Morgunblaðið - 06.07.1984, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 1984
Flugdagurínn 1984 á Egilsstöðum:
Fallegt flugveður og
fjölskylduskemmtun
Gunnar Þorsteinsson
Flugdagurinn 1984 var
haldinn á Egilsstöðum um sl.
helgi. Flugklúbbur Egils-
staða, sem nú er í miklum
uppgangi, skipulagði þennan
helsta flugdag sumarsins og
veðurguðirnir voru svo sann-
arlega á bandi heimamanna,
því dagskráin fór fram í
blíðskaparveðri, norðan and-
vara og 18—20 stiga hita. Um
1.800 gestir fylgdust með
fjölbreyttri dagskránni og 39
loftfor voru ýmist til sýnis á
flugvélastæðinu, eða sýndu
sig á flugi. Tvímælalaust
vakti listflug Magnúsar
Norðdahl mestu athyglina og
gestirnir, sem góndu undr-
andi á æfíngar hans, lifðu sig
inn í þær með því að stynja:
„Úff“ — „Ooh“ — „Aaah“
— „Uss“.
Engin yfirlýsing
um framtíð
Egiisstaðaflugvallar
Sjálfur flugdagurinn var hald-
inn laugardaginn 30. júní og hófst
hann með hefðbundnum ræðu-
höldum. Benedikt Vilhjálmsson
flutti setningarávarp og bauð
gesti velkomna f.h. Flugklúbbs
Egilsstaða og Sigmundur And-
résson f.h. Flugmálafélags ís-
lands.
Pétur Einarsson flugmálastjóri,
sem var heiðursgestur, flutti ræðu
dagsins. Það er ekki ósennilegt að
einhverjir hafi vænst eftir yfirlýs-
ingu hans um framtíð Egilsstaða-
flugvallar, því rætt hefur verið um
að byggja nýja og betri flugbraut.
Þó að þetta hafi verið rétti staður-
inn fyrir slíka yfirlýsingu var
þetta a.m.k. ekki rétta stundin, og
sagði flugmálastjóri að ekkert
lægi fyrir í þessum efnum. Nefnd
sem vinnur að langtímaáætlun í
flugmálum kemur til með að fjalla
um og kveða á um framtíð fíug-
vallarins. Þá gerði fíugmálastjóri
mikla grósku í einkafíuginu að
umræðuefni, og að leggja yrði
mikla rækt við þessa hlið flugsins.
Loks minnti hann á hve fíugið
gegndi mikilvægu hlutverki í lífi
landsmanna, og í beinu framhaldi
af því sagði hann að fjárveitingar
hins opinbera væru í engu sam-
ræmi við þetta mikilvægi. T.d.
ætti að verja um 950 milljónum til
samgöngumála á þessu ári og þar
af væru aðeins um 50 milljónir
ætlaðar í fíugmál, eða innan við
fimm prósent.
Frá vélflugdreka
til Douglas-þotu
Nær samfelld sýningardagskrá
stóð yfir í fjórar stundir og þar
var eitthvað að finna við allra
hæfi. Allt frá vélknúnum flug-
dreka upp í Douglas DC-8-þotu. í
raun og veru var það ekki tekið út
með sældinni að góna upp í himin-
Sigurveginn í lendingakeppninni, Jón Karl Snorrason á TF-ÚLF, kemur inn
til lendingar. Mótsstjórinn Finnbjörn Finnbjörnsson til vinstri.
Douglas-þota Flugleiða lagði lykkju á leið sína frá Norðurlöndunum og fíaug
yfir sýningarsvæðið.
unni yfir höfðum gestanna.
Hinn góðkunni ómar Ragnars-
son sýndi hæfileika nýju „Frúar-
innar“ sem er 235 hestafla Cessna
182 Slylane. Vélin er með sérstak-
an útbúnað á vængjunum, sem
gerir kleift að nota hana á mjög
stuttum brautum, og sýndi ómar
þetta svo ekki var um villst. Einn-
ig sýndi hann að fíugvél getur
svifið töluvert þó að hreyfillinn
stöðvist. Hann stöðvaði hreyfilinn
í 1.500 feta hæð og sveif hægt og
rólega til jarðar í eina min. og
fimmtiu sek. Og það hvein og söng
í „Frúnni" eins og í sviffíugunni,
þegar vindurinn lék um vængina.
Franskar smáflugvélar voru
nokkuð áberandi á Egilsstöðum og
kom ein frá Akureyri, TF-ÓSK, af
gerðinni Socata Rally. Flugvélar
af þessari gerð nota ótrúlega
stutta flugbraut og kynnirinn
kallaði hana því ágæta nafni:
„Skammbrautarvél". Einnig eru
þessar vélar þeim hæfileikum
gæddar að geta flogið á ofrishrað-
anum. Gunnar Karlsson flugstjóri
hjá Flugfélagi Norðurlands sýndi
gestum hvað í þessari litlu fíugvél
bjó, og tók reyndar nokkrar list-
flugsæfingar.
Þau tvö atriði sem vöktu hvað
mesta athygli heimamanna voru
listflug Magnúsar Norðdahl og
heimsókn björgunarþyrlu frá
Varnarliðinu.
Áhöfn þyrlunnar sýndi björgun-
aratriði og síðan lék þyrlan listir
sínar yfir fíugvellinum. Að loknu
sýningarfluginu var þyrlan til
sýnis, og laðaði að margan gest-
inn.
Listflug Magnúsar Norðdahl
vakti feikna athygli. Magnús, sem
er flugstjóri á DC-8-þotum Flug-
leiða, fíaug franskri listflugvél af
gerðinni CAP 10, og fór allar
helstu listflugsæfingar af mikilli
snilld, a.m.k. miðað við æfingu.
Raunar fór Magnús tvisvar á loft,
því hann var sjálfur ekki nógu
ánægður með árangurinn í fyrra
skiptið. Sagði að það væri dálítil
ókyrrð í flughæðinni. í seinna
skiptið fór hann lægra. En maka-
laus maður, Magnús, að tala bara
um ókyrrð, eftir að hafa flogið upp
og niður og út á alla kanta í u.þ.b.
hálftíma, meðan áhorfendur stóðu
á öndinni. Áhorfendur klöppuðu
honum líka óspart lof í lófa eftir
lendingu.
Það yrði of langt mál að fara
nánar út í önnur sýningaratriði,
en auk þeirra er að framan er get-
Magnús Norödahl, flugstjóri, kcm, sýndi og átti hug gestanna. Á stærri myndinni er hann í einni listflugsæfingunni.
inn í blessaðri sólinni, en það var
ekki annað að sjá en allir hefðu
mjög gaman af dagskránni og létu
sig bara hafa það.
í upphafi hófu sig til flugs tvær
Piper Navajo, tveggja hreyfla
fíugvélar, frá Flugfélagi Austur-
lands og flugu þær saman í lág-
flugi yfir svæðið.
Fljótlega tóku þó við hljóðlátari
atriði, þegar flugáhugamenn frá
Akureyri sýndu fallhlífastökk og
svifflug. Félagar úr Fallhlífa-
klúbbi Akureyrar stukku fyrst
þrír saman úr átta þúsund feta
hæð og létu sig falla niður í þrjú
þúsund fet, áður en þeir opnuðu
fallhlífarnar. Það má geta þess til
gamans að þeir ná allt að 200 km
hraða í fallinu frá átta þúsundum
niður í þrjú þúsund. Þessir þrír
fyrstu voru allir vanir stökkvarar.
Síðar stukku tveir ungir Akureyr-
ingar sitt fyrsta, svokallaða
frjálst fall.
Snæbjörn Erlendsson frá Svif-
flugfélagi Akureyrar sýndi listir á
K6-svifflugu, TF-SBH. Hann gerði
t.d. mjög fallegt aðflug og kom
lágt og hratt inn yfir svæðið, eða
eins og það er kallað á svifflug-
máli, „seldi hæð og keypti hraða“.
Þannig hvein og söng í svifflug-
Fimm þekktir úr fluginu sem láta sig aldrei vanta þegar eitthvað er um að
vera. Frá vinstri: Georg Ó. Tryggvason, flugumferðarstjóri, Gunnar Karls-
son, flugstjóri, Pétur Ph. Johnson, Jón Karl Snorra, aðstoðarflugmaður og
Víðir Gísiason.
Björgunaratriðið sem varnarliðsþyrlan sýndi vöktu mikla athygli.
Flug