Morgunblaðið - 06.07.1984, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.07.1984, Blaðsíða 12
12 MORÖUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 1984 Otto Wathne Björnsson Á MORGUN, laugardaginn 7. júlí, er Otto Wathne Björnsson, Bröttu- kinn 29, Hafnarfirði, áttræóur. í tilefni af þessum merku tíma- mótum býður Otto vinum og vandamönnum í kaffi á Gaflinum við Reykjanesbraut, Hafnarfirði, á tímabilinu frá kl. 2—7 á morgun. Ekki er að efa að margir munu leggja þangað leið til að votta þessum kunna heiðursmanni og virta Hafnfirðingi virðingu og þakka fyrir liðið. Vinir Annað tölublað af Iceland Review komið út ANNAÐ tölublað þessa árs af Ice- land Review er nú komið út. Meðal efnis í blaðinu má nefna grein eftir Aðalstein Ingólfsson um grósku með- al leðurlistamanna á íslandi og önn- ur eftir sama höfund um Torfuna í Reykjavík, sögu hennar og hlutverk í nútímanum. Steinunn Sigurðardóttir skrifar um séra Hönnu Maríu Pét- ursdóttur, Illugi Jökulsson fjallar um grásleppuvertíð og grásleppukarla. Sólveig K. Jónsdóttir segir frá Ragn- ari Axelssyni (RAX), fréttaljósmynd- ara Morgunblaðsins, og birtar eru nokkrar þekktustu Ijósmyndir hans frá síðustu árum. Séra Karl Sigurbjörnsson skrif- ar um Hallgrímskirkju og birtur er útdráttur úr bók bókaútgáfunnar Lögbergs og Listasafns ASÍ um Jó- hann Briem listmálara. í dálkum um verslun, viðskipti og þjóðarhag er m.a. fjallað um Hafskip hf., bifreiðaeign tslend- inga, Lýsi hf. og B.M. Vallá, auk þess sem Ólafur ísleifsson, hag- fræðingur, skrifar um ný viðhorf í orkumálum tslendinga. t frétta- dálkum Iceland Review er fjallað m.a. um rás 2 og ný útvarpslög, bókamarkaðinn, heilsurækt ts- lendinga, heilsuvernd og unglinga- vinnu. Ritstjóri Iceland Review er Har- aldur J. Hamar, en blaðið er nú 88 siður og kemur út ársfjórðungs- ’eKa' (Ór rrétUlilkyaningu) Höfóar til .fólks í öllum starfsgreinum! Það er staðarlegt að líta heim til Grundar í Eyjafirði. Ljósm.GBerg. „Ýmsum fannst viö ekki vera með fullu viti“ — Tvenn hjón fluttu af malbikinu og hófu búskap á Grund í Eyjafirði seldu allt sitt, og tóku þátt í ævintýrinu. En hvernig búskap hyggjast þau nú reka á Grund? Þórður gat þess að þegar jörð- in var keypt fylgdi henni enginn bústofn né vélakostur. „Við ákváðum strax í upphafi að vera aðeins með nautgriparækt, mjólkurframleiðslu og kjöt, og fyrst var því að hugsa fyrir bú- stofni. Við erum komin vel á veg með að byggja upp bústofninn og einnig höfum við byggt um 180 fermetra við fjósið auk þess sem lagt hefur verið mikið í endur- nýjun íbúðarhúsnæðis." Þórður gat þess, að einn for- feðra sinna, Þórður Jónsson, hefði verið ábúandi á Grund og er hann grafinn þar í kirkju- garði. Synir hans þrir fóru til Kaupmannahafnar og þar tóku þeir upp Thorarensen-nafnið, en faðir þeirra bræðra er Gunnar Thorarensen, sem um áratuga skeið var starfsmaður Olíuversl- unar fslands á Akureyri og kunnur borgari þar. Segja mætti þvi að ættin væri að koma sér fyrir að nýju á Grund. Þeir bræður eiga nú hálfa jörðina, eða þann hluta hennar sem Snæ- björn Sigurðsson átti og rak sem stórbýli í áraraðir. En hvað með búskaparhorfur almennt á þessu fallega vori? „Þetta er þriðja árið, sem við heyjum hér og þetta er besta ár- ið af þeim, a.m.k. enn sem komið er. Veðurblíða hefur verið með eindæmum i vor og við getum ekki annað en verið bjartsýn á áframhaldið. Hér í Eyjafirði er eitt besta svæði landsins til nautgriparæktar, skammt í stór- an markað og veðursældinni þarf ekki að lýsa. Segja má, að við njótum alls þess sem þéttbýl- ið á Akureyri býður upp á, án þess að þurfa að umbera hitt, sem okkur finnst til skaða í þéttbýli. Þú mátt svo í leiðinni bera kveðjur til kunningja á Ak- ureyri, og segðu þeim í leiðinni að hér líði okkur vel,“ sögðu Þórður og Jófríður að lokum. Ég þakka fyrir kaffið og spjallið. GBerg Þórður og Jófríður fyrir framan kirkjuna á Grund, auk Hjördísar Elíasdóttur, eiginkonu Hannesar, sem var inni á Akureyrí. Með þeim á myndinni eru nokkur barnanna á heimilunum. Akureyri, 28. júní. „ÞVÍ er ekki að neita, að ýmsir spáðu illa fyrir okkur, þegar við bræðurnir tókum okkur til, seldum allt scm við áttum og keyptum Grund í Eyjafirði til þess að fara að reka þar nautgripabúskap," sagði Þórður Th. Gunnarsson, fyrr- um símvirki, en nú bóndi á Grund, þegar tíðindamann Mbl. bar þar að garði í gær. Tilgangur heimsóknarinnar var fyst og fremst sá að kynnast heyskaparhorfum og öðru í sam- bandi við búskap í Eyjafirðinum, en reyndin varð sú, að mest var spjallað um erfiðleika þá sem orðið hafa á vegi þeirra bræðra í nýbúskapnum, og hvernig þeir eru á góðri leik með að sigrast á þeim. Þórður Th. Gunnarsson og kona hans, Jófriður Traustadótt- ir, bjuggu á Akureyri, þar sem Þórður hafði verið simvirki um tuttugu ára skeið og þar af verk- stjóri um 10 ár. Þau áttu sér fal- legt einbýlishús og lifðu að flestra áliti hinu farsæla og trausta lífi sem opinber starfs- maður getur boðið sér og sínum upp á vegna tryggrar atvinnu og sæmilegustu afkomu. „En það vantaði alltaf eitt- hvað í lífsfyllinguna," segja þau hjón bæði. „Við höfðum bæði notið þeirrar gæfu í æsku að vera í sveit á sumrum, þótt við séum bæði fædd og uppalin á Akureyri. Það var eitthvað i sveitinni sem alltaf togaði í okkur, eitthvað sem örðugt er að útskýra. Við hjónin ræddum þetta oft, en litið varð úr fram- kvæmdum hjá okkur, fyrr en við heyrðum að til stæði að selja Grund í Eyjafirði. Þá fórum við alvarlega að hugsa málið og end- irinn varð sá að við keyptum jörðina árið 1982, og fannst þá mörgum við ekki vera með öllum mjalla, kaupverðið ailtof hátt og að auki þarfnaðist jörðin mikilla endurbóta. Þetta má sjálfsagt hvort tveggja að einhverju leyti til sanns vegar færa, en við biðj- um enga um vorkunnsemi, þetta vildum við, þettá gerðum við og hér erum við nú án þess að sjá eftir neinu. Vissulega hefur þetta verið erfitt oft og segja má að við sjáum ekki enn fyrir end- ann á því hvort okkur tekst að koma öllu í það horf sem við von- um, en við erum að berjast við hluti, sem við höfum áhuga og ánægju af að glíma við, segja má að við njótum hverrar mínútu f haráttunni og hvers meira getur nokkur farið fram á en að hafa áhuga og ánægju af starfi sínu? Það er alltjent meira en hægt var að segja um opinbera starfs- manninn Þórð Th. Gunnarsson á „Símanum" og fóstruna Jófrfði Traustadóttur." Bróðir Þórðar, Hannes Th. Gunnarsson og kona hans, Hjördís Elíasdóttir, bjuggu í Hafnarfirði þegar kaupin á Grund komu til tals. Þau hjón

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.