Morgunblaðið - 06.07.1984, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.07.1984, Blaðsíða 14
«r 14 fcæi Irít .b íiiTnAouTíiós faifiAjawío>!OK MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 6. JÚLf 1984 Ólga í her Buenos Aires, 5. júlf. AP. JORGE Arguindegui, hershöfðingi í argentínska hernum, sagði af sér á miðvikudag, og kemur afsögn hans í kjölfar frétta um ókyrrð innan hers- ins. í stuttorðri tilkynningu á mið- vikudag kom fram að varnarmála- ráðuneytið hefði tekið afsögn hans til greina. Önnur tilkynning segir Fyrirliggjandi í birgðastöð Stál 37.2 og 42 DIN 17100 Argentínii frá afsögn þriðja hershöfðingjans, Pedro Pablo Mansilla. í stað Arguindegui hefur Ricardo Gusta- vo Pianta verið skipaður, en ekki hefur enn verið tilkynnt hver tek- ur við starfi Mansilla. f dagblöðum hafa verið miklar fréttir af ókyrrð innan hersins, og Mansilla lét hafa eftir sér að til- raunir hefðu verið gerðar til að koma honum frá. Varnarmála- ráðherra hefur neitað öllum frétt- um, sem helst snerust um ósætti milli háttsettra innan hersins. Raul Alfonsin, forseti, hefur reynt að breyta skipulagi hersins síðan hann var kosinn forseti í desember sl. og hefur hann strengt þess heit, að stefna öllum herforingjum sem tóku þátt f kúg- unaraðgerðunum á sjöunda ára- tugnum. Þykktir 2-50 mm.Ýmsar stærðir, m.a.: 1000x2000 mm 1500x3000 mm 1500x5000 mm 1500x6000 mm 1800x6000 mm 2000x6000 mm SINDRA STÁLHF Borgartúni 31 sími 27222 Símamynd AP. Of feitur fyrir fangelsisvist Oscar Nichols, sem situr í fangelsi í Kentucky í Bandarfkjunum, vegur um 290 kfló. Hann stefndi fangelsisyfirvöldum fyrir skort á mannúð þar sem vistklefi hans er hannaður fyrir ögn grennri menn. Fangelsisstjórn- in svaraði ákærunni með þeim orðum, að ef Oscar færi í megrun væri þetta ekkert mál. Heimta stórfé í lausnargjald Norskt skip kyrrsett í Líbýu frá 11. maí OtU, S. jilL Fri frétUriUrm Morn.bUtaiu, Ju Erik Uoré. 8TJÓRNVÖLD í Líbýu hafa krafizt 1,3 milij. n. kr. í lausnargjald sem skilyrði fyrir þv(, að norska flutn- ingaskipið „Germa Lionel“ fái að sigla burt frá Trípólí-höfn, þar sem skipið hefur verið kyrrsett síðan 11. maí. Rökstyðja libýsku stjórnvöldin kröfu sína með þvi, að þessi fjár- hæð sé jafnhá þeim útgjöldum, sem Líbýa hafi orðið fyrir vegna skipsins. Fyrirtækið í Osló, sem á skipið, hyggst senn hefja viðræður við leigutaka skipsins, sem er vesturþýzkt fyrirtæki, um hve mikið hvort þeirra eigi að greiða af þessu lausnargjaldi, svo að skipið fái að sigla burt frjálst ferða sinna. LEGUKOPAR Legukopar og fóöringar- efni í hólkum og heilum stöngum. Vestur-þýzkt úrvals efni. Atlas hf Ármúli 7 — Sími 26755. Pósthólf 493, Reykjavík Nýjar viðræður Noregs og EB um sfldveiðar Ostó, 5. júlf. AP. ÍRSKA lýðveldið hyggst eiga frum- kvæðið að nýjum viðræðum milli Noregs og Evrópubandalagsins um sfldveiðar í Norðursjó. Skýrði Peter Barry, utanríkisráðherra írlands, frá þessu eftir fund hans og Svenn Stray, utanríkisráðherra Noregs, í Dublin á miðvikudag. Á þessum fundi kvartaði norski utanríkisráðherrann yfir því, að Evrópubandalagið hefði tekið allt of einhliða afstöðu með tilliti til veiðiheimilda í Norðursjó. Síldar- stofnarnir þar væru sameiginleg eign allra aðliggjandi landa en ekki bara aðildarlanda EB, sem að Norðursjó liggja. Stray skýrði á þessum fundi frá því, að norskir fiskimenn hefðu veitt 48.000 tonn af sild i efna- hagslögsögu Noregs á síðustu vik- um. Staður og stund til hinna nýju viðræðna hefur ekki verið ákveð- inn enn, en talið er sennilegast, að viðræðurnar fari fram í Osló.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.