Morgunblaðið - 07.07.1984, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ1984
3
Gustur og Ragnar Hinriksson sem urðu I efsta sæti forkeppni A-flokks.
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson.
,* i nsa ■■ ii i iii i 11 innun t — 1
Dúkka og HróAmar Bjarnason sem urðu efst f forkeppni B-flokksins.
Fjóröungsmótið á Kaldármelum:
Gustur í efsta sæti
forkeppni
Kaldármelum, 6. júní. Frá Valdimar
Kristinasyni, blaðamanni Mbl.
FÖRKEPPNI í A-flokki gædinga
lauk um fimmleytiö í dag og uröu
efstir Gustur og knapinn Ragnar
Hinriksson. í öðru sæti uröu þeir
Rööull og Jón Steinbjörnsson og því
þriöja Randver og Reynir Aöal-
steinsson, en hann er meö fimm
hesta í úrslitum af átta sem þar
Slys á
Kaldármelum
Kaldármelum, 6. júlí. Frá Valdimar
Kristinssyni, fréttamanni Mbl.
LAUST fyrir klukkan 21 í kvöld
meiddist 18 ára gömul stúlka, sem var
gestur hér á fjórðungsmóti hesta-
manna á Vesturlandi, illa á fæti er
hcstur hennar prjónaði með hana svo
hún féll af baki og lenti undir hestin-
um. Hlaut stúlkan opið ökklabrot.
Heilsugæslulæknir kom úr Borg-
arnesi og veitti henni aðhlynningu
ásamt lækni sem hér var staddur.
Félagar úr Björgunarsveitinni Brák
i Borgarnesi, sem hér eru á slysa-
vakt, höfðu samband við aðalstöðvar
Slysavarnafélags Islands i Reykja-
vík sem fékk Leiguflug Sverris Þór-
oddssonar til að sækja stúlkuna þeg-
ar í stað. Ekki hefur frést frekar af
liðan stúlkunnar.
A-flokks
mæta. Auk þess, sem Reynir er meö
Randver í þriðja sæti, er hann meö
Júpíter í fjórða sæti, annan Randver
í sjötta sæti, Smára í sjöunda sæti og
Brímnir í áttunda sæti. f fimmta
sæti eru Snarfaxi og Hróömar
Bjarnason. Þessir átta hestar mæta (
úrslitakeppni, sem fram fer á sunnu-
dag.
Veður hefur verið mjög gott á
Kaldármelum, skýjað en hlýtt og
logn. Um kvöldmatarleytið var
talið að hátt í 3 þúsund manns
væru á svæðinu og búist við fjölg-
un um kvöldið og á morgun, laug-
ardag. Framkvæmd dagskrár gekk
sæmilega og ljóst er að á mótinu
eru sterk keppnishross, bæði með-
al kynbótahrossa og gæðinga.
Á morgun, laugardag, hefst
dagskrá kl. 9 með kynningu á
þátttakendum í unglingakeppni og
síðan verða gæðingar kynntir. Um
eittleytið verður mótið sett og að
því loknu verða kynbótahross
sýnd. Síðan verður hópsýning
ræktunarbúa, sem er orðin fastur
liður á fjórðungs- og landsmótum.
Um kl. 18 fara fram milliriðlar í
kappreiðum og kl. 19 verður sölu-
sýning. Dagskrá lýkur með kvöld-
vöku, sem hefst kl. 21.
70 % viðbótargjald lagt
á innflutt kjarnfóður
Landbúnaöarráðherra hefur ákveð-
ið, að fengnum tillögum frá Fram-
leiðsluráði landbúnaðarins, að gjald af
innfluttu kjarnfóðri verði hækkað,
þannig að nú verði lagt á viðbótar-
gjald, sem nemi 70% af cif-veröi inn-
flutts kjarnfóðurs. Viðbótargjaldið
verði endurgreitt af kjarnfóðri, sem
eðlilegt getur talist að nota til fram-
lciðslu á ákveðnu magni afurða. Til
alifugla- og svínaframleiðslu verði
endurgreitt miðað við framleiðslu
tveggja síðustu ára samkvæmt nánari
reglum sem settar kunna að verða.
Landbúnaðarráðherra hefur skip-
að nefnd með fulltrúum hagsmuna-
aðila til að gera m.a. tillögur um
fyrirkomulag á endurgreiðslu á
kjarnfóðurgjaldi.
Á fyrstu 10 mánuðum þessa verð-
lagsárs óx mjólkurframleiðslan um
3,8 millj. lítra, þar af í júnímánuði
einum um 723 þús. lítra. Það er því
augljóst, að framleiðslan verður
verulega umfram innanlandsneyslu.
En útflutningsverð á smjöri er t.d.
innan vð 10% af heildsöluverði,
þannig að aðeins fæst þar greiddur
litill hluti af vinnslukostnaði og
ekkert af afurðaverði til bóndans.
Landbúnaðarráðuneytið leggur
áherslu á, að samhliða samdrætti í
mjólkurframleiðslunni verði dregið
sem allra mest úr aðkeyptum
rekstrarkostnaði búanna, þannig að
sem stærstur hltuti söluverðsins
verði kaup bóndans. Þess vegna er
nauðsynlegt að draga eins og kostur
er úr framleiðslu á mjólk með inn-
fluttum fóðurbæti, sem minna en
ekki neitt fæst fyrir.
(Frétutilkjrnning.)
í
HJÁESSO
íFOSSVOGI
NÆST!
Nú er búiö að stór-
bæta aðkeyrsluna að
bensínafgreiðslu
okkar i Fossvogi
bannig að nú geturðu
hæglega rennt við á
leið úr Reykjavík í
suðurátt.
Þar færðu auk
bensíns og olíu alls
konar smávörur i bíl-
inn s.s. kerti, platinur,
viftureimar, o.fl., o.fl.
Einnig hreinsivörur og
ferðavörur i miklu
úrvali. - Svo geturðu
þvegið bilinn á þvotta-
planinu.
Við hliðina er Nesti
með allt i ferðanestið.
- Komdu við hjá ESSO
í Fossvogi næst þegar
þú átt leið suður úr.