Morgunblaðið - 06.07.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.07.1984, Blaðsíða 16
16 * r > MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 1984 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 275 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 25 kr. eintakiö. Forysta og frumkvæði Margt bendir til þess, að tíðindasamt verði, þeg- ar líður á haustið á sviði þjóðmálanna og þá sérstak- lega í kjaramálum og á vettvangi verkalýðshreyf- ingarinnar. Sá árangur, sem náðst hefur í baráttu við verðbólguna er ótvíræður. Ein afleiðing þess er hins vegar, að gengið hefur verið býsna nærri kjörum fólks. Leiðtogar stjórnarandstöð- unnar eru bersýnilega þeirr- ar skoðunar, að þessi kjara- skerðing sé eina von þeirra til þess að ná einhverri viðspyrnu á ný í stjórnmála- baráttunni. Æskilegt hefði verið, að ríkisstjórnin hefði fylgt eft- ir árangri í verðbólgubar- áttunni með verulegum niðurskurði á opinberum út- gjöldum og alvarlegri við- leitni til þess að ráðast að rótum vanda sjávarútvegs- ins. Markvissar aðgerðir á þessum sviðum hefðu stuðl- að að því, að fólk sætti sig betur við kjaraskerðinguna um nokkurn tíma enn. Ot af fyrir sig má segja, að enn sé ekki of seint fyrir ríkisstjórnina að grípa á þessum málum en því er ekki að neita að efasemda gætir um, að hún hafi vilja og þrek til þess, þegar hér er komið sögu. Á hinn bóginn er alveg ljóst, að umtalsverðar launahækkanir í haust stofna í hættu þeim árangri, sem við höfum þegar náð í verðbólgubaráttunni. Sá ár- angur er svo mikill, að það er nánast óbærileg tilhugs- un fyrir flesta landsmenn, að verðbólgan aukist á ný að einhverju marki. Nú hefur fólk kynnzt kostum þess að búa við litla verðbólgu og áreiðanlega vilja margir nokkuð á sig leggja til þess að halda því verðbólgustigi. Það dugar ekki fyrir ríkis- stjórnina að sitja auðum höndum og bíða þess sem verða vill með haustinu. Að óbreyttum aðstæðum er ekki ólíklegt, að einhverjir hlutar launþegahreyfingar- innar brjótist fram og geri tilraun til þess að knýja fram verulegar kauphækk- anir. Raunar liggur þetta í augum uppi. Ríkisstjórnin hefur haft frumkvæði í stjórnmálabar- áttunni í rúmt ár. Að vísu hefur nokkuð dregið úr því undanfarna mánuði, en stjórnarandstaðan er svo veikburða, að hún hefur ekki haft mátt til að ryðjast inn, þar sem tækifæri hafa gefizt. Framtíðarheill þjóð- arinnar er undir því komin, að ríkisstjórnin og stjórnar- flokkarnir skynji þá stöðu, sem upp er komin og taki djarft frumkvæði síðla sumars áður en ófremdar- ástand hefur skapast á vinnumarkaðnum. í þeim efnum er tilgangs- laust að fara hefðbundnar leiðir eins og gert var með bráðabirgðaráðstöfunum í þágu sjávarútvegsins, sem litlu bjarga öðru en því að halda rekstrinum gangandi enn um sinn án þess að tekið hafi verið á vandanum sjálf- um. Það er líka þýðingar- laust að fara venjulegar leiðir eins og þær, sem grip- ið var til í vetur, þegar fjár- lagagatið var fyllt með er- lendum lánum. Hér þarf nýjar hugmyndir. Til viðbótar við þær þarf pólitískt frumkvæði. Ríkis- stjórnin á leikinn enn sem komið er og mun eiga hann fram á haustið. En úr því fer spilið að snúast við. Þessa stöðu á núverandi rík- isstjórn að nota sér. Hún á líka að notfæra sér það, að stjórnarandstaðan býður ekki upp á nokkurn annan kost. Stjórnarandstöðu- flokkarnir eru enn lamaðir eftir úrslit síðustu alþing- iskosninga og munu ekki ná pólitískri viðspyrnu á ný, nema verkalýðshreyfingin nái frumkvæðinu úr hönd- um ríkisstjórnarinnar. All- ar hugmyndir um aðra kosti í stjórn landsins um þessar , mundir eru út í hött. Þess vegna er nú beðið eftir for- ystu ríkisstjórnarinnar, sem beinir kjarabaráttu laun- þegahreyfingarinnar í haust út á friðsamlegar brautir. En það er ekki gott að láta fólk bíða of lengi. Frá hafnargerðinni í Garðabæ. Unnið að dýpkun framan við fyrirhugaðan viðlegukant Framkvæmdir við g< hafnar í Garðabæ ha skipa þarna upp vörum og leggja þar upp afla. Að sögn Jóns er nokkuð langt síð- an ákveðið var að byggja þennan viðlegukant, hafa undirbúnings- rannsóknir farið fram í Arnarvogi og eru framkvæmdir nú hafnar eins og áður segir. Dýpkunin var boðin út í fyrra og var tekið lægsta tilboði, frá Reyn sf. sem þá hljóðaði upp á 6,1 milljón. Dýpkunin er fram- kvæmd á þurru með því að hlaðið er HAFNAR eru framkvæmdir við byggingu viðlegukants til skipavið- gerða í Garðabæ. Er hann í Arnarvogi niður af skipasmíðastöðinni Skipavík. Er þetta fyrsti vísir að höfn í Garðabæ. Viðlegukanturinn verður 80 metr- ar að lengd og 6 metra dýpi verður fyrir utan hann á stórstraumsfjöru. Verður því að sögn Jóns Sveinsson- ar forstjóra Skipavíkur hægt að taka meðalstór og minni skip þang- að til viðgerða en nú verður Skipa- vík að vinna þau verk sem vinna þarf við skipin þegar þau eru komin á flot í Reykjavíkur-eða Hafnar- fjarðarhöfnum. Jón sagði að þessi höfn væri einnig mikið hagsmuna- mál fyrir önnur fyrirtæki í Arnar- vogi. Þó að þetta væri fyrst og fremst viðlegukantur til viðgerða væri ekkert því til fyrirstöðu að Framkyæmdastjóri Vömmarkaðarins um vöruverð Impex: „Ég tek þessu nú með hæfilegum fyrirvara" FRETT Morgunblaðsins í gær þess efn- is, að heildversluninni Impex í Keflavík hefði tekist að ná fram verulegri verð- lækkun á fjölmörgum vörutegundum hefur vakið athygli. í framhaldi af frétt- inni hafði blaðið samband við fram- kvæmdastjóra þriggja stórmarkaða f Reykjavík, Hagkaups, Miklagarðs og Vörumarkaðarins, og innti þá eftir því hvort möguleiki á slíkri verðlækkun hefði e.Lv. alltaf verið fyrir hendi en hann ekki nýttur. „Ég tek þessu nú með hæfilegum fyrirvara," sagði Stefán Friðfinnson, framkvæmdastjóri Vörumarkaðar- ins. „Maður hefur svo oft séð yfirlýs- ingar í þessa átt án þess þær hafi kannski staðist þegar til kom. Án þess ég dragi þetta í efa vildi ég gjarnan fá að sjá samanburðartölur," bætti hann við. „Það er hægt að fá ýmsar tegundir í sama vöruflokki á mjög ólíku verði. Spurningin er um gæði og þá um leið aftur hvort neyt- endur hér á landi vilja kaupa vöruna. En voðalega yrði ég glaður ef tekist hefur að lækka vöruverð jafn mikið og segir í fréttinni. Sigurður Gísli Pálmason, fram- kvæmdastjóri hjá Hagkaupum, sagð- ist ekki geta tjáð sig um málið, þar sem hann hefði ekki náð að lesa frétt- ina til hlítar. „Ég hef þó aðeins heyrt um innihald fréttarinnar og m.a. það, að hrísgrjón hjá Impex séu 75% ódýrari en almennt gerist. Mér finnst það afar ótrúleg tala þótt ég segi ekki meira,“ sagði Sigurður. „Ef þetta er rétt er ég mjög ánægð- ur. Laegra vöruverð hlýtur alltaf að vera keppikefli allra innflytjenda," sagði Jón Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Miklagarðs. „Annars er afar erfitt að henda reiður á samanburði FJÓRIR íslendingar halda upp úr há- degi á morgun áleiðis á Grænlands- jökul. Tilgangur fararinnar er að gera mælingar á því hversu djúpt átta hcr- flugvélar liggja í jöklinum, en þær þurftu að nauðlenda þar árið 1945. Gert er ráð fyrir að bjarga vélunum ef það svarar kostnaði. Leiðangurinn tekur viku til tíu daga. Að sögn Arngríms Hermannsson- ar, eins leiðangursmanna, verður hafist handa um björgunaraðgerðir næsta sumar ef niðurstöður rann- sókna þeirra fjórmenninga reynast sem þessum. Gæðamunurinn getur verið jafnmikill og verðmunurinn. Séu gæðin hin sömu á þessum vörum Impex og þeirra, sem verið hafa á markaðnum, er þessi lækkun fagnað- arefni. Okkur hjá Miklagarði hefur tekist að lækka vörverð verulega og geti aðrir gert betur tel ég það stór- kostlegt." jákvæðar, þ.e. að flugvélarnar liggi ekki á of miklu dýpi. Ef allt gengur að óskum er gert ráð fyrir að haldið verði á jökulinn strax á morgun á skíðaflugvél, sem einnig mun bera allar vistir og tæki, frá Kulusuk. Að þessu sinni munu aðeins Islend- ingar taka þátt i leiðangrinum. Þeir sem fara eru: Helgi Björns- son, jarðeðlisfræðingur, Jón Sveinsson, tæknifræðingur, Ást- valdur Guðmundsson frá Flugbjörg- unarsveitinni og Arngrímur Her- mannsson, röntgentæknir. Fjórir íslendingar á Grænlandsjökul

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.