Morgunblaðið - 07.07.1984, Page 4
4
MOfcÖÚrikLÁÖIÖ, LÁÖGAfcÖÁÖÖfc 7. JÚLl l984
Útvarp kl. 16:20:
Peninga-
markaðurinn
—
GENGIS-
SKRANING
NR. 127 - 5. júlí
1984
Kr. Kr. Toll-
Kin. Kl. 09.15 Kaup Sala Rengi
J Dollar 30,150 30,230 30,070
1 SLpund 40,160 40,266 40,474
1 Kan. dollar 22,6% 22,756 22,861
1 Don.sk kr. 2,9115 2,9192 2,9294
1 Norsk kr. 3,7187 3,7285 3,7555
1 Saen.sk kr. 3,6576 3,6674 3,6597
1 FL mark 5,0494 5,0628 5,0734
1 Fr. franki 3,4770 3,4862 3,4975
1 Ht lg franki 0,5249 0,5263 0,5276
1 Sv. franki 12,7215 12,7553 12,8395
1 Holl. ollini 9,4588 9,4839 9,5317
1 V-þ. mark 10,6720 10,7003 10,7337
1ÍL líra 0,01738 0,01742 0,01744
1 Austurr. sch. 1,5208 1,5248 1,5307
1 PorL eoeudo 0,2027 0,2032 0,2074
1 Sp. peseti 0,1883 0,1888 0,1899
1 Jap. jen 0,12545 0,12578 0,12619
1 Irskt pund 32,660 32,747 32,877
SDR. (Sérst
drátUrr.) v 30,8832 30,9653
Vextir: (ársvextir)
Frá og með 11. maí 1984
INNLÁNSVEXTIR:
1. Sparisjóösbækur............. 15,0%
2. Sparisjóösreikningar, 3 mán.1*. 17,0%
3. Sparisjóðsreikningar, 12. mán.1)... 19,0%
4. Verðtryggðir 3 mán. reikningar.0,0%
5. Verðtryggðir 6 mán. reikningar. 2,5%
6. Avísana- og hlaupareikningar.5,0%
7. Innlendir gjaldeyrisreikningar:
a. innstæöur i dollurum....... 9,0%
b. innstaeöur i sterlingspundum. 7,0%
c. innstæöur i v-þýzkum mörkum... 4,0%
d. innstæöur í dönskum krónum.... 9,0%
1) Vextir færðir tvisvar á ári.
ÚTLÁNSVEXTIR:
HÁMARKSVEXTIR
(Veröbótaþáttur i sviga)
1. Víxlar, forvextir...... (12,0%) 18,5%
2. Hlaupareikningar .... (12,0%) 18,0%
3. Afurðalán, endurseljanleg (12,0%) 18,0%
4. Skuldabréf ......... (12,0%) 21,0%
5. Vísitölubundin skuldabréf:
a. Lánstimi allt að 2 'A ár 4,0%
b. Lánstimi minnst 2'h ár 5,0%
6. Vanskilavextir á mán...............2,5%
Llfeyrissjódslán:
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins:
Lánsupphæö er nú 300 þúsund krónur
og er lánið vísitölubundiö meö láns-
kjaravísitölu, en ársvextlr eru 2%.
Lánstími er allt að 25 ár, en getur verið
skemmri, óski lántakandi þess, og eins
ef eign sú, sem veð er í er lítilfjörleg, þá
getur sjóöurlnn stytt lánstímann.
Lifeyrissjóður verzlunarmanna:
Lánsupphæð er nú eftir 3ja ára aöild aö
lifeyrissjóönum 120.000 krónur, en fyrir
hvern ársfjóröung umfram 3 ár bætast
viö lánið 10.000 krónur, unz sjóösfélagi
hefur náö 5 ára aðild aö sjóönum. Á
tímabilinu frá 5 til 10 ára sjóösaöild
bætast við höfuöstól leyfilegrar láns-
upphæöar 5.000 krónur á hverjum árs-
fjóröungi, en eftir 10 ára sjóösaöild er
lánsupphæöin oröin 300.000 krónur.
Eftir 10 ára aöild bætast viö 2.500 krón-
ur fyrir hvern ársfjóröung sem Itöur. Því
er í raun ekkert hámarkslán í sjóönum.
Höfuöstóll lánsins er tryggóur meö
byggingavisitölu, en lánsupphæöin ber
3% ársvexti. Lánstiminn er 10 til 32 ár
aö vali lántakanda.
Lánskjaravísitala fyrir júlímánuó
1984 er 903 stig, er var fyrir júnímánuö
885 stig. Er þá miöaö viö vísitöluna 100
í júni 1979. Hækkun milli mánaöanna er
2,03%.
Byggingavísitala fyrir apríl til júni
1984 er 158 stig og er þá miðað viö 100
i janúar 1983.
Handhafaskuldabréf í fasteigna-
viöskiptum. Algengustu ársvextir eru nú
18-20%.
Útvarp kl. 20:40:
í útvarpinu í kvöld verður i dagskrá í umsji
Hildu Torfadóttur. Nefnist hún „Laugardagskvöld i
Gili“ eftir alkunnu kvæði.
Hilda er nú á Austfjörðum 1 útvarpsbílnum að
safna efni þaðan og hún útvarpar tvisvar í viku.
Á miðvikudögum nefnist þátturinn „Austfjarða-
rútan". Þar er fjallað um alvarlegri málefni, at-
vinnu, iðnað og sjávarútveg.
Laugardagsþættirnir eru í léttari dúr en allt
efnið er frá þessu svæði. Að þessu sinni kemur
efnið frá Vopnafirði, við heyrum í leikfélagi
Fljótsdalshéraðs og Dúkkulísurnar leika.
Frá Austfjörðum heldur útvarpsbillinn til
strandanna og síðan norður f firði. I förinni er
dagskrárgerðarmaður og tæknimaður.
Hilda Torfadóttir umsjónarmaður þittarins „Laug-
ardagskvöld i Gili“.
Gary Grant f kvenmannsfötum og Ann Sheridan til
hægri, f hlutverkum sínum f bíómynd kvöldsins.
Sjónvarp kl. 21:50:
Stríðsbrúðurin
Síðasti liður i dagskri sjónvarpsins er bíó-
mynd að vanda. Hún er bandari.sk afþreying frá
árinu 1949 og nefnist „Stríðsbrúðurin" (I was a
male war bride).
í myndinni eru raktar raunir fransks her-
manns sem verður ástfanginn af amerískum
flokkforingja og giftist henni. Ballið byrjar
þegar hún er kölluð til starfa á ný. Til að
standa við hjúskaparheitið og fylgja henni i
blíðu og striðu, skráir hann sig í kvennasveit-
ir hersins sem unnu, eins og kunnugt er, mikið
og fórnfúst starf í tfð seinni heimsstyrjaldar-
innar.
Manstu, veistu, gettu
Hitt og þetta fyrir stelpur og strika verður í þættinum
„Manstu, veistu, gettu“ sem hefst í útvarpinu kl. 20.00.
f kvöld verður þátturinn með nokkuð öðru sniði en
vanalega. Oftast er rætt við einn krakka um lífið og
tilveruna en nú koma fjórir krakkar í upptökuher-
bergið til umsjónarmannanna, þeirra Málfríðar Þór-
arinsdóttur og Guðrúnar Jónsdóttur. Þau heita Stef-
án Jónsson 11 ára, Sólrún Sverrisdóttir 10 ára, Guð-
rún Vilmundardóttir 10 ára og Bergþór Jakobsson 9
ára. Þetta eru hressir krakkar sem hafa frá mörgu
skemmtilegu að segja, enda tekur viðtalið yfir meg-
inhluta þáttarins. Getraunin verður þó á sínum stað
og framtíðarspáin sem Guðrún Gyða 13 ára flytur að
þessu sinni.
Vanalega er rætt við fullorðinn mann um æsku
hans og uppvöxt, en sá líður geymist fram á næsta
laugardag. Kaflar úr gömlum endurminningum ís- Guðrún Jónsdóttir og Mílfríður Þórarinsdóttir, umsjón-
lendinga eru kynntir armenn þittanna „Manstu, veistu, gettu“.
Morðing-
inn kemur
Laugardaginn 7. júlí kl. 16.20 er
á dagskrá útvarpsins fjórði og síð-
asti þáttur framhaldsleikritsins
Andlitslaus morðingi, eftir Stein
Riverton. Nefnist þátturinn
„Morðinginn kemur“ og eflaust
verða lokin óvænt.
í þriðja þætti gerðist það helst
að tortryggni Krags leynilög-
reglumanns í garð Bomans lög-
fræðings hefur vaxið þegar hinn
fyrrnefndi kemur að Boman
snuðrandi í grennd við árásar-
staðinn. Krag heimsækir kaup-
mannshjónin, þar sem Boman
gistir, og finnur þar bréf sem
skrifað er af lögfræðingnum. Rit-
höndin reynist hin sama og á
bréfinu sem Holger ofursti fékk
skömmu áður en á hann var ráð-
ist. Á heimleiðinni heyrir Krag
ógnarlegt öskur úr skóginum en
þótt hann leiti gaumgæfilega
verður hann einskis var.
Við framhald yfirheyrslu kem-
ur Boman ekki. Krag fer ásamt
dómaranum til bústaðar hans en
þar er allt á tjá og tundri.
Skömmu síðar er tilkynnt að
Boman hafi fundist látinn og
hafi hann greinilega verið myrt-
ur.
Leikendur í 4. þætti eru: Jón
Sigurbjörnsson, Sigurður Skúla-
son, María Sigurðardóttir, Árni
Tryggvason, Þorsteinn Gunnars-
son, Jón Júlíusson, Erlingur
Gíslason, Kári Halldór og Stein-
dór Hjörleifsson. Leikstjóri er
Lárus Ýmir óskarsson. Þýðing-
una gerði Margrét Jónsdóttir en
þeir Friðrik Stefánsson og
Hreinn Valdimarsson sjá um
tæknimálin.
4. og síðasti þáttur leikritsins
verður endurtekinn föstudaginn
13. júlí kl. 21.35.
Útvarp Reykjavík
L4UG4RD4GUR
7. júlí
MORGUNNINN
7.00 Veóurfregnir. Fréttir. Bæn.
Tónleikar. Þulur velur ög kynn-
ir. 7.25 Leikfimi. Tónleikar.
8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir.
Morgunorð: — Halldór Krist-
jánsson talar.
8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.).
Tónleikar.
9.00 Fréttir.Tilkynningar. Tón-
leikar.
9.30 Óskalög sjúklinga. Helga Þ.
Stephensen kynnir.
(10.00 Fréttir. 10.10 Veður-
fregnir.)
Óskalög sjúklinga, frh.
11.20 Súrt og sætt. Sumarþáttur
fyrir unglinga.
Stjórnendur: Sigrún Halldórs-
dóttir og Erna Arnardóttir.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til-
kynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar
SÍODEGID
13.40 íþróttaþáttur
Umsjón: Ragnar Örn Péturs-
son.
14.00 Á ferð og flugi. Þáttur um
málefni líðandi stundar í umsjá
Ragnheiðar Davíðsdóttur og
Sigurðar Kr. Sigurðssonar.
15.10 Listapopp
— Gunnar Salvarsson. (Þáttur-
inn endurtekinn kl. 24.00.)
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veð-
urfregnir.
16.20 Framhaldsleikrit: „Andlits-
laus morðingi" eftir Stein Riv-
erton
IV. og síðasti þáttur: „Morðing-
inn kemur“
IJtvarpsleikgerð: Björn Carling.
Þýðandi: Margrét Jónsdóttir.
Leikstjóri: Lárus Ýmir Óskars-
son.
Leikendur: Jón Sigurbjörnsson,
Sigurður Skúlason, María Sig-
urðardóttir, Árni Tryggvason,
Þorsteinn Gunnarsson, Jón
Júlíusson, Erlingur Gíslason,
Kári Halldórsson og Steindór
Hjörleifsson.
(IV. og síðasti þáttur verður
endurtekinn, fostudaginn 13.
júlí nk. kl. 21.35.)
17.00 Fréttir á ensku.
17.10 Síðdegistónleikar
Igor Gavrysh og Tatiana Sad-
kovskaya leika á selló og píanó
lög eftir frönsk tónskáld/
Bracha Eden og Alexander
Tamir leika á tvö píanó Fant-
asíu op. 5 eftir Sergej Rakh-
maninoff/ Gérard Sousay syng-
ur Ijóðasöngva eftir Franz Schu-
bert. Jacqueline Bonneau leikur
á píanó.
KVÖLDIÐ
18.00 Miðaftann í garðinum
með Hafsteini Hafliðasyni.
18.15 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.35 Ambindryllur og Args-
pæingar. Einskonar útvarps-
þáttur.
LAUGARDAGUR
7. júlí
16.30 íþróttir
Umsjónarmaður Bjarni Felix-
son.
18.30 Börnin við ána
Annar hluti — Sexmenningarn-
ir
Breskur framhaldsmyndaflokk-
ur í átta þáttum, gerður eftir
tveimur barnabókum eftir Arth-
ur Ransome. Þýðandi Jóhanna
Jóhannsdóttir.
19.00 Hlé
19.45 Fréttaágrip á táknmáii
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.35 í blíðu og stríðu
Áttundi þáttur. Bandarískur
gamanmyndaflokkur í níu þátt-
um. Þýðandi Þrándur Thor-
oddsen.
21.00 Tbe Chieftains f Reykjavík
Síðari hluti hljómleika í Gamla
Bíói á Listahátíð 8. júní síðast-
liðinn.
21.50 Stríðsbrúðurin
(I Was a Male War Bride)
Bandarísk gamanmynd frá
1949. Leikstjóri Howard
Hawks. Aðalhlutverk: Cary
Grant, Ann Sheridan, Marion
Marshall og Randy Stuart. í lok
seínni heimsstyrjaldar takast
ástir með frönskum hermanni
og konu sem er liðsforingi í
bandaríska hernum. Hjúin
ganga í það heilaga, en þegar
frúin er kölluð til starfa heima
fyrir tekur að syrta í álinn. Þýð-
andi Guðni Kolbeinsson.
23.35 Dagskrárlok
Yfírumsjón: Helgi Frímanns-
son.
20.00 Manstu, veistu, gettu. Hitt
og þetta fyrir stelpur og stráka.
Stjórncndur: Guðrún Jónsdóttir
og Málfríður Þórarinsdóttir.
20.40 „Laugardagskvöld á Gili“
Hilda Torfadóttir tekur saman
dagskrá úti á landi.
21.15 Harmonikuþáttur
Umsjón: Sigurður Alfonsson.
21.45 Einvaldur í einn dag
Samtalsþáttur í umsjá Aslaugar
Ragnars.
22.00 Tónleikar.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins. Orð
kvöldsins.
22.35 „Risinn hvíti“ eftir Peter
Boardman
Ari Trausti Guðmundsson les
þýðingu sína (17).
23.00 Létt sígild tónlist.
23.50 Fréttir. Dagskrárlok.
24.00 Næturútvarp frá rás 2 til kl.
03.00.
LAUGARDAGUR
7. júlí
24.00—00.50 Listapopp (Endur-
tekinn þáttur frá rás 1)
Stjórnandi: Gunnar Salvarsson.
00.50—03 Á næturvaktinni
Létt lög leikin af hljómplötum.
Stjórnandi: Kristín Björg Þor-
steinsdóttir.
Rásir 1 og 2 samtengdar kl.
24.00 og heyrist þá í rás 2 um
allt land.