Morgunblaðið - 06.07.1984, Blaðsíða 1
64 SIÐUR
STOFNAÐ 1913
152. tbl. 71. árg.
FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 1984
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Líbanski herinn
sameinar Beirút
Beirút, Llbanon, 4. júlí. AP.
ÞRIGGJA daga áætlun, sem miðar
að því að stjórnarherinn taki við ör-
yggisgæzlu í Beirút, hefur gengið
snurðulaust.
Herinn hreinsaði í dag svæði við
hina svokölluðo “grænu línu“ milli
Austur- og Vestur-Beirút af
jarðsprengjum, og tók niður götu-
vígi við höfnina í Beirút til að und-
irbúa sameiningu hinna tveggja
borgarhluta kristinna manna og
Múhameðstrúarmanna.
Aðeins eitt hlið milli borgar-
hverfa hefur verið opið umferð
síðan i febrúar þangað til nú. Á
þeim svæðum þar sem bardagar
hafa verið harðastir er svo mikið
af jarðsprengjum og tálmum að
Geimvopnamál
á Moskvufundi?
Mosltvu, 5. júlí. AP.
ARTHUR Hartman, sendiherra Bandaríkjanna í Moskvu, og Andrei Grom-
yko, utanríkisráðherra, ræddust við í dag í um klukkustund, en formælandi
bandaríska sendiráðsins vildi ekki skýra frá hvað þeim fór á milli, annað en
að þeir hefðu fjallað um sameiginleg hagsmunamál.
TASS-fréttastofan sagði aðeins
að fundurinn hefði átt sér stað og
að hann hefði verið haidinn að
beiðni Hartman. I sendiráðinu
fengust engin svör við því hvort
fundurinn hefði snúist um þá yfir-
lýsingu bandarískra yfirvalda að
þáu féllust á óskir Sovétmanna
um viðræður um geimvopnabann í
Vínarborg í haust.
Anatoly Dobrynin, sendiherra
Rússa i Washington, sagði við
komuna til Moskvu, að Bandaríkin
og Sovétríkin væru að „semja“ um
hvort af Vinarfundum geti orðið.
Dobrynin kvaðst myndu skýra
valdamönnum í Kreml frá viðræð-
um sínum við Ronald Reagan for-
seta og George Shultz utanríkis-
ráðherra. Kvaðst hann bjartsýnn
á að viðræður um geimvopnabann
gætu hafizt í haust, en málið væri
hins vegar afar flókið.
Hreinsar til
Gömul kona hreinsar til í Beirút við heimili sitt, sem hefur orðið illa úti
í bardögunum meðfram „grænu línunni**. Þar hefur Líbanonsher hafizt
handa um að fjarlægja tálmanir. Jafnframt hefur herinn tekið að sér
öryggisgæzlu i Beirút í fyrsta skipti í fimm mánuði.
meira en einn dag þarf til hreins-
unar.
Þótt hreinsunarstarf hafi geng-
ið að óskum í Beirút geisuðu götu-
bardagar fjórða daginn í röð i
hafnarborginni Tripólí. Flestir
þeirra sem létu þar lífið voru í
fimm hæða hárri íbúðarbyggingu
sem hrundi í stórskotaliðs- og
eldflaugaárásum.
í Beirút hefur alþjóðaflugvöll-
urinn enn ekki verið opnaður, en
búist er við það verði gert á morg-
un.
Múhameðstrúarmenn hafa
öldungis ekki snúist öndverðir
gegn áformum hersins að taka við
gæslunni í Beirút, en þeir kvarta
yfir að hermönnum Múhameðs-
trúarmanna sé ekki gert eins hátt
undir höfði og kristinna.
Herdeild kristinna manna hefur
tekið við stjórninni í Austur-
Beirút og Múhameðstrúarmenn
hafa tekið sér stöðu í vestur-hluta
borgarinnar. Shítaleiðtoginn
Nabih Berri, sem er dómsmála-
ráðherra, kveðst óttast að þetta
leiði til skiptingar borgarinnar.
Hins vegar er í ráði að
múhammeðskir hermenn verði við
öryggisgæslu til frambúðar í
Austur-Beirút og kristnir her-
menn í vestur-hlutanum síðar, ef
til vill í næstu viku.
Mólotov fær
uppreisn æru
Moskva, 5. júlí. AP.
VYACHESLAV Mólotov, sem var
næst æósti maður Sovétríkjanna
á seinni hluta valdatíma Jósefs
Stalíns, var fyrir stuttu aftur veitt
innganga í sovéska kommúnista-
flokkinn að sögn sovéskra emb-
ættismanna.
Krúsjeff rak Mólotov úr
flokknum, sem nú er 94 ára að
aldri, árið 1961 í kjölfar p>óii-
tiskra hreinsana, og hefur lítið
sem ckkert borið á honum síð-
an. Mólotov tók þátt í rússn-
esku byltingunni við hlið Len-
íns, en eftir dauða hins síðar-
nefnda tók hann málstað Stal-
íns. Var Mólotov t.d. bæði for-
sætisráðherra og utanríkis-
ráðherra Sovétrikjanna á ár-
unum 1939—41, og undirritaði
hann m.a. griðasáttmála Sov-
étmanna og Þjóðverja árið
1939.
8 gíslar
frelsaðir
pttesektorf, 5. jnlí. AP.
ÞÝSKU lögreglunni tókst með
áhlaupi í kvöld að frelsa 8 manns,
sem haldið var í gíslingu af vopnuð-
um Marokkomanni í banka
Maðurinn, sem særðist í áhlaup-
inu, réðst inn í bankann, og krafð-
ist ónefnds lausnargjalds fyrir
gislana. Var orðið við beiðni hans
og honum fært lausnargjaldið, en
lögreglan lét til skarar skríða
stuttu siðar og frelsaði gislana,
sem voru starfsmenn bankans.
Einungis vopnaði maðurinn meidd-
ist í áhlaupinu.
Hóta að
sprengja
flugvél
Islamabad, 5. júlí. AP.
RÆNINGJAR flugvélar indverska
flugfélagsins hótuðu í kvöld að
sprengja hana í loft upp ( Pakistan
með 264 innanborös, yrði ekki gengið
aö kröfum þeirra innan sex tíma.
Kváðust þeir ekki ætla að lengja
þann frest, en hann rann út án þess
að nokkuð gerðist.
Fjórir síkhar rændu flugvélinni
og heimtuðu að allir síkhar, sem
handteknir hafa verið í Punjab að
undanförnu, yrðu látnir lausir.
Auk þess settu þeir fram ýmsar
aðrar kröfur, m.a. að skilað yrði
andvirði 200 milljóna dollara, sem
þeir sögðu að indverskir hermenn
hefðu rænt úr Gullna musterinu.
íranar hefja nýjar
árásir á olíuskip
Vt«n. m. Rokraín A nilf AÞ
Manama, Bahrain, 4. júlí. AP.
TVÆR íranskar herþotur gerðu í dag árás á líberískt olíuflutningaskip, sem
japanskt skipafélag gerir út, á Persaflóa. Engan sakaði og litlar skemmdir
urðu á skipinu.
Olíuskipið var á siglingu 75 míl-
um suðvestur af Lavan-eyju, sem
heyrir Iran til, er árásin var gerð,
og hafði nokkrum stundum áður
affermt hráoliu i Saudi-Arabíu. .
Síðast gerðu Iranar árás á skip á
þessum slóðum 10. maí, en hér er
um að ræða alþjóðasiglingasvæði,
sem er fjarri viglínu hinna strið-
andi þjóða. Um tilgang árásarinn-
ar er ekki vitað, en sumir frétta-
skýrendur telja að hún hafi verið
gerð í hefndarskyni við árasir ír-
aka á flutningaskip á Persaflóa i
grennd við Iran að undanförnu.
Tilkynnt var í dag í Egyptalandi
að Hosni Mubarak, forseti lands-
ins, færi til Júgóslavíu seinna i
sumar til að ræða við júgóslavn-
eska embættismenn um leiðir til
að sætta Irana og íraka. Er þetta
liður í viðleitni nokkurra þjóða
sem lýst hafa yfir hlutleysi í stríð-
inu til að koma á friði milli land-
anna.
Utanrikisráðherra Bahrains,
Mohammed Bin Mubarak, hvatti í
dag íraka og Irana til að hætta
árásum á flutningaskip á Persa-
flóa, og lagði til að umrætt svæði
yrði allt haft undir eftirliti Sam-
einuðu þjóðanna. Hingað til hafa
trakar neitað því á þeirri forsendu
að öryggi íraskra hafna og skipa
væri ekki ekki nægilega tryggt.
írakar kváðust i dag hafa fellt
og sært 11 íranska hermenn og
eyðilagt vopnabirgðastöð í átökum
sem áttu sér stað við landamæri
ríkjanna. Engar fréttir hafa bor-
ist frá íran um þessar skærur.
Fyrrv. ráðherra
rænt í Lundúnum
London, 5. júlí. AP.
UMARU Dikko, fyrrverandi ráð-
herra í Nígeríu, sem var rænt í
London í morgun, fannst í kvöld,
heill á húfi.
Hann fannst illa útleikinn af
eiturlyfjagjöf í vörukassa, sem
merktur var „diplómata-farang-
ur“, á flugvelli skammt fyrir
utan borgina.
Tveir aðrir Nígeríumenn fund-
ust einnig á lifi á sama flugvelli
hjá London og í samskonar
kassa stuttu síðar.
Dikko var einn höfuðandstæð-
ingur herforingjastjórnarinnar i
Nígeríu, sem tók völdin í sínar
hendur fyrir 6 mánuðum, og
sagður mágur fyrrverandi for-
seta landsins, Sheu Shagari.
Dikkó var rænt fyrir utan ibúð
sína í miðri London, og að sögn
sjónarvotta komið fyrir í gulum
sendiferðabíl eftir talsverð átök
við mannræningjana.