Morgunblaðið - 06.07.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.07.1984, Blaðsíða 2
kw* MjíT ;* <jtt'> t.fj' f'r^.vdf rci/t/ nrr/TríxtAv MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JÚLl 1984 Enginn neytendafull- trúi í sexmannanefnd — Sjómannafélag Ileykjavíkur dregur sinn og Landssamband iðnaðarmanna hyggst gera SJÓMANNAFÉLAG Reykjavíkur hefur ákveðið að draga fulltrúa sinn úr sexmannanefnd sem ákvarðar búvöruverð. Landssamband iðnaðarmanna hefur tilkynnt félagsmálaráöherra að búast megi við að Landssambandið dragi sinn fulltrúa einnig úr nefndinni næstu daga. ASÍ dró sinn fulltrúa úr nefndinni fyrir nokkrum árum og verða því engir fulltrúar neytenda í sexmannanefnd innan tíðar ef fram fer sem horfir en félagsmálaráðherra mun, samkvsmt heimildum Mbl., vera með tillögur að nýju skipulagi þess- ara mála í undirbúningi sem væntanlega verða lagðar fyrir ríkisstjórnina á fundi hennar í dag. Á aðalfundi Sjómannafélags Reykjavíkur sem haldinn var fyrir skömmu var sú ákvörðun stjórnar félagsins tekin að framfylgja heimild aðalfundar frá því á árinu 1981, þar sem samþykkt var að Sjómannafélag Reykjavíkur dragi fulltrúa sinn úr sexmannanefnd. Sjómannafélagið hefur tilkynnt Framleiðsluráði landbúnaðarins þessa ákvörðun og að fulltrúi fé- lagsins í nefndinni muni hætta störfum frá og með 1. september n.k. Sigurður Kristinsson forseti Landssambands iðnaðarmanna sagði í samtali við Mbl. í gær að mál þetta hefði verið til umræðu innan sambandsins undanfarin ár, sérstaklega eftir 1976 þegar Landssambandið varð hreint at- vinnurekendafélag. Menn hefðu hinsvegar viljað bíða eftir nýju skipulagi á þessum málum. Nú þegar fulltrúi þeirra væri orðinn einn eftir i sexmannanefndinni ætti félagið í raun engan annan kost en að draga hann út líka. Fé- lagsmálaráðherra hefði verið til- kynnt um þetta og að búast mætti við að sambandið drægi fulltrúa sinn úr nefndinni næstu daga. Ráðherrann væri hinsvegar með tillögur um nýtt skipulag þessara fulltrúa úr nefndinni slíkt hið sama mála og teldu menn rétt að bíða aðeins til að sjá hvað út úr því kæmi. Sexmannanefnd er skipuð sex mönnum eins og nafnið bendir til og er hlutverk hennar að ákvarða búvöruverð. I henni sitja þrír full- trúar bænda og samkvæmt lögum eiga þrír fulltrúar neytenda að sitja í henni, skipaðir af Alþýðu- sambandi íslands, Sjómannafélagi Reykjavíkur og Landssambandi iðnaðarmanna. ASÍ dró fulltrúa sinn út úr nefndinni fyrir nokkr- um árum og hefur félagsmála- ráðherra síðan skipað fulltrúa í þess stað. Talsvert smygl í Grimdarfossi NOKKIIR smyglvarningur var gerður upptækur við leit í Grundarfossi er hann kom til landsins í fyrradag. Er heildarverðmæti varningsin.s um 430 þúsund krónur að sögn tollgæslustjóra. Smyglið var falið á milli þilja í vistar- verum skipverja en 11 þeirra hafa játað að eiga aðild að því. Tveir úr bópnum áttu meginhluta smyglvarningsins. Sex myndbandstæki voru á meðal þess, sem gert var upptækt. Að sögn tollgæslustjóra eru þau nánast orðin fastur liður þegar smyglvarningur er annars vegar. Þá voru 6 símar gerðir upptækir, en smygl á þeim hefur sömuleiðis færst nokkuð í vöxt. Þá fundu tollverðir 10 bílút- vörp, 48 kíló af skinku, 18 vindlinga- lengjur og 13 flöskur af áfengi auk 12 kassa af bjór. Helgarveðrið: Rigning sunnan- lands og vestan HELGARVEÐRIÐ verður ekki sérlega kræsilegt, a.m.k. ekki fyrir íbúa Suður- og Vesturlands að því er veðurstofan tjáði Mbl. í gær- kvöldi. Sunnanátt verður ríkjandi á laugardag og henni fylgja skúrir á sunnan- og vestanverðu landinu. Þurrt verður hins vegar norðan- og austanlands. Á sunnudag er aftur á móti búist við að vindur snúist til norðlægrar áttar og að létti þá til á SV-landi. Mbl./Júlfus Ilanska skútan „Kaskelot“, sem um þessar mundir liggur við Faxagarð, en héðan verður farið á laugardag ef veður leyfir. Frá Reykjavík „á heimsenda" ÞESSA dagana liggur við Faxagarð í Keykjavík danska skútan „Kaskelot", en hún heldur áfram siglingu sinni til Grænlands á laug- ardag. Á „Kaskelot" er 15 manna áhöfn Englendinga, Norðmanna og Dana, sem um þessar mundir vinnur við upptöku kvikmyndar á vegum bresks sjónvarpsfyrir- tækis. Myndin ber vinnuheitið „Á heimsenda", og fjallar um Norðmanninn Amundsen og Englendinginn Scott, sem árið 1911 háðu hatramma baráttu um það hvor þeirra yrði á undan á Suðurheimskautið. Fór svo að lokum að Amundsen bar sigur úr býtum. Skútan er sem fyrr segir á leið til Grænlands með tækja- búnað, þar sem unnið verður við upptökur myndarinnar næstu vikur, en leikarar og leikstjórar myndarinnar fljúga til Græn- lands. „Kaskelot" er 50 metrar að lengd og 200 tonn að þyngd. Frá viðgerðum á Þjóðleikhúsinu. Ljósm. Mbl. Emilía Gert við múr- húðun og skyggni á Þjóðleikhúsinu Keflavík föst með saltfisk í Portúgal „ÞAÐ var orðin full þörf á því að gera við húsið, bæði múrhúðunina að utan og tröppurnar fyrir framan. Þegar verið var að losa Ijós á dyra- skyggni tókum við síðan eftir því að þar var steypan orðin laus í sér og var þá tekin sú ákvörðun að brjóta það niður til að koma í veg fyrir hugsanleg slys,“ sagði Sigmundur Örn Arngrímsson, skipulagsstjóri Þjóðleikhússins í viðtali við blm. Mbl. vegna framkvæmda við húsið. Hann sagði að það væri löngu orðið Ijóst að nauðsynlegt væri að fara að huga að viðgerðum og endurbótum, enda væri Þjóðleikhúsbyggingin orð- in rúmlega fimmtíu ára gömul. Sigmundur sagði að Þjóðleik- húsið hefði fengið sérstaka fjár- veitingu á síðustu fjárlögum til viðhalds utanhúss. Hann sagði að einnig hefði verið gerð áætlun bæði af forráðamönnum Þjóð- leikhússins og húsameistara ríkis- ins um endurbætur á tækjum og búnaði. Svo væri húsið leigt út á fimm ára fresti undir þing Norð- urlandaráðs og hefði verið rætt um að leigan gengi að einhverju leyti upp í viðhald á húsinu. KEFLAVÍK, llutningaskip Víkurskips, hefur nú legið i viku fast í höfninni Aveiro í Fortúgal, þangað, sem skipið flutti saltn.sk fyrir Sölusamband ís- lenzkra fiskframleiðenda. Hefur skipið ekki fengizt losað, en f því eru 1.400 smálestir af saltfiski. Svo virðist sem portúgalsstjórn hafi ekki enn gefið út reglur um hvernig fara eigi með þenn- an farm vegna breyttra innflutnings- reglna í landinu. Friðrik Pálsson hjá SÍF sagði i samtali við Morgunblaðið í gær, að innflytjendur í Portúgal hefðu enn ekki fengið innflutningsleyfi fyrir farminn. Hann kvað unnið að lausn þessa máls og vonast væri til að niðurstaða þess lægi fyrir á hverri stundu. Utanríkisviðskiptaráðherra Portúgals, Alvaro Barreto, er vænt- anlegur í opinbera heimsókn til ís- lands á mánudag og mun hann dvelj- ast hér í tvo daga í boði Matthíasar Á. Mathiesen, viðskiptaráðherra. Munu þá viðskiptamál þjóðanna væntanlega verða til umræðu. Þetta verður í annað sinn, sem ráðherrann stígur fæti sinum á íslenzka grund, því að hann millilenti á Keflavíkur- flugvelli um miðjan júní síðastliðinn á leið sinni til Japan. Þá var í för með honum forsætisráðherra Portú- gals, Mario Soares. Fyrrnefndur farmur með Kefla- víkinni er fyrsti farmurinn upp í nýjan samning frá því í vor. Þessi farmur er sá fyrsti sem fellur undir nýja innflutningsreglugerð. Fyrri afskipanir á þessu ári voru sam- kvæmt eldri samningi, sem ekki féll undir þá reglugerð. Hef verið óheppinn Segir Jóhann Hjartarson í Leningrad, sem hefur tvo vinninga eftir sex umferðir „ÉG ER með tvo vinninga eftir sex umferðir og hef verið hálf óheppinn fram til þessa,“ sagði skákmaðurinn Jóhann Hjartarson er Morgunblaðið sló á þráðinn til hans í Leningrad, þar sem hann tekur nú þátt í sterku skákmóti. Jóhann sagði að eftir sex fyrstu umferðirnar væri Aseev frá Sov- étríkjunum efstur með fjóra vinn- inga, en allt gæti gerst þar sem eftir er að tefla sjö umferðir, og meðal þátttakenda eru stórmeist- ararnir Taimanov og Ulmann frá Sovétríkjunum og Speelman frá Englandi. Jóhann 3agði að mótið væri talsvert erfitt og þétt teflt, en síðasta umferð verður tefld hinn 14. júlí nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.