Morgunblaðið - 06.07.1984, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.07.1984, Blaðsíða 17
MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 1984 17 Óttast að lán til kaupa á eldra húsnæði lækki — segir Sigurður E. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samkvæmt lögum nr. 60/1984 munu áhvflandi lán frá Hús- næðisstofnun ríkisins á íbúðum sem kaupandi yfirtekur koma til frádráttar þeim lánum sem hann hefur rétt til. Áhvílandi lán eru framreiknuð og mega nema að viðbættu því láni sem kaupandi fær hjá Húsnæðisstofnun, allt að helmingi nýbyggingarláns. Morgunblaðið snéri sér til Sigurð- raunin, og skiptir engu hvort menn eru að kaupa í fyrsta skipti eða ekki. Þetta verður líklega til þess að fólk fer frekar út í það að byggja en að ráðast í kaup á eldri íbúðum. Minnkandi framboð lánsfjár til kaupa á gömlu húsnæði kann hins vegar að leiða til þess að seljendur ar E. Guðmundssonar, fram- kvæmdastjóra Húsnæðisstofnunar, og innti hann eftir því hvort þetta þýddi að lán til gamalla ibúða mundu lækka: „Ég óttast að sú verði Morgunblaðið/JúlíuB irð tfnar í kringum athafnasvæðið og því haldið þurru með dælingu. Jón áætlar að hafnargerðin kostaði 15 til 20 milljónir og að hún væri greidd að V4 hluta af heimamönnum og 3/4 hlutum af fé til hafnamann- virkja á fjárlögum. Jón sagði að reynt yrði að halda áfram við verkið þegar dýpkunarframkvæmdunum yrði lokið í sumar en það færi þó eftir því hvort tækist að afla fjár til þess. Atvinnuþörf skólanema fullnægt ALLS hafa 890 skólanemar verið ráðnir við störf á veg- um borgarinnar og fyrir- tæki hennar f sumar. Fyrr í sumar veitti borgarráð 5,7 milljónir króna í aukafjár- veitingu vegna eftirspurnar fólks eftir atvinnu. Að sögn Magnúsar L. Sveins- sonar, formanns atvinnumála- nefndar borgarinnar, á borgar- stjórnafundi í gær hafa 100 nemar fengið atvinnu hjá borg- inni síðan og mun nú þörfinni vera fullnægt. Verður ekki þörf á að fullnýta fjárveitinguna. í lok júní voru 327 manns á atvinnuleysisskrá í Reykjavík og á sama tíma í fyrra voru 315 á skrá. Sagði Magnús að eftir sem áður væri nokkur skortur á fólki í nokkrar atvinnugreinar í borginni, ekki síst í byggingar- iðnaði, og gengi oft illa að fá fólk í þau störf. eru viljugri til að veita kaupendum hærri lán.“ Að sögn Sigurðar hafa lán til eldri íbúða stórlega aukist á sama tíma og nýbyggingarlánum hefur fækkað. Sverrir Kristinsson, sölustjóri fasteignasölunnar Eignamiðlunar, sagði er Morgunblaðið innti hann álits á umræddum breytingum, að breytingar ættu eftir að koma illa við mjög marga: „Reglurnar virðast fremur (eða eingöngu) taka mið af formsatriðum, en ekki mannlegum þörfum. Þetta getur orðið til þess að eldri íbúðir, sem gömul óverðtryggð lán frá byggingarsjóði hvíla á, selj- ist betur en nýrri með hærri lánum. Þetta kann hins vegar að valda lægri útborgun á eldri íbúðum, sem fleiri en eitt G-lán hvíla á og nema háum fjárhæðum, uppfærð. Það kann einnig að vera að þetta valdi lægri útborgun við sölu á nýjum eða nýlegum eignum með áhvílandi lán- um frá Byggingarsjóði ríkisins, enda mörg þeirra hærri fjárhæð en lán til nýbygginga í dag. Þetta þýðir í stuttu máli að þeir sem þurfa G-lán til kaupa á slíkum eignum fá engin lán,“ sagði Sverrir Kristinsson að lokum. Nýjar reglur um hunda- hald samþykktar í gær I gærkvöld var ný samþykkt um hundahald í Reykjavík afgreidd með atkvæðum ellefu borgarfulltrúa gegn fimm; er hún nokkuð breytt frá þeim drögum sem lögð voru fram á fundi borgarstjórnar fyrir hálfum mánuði. Samkvæmt samþykktinni er hundahald bannað í lögsagnarum- dæmi Reykjavíkur. Heimilt verður að veita lögráða einstaklingum sem búa í Reykjavík undanþágu frá því banni og eru skilyrðin bundin leyfis- gjaldi, ábyrgðartryggingu, árlegri hreinsun hunda, merkingu meðal ann- ars um að hundur hafi veri hreinsaður, gæslu á hundum, að hundur sé utanhúss hafður í taumi og kveðið er á um hvar óheimilt er að vera með hunda. Um hunda í sambýlishúsum þarf skriflegt samþykki sameigenda að fylgja umsókn. Umsókn um leyfi til hundahald skal senda Heilbrigðis- eftirliti Reykjavíkur sem gefur þau út að fengnu samþykki borgar- stjórnar. Heilbrigðiseftirlitið færir upplýsingarnar um hundinn í sér- staka bók og veður afrit af leyfinu sent embætti lögreglustjórans í Reykjavík. Heilbrigðiseftirlitið eða aðilar á þess vegum annast fram- kvæmd og eftirlit með hundahaldi í borginni og getur leitað aðstoðar lögregluyfirvalda þegar þörf krefur. Borgarstjórn getur afturkallað leyf- ið ef brotið er gegn þessum reglum. Hættulega hunda og óleyfilega og hunda sem lausir eru utanhúss skal færa í sérstaka hundageymslu á kostnað eiganda. Heimilt er að lóga þegar í stað hættulegum hundum. Er hundaeigendum gert að skrá hunda sína innan þriggja mánaða frá gildistöku þessara nýju reglna ella má taka hundana í hunda- vörslu. Þá er kveðið á um að bera skuli þessar reglur undir atkvæði allra atkvæðisbærra borgarbúa eigi síðar en fjórum árum eftir gildistöku þeirra. Gjald fyrir hundahald verð- ur 400 krónur á mánuði til 1. mars 1985. Samþykkt borgarstjórnar öðl- ast ekki gildi fyrr en heilbrigðis- ráðherra hefur staðfest hana og hún hefur verið birt í Stjórnartíðindum. Adda Bára Sigfúsdóttir borgar- fulltrúi Alþýðubandalags gerði til- lögu um að leyfi til hundahalds skyldi aðeins veitt vegna gæslu- starfa fyrir blinda og sjónskerta og þá sem af andlegum eða félagsleg- um ástæðum hefðu þörf fyrir hunda og vegna búreksturs. Fékk sú tillaga atkvæði sex borgarfulltrúa Alþýðu- bandalagsins og Framsóknarflokks- ins. Ákvæði um að hundahald skyldi bannað fékk 21 samhljóða atkvæði í borgarstjórn. Þegar samþykktin var borin upp í heild á fundinum greiddu atkv. með: Júlíus Hafstein, Jóna Gróa Sigurðardóttir, Davíð Oddsson, Hilmar Guðlaugsson, Hulda Valtýsdóttir, Ingibjörg Rafn- ar, Málhildur Angantýsdóttir, Margrét S. Einarsdóttir, Ragnar Júlíusson, Sigurjón Fjeldsted og Markús örn Antonsson. Atkv. á móti greiddu: Adda Bára Sigfús- dóttir, Guðmundur Þ. Jónsson, Guð- rún Jónsdóttir og Katrín Fjeldstei. Þeir borgarfulltrúar sem ekki greiddu atkvæði voru Sveinn Jóus- son, Guðrún Ágústsdóttir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Kristján Bene- diktsson og Sigurður E. Guðmunds- son. Komið til móts á Kaldármelum. MorgunblaöiÖ/V aldimar. Fjórðungsmótið á Kaldármelum: „Aðalatriði að þessi ráðstöfun hefur tekizt velu — sagði Davíð Oddsson er fjallað var um Stigahlíðarlóðirnar á fundi borgarstjórnar Hryssan Dúkka í efsta sæti í B-flokki gæðinga Borgarnes 5. júlí. FÓLK streymir hingað til Kaldármela þar sem haldið er fjórðungsmót Vest- lcndinga. Um kvöldmatarleytið er tal- ið að yfir þúsund manns séu komnir á svæðið, auk þess eru hér hross, bæði keppnishestar og ferðahross. Um há- degisbilið í dag var byrjað að dæma kynbótahryssur og fylgdist fjöldi manns með af miklum áhuga. Það sem sést hefur til sýningarhrossa i dag lofar góðu, þannig að vænta má góðrar sýningar á laugardag og sunnudag. Ekki eru nú venju fremur opinberaðir dómar kynbótahrossa þannig að menn verða að bíða þolinmóðir þangað til. Aðstæður hér á Kaldármelum eru góðar og hafa verið gerðar nokkrar umbætur síðan 1980, en þá var hald- ið hér fjórðungsmót. Veður hefur verið gott þrátt fyrir dálitla rign- ingu, því lygnt er og hlýtt. í sjálfu sér er gott að fá örlitla vætu sem kemur í veg fyrir ryk á mótstaðnum og næsta nágrenni. Um sex-leytið lauk dómum á B-flokks hestum og fara átta efstu í úrslit á sunnudag en þeir eru: Hryssan Dúkka 8,58, Dugur 8,42, Glampi 8,38, Svartur 8,37, Funi 8,33, Glotti 8,30, Dreki 8,24 og Sörli 8,23. Á morgun föstudag hefst dagskrá klukkan 9 með dómum á stóðhest- um og kl. 10 mæta unglingar 12 ára og yngri í dóm. Eftir hádegi hefjast dómar á A-flokks gæðingum, og af- kvæmahryssur verða dæmdar. Að þessu loknu hefjast undanrásir kappreiða og mæta þar til leiks fremstu hlaupahross landsins. Dagskrá föstudags lýkur svo með kvöldvöku sem hefst kl. 21.00. Valdimar „ÁHERSLA minnihlutans um að fá upplýst verð einstakra lóða í Stigahlíðinni ber vott um einstaka málefnafátækt. Þessi nýskipun á úthlutun lóða hefur mælst vel fyrir í borginni og það er aðalatriðið að þessi ráðstöfun hefur tekist vel. Upplýsingar um verð einstakra lóða hafa enga þýðingu fyrir borgina sem slíka, um það er beðið til að menn geti fjallað um það sín á milli. Hefði borgin e.t.v. átt að gefa verðugum einstaklingum sam- kvæmt einhverju dularfullu punktakerfi 22 milljónir króna?“ sagöi Davíð Oddsson meðal annars við umræður um lóðaúthlutun á fundi borgarstj. Sagði Davíð að um það hefði verið rætt í borgarráði að verð einstakra lóða yrði ekki gefið til kynna. Á fundi ' borgarráðs á þriðjudag lét Davíð bóka að borgarráðsmenn gætu kynnt sér efni samninganna en að gert væri ráð fyrir að þeir skilmálar sem lýst var að giltu i samskiptum borgarinnar og þeirra sem buðu í lóðirnar yrðu virtir. I gær voru þessar upplýsingar birtar í tveimur dagblöðum. Sigurjón Pét- ursson, borgarfulltrúi Alþýðubanda- lagsins, sagði í umræðum um þetta mál að hann teldi sig ekki hafa geng- ist undir trúnað um verð einstakra lóða og þvi skýrt hverjum sem verða vildi frá þvi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, full- trúi kvennaframboðsins, kvaðst gera kröfur til þess að fá afrit af einstök- um lóðasamningum, það væri réttur borgarfulltrúa að kynna sér skjöl borgarinnar. Davið Oddsson sagði borgarfulltrúa hafa sama rétt til að kynna sér skjöl samninganna og borg- arráðsmenn, svo sem borgarfulltrúum ætti að vera kunnugt, það þýddi hins vegar ekki að ekki yrði áfram farið með málið sem trúnaðarmál og uppl. birtar opinberlega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.