Morgunblaðið - 06.07.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 1984
25
Félagar úr Fallhlífaklúbbi Akureyr-
ar sýndu stökk. Á myndinni er annar
stökvaranna sem var að stökkva sitt
fyrsta skipti án öryggislínu.
ið sýndu ýmsar aðrar flugvélar sig
á himninum. Þá voru sýnd flug-
módel og boðið upp á útsýnisflug.
Ekki má svo gleyma þætti Flug-
leiða, en Fokker Friendship kom
nokkrum sinnum í lágflugi og sið-
asta atriði dagskrárinnar var yfir-
flug Douglas DC-8/55-þotu, sem
var á leið frá Norðurlöndunum til
Keflavíkur.
Á flugdaginn voru skráðar sam-
tals 123 lendingar á Egilsstaða-
flugvelli, og það var í mörg horn
að líta hjá Hjálmari Arnórssyni
flugumferðarstjóra, sem stjórnaði
flugumferðinni. Þá mæddi ekki
minna á hinum frábæra kynni,
Georg Ólafi Tryggvasyni.
Lendingarkeppni
Sunnudaginn 1. júlí efndi vél-
flugnefnd Flugmálafélags íslands
til lendingarkeppni með þrettán
þátttakendum.
Fyrst voru keppendur látnir
spreyta sig í nauðlendingu. Síðan í
marklendingu, með þeim skilyrð-
um að eftir að flugmaðurinn
minnkaði hreyfilaflið mátti hann
ekki auka það, né nota önnur
hjálpartæki og ráð til að lenda á
réttum stað. Þriðja og síðasta
þrautin var að fljúga með hreyf-
ilsafli yfir tveggja metra háa
hindrun, sem var sett upp fimmtíu
metra frá markinu.
Sigurvegarinn í lendingark-
eppninni var Jón Karl Snorrason,
Mosfellssveit, á TF-ULF (Jodel
D-140-C) og hlaut hann aðeins 52
refsistig. Jodel-vélin var enn ein
franska smáflugvélin sem eitt-
hvað lét að sér kveða austur á Eg-
ilsstöðum. f öðru sæti var Her-
mann Bragason, Akureyri, á TF-
BIO (Piper PA-28). Hermann
hlaut 195 refsistig og fast á eftir
honum kom Ragnar J. Ragnars-
son, Reykjavík, á TF-RJR (Jodel
DR-250) með 197 refsistig.
Klugklúbbur Egilsstaða er nú í
miklum uppgangi eftir að lægð
hefur verið í starfseminni og eiga
flugáhugamenn þar eystra nú
tvær smáflugvélar. Velheppnaður
flugdagur hefur vafalaust kitlað
marga Austfirðinga sem hafa
gengið með flugbakteríuna og
kemur sennilea til með að ýta
þeim sumum út í flugmennskuna.
Enn um SÍS-land
— eftir Halldór
Jónsson
Um fátt er nú meira skrafað
meðal manna en hina miklu sókn
Sambands íslenzkra samvinnufé-
laga á hendur öllu atvinnulífi
landsmanna, sem er í einkaeign.
Svo mjögm er þetta áberandi, að
ýmsir telja okkur búa á SÍS-landi
auk fslands.
óneitanlega ber starfsaðferðir
Sambandsins við þessa iðju á
góma og sýnist sitt hverjum. Sum-
um finnst jafnvel vesturheimskur
eða villtavestursbragur á sumum
aðförunum. Aðrir yppta öxlum og
segja að þetta sé jú fólkið að verki.
Samt telja margir að sérstaða
Sambandsins í þjóðlífinu sé orðin
býsna athyglisverð fyrir margra
hluta sakir. Það er til dæmis eftir-
tektarvert, að Sambandið hefur
nær ótakmarkaðan aðgang að
lánsfé erlendis sem innanlands.
Sagt er að það þurfi engin veð að
setja fyrir lántökum sínum í ís-
lenzkum bönkum. Það kaupir nú
upp flóa og firði og mörgum þykir
það sitja yfir hvers manns diski í
skjóli hástemmds tals um lýðræði
og samvinnuhugsjónir, sem okkur
utanaðkomandi virðist nú vera
fátt annað en dulmál fyrir fáræð-
isstjórn. En þetta sýndist koma
glögglega fram á aðalfundinum á
dögunum, þegar fulltrúarnir vildu
eitt í skipulagsmálunum en Er-
lendur annað og hann réð.
SÍS og bankarnir
Allir vita, að peningar eru afl
þeirra hluta, sem gera skal. Haf-
irðu nóg af þeim eru þér flestir
vegir færir og enginn tekur eftir
því, þó þú sért í rauninni kálfur.
Vanti peninga eru öll sund lokuð.
Það næstbesta við það að vera
ríkur er að vera álitinn það. Þá
geturðu fengið skrifað. Það er líka
sterkt ef fólk veit að þú átt ríkan
frænda.
Sambandið er að sönnu ríkt fé-
lag eða stofnun. Réttara er í raun
að telja það vera sjálfseignar-
stofnun fremur en félag. En slepp-
um því. Skuldir þess eru að sönnu
hrikalegar. En allir vita, að það
þarf ekki að borga þær fyrr en því
passar sjálfu. Og eignirnar eru
líka gífurlegar og skuldabræðslan
hefur orðið mikil við myndun
þeirra á verðbólgutímum, þvi
sjaldan hefur það grætt á papp-
írnum. Sambandið á nefnilega
ríka frændur. Það eru bankar
landsmanna.
Þeim stærsta þeirra, Lands-
bankanum, stjórna 3 bankastjór-
ar, allt valinkunnir sómamenn.
Einn er sagður sjálfstæðismaður
og er þá fulltrúi um 40% þjóðar-
innar, annar framsóknarmaður og
þá fulltrúi um 19% þjóðarinnar og
einn alþýðuflokksmaður, en sá
flokkur hafði eitt sinn um 11%
þjóðarinnar á sínum snærum.
Þessir 3 menn eiga ráðslag saman
og ráðstafa útlánum bankans.
Þrír menn, jafnréttháir, geta
skipt með sér á þann veg, að fyrst
fái allir einn hlut hver. Síðan vill
einn þeirra fá annan hlut fyrir sig.
Til þess er honum nauðsyn á fylgi
annars hvors hinna. Hafi einn
minni þarfir en annar, þá getur
hann veitt þeim atbeina sem hann
helst kýs, eftir að hafa fengið öll-
um sínum málum framgengt.
Ef þetta gilti um Landsbankann
þá leiðir af sjálfu sér að hlutur
Sambandsins hlyti ið verða mik-
ill, sé samasemmerki milli Fram-
sóknarflokks og Sambandsins eins
og margir telja. Þetta er auðvitað
einfölduð mynd að stjórn Lands-
bankans. En er hún alröng?
Auk þessa á Sambandið sjálft
hanka, Samvinnubankann, sem er
álíka stór og Iðnaðarbankinn. En
annar iðnaður en Sambandsiðnað-
ur á í Iðnaðarbankanum flesta
bankaviðskiptamöguleika sína.
Enda kemur þar litið í hvers hlut,
sem vonlegt er.
Búnaðarbankinn er enn einn
banki. Framsóknarmenn stjórna
honum að % hlutum. fslenzkur
landbúnaður kostar skattgreið-
endur þessa lands 1500 milljónir
króna árlega. Mestur hluti þessa
fjár fer í gegnum hendur SIS og
mikið af þvf rennur um Búnaðar-
bankann. Getur nokkur skilið það
að íslenzkt lambakjöt, sem er eig-
inlega hrein villibráð, gengur
sjálfala á landkostum þjóðarinn-
ar, og kostar þar af leiðandi lítið
sem ekkert í uppeldi, skuli vera
dýrara kjöt en svínakjöt og kjúkl-
ingar, sem er pínt upp á rándýru,
skattlögðu, innfluttu kjarnfóðri?
Margir telja að þessi staða sé til
orðin fyrir milligöngu Sambands-
ins og sláturgróða vinnslustöðva
þess.
Útvegsbankinn er svo einn
bankinn í viðbót með alla sína
raunasögu. En Sambandið hefur
nú hafið mikla sókn fyrir yfirráð-
um yfir Selvogsbanka og öðrum
auðlindum landsins og má því bú-
ast við að hlutur þess innan Út-
vegsbankans fari vaxandi en ann-
arra minnkandi.
„Heimurinn er minn akur,“
sagði einn viðskiptajöfur okkar
einu sinni, þegar hann hafði flogið
í Zeppelin-loftbelg. Sambandið
virðist hafa frelsi til þess að
stunda bankaviðskipti erlendis að
vild og litlar hömlur virðast vera á
lántökuheimildum þess erlendis,
meðan aðrir búa við höft og hindr-
anir.
Fyrirtæki Sambandsins eru til
viðbótar þessu mikil og stór. Eitt
þeirra er Olíufélagið hf., ESSO.
Stærsta olíufélag landsins. Skyldi
dagssalan hjá því ekki vega þungt
í innleggspokum einhvers bank-
ans?
Samvinnutryggingar eru stór-
veldi í tryggingum landsmanna.
Það munaði ekki um að höggva af
sér einn liminn á dögunum.
Endurtryggingafélag Samvinnu-
trygginga hf., sem var lýst gjald-
þrota með byrjunarskuldir uppá
30 milljónir. Sumir segja að talan
muni margfaldast þegar upp verð-
ur staðið. Erlendur og Valur,
stjórnarmenn i limnum, segja
þetta allt vera einhverjum
starfsmanni að kenna sem sé
hættur og þeir viti ekkert um
þetta. En starfsmaður sá, sem til-
nefndur er, er fyrir löngu orðinn
einn af áhrifamönnum á fjármála-
sviði Sambandsins sjálfs. Sei, sei.
Hvað er eitt gjaldþrot á milli
vina?
Hefur nokkur annar en þeir Er-
lendur og Valur yfirlit yfir heild-
arskuldbindingar Sambandsins og
félaga þess í íslenzkum bönkum?
Hvaða veð hefur Sambandið lagt
fram fyrir afurðalánunum t.d.?
Nýjar greinar
Arnarflug hf. hélt fund um dag-
inn til undirbúnings fyrir aðal-
fund. Þar kom fram að „eigin-
fjárstaða þess sé neikvæð" uppá
ca. 1,5 milljón dollara. Þetta er
eitthvað háspekilegt orðalag um
hlut, sem kallast annars gjald-
þrot. Uppi í Samvinnutryggingum
að minnsta kosti. Sem sagt ekki
minna fallítt en byrjunartölur í
metfallítti Endurtryggingafélags
Samvinnutrygginga.
Þetta er niðurstaðan af „ann-
arri flugmálastefnu" Steingríms
Hermannssonar og því sem sumir
kölluðu „sölu“ hans á flugleyfi Is-
cargo til Amsterdams til Árnar-
flugs. En um þær mundir voru
Flugleiðir hf. neyddar til þess að
seija meirihluta sinn í Arnarflugi
hf. Því var þá þegar spáð að þessi
ráðstöfun myndi leiða til tjóns
fyrir alla viðkomandi. Hvað snert-
ir Arnarflug virðist sú staðreynd
liggja á borðinu.
Nú er komið að næsta þætti.
Steingrími mun lítið gefið um að
viðurkenna mistök. Búið er að
auglýsa eftir nýju hlutafé í Arnar-
flugi hf. Sambandið á óplægðan
akur þar sem er flugrekstur.
Væntanlega telja „samvinnu-
menn“ að þeim beri rúm 40% af
þeim markaði, sem í öllu öðru.
Talið er fullvíst að Sambandið
muni skrifa sig fyrir 60 milljónum
króna á aðalfundi Arnarflugs hf.
hinn 11. júlí nk. Enda er þarna um
milljónir að ræða sem spöruðust
við það að gera bara fallítt í
Endurtryggingafélaginu í stað
þess að Samvinnuhreyfingin, þessi
göfuga starfsemi fólksins, greiði
skuldir sínar. Hvað er að þegar
allt er í lagi? Eitt símtal í bank-
ann og málið er í höfn.
Til varnar
Sjá menn hvað er að gerast í
þessu þjóðfélagi?
Harðsnúinn hópur „samvinnu-
rnanna", þ.e. Erlendur, Valur og
einhverjir fleiri, eru að spenna
heljartök um allt efnahagslíf þjóð-
arinnar. Stjórnmáladeild þessa
hóps fær 19% atkvæða lands-
manna í kosningum en hefur 23%
þingmanna út á þau, vegna kjör-
dæmaskiptingar, sem þeim þókn-
ast að láta okkur búa við. Auk
þessa hefur misvægi atkvæðanna
þau áhrif, að „framsóknarmenn {
öllum flokkum“ styðja hreyfing-
una beint og óbeint í gegnum af-
urðasöluna og í skálkaskjóli
„byggðastefnu", sem er annað orð
yfir þann fasisma í stjórnarfari
okkar, að einn hafi fimmfalt at-
kvæði á borð við annan vegna bú-
setu.
Halldór Jónsson
„Sambandið er að
sönnu ríkt félag eða
stofnun. Réttara er í
raun að telja það vera
sjálfseignarstofnun
fremur en félag. En
sleppum því. Skuldir
þess eru að sönnu
hrikalegar. En allir vita,
að það þarf ekki að
borga þær fyrr en því
passar sjálfu.“
Þessu verða þéttbýlismenn að
reyna að breyta. Þeir þurfa að
reka af höndum sér alla þá þing-
menn, sem eru til viðtals um að
semja um kosningarétt okkar. Að
mínu viti þyrftum við að b' eyta
stjórnarskránni okkar að svissn-
eskum hætti, þannig að þingið
skiptist í 2 deildir, 1 deild þar sem
hvert kjördæmi hefur jafnmarga
fulltrúa og aðra deild þar sem
hver maður hefur eitt atkvæði,
það ætti að nægja til þess að
tryggja hagsmuni dreifbýlisins.
Og svo ákvæði um það, að tiltek-
inn fjöldi kjósenda geti jafnan
skotið máli til þjóðaratkvæðis, ef
þingmenn ætla að ganga í berhögg
við þjóðarviljann. Möguleiki til
þjóðaratkvæðis veitir mönnum
sálarró og vissu fyrir því, að hver
og einn sé jafnan einhvers nýtur,
ekki bara á fjögurra ára fresti og
illa það. Þá myndi til dæmis þjóð-
in ráða bjórmálinu núna en ekki
ólafur Þórðarson. Getum við kom-
ið á lýðræði og jafnrétti í landinu,
þá getur líka orðið friður um hin
einstöku félagsform manna og
skrif eins og þessi hér orðið óþörf.
En þangað til búum við líklega í
SÍS-landi á íslandi.
llalldór Jónsson, yerkfrædingur,
er framk væmdastjóri bji Steypu-
stödinni.
*
Aðalfundur sýslunefndar Vestur-Isafjarðarsýslu:
Skorar á stjórnvöld að bæta
rekstrargrundvöll sjávarútvegsins
Adalfundur sýslunefndar
Vestur-ísafjarðarsýslu var
haldinn á ísafirði dagana
7.-8. júní 1984. Á fundinum
voru auk sýslumanns, Pétur
Kr. Hafstein, sýslunefndar-
mennirnir Hallgrímur
Sveinsson fyrir Auðkúlu-
hrepp, Gunnar Jóhannesson
fyrir Þingeyrarhrepp, Valdi-
mar Gíslason fyrir Mýra-
hrepp, Guðmundur Ingi
Kristjánsson fyrir Mosvalla-
hrepp, Gunnar Benediktsson
fyrir Flateyrarhrepp og
Oskar Kristjánsson fyrir
Suðureyrarhrepp.
Sýslunefndin samþykkti álykt-
un, þar sem því var fagnað að
Vegagerðin væri farin að nota
útboð verka í ríkari mæli en ver-
ið hefur. Jafnframt lýsti nefndin
yfir ánægju sinni með arðsemis-
athugun Vegagerðarinnar á brú
yfir Dýrafjörð og skoraði á þing-
menn kjördæmisins að beita sér
fyrir fjárveitingu til undirbún-
ingsframkvæmda.
Þá fjallaði sýslunefndin um at-
vinnu- og búsetumálefni og skor-
aði á stjórnvöld að bæta nú þegar
rekstrargrundvöll sjávarútvegs-
ins, sem er undirstöðuatvinnu-
vegur á Vestfjörðum. Verði
rekstrargrundvöllur hennar ekki
bættur fljótlega, megi búast við
fólksflótta úr fjórðungnum.
Á aðalfundinum var mikið
rætt um þá riðuveiki, sem vart
hefur orðið í fjórðungnum. Fund-
urinn lýsti yfir fylgi við þá
stefnu, að riðuveiki skuli útrýmt
á Vestfjörðum með öllum tiltæk-
um ráðum.
Ýmis önnur mál voru rædd á
aðalfundi sýslunefndar, svo sem
menntamál og fyrirhugaðar
breytingar á sveitarstjórnarlög-
um.
Aðalfundur sýslunefndar til-
nefndi þrjú hreppstjóraefni í
Þingeyrarhreppi, þar sem Gunn-
ar Jóhannesson hefur af heilsu-
farsástæðum látið af hrepp-
stjórastarfi þar. Úr hópi þeirra
sem tilnefndir voru, hefur sýslu-
maður skipað Sigurð Þ. Gunn-
arsson hreppstjóra í Þingeyr-
arhreppi frá 1. júlí 1984, en hann
var settur til að gegna starfinu
frá 15. apríl 1984.
(Ór fréUalilkynningu)