Morgunblaðið - 06.07.1984, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.07.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBEflÐIÐ.’FÖSTUPAGUR 6. JÚLÍ 1984 7 ----------- Smávörur í bílaútgerðina 09 ferðalagið! -saekjum við í bensinstöðvar E Primus-09 grillvörur Olíufélagið hf SuOurlandsprautia MELKA — vinsælasta herraskyrtan á Norö- urlöndum. 70/30 bómull/polyester. Verðið afar hagstætt — gæðin frábær. Paradís á jöröu I Staksteinum í dag er fjallaö um ástandiö á Kúbu. Vitnaö er í skrif spænska rithöfundarins Fernando Arrabal, en hann hefur látiö mannréttindabrot á Kúbu mikiö til sín taka. Þessi paradís margra íslenskra róttæklinga, er í raun helvíti sósíal- ismans. En fyrir slíku víti eru margir viljugir aö berjast og á hverju ári fara margir íslenskir vinstrimenn til vinnu á Kúbu, málstaönum til stuönings. Þá er einnig fariö nokkrum oröum um kúbanska rithöfundinn Jorge Vallas, sem nýlega var látinn laus úr fangelsi eftir aö hafa setiö þar inni í tuttugu ár, vegna andstööu sinnar viö stjórnvöld á Kúbu. Pflagrímsferð- ir íslenskra róttæklinga í augum Lslenskra rót- ta'klinga hefur Kúba, allt frá bvltingunni, verið para- dís á jörðu — Mekka sósí- alismans. Og á hverju ári fara nokkrír þeirra i píla- grímsferðir tU fyrirheitna landsins — skera sykur- reyr og vinna aðra erfiðis- vinnu fyrir laun sem ekki eru hálfdrættingur lægstu launa hér á landi. Það skiptir máli hvort það eru „auðvaldsherrarnir** eða „fulltrúar öreiganna" sem launin greiða. Þegar unnið er fyrir málstað byltingar- innar dugir einn hrís- grjónaskammtur og nokkr- ir brauðmolar er falla af borðum hinna heittelskuðu leiðtoga, á dag. Pflagrímsfararnir snúa síðan aftur tfl heimaslóð- anna, endurnærðir á sál og líkama, tilbúnir til að berj- ast fyrir sömu kjörum tfl handa „öreigunum" á fs- landi og alhir almenningur rauðrar paradísar lifa við undir stjórn Kastro-Kúbu- lciðtoga. Á flótta und- an paradís En hvemig skyldi land þar sem allir draumar is- lenskra róttæklinga rætast, Ifta út? Hvers konar land er það, þar sem þúsundir manna kjósa frekar að flýja, leggjast á flótta sem kostar marga lífið? Af hverju kjósa svo margir þegnar sæluríkisins frekar dauðann en að lifa rauðir allt sitt líf. í nýjasta hefti norska stúdentablaðsins KON- TEKST, sem hægri stúd- entar gefa út, birtist grein um ástandið á Kúbu. Þar er meðal annars (jallað um skríf spænska ríthöfundar- ins Fernando Arrabal, um Kúbu, en þar segir hann að Ivsingar George Orwells á alræðisríki í bókinni 1984 haTi orðið að veruleika. Stóri bróðir f gervi Fidel Castro hefur í 25 ár haft vakandi auka með hverri hreyfingu þegnanna. Þar er frjáls hugsun ekki leyfð, eins og fangelsanir margra bestu ríthöfunda Kúbu bera með sér. Arrabal bendir á það að ekkert tryggingakerfi sé til í þessari paradís vestrænna róttæklinga. Verði menn veikir fá þeir þá heilbrigð- isþjónustu sem þjóðfé- lagsstigi þeirra segir til um. Sama sagan hefur gerst á Kúbu og í öðram kommún- ískum ríkjum, ný yfirstétt hefúr orðið tfl — enda sumir jafnari en aðrir. Lyfjakostnaður er þrisvar tií Ijónim sinnum hærrí f Havana, höfuðborg Kúbu, en Ld. í París. Það tekur verkamann á Kúbu þrjá daga að vinna inn fyrir vítamínskammti, launþegi f Bandaríkjunum þarf að vinna í eina khikkustund. Heilbrigðiskerfi Kúbu er f rúsL Þegar farsótt sem kúbanskir hermenn komu með frá Afríku varð mörg- um landsmanna að bana, kcnndi Castro CIA, banda- risku leyniþjónustunni, um og sagði þá hafa breytt hana ÚL Þegnskylda við leiðtogann Laun á Kúbu hafa nær staðið f stað frá því fyrir byltinguna 1959. Það eina sem hefúr breyst er að nú þurfa menn að sinna þegn- | skyldu sinni við Castro á sunnudögum fyrir laun sem ekki nægja fýrir maL Aður en kommúnistar komust til valda höfðu verkamenn þó frf á hvfld- ardeginum. En nú er það breytt, „rauður sunnudag- ur“ er dagur þegar allir fara „af fúsum og frjálsum vilja til vinnu, til dýrðar foríngjanum". Þá befur Arrabal bent á að tfðni sjálfsmorða á Kúbu hafi aukist verulega. Aríð 1968 voru sjálfsvíg 15,33% allra dauðsfalla, en 12 árum síðar árið 1980 voru þau 22,88%. En á raeðan öll alþýða manna á Kúbu lifir f fá- tækt, matar þjóðarleiðtog- inn krók sinn. Fidel Castro á a.m.k. 25 villur og jarðir víðs vegar um Kúbu. Og Arrabal segir að í eigu leið- togans séu margar einka- baðstrendur — auðvitað ekki ætlaðar almenningi. Þannig hafa ræst þau lof- orð sem íbúum Kúbu voru gefin fyrir 25 árura. Og þessa paradLs eru íslenskir róttæklingar viljugir að I láta verða að veruleika hér norður í höfum. Slfkir menn era hættulegir. í tuttugu ár í fangelsi Kúbanski rithöfundur- inn Jorge Vallas, sem sat f fangelsi í rúm tuttugu ár, var látinn laus fyrir réttum tveimur vikum. í fangels- inu urðu myrkur og rimlar fangelsisins honum að yrk- isefnL Eftir að Kúbustjórn lét hann lausan, vegna mikils þrýstings frá mannrétt- indasamtökum, hélt Vallas til Venezuela og ræddi þar við blaðamenn. Hann sagði meðal annars: „Þaö sem skiptir mestu máli nú er að hjálpa öörum pólitfskum föngum." Þessi orð rithöf- undaríns ættu að verða Vesturlandabúum góð áminning. Þvf miður vill það oft gleymast að þús- undir manna eru ofsóttir, sæta pyntingum og fangels- unum á Kúbu. Og þessi orð ættu einnig þeir sem hyggja á pflagrímsfór tfl fyrirheitna landsins, að I hafa í huga. Ódýrt til útlanda Stærðir 36 til 46. Auðveld í þvotti — þarf ekki aö strauja. ^^^ammmmmmmmmmm—ma^^^^rn Metsölublad á hverjum degi! Á sjónum í sólina Norræna félagiö býöur félagsmönnum sínum verulegan afslátt frá aug- lýstum fargjöldum á öllum leiöum Norröna í annarri hvorri ferö skipsins í sumar. Afslátturinn er veittur sé far keypt fram og til baka og ekki dvalið lengur ytra en hálfan mánuð. Næsta brottför frá Seyðisfiröi á þessum kjörum er 19. júlí og eru nokkur sæti laus í þá ferö. í tengslum viö þessar feröir er einnig veittur afsláttur frá flugfargjöldum meö vélum Flugleiöa til og frá Egilsstöðum. Þessi afsláttarfargjöld eru án efa eitt allra hagstæðasta feröatilboö sumarsins. Nánari upplýsingar á skrifstofu Norræna félagsins í símum 1-59-44, 1-01-65 og 1-96-70.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.