Morgunblaðið - 06.07.1984, Blaðsíða 26
MORÓUNétAblb?fÓyfíÍÍÍA'GIÖR 'é.'jtií 1984~'av
Móöir mín, + GUDBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR frá Selalœk, Skólavöröustíg 41,
er látin. Inga S. Ingólfsdóttir.
+ Elsku litli drengurinn okkar,
EGILL HÖGNI,
lést í Landspítalanum 26. júní. Jarðarförin hefur fariö fram í kyrrþey. Erna Árnadóttir, Egill B. Hreinsson.
+
Sambýliskona mín, móðir okkar, dóttir, systir og mágkona,
FRIODÍS BJÖRNSDÓTTIR,
Hafnargötu 76,
Kaflavík,
sem andaöist 28. júní, verður jarösungin frá Fossvogskirkju í dag,
fðstudaginn 6. júlí, kl. 1.30 e.h.
Árni Pálsson,
Þórir Björn Benediktsson, Katrin María Benediktsdóttir,
Guðmundur Rúnar Benediktseon,
Þórunn Friðjónsdóttir, Björn ingi Þorvaldsson,
Þorvaldur Björnsson, Guörún Pálína Björnsdóttir,
Ingi Þór Björnsson, Helga Þóra Þórsdóttir,
Bjarni S. Björnsson, Brynja Þorkelsdóttir,
Kristinn Björnsson.
t
Útför eiginkonu minnar og móður okkar,
MAGNEU GUÐRÚNAR JENSDÓTTUR,
Heiöarvegi 6, Keflavík,
fer fram frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 7. júlí kl. 15.30.
Blóm og kransar afþakkaöir en þeim sem vildu minnast hennar er
bent á líknarstofnanir.
Fyrir hönd fjölskyldunnar, Hjörtur Þorke|s,on>
Jóhann Hjartarson,
Helgi Hjartarson,
Hjördís Hjartardóttir.
+
Eiginkona mín, dóttir, tengdadóttir, systir og mágkona,
SVANHILDUR H. SVAVARSDÓTTIR,
Óöinsgötu 16,
veröur jarösungin frá Hallgrímskirkju föstudaginn 6. júlí kl. 15.00.
Ágúst M. Haraldsson,
Svavar Gíslason, Haraldur Eiríksson,
Ellen Emilsdóttir, Sveinn Jónasson,
Svava Svavarsdóttir, Halldór Jónsson,
Geir Svavarsson, Jóhanna Svavarsdóttir,
Jóhannes Svavarsson, Jónína Fannberg,
Esther Svavarsdóttir, Jóhannes Björnsson.
+
Faöir okkar, tengdafaöir og afi,
TÓMAS GUÐBRANDSSON
frá Skálmholtí,
verður jarösunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 7. júfí kl. 1 e.h.
Jarösett verður í Villingaholti.
Elín Tómasdóttir, Skúli Sigurgrímsson,
Hólmfríöur Tómasdóttir, Jón Guðmundsson,
Ásta Tómasdóttir, Carl Stefénsson,
Anna María Tómasdóttir, Gústaf Lilliendahl,
Brynhildur Tómasdóttir, Pétur Karlsson
og barnabörn.
+
Bróöir okkar, mágur og frændi,
GUDMUNDUR VIGFÚS ÁSMUNDSSON,
bifreiöastjóri,
Búlandi 1,
veröur jarösunginn frá Fríkirkjunní í Reykjavík föstudaginn 6. júlí
kl. 10.30.
Ingibjörg Ásmundsdóttir, Richard Hannesson,
Ragnhildur Ásmundsdóttir, Eyjólfur Guömundsson,
Úlfar Ásmundsson, Birna E. Þóröardóttir
og börn.
Minning:
Jón Gunnarsson
fv. skrifstofustjóri
Fæddur 13. desember 1895
Dáinn 28. júní 1984
í dag er borinn til hinstu hvíld-
ar góður vinur minn, Jón Gunn-
arsson. Leiðir okkar Jóns lágu
fyrst saman er ég tók við starfi
framkvæmdastjóra Stálsmiðjunn-
ar hf. og Járnsteypunnar hf., en
Jón var einn af stofnendum þess-
ara fyrirtækja og í stjórn þeirra
frá árinu 1959 til dauðadags. Jón
hefur einnig starfað um áratuga-
skeið í Slippfélaginu í Reykjavík
hf. sem endurskoðandi og síðar í
stjórn þess.
Fljótlega tókst með okkur góð
vinátta, og áttum við oft tal sam-
an um ýmis málefni, en oftast
barst talið að félögum þeim sem
við störfuðum í, hvað mætti fara
betur í rekstri þeirra og hvað bæri
að varast. Tíndi ég upp marga
fróðleiksmola í þessum samræð-
um.
Jón fylgdist vel með því sem var
að gerast í þjóðlífinu, enda var
hann fram á síðasta dag virkur
þátttakandi í mörgum félögum,
sem flest tengdust atvinnulífi
landsmanna. Jón var á 89. aldurs-
ári þegar hann lést og hafði þá
starfað á einn eða annan hátt í
nokkrum af elstu hlutafélögum á
íslandi í um það bil 70 ár og eru
þau ekki mörg félögin sem náð
hafa svo háum aldri.
Ég er þakklátur forsjóninni
fyrir að hafa kynnst Jóni og átt
vináttu hans. Þótt við værum ekki
ávallt sammála fór ætíð vel á með
okkur.
Með Jóni Gunnarssyni er horf-
inn af sjónarsviðinu athafnamað-
ur sem lagt hefur drjúgan skerf í
uppbyggingu atvinnulífs lands-
manna, minning hans mun lengi
lifa. Um leið og ég óska Jóni far-
arheilla flyt ég dætrum hans,
tengdasonum og barnabörnum
innilegar samúðarkveðjur.
Gunnar H. Bjarnason.
Látinn er hér í borg Jón Gunn-
arsson, fv. skrifstofustjóri á 89.
aldursári. Er hér genginn einn af
aldamótamönnunum, sem allt tíð
hafði trú á landið og fólkið, sem
það byggir. Hann var framfara-
sinnaður bjartsýnismaður, sem
kyrrstaða var ekki að skapi, held-
ur fylgismaður stöðugrar upp-
byggingar. Það er eftirsjá í slíkum
mönnum sem Jóni Gunnarssyni,
þegar haft er í huga, við hvaða
aðstæður menn þurftu að búa á
bernskuárum atvinnuuppbygg-
ingar, þegar hér ríktu miklir erf-
iðleikar í okkar atvinnulífi. Þá var
það mikil kjölfesta að starfandi
voru í atvinnulífinu menn sem
trúðu á betri tíð og að erfiðleik-
arnir væru yfirstíganlegir.
Jón Gunnarsson kom víða við
sögu í rekstri og uppbyggingu
smárra sem stórra fyrirtækja og
lagði fram sinn hlut til atvinnu-
lífsins. Verður hans því víða
minnzt fyrir þátttöku og bjart-
sýni. Fengi Jón trú á einhverju
baráttumáli, gekk hann fram full-
ur sannfæringar um þann mál-
stað, sem hann hafði trú á, og
barðist fyrir honum svo erfitt
reyndist að telja honum hughvarf.
Jón Gunnarsson fæddist í
Reykjavík 13. desember 1895. For-
eldrar hans voru Gunnar Björns-
son, skósmíðameistari og kona
hans Þorbjörg Pétursdóttir. Jón
brautskráðist úr Verzlunarskóla
íslands 1917. Hann var málamað-
ur og einn af fáum mönnum síns
tíma, sem talaði franska tungu og
lagði stund á hana. Frakkar heiðr-
uðu hann tvívegis og var hann
m.a. heiðursfélagi Alliance
Francaise í Reykjavík. Ennfremur
talaði hann auk Norðurlandamála,
þýzku og ensku.
Ævistarf sitt vann Jón hjá Hf.
Hamri í Reykjavík. Hjá því fyrir-
tæki starfaði hann allt frá stofnun
þess árið 1918 til ársins 1972, eða í
54 ár, er hann lét af störfum fyrir
aldurs sakir. Lýsir hinn langi
starfsaldur hjá hf. Hamri tryggð
hans við félagið enda mun ekki
orðum aukið, að Jón hafi verið
„Hamarsmaður". Hann unni fé-
laginu, og vildi hag þess og upp-
byggingu sem mesta.
Störfuðu þeir saman Benedikt
Gröndal, verkfræðingur og for-
stjóri Hf. Hamars og Jón Gunn-
arsson í rúma fjóra áratugi, sem
er langur og reynsluríkur sam-
starfsferill, þegar skipzt hafa á
skin og skúrir í rekstri atvinnu-
fyrirtækja og i þjóðfélaginu. Hef-
ur þá oft reynt á samstillt átak til
að sigrast á aðsteðjandi erfiðleik-
um. Minnist því Benedikt Gröndal
nú að leiðarlokum Jóns og þakkar
honum langt og giftudrjúgt sam-
starf, sem hófst árið 1931. Hann
minnist hans sem vandaðs manns,
sem var alla tíð trúr í sínu starfi
og trúr félaginu svo af bar.
Jón Gunnarsson var í eðli sínu
gleðimaður, félagslega sinnaður
og naut sín vel í margmenni þar
sem hann gat aflað skoðunum sín-
um fylgis. Hann átti létt með að
tjá sig og var hneigður til félags-
starfa enda voru honum víða falin
trúnaðarstörf.
f einkalífi sínu var Jón Gunn-
arsson gæfumaður. Hann giftist
30. janúar 1932 Ásu Þorsteinsdótt-
ur, ættaðri frá Vík í Mýrdal, hinni
glæsilegustu konu. Hún lézt 26.
janúar 1971. Þeim varð þriggja
barna auðið, sem Jón unni mjög,
og var ástríkt samband milli hans
og dætranna.
Jón Gunnarsson fv. skrifstofu-
stjóri Hf. Hamars er nú kvaddur
hinztu kveðju. eru honum nú að
leiðarlokum færðar þakkir fyrir
ómetanleg störf á langri starfsævi
af stjórn og hluthöfum félagsins.
Blessuð sé minning hans.
Hjalti Geir Kristjánsson
Góður og traustur vinur minn,
Jón Gunnarsson, er látinn. Vil ég
fyrst og fremst þakka honum
trausta vináttu á langri lífsleið.
Ég fluttist til Reykjavíkur með
fósturforeldrum mínum á árinu
1918. Vini og kunningja átti ég hér
enga. Einhvern veginn atvikaðist
svo að ég kynntist fljótt nokkrum
ungum mönnum á minum aldri og
meðal þeirra var Jón Gunnarsson.
Það féll vel á með okkur. Við átt-
um ýmis sameiginleg áhugamál og
hittumst oft. í nokkur ár bjuggum
við hlið við hlið í húsinu Vallar-
stræti 4. Er margs að minnast frá
þeim tíma.
Jón kvæntist árið 1932 Ásu
Þorsteinsdóttur, dóttur Þorsteins
kaupmanns Þorsteinssonar frá
Vík í Mýrdal, en ég kvæntist árið
1931 Jóhönnu Sigurhansdóttur úr
Reykjavík. Ása og Jóhanna voru
æskuvinkonur og treysti það mjög
samband okkar.
Það barst fljótt í tal að geta bú-
Lokað
Skrifstofur Hamars hf. veröa lokaöar í dag, 6. júlí, kl.
13.00—15.00 vegna jaröarfarar JÓNS GUNNARS-
SONAR fyrrverandi skrifstofustjóra.
Hamar hf.,
Borgartúni 26.
ið saman og varð svo úr að við
keyptum sameiginlega húseignina
Laufásvegur 54 og bjuggum þar
hvor á sinni hæð til ársins 1946.
Fjölskyldur okkar stækkuðu brátt
og húsnæðið varð of lítið og
óhagkvæmt. Kom okkur því sam-
an um að byggja nýtt hús og sótt-
um um lóð í Vesturbænum og
tókst okkur fyrir sérstakan dugn-
að Jóns að fá lóðina Hagamelur
12. Byggðum við þar nýtt hús og
höfum búið þar til þessa dags. Jón
átti þá þrjár efnilegar dætur,
Helgu, Ernu og Eddu og við áttum
tvær dætur og tvo syni.
Jón var sérstaklega góður heim-
ilisfaðir. Sambandið var mjög far-
sælt og man ég ekki eftir að nokk-
urn tíma hafi orðið árekstrar eða
ósamkomulag okkar á milli öll ár-
in.
Ása, kona Jóns, andaðist á árinu
1971. Dæturnar Erna og Edda
voru þá vel giftar og Helga ein hjá
föður sínum. Hún hefir síðan verið
stoð hans og stytta og sýnt honum
sérstaka umhyggju.
Margs er að minnast á svo
langri lífsleið. Vil ég að lokum
þakka Jóni fyrir þá vináttu sem
hann alla tíð sýndi fjölskyldu
okkar. Hún verður aldrei ofþökk-
uð.
Innilegar samúðarkveðjur send-
um við dætrunum þremur og öðr-
um ástvinum Jóns.
Karl Þorsteins
Eitt sinn verða allir mann að
deyja og það kom að því að okkar
ástkæri afi, Jón Gunnarsson, yfir-
gæfi þetta jarðlíf.
Er við fréttum af andláti hans
komu upp í huga okkar margar
ánægjulegar minningar frá fyrri
tíð, því það eru ófáar gleðistundir
sem við höfum átt með afa í gegn-
um tíðina.
Ætíð urðu fagnaðarlæti meðal
okkar krakkanna þegar við frétt-
um að afi myndi koma með okkur
í sumarfrí, því hann var svo
skemmtilegur, glaðlyndur og góð-
ur. Hann hafði gaman af því að
tala við fólk og fólk hafði gaman
af því að hlusta á hann, þannig að
alltaf ríkti jákvætt og bjart and-
rúmsloft í kringum hann.
Við heimsóttum hann og hann
heimsótti okkur og alltaf var jafn
gaman að hlusta á það sem hann
hafði fram að færa. Hann sagði
okkur sögur frá æsku sinni, sögur
af samskiptum sínum við samtið-
armenn sína og sitt álit á ýmsum
þjóðmálum sem efst voru á baugi
hverju sinni, því hann fylgdist
mjög vel með fréttunum. Hann
hafði gaman af þvf að rökræða um
hluti og færði alltaf góð rök fyrir
sínu máli.
Þar sem afi náði háum aldri
mundi hann tímana tvenna og var
oft gaman að bera undir hann ým-
is málefni úr fortíðinni sem hugur
lék á að vita, því að heyra um at-
burði frá manni sem náði að upp-
lifa slíkt kom manni i nánari
tengsl við fortíðina.
Sem dæmi, þá var fræðsluþátt-
ur i útvarpinu um frostaveturinn
mikla, spænsku veikina og Kötlu-
gosið. Við hlustun virtist þetta
hafa gerst fyrir löngu síðan, en á
þessum timum var afi á besta
aldri og sáum við þessa atburði i
allt öðru og skýrara ljósi eftir að
hafa heyrt hann lýsa þessu.
Afi var örlátur við okkur krakk-