættu. Eftir aðra um- ferðina af fjórum höfðu Sovét- menn náð tveggja vinninga for- skoti og juku það í þrjá í þeirri þriðju. I síðustu umferðinni slök- uðu þeir aðeins á, en fremur ör- uggur sigur þeirra 21—19 varð samt að staðreynd. Sovétmaðurinn Beljavsky náði beztum árangri allra keppenda, hann hlaut 3Vi vinning í fjórum skákum sínum. Karpov heimsmeistari hlaut 2Vi v. gegn V/i v. Svíans Andersons á fyrsta borði og áskorandinn Gary Kasparov náði sama árangri gegn Jan Timman á öðru borði. Fyrri keppni þessara sömu liða, sem háð var í Belgrad 1970, lauk einnig með sigri Sovét- manna, 20V4—19V4. Síðan þá hefur Fischer hætt keppni og er þar skarð fyrir skildi ( heimslið- inu, en Sovétmönnum hefur hins vegar bæst mikil liðsauki þar sem þeir Karpov og Kasparov eru. Næstum allir beztu skákmenn heims tefldu ( London i síðustu viku, en forföll hrjáðu heimsliðið þó nokkuð. Ungverska stór- meistaranum Lajos Portisch, einum þrautreyndasta og stiga- hæsta stórmeistara utan Sovét- ríkjanna var aðeins boðið sjöunda borðið og ákvað hann því að vera ekki með. Þá varð Vlastimil Hort að tefla í tékkn- eska meistaramótinu á sama tíma og var því heimsliðið án tveggja af sfnum traustustu mönnum. 1 sovézka liðinu var það aðeins Petrosjan, fyrrum heimsmeistari, sem ekki átt heimangengt. Hann hefur átt við mikinn lasleika að stríða að und- anförnu og misst 20 kíló. Þá virðast landfræðileg sjón- armið hafa ráðið því að Banda- ríkjamaðurinn Yasser Seirawan tefldi á sjötta borði. Hann réði ekkert við Beljavsky, sem var í frábæru formi. Seirawan er að vísu frumlegur og skemmtilegur skákmaður, sem oft hefur náð frábærum og óvæntum árangri, en samt allof mistækur til að geta átt heima í sliku einvalaliði. Sama er að segja um Filippsey- inginn Torre, landa Campoman- esar, forseta FIDE. Skákáhuga- menn eiga kröfu á þvi að i þau örfáu skipti sem tekst að koma þessari einstæðu keppni á sé það eingöngu skákstyrkleiki sem sé látinn ráða liðsskipaninni. Felumót á Thamesárbökkum Keppni þessari var valinn staður í London með mjög stutt- um fyrirvara, eftir að Belgrad og Róm höfðu gefist upp við móts- haldið. Það afsakar þó ekki að mótið var afskaplega illa kynnt i brezkum fjölmiðlum og þeir fáu skákáhugamenn og blaðamenn sem vissu um það áttu i miklum erfiðleikum með að finna hina afskekktu byggingu þar sem teflt var. Þá voru aðstæður á mótsstað mjög lélegar, sérstak- lega fyrir áhorfendur, og að sögn íslendinga sem fóru á mótið, lak- ari en gengur og gerist á al- þjóðamótum sem haldin eru hér heima. Það er ekki nægilegt að greiða beztu stórmeisturum heims stór- fé fyrir að koma og sýna snilld sína, en það gerðu þeir svika- laust í London. Það verður einn- ig að tryggja að aðstæður verði eins og bezt verður á kosið, ekki sízt i jafn einstakri keppni og þessari. Kröfur Bobby Fischers um að geta teflt algerlega ótrufl- aður við fullkomna lýsingu og ( þægilegu umhverfi þótt oft fjar- stæðukenndar, en með slíkri virðingu fyrir list sinni vann hann skákinni meira gagn en meistarar sem sætta sig við að tefla hver ofan i öðrum i illa upplýstum skúmaskotum, ef nægilega há komuþóknun er i boði. Kasparov sigraöi Timman glæsilega Skákir Kasparovs og Timmans voru sennilega þær sem fylgst var með af einna mestri eftir- væntingu, því þar eru á ferð tveir af mestu byrjanasérfræð- ingum heims. Eftir þrjú baráttu- jafntefli tók Kasparov loks af skarið i fjórðu skákinni. Þar varð uppi á teningnum afþakkað drottningarbragð, byrjun sem vænta má að verði mjög til um- ræðu i heimsmeistaraeinvíginu i haust. HvítL’ Gary Kasparov Svart: Jan Timman Drottningarbragð 1. d4 — Rf6, 2. c4 — e6, 3. Rf3 — d5, 4. Rc3 — Be7, 5. Bg5 — (M), 6. e3 — h6, 7. Bxf6 — Bxf6, 8. Dc2 Hér er einnig oft leikið 8. Dd2, en Kasparov hefur skrifað um leik sinn i enskt skáktimarit og hann getur því ekki hafa komið Timman í opna skjöldu. — c5, 9. dxc5 — Da5, 10. cxd5 — exd5, 11. (MM) Hvassara en 11. Hcl — Rc6, 12. Be2 — d4l, 13. exd4 — Bxd4, 14. 0-0 — Bxc5 og fljótlega var samið jafntefli i skákinni Lern- er-Tal, Sovétríkjunum 1981. 11. — Be6 Hér virðist freistandi að reyna 11. — Bxc3,12. Dxc3 — Dxa2 og eftir 13. Bd3 er staðan mjög tví- sýn. 12. Rxd5 — Hc8l? Endurbót Timmans á skákinni Lerner-Lutikov, Sovétrikjunum 1981, sem tefldist 12. — Bxd5,13. Hxd5 — Dxa2, 14. Bc4! — Dal+, 15. Dbl - Da4, 16. Da2! með mun betri stöðu á hvítt. 13. Kbl — Bxd5 Eftir þetta er ljóst að svartur hefur hvergi nær nægilegt mót- spil fyrir peðin tvö sem hann hefur fórnað, en afbrigðið 13. — Hxc5, 14. B4! - Hxc2, 15. Rxf6+ — gxf6, 16. bxa5 — Hxa2, 17. Hd8 - Kg7, 18. Rd4! virðist einnig leiða til mjög óþægilegrar stöðu fyrir svart. 14. Hxd5 — Rc6, 15. Bc4 — Rb4, 16. Dd2 — Hxc5, 17. Hxc5 — Dxc5,18. Hcl — Db6, 19. Dd71 Kasparov hefur gefið annað peðið til baka fyrir yfirburða- stöðu. Enn einu sinni hefur hon- um tekist að slá einn af beztu skákmönnum heims út af laginu með ómannlegri byrjanakunn- áttu sinni. — HÍ8, 20. Db5 — Dd6, 21. e4! Kasparov hagnýtir sér liðsyf- irburðina óaðfinnanlega. Ef nú 21. a6, þá 22. e5! — Rc6, 22. Bd5 — «6 Meiri möguleika veitti 22. — Re5, 23. Rxe5 - Dxe5, 24. Dxb7 — Kh7, en besta svarið er 23. Rd2! 23. Dxb7 — Re5, 24. Hc8 — Hxc8, 25. Dxc8+ — Kh7, 26. Dc2l — Kg8, 27. Rd2 — g5, 28. a3 — Kg7, 29, Rfl — Db6, 30. Rg3 — Kg6, 31. Ka2 — h5, 32. Dc8 — h4, 33. Dg8+ — Bg7, 34. Rh5! og Timm- an gafst upp. Náttúruvemdarfélag Suðyesturlands: Náttúruskodun- ar- og söguferð um Mosfellssveit NVSV, Náttúruverndarfélag Suð- vesturlands fer náttúruskoðunar- og söguferð um Mosfellssveit laugar- daginn 7. júli kl. 13.50 frá Varmár- skóla f Mosfellssveit (hægt verður að fara í rútuna við Norræna húsið kl. 13.30 og fara þangað að ferð lok- inni). Áætlað er að ferðinni Ijúki kl. 18.00—19.00. Fargjald er 200 kr. frítt fyrr börn í fylgd fullorðinna. Allir eru velkomnir. Farið verður frá Varmárskóla yfir i Mosfellsdal, Helgadal að Leirvogsvatni (Svanavatni). Þar snúið við og farið gegnum Reykja- hverfi. Siðan ekið með Hafrahllð yfir á Suðurlandsbraut upp á Sandskeið. Til baka sömu leið að Skyggni. Þaðan farið sunnan Úlf- arsfells að Varmárskóla. Að lok- um ekið til Norræna hússins í Reykjavík. Leiðsögumenn verða: Ingvar Birgir Friðleifsson jarðfræðingur, hann ræðir um jarðfræði svæðis- Kirkjur á landsbyggðinni Messur á sunnudag REYNISKIRKJA: Guðsþjón- usta á sunnudaginn kl. 14. Sóknarprestur. SKÁLHOLTSKIRKJA: Á sunnudaginn verður messa kl. 14. Organisti Glúmur Gylfas- on. Sóknarprestur. ins og beislun varmaorkunnar. Gisli Már Gíslason liffræðingur kynnir okkur plöntu- og dýraríkið almennt, en tekur sérstaklega yfir lífriki Varmárinnar. Olafur Dýrmundsson landnýtingarráðu- nautur sýnir okkur mismunandi aðferðir við uppgræðslu lands. Með í ferðinni verða fróðir menn um sögu og örnefni svæðisins, m.a. verður sagt frá merkum rústum við Blikastaðatá. Auk þessa fáum við gesti til okkar í bílinn. Við lítum á umhverfi fyrirtæk- isins þar sem öll umgengni er til fyrirmyndar. Síðar ökum við í gegnum svæði annars fyrirtækis þar sem I undirbúningi er merki- legt framtak starfsmanna og fyrirtækis að sameinast um að bæta og fegra umhverfið utan húss og innan. Mosfellssveit er með ungan byggðakjarna sem er í mjög örum vexti. Margt hefur verið þar gert en margt er ógert. Náttúrufræði- safn er ekki komið upp og ekki heldur byggðasafn. Sérstök sam- tök áhugamanna um umhverfis- mál á svæðinu eru ekki starfandi. En nýstofnað Sögufélag Kjalar- nesþings er þegar orðið virkt, ým- is önnur félagsstarfsemi er fjöl- breytt og þróttmikil. Náttúrufegurð í Mosfellssveit er mikil og er Mosfellingum mikill vandi á höndum að viðhalda henni með aukinni byggð og auknum umsvifum athafnalífsins. Við von- um að okkur takist að vekja at- hygli Mosfellinga og annarra á einhverju í umhverfi svæðisins sem þeir hafa ekki veitt eftirtekt áður, þá er tilgangi ferðarinnar náð. Ungir menn á uppleið Hljóm- plotur Siguröur Sverrisson Great White Great White EMI-America/Fálkinn Great White heitir ein þeirra fjölmörgu vestanhafsrokksveita sem fetað hafa í fótspor Def Leppard, méðvitað eða ómeðvit- að. Margar hafa þessar sveitir lítið fram að færa annað en ómerkilegar eftirapanir og er þó Def Leppard ekki frumlegasta sveit þungarokksins. Great White er skör hærra sett en flestir keppinautarnir. Þó svo Great White sé kannski betri en margar þeirra sveita, sem verið hafa að berjast um hyllina í þessari tónlist, er hún fjarri því að vera neitt stórvirki — a.m.k. enn sem komið er. Með- limirnir eru nefnilega ungir að árum og eiga vafalítið eftir að skólast talsvert áður en þeir gefa út næstu plötu sína. Great White er byggð upp á hefðbundinni hljóðfæraskipan, þ.e. trommur, bassi, gítar og söngur. Gítarleikarinn er býsna lunkinn og söngvarinn sömuleið- is. Stundum er þí einum of aug- ljóst hvernig hann reynir að ná raddblæ Joe Elliott í Def Lepp- ard. Tíu lög er að finna á þessari plötu Great White, sem ég held ég megi fullyrða að sé sú fyrsta frá þeim fjórmenningum. Flest eru þau mjög frambærileg og ekkert þeirra áberandii slakt. Verður það að teljast viðunandi á frumrauninni. Ekki er það svo verra þegar tvö laganna, Bad Boys og Dead End, eru það öflug, að þau gætu sómt sér á plötum flestra betri sveita á þessari línu. Þungarokkarar ættu að pæla í henni þessari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.