Morgunblaðið - 07.07.1984, Qupperneq 2
2
*WOr I lTr. " T .n . Kr./nrLfnn
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 1984
Þorsteinn Pálsson, formaöur Sjálfstæðisflokksins:
Forusta Alþýðubanda-
lagsins einangruð
„ÉG VERÐ nú að svara því fyrst til,
að mér finnst skelfing skrýtið að
Morgunblaðið skuli elta alla fjöl-
miðla í því að gera aðalspurningu
um þetta hreina aukaatriði. Það er
augljóst að þetta er veigaminnsta at-
riði þessarar könnunar og það kem-
ur fram af hálfu höfundarins að
hann gerir ákveðna fyrirvara um
þessar niðurstöður vegna þess
hvernig spurt var,“ sagði Þorsteinn
Pálsson þegar blaðamaður Morgun-
blaðsins innti hann álits á niður-
stöðu skoðanakönnunar þar sem
fram kemur að meirihluti íslendinga
er hlynntur gjaldtöku af varnarlið-
inu.
„Auðvitað verður að taka þann
fyrirvara höfundar með í reikn-
inginn. í öðru lagi er spurningin
svo óljós að það verður ekkert af
þessu ráðið hvað fólkið vill í raun
og veru í þessum efnum. Við höf-
um í dag talsverðan efnahags-
legan ávinning af viðskiptum, sem
eðlilega fylgja veru vamarliðsins
og með ýmsum öðrum hætti eins
og afnot af flugvellinum.
stefnu og tekið afstöðu með lýð-
ræðisþjóðunum. Þessi könnun
leiðir það í ljós að forusta
Alþýðubandalagsins er að ein-
angrast í þessum efnum eins og
ýmsum öðrum og kjósendur þeirra
eru að fara inn á aðrar brautir."
Bretarnir
heim í dag
BRETARNIR, sem bjargað var af
Eiríksjökli, Francis Sikora og
Michael Dukes, eiga að fá að fara
af Borgarspítalanum í dag og
halda þá tafarlaust heim til sín.
Samkvæmt upplýsingum brezka
sendiráðsins er talið, að Sikora
þurfi að leggjast aftur inn i
sjúkrahús, þegar heim kemur, en
hins vegar er talið að Dukes þurfi
ekki á frekari sjúkravist að halda.
„Karnival“
á Arnarhóli
Á vegum Æskulýðsráðs Reykja-
víkur eru haldin námskeiö fyrir
börn á aldrinum 6—12 ára í félags-
miðstöðvum borgarinnar. Nám-
skeiðin eru frá 10—4 á daginn og
standa í 1—2 vikur. Farið er í
stuttar ferðir á hverjum degi t.d. á
söfn, eitthvað út fyrir borgina, eða
stuttar skoðunarferðir.
í gær hittust hópar úr Þrótt-
heimum, Bústöðum, Árseli, Tón-
abæ og Fellahelli á Hlemmtorgi
kl. 1, og gengu fylktu liði niður
Laugaveg og Bankastræti og
þaðan upp á Arnarhól. öll börn-
in voru mjög skrautlega klædd,
enda var þetta nokkurs konar
„karnival". Á Arnarhóli var far-
ið í hringdansa, pokahlaup og
reiptog, auk annarra skemmti-
legra leikja. Þegar blm. kom þar
við í gær virtust allir skemmta
sér hið besta.
Þetta er í fyrsta skipti sem
hópar úr öllum félagsmiðstöð-
vum í borginni hittast á þennan
hátt.
Auk þessara námskeiða stend-
ur Æskulýðsráð fyrir sumar-
starfi í Nauthólsvík og Saltvík.
Það breytir ekki afstöðu minni
til þess að ég er mótfallinn hug-
myndum um beina gjaldtöku. En
það sem skiptir meginmáli varð-
andi þessa skoðanakönnun er að
hún sýnir að það er yfirgnæfandi
fylgi við þátttöku okkar í Atl-
antshafsbandalaginu, sem hefur
verið grundvallaratriði okkar
utanríkisstefnu. Það er mikill
meirihluti sem styður varnar-
samstarfið við Bandaríkin. Könn-
unin leiðir það í ljós að fjórðungur
stuðningsmanna Alþýðubanda-
lagsins styður aðildina að Atl-
antshafsbandalaginu, það eru
langmerkustu nýmælin og sýnir
að allur hamagangurinn og öll tor-
tryggnin, sem reynt hefur verið að
vekja upp vegna utanríkisstefnu
okkar, hefur að engu haldi komið.
Fólkið í landinu hefur þjappað sér
saman um þessa grundvallar-
INNLENT
Guðmundur Guðjónsson
Lést á Brjánslæk
Maðurinn, sem lést í vinnuslysi
við hrefnuskurð á Brjánslæk á
Barðaströnd á miðvikudag, var
Guðmundur Guðjónsson til heim-
ilis að Hnífsdalsvegi 13 á Isafirði.
Guðmundur var útgerðarmaður og
hluthafi í hrefnuvinnslunni Flóka
hf. á Barðaströnd. Hann var á átt-
ræðisaldri og lætur eftir sig eig-
inkonu og uppkominn börn.
Endurskoðuð þjóðhagsspá:
13—14 % verðhækkanir og
10 % verðbólga um áramót
tekjur ríkissjóðs fyrstu 5 mánuði ársins jukust um 50 % frá síðasta ári
Spáð er 13 til 14% verðhækkun frá
upphafi til loka þessa árs og um 10%
verðbólguhraða um áramót að
óbreyttum kjarasamningum og
gengisstefnu í endurskoðaðri þjóö-
hagsspá Þjóðhagsstofnunar fyrir
þetta ár. Þar kemur ennfremur fram
að kaupmáttur ráðstöfunartekna er
talinn verða svipaður og á síðasta
ársfjórðungi 1983 eða 5 til 6% lakari
en að meðaltali það ár. Sagt er að
erlendar lántökur verði afar miklar
á árinu og að skuldir þjóðarinnar
iækki ekki í hlutfalli við þjóðar-
framleiðslu.
Þá kemur fram hjá Þjóðhags-
stofnun, að tekjur ríkissjóðs
fyrstu fimm mánuði ársins hafi
aukizt um rúmlega 50% frá síð-
asta ári en gjöld aðeins um 37%.
Hækkun þessi umfram gjöld stafi
meðal annars af hækkun veltusk-
atta nokkuð umfram verðbreyt-
ingar á þessum tíoma. Þetta eigi
sérstaklega við almennar tolltekj-
ur auk mikillar aukningar bíla-
innflutnings. Þá hafi ekki gætt
samdráttar í söluskattstekjum,
þrátt fyrir áætlaða rýrnum kaup-
máttar. Loks hafi innheimta
beinna skatta aukizt um 57% frá
fyrra ári, en á síðari hluta ársins
sé búizt við mun minni breyting-
um eða nálægt 20%.
Morgunblaðinu barst í gær eft-
irfarandi frétt frá Þjóðhagsstofn-
un:
„Þjóðhagsstofnun hefur í dag
birt endurskoðun þjóðhagsspár
fyrir árið 1984 í ljósi framvind-
unnar það sem af er ári. Helstu
niðurstöður eru dregnar saman í
inngangskafla skýrslunnar, Ágrip
úr þjóðarbúskapnum nr. 2, júlí
1984, á þessa leið:
■ Þjóðarframleiðsla dregst
minna saman árið 1984 en spáð
var í ársbyrjun, eða um 1 'k % í
stað um 4% frá fyrra ári. Hér
veldur meðal annars rýmkun
aflakvóta, en einnig almenn
aukning eftirspurnar í landinu
frá fyrri spá. Ýmis merki eru
um það, að botni hafi verið náð
í hagsveiflunni.
■ Hagur atvinnuvega er misjafn
um þessar mundir. Sjávarút-
vegsfyrirtækin berjast sum í
bökkum vegna minnkandi
þorskafla og mikilla skulda,
sem hvíla á fiskiskipaflotanum
og farið hafa vaxandi samtímis
þverrandi afla. Hagur iðnaðar
og ýmissa annarra atvinnu-
greina virðist á hinn bóginn
með besta móti, og sér þess stað
í áformum um framkvæmdir og
ný fyrirtæki.
■ Atvinnuástand hefur, þegar á
heildina er litið, verið svipað og
árið 1983 og ekki virðast horfur
á miklum breytingum á því á
næstunni.
■ Spár um þróun verðlags og laun
á árinu eru lítt breyttar frá
þeim, sem settar voru fram að
afstöðnum kjarasamningum og
fjármálaráðstöfunum, sem
þeim fylgdu. Spáð er 13—14%
verðhækkun frá upphafi til loka
árs og um 10% verðbólguhraða
um áramót að óbreyttum kjara-
samningum og gengisstefnu.
Kaupmáttur ráðstöfunartekna
á árinu er talinn verða svipaður
og var á síðasta fjórðungi árs-
ins 1983, eða um 5—6% lakari
en að meðaltali það ár. Nokkur
óvissa ríkir um raunverulega
tekjuþróun, og fremur á þann
veg að tekjur og kaupmáttur í
heild verði meiri en beinar
áætlanir benda til.
■ Samdráttur einkaneyslu virðist
lítill það sem af er ári, og fyrir
árið allt minni en fylgja ætti
beinum áætlunum um kaup-
mátt tekna almennings. Endur-
skoðun á fjárfestingarhorfum
bendir nú til lítilsháttar aukn-
ingar í stað fyrri spár um nokk-
um samdrátt. í heild virðast
horfur á, að þjóðarútgjöld
minnki lítt eða ekki þetta ár.
■ Vegna mikils innflutnings það
sem af er ári eru nú horfur á
mun meiri viðskiptahalla en áð-
ur var gert ráð fyrir, eða allt að
4% af þjóðarframleiðslu, þrátt
fyrir meiri útflutningsfram-
leiðslu og útflutning en áður
var spáð.
■ Á bak við viðskiptahallann
gagnvart útlöndum býr mis-
vægi í innlendum fjármálum og
peninga- og lánamálum. Nokk-
ur halli er á ríkisbúskapnum og
þenslu gætir á lánamarkaði
þrátt fyrir hækkun raunvaxta.
Erlendar lántökur verða afar
miklar á árinu og skuldir þjóð-
arinnar erlendis lækka ekki í
hlutfalli við þjóðarframleiðslu.
Framvindan á fyrri hluta ársins
sýnir, að afar mikið hefur dregið
úr verðbólgu. Enn er þó við veru-
legt misvægi að glíma í þjóðar-
búskapnum. Þetta misvægi birtist
nú fyrst og fremst í mynd vaxandi
viðskiptahalla."
um nefndum.
Jón var heiðursfélagi í Verka-
lýðsfélagi Hólmavíkur, Bifreiða-
stjórafélagsins Frama og í Al-
þýðuflokknum. Hann var sæmdur
gullmerki sjómannadagsráðs 1976
og Fálkaorðunni 1973. Þá var Jón
ritstjóri Neista, blaðs jafnaðar-
manna í Siglufirði, 1935 til 1937.
Fyrri kona Jóns var Emilía Jóna
Einarsdóttir, en þau skildu. Síðari
kona Jóns var Jóhanna Guð-
mundsdóttir og lifir hún mann
sinn.
Jón Sigurðsson, fyrrum
forseti $jómannasam-
bands Islands, látinn
JÓN Sigurðsson, fj'rrum forseti Sjó-
mannasambands íslands, er látinn,
82 ára gamall. Jón var fæddur þann
12. maí 1902 í Hafnarfirði og var
sonur hjónanna Sigurðar Jónssonar
fiskmatsmanns þar og konu hans,
Guðnýjar Ágústu Gísladóttur.
Jón nam við Barnaskóla Hafn-
arfjarðar og að Ási í Ásahreppi í
Rangárvallasýslu. Hann stundaði
sjómennsku á togurum, bátum og
skútum á unga aldri, en síðar vann
hann aðallega að skrifstofu- og fé-
lagsmálastörfum fram á elliár.
Hann var erindreki ASÍ frá árs-
byrjun 1934 og framkvæmdastjóri
þess 1940 til 1944 og 1949 til 1954.
Starfsmaður Pósts og síma var
hann frá 1945 til 1948, fram-
kvæmdastjóri Félags sérleyfis-
hafa 1955 til 1958, forstjóri Inn-
flutningsskrifstofunnar 1958 til
1960, skrifstofustjóri hjá verðlags-
stjóra 1961 til 1966 og 1968 til
1972. Hann var starfsmaður Sjó-
mannasambands íslands 1966 til
1968 og 1972 til 1976. Ritari Sjó-
mannafélags Reykjavíkur 1932 til
1934 og 1951 til 1961 og formaður
þess 1967 til 1971. Jón var forseti
Sjómannasambands íslands frá
stofnun þess 1957 til 1976. For-
maður fulltrúaráðs verkalýðsfé-
laganna í Reykjavík 1959 til 1963
og í stjórn ASÍ 1938 til 1944, 1948
til 1954 og 1966 til 1967. Hann sat
í Verðlagsráði sjávarútvegsins frá
stofnun þess 1961 til 1977, þar af
formaður 1966 til 1968 og í húsráði
Norræna hússins frá opnun þess
1968 til 1979, í hafnarstjórn
Reykjavíkur frá 1958 til ársloka
1963, í stjórn SR 1934 til 1937 og
1974 til 1976, í verðlagsnefnd 1960
til 1980, í Sölunefnd setuliðseigna
1945 til 1947, í stjórn Alþýðu-
flokksins 1936 til 1976, þar af í 25
ár í framkvæmdastjórn flokksins
og formaður verkalýðsmálanefnd-
ar flokksins í 20 ár. Hann átti auk
aíPt.i í mftrcniTTl st.iAmalrinnA.