Morgunblaðið - 06.07.1984, Blaðsíða 19
Kfí *.*íV i'. rvmAO'-^TíiVí ft:n4.fwnn«fw
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JÚLl 1984
19'
Davíð Sch. Thorsteinsson, formaður bankaráðs Iðnaðarbankans, afhendir
Bjarna Kristjánssyni, forstöðumanni vistheimilisins Sólborgar á Akureyri,
gjafabréf fyrir vatnsnuddpotti fyrir vistheimilið að andvirði 120 þús. kr.
Iðnaðarbankinn Akureyri:
Beinlínuvinnsla og ný af-
greiðsla að Hrísalundi
Iðnaðarbankinn hefur tekið í notkun
beinlínuvinnslu eða „on line“-kerfi í
útibúi bankans á Akureyri. Öll af-
greiðsla verður hraðari og öruggari,
þar sem bankinn er í beinu sambandi
við Reiknistofnun bankanna gegnum
símalínu og hægt að slá upp stöðu
reikninga á svipstundu. Jafnframt
breytist afgreiðslan á þann veg, að
viðskiptavinir bankans fara nú beint til
gjaldkera og fá þar alla þjónustu á ein-
um stað í stað þess að þurfa að snúa
sér til annarra deilda eins og áður var.
Þá hefur Iðnaðarbankinn opnað
Iðnaðarbankanum á Akureyri var
ákveðið að gefa vistheimilinu Sól-
borg vatnsnuddpott með tilheyrandi
fylgihlutum, að andvirði 120 þús. kr.
Formaður bankaráðs, Davíð Sch.
Thorsteinsson, afhenti Bjarna Krist-
jánssyni forstöðumanni Sólborgar,
gjöfina þegar afgreiðslan að Hrísa-
lundi var opnuð 15. júní sl.
(ílr fréiutilkynningii)
Fyrirliggjandi í birgðastöð
BITA-
Stál 37.2 DIN 17100
Allar algengar stærðir
Hh.e.b. I
U.N.P.
SINDRA
STALHF
I.P.E.
Borgartúni 31 sími 27222
nýja afgreiðslu að Hrísalundi á Ak-
ureyri, þar er boðið upp á alla venju-
lega bankaþjónustu. Hrísalundur er
tengdur við útibúið við Geislagötu
varðandi beinlínuvinnslu.
I tilefni þessara tímamóta hjá
Samningar tann-
smiða og tannlæknæ
Hillir undir
samkomulag
KiTIR samningafund á milli
tannsmiða og tannsmíðameistara og
tannlækna, sem lauk í fyrrinótt, hill-
ir undir samkomulag í kjaradeilu
þeirra. Sagði rfkissáttasemjari f sam-
tali við Mbl. í gær, að nýr fundur
hefði verið boðaður á þriðjudag og
væru þá Ifkur á að gengið yrði frá
nýjum kjarasamningum.
Þá stóð fundur yfir í virkjana-
deilunni i gærkvöld en engar upp-
lýsingar var að hafa hvort eitt-
hvað hefði miðað i samkomulags-
átt.
VI5A er ajtsun
á beinharða peninga
hvar sem þú ert í heiminum!
^Elnn 5taerstl kostur VI5A-kort5ln5
er sá, að þú getur nánast hvar
sem er í helmlnum teklð út ■■H
relðufé gegn framvísun kortslns.
í flestum löndum helms eru
bankar og afgrelðslustofnanlr
sem velta V/l5A-korthöfum þessa
þjónustu. Plg þarf aldrel að skorta
reiðufé á ferðum þínum, sértu
með VI5A í vasanum.
Áður en þú ferð tll útlanda, skaltu
koma vlð í elnhverjum VI5A-
bankanum hér helma og fá þar
uþþlý5lngabaekllng um þjónustu-
aðila VI5A um allan helm.
VI5A ÍSLAND
„Ragnarock“
á Akureyri
DANSKI leikflokkurinn „Musik-
teatergruppen Ragnarock" sýnir
leikritið „I morgen er solen gron“ (á
morgun er sólin græn) f félagsmið-
stöðinni Dynheimum á Akureyri á
morgun og mánudag.
Leikrit „Ragnarock“-hópsins
gerist að lokinni kjarnorkustyrj-
öld. Lftill hópur frumstæðra
manna hefur lifað sprengjuna af,
ásamt hópi siðmenntaðra manna í
stórborg. Þeir siðmenntuðu taka
að sér að laga þá frumstæðu að
lifnaðarháttum „nútímafólks" og
gengur þá ýmislegt á.
Leikritið er flutt á dönsku, en
sérstök áhersla er lögð á skýra
framsögn hópsins hér á landi.
Sýningamar á Akureyri hefjast
kl. 20.30.
Norsk stúlka
týndi úri
Ung norsk stúlka, sem dvelur
hér á landi um þessar mundir,
hefur tapað úrinu sínu. Um er að
ræða quartz-gullúr. Úrið tapaðist
í Reykjavík síðastliðinn mánudag.
Hafi einhver fundið úrið er hann
vinsamlega beðinn að hafa sam-
band við Sissel S. Magnússon, f
síma 42922. Hún verður hér á
landi til 24. júlí nk.