Morgunblaðið - 07.07.1984, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAÚGARDAGÚR 7. JÚLÍ 1984
7
InnUegar þakkir foeri ég öUum þeim fjölmörgu sem
heiöruðu mig og glöddu með heimsóknum, gjöfum,
blómum og hlýjum kveðjum á áttræöisafmæli mínu
þann 11. júni sl
Megi guð blessa ykkur ölL
Sigurður Elíasson.
JVIitsubishi eigendur!
í júlí gefum við 10%
staðgreiðsluafslátt á
eftirtöldum vöruflokkum í
ALLAR
Mitsubishi bifreiðar
Dæmi um verð:
Kerti ....Frákr. 40 - -10%
FTatínur .... — 50 - - 10%
Kveilqulok .... — 95 - -10%
Kveikjuhamar .... — 35 - - 10%
Vrftureimar .... — 50 - - 10%
Þurkublöð .... — 150 - - 10%
Auitilífar .... — 160 - - 10%
BremsukJossar.... .... — 285 - - 10%
Loflsíur .... — 195 - - 10%
Olíusíur .... — 155 - -10%
Framdemparar ... .... — 995 - -10%
Afturdemparar .... .... — 400 - -10%
Kúplingsdiskar .... 840 - -10%
VIÐURKENND VARA í
HÆSTA GÆÐAFLOKKI
MEÐ ÁBYRGÐ
fHlHEKLAHF
| Laugavegi 170-172 Sími 21240
„Af undirskriftum“
Miklar umræöur hafa oröiö um hugsanlega byggingu ál-
vers viö Eyjafjörö. Skiptast menn í tvo hópa eftir afstööu til
slíkrar stóriðju, með og á móti. Báðir þessir hópar hafa
hafiö undirskriftasöfnun í Eyjafiröi, til framdráttar sínum
málstaö. Dagur á Akureyri gerir þessar safnanir aö um-
talsefni í leiöara nú nýlega, og er hann birtur í Staksteinum
í heild í dag. Þá er einnig vitnaö í skrif Fylkingarmannsins
Árna Sverrissonar, þar sem hann fagnar hernaðarupp-
byggingu kommúnistaríkjanna.
Álver við
Eyjafjörð
Dagur á Akureyri gerir
að umtaLsefni í leiðara,
þann 4. júlí síðastliðinn,
hugsanlega byggingu ál-
vers við Eyjafjörð. Þar er
alvarlega varað við þv{ að
menn hafni að óathuguðu
máli þessum kosti, sem
óncitanlega myndi ef
raunhæfur er skjóta styrk-
ari stoðum undir atvinnulíf
í firðinum:
„AndsUeðingar hug-
mynda um byggingu álvers
við Eyjafjörð hófu herferð
til kynningar málstað sín-
um nú á vordögum. Reyna
þeir að fá menn til fylgis
við skilyrðislausa andstöðu
og s^ína undirskriftum til
stu inings kröfu sinni. Það
fór að vonum, að þessi
harðdræga afstaða vakti
upp annan hóp, það'fólk
sem ekki viil hafna þeim
möguleika að næsta stórið-
juveri á íslandi verði val-
inn staður við Qörðinn.
Þessi hópur hefur einnig
hafið söfnun undirskreifta,
ekki til skilyrðislauss
stuðnings við álver heldur
færa þeir fram kröfu um
það að undirbúningsvinnu
og rannsóknum verði fram
haldið og endanleg afstaða
byggð _ á niðurstöðum
þeirra. Á þeim sem undir
þessa lista skrifa hvflir
ábyrgð. Undirskriftalistana
má skoöa sem óformlega
könnun á afstöðu manna
til þessa hitamáls. Þeir
sem með undirskrift sinni
hafna öllum athugunum
verða að gera sér Ijóst að
andstaða þeirra getur orðið
til þess að næsta stórfjár-
festing í orkuiðnaði verði á
Reykjanesi og auki enn á
aðdráttarafl þess svæðis.
Þannig yrði að óathuguðu
máli á glæ kastað mögu-
leika til öflugrar uppbygg-
ingar atvinnulífs við Eyja-
fjörð. Þeir, sem með undir-
skrift sinni velja að halda
áfram undirbúningi, verða
að vera viðbúnir þvi að
ekki reynist unnt að reisa
álver á Islandi, hvað þá við
Eyjafjörð. Stóriðja ein leys-
ir ekki atvinnumál fslands
í framtíðinni. Þau 15.000
störf sem skapa þarf á ís-
landi fram til aldamóta
verða ekki nema að
nokkru leyti til í þessum
atvinnuvegi. Til að reist
verði stóriðja á íslandi þarf
að uppfylla mörg skilyrði.
Þýðingarmest þeirra eru að
samningar við erlenda að-
ila skerði ekki sjálfstæði
okkar, að fyrirtækið skili
viðunandi arði, og að ver-
inu sé fundinn staður þar
sem það vinnur ekki skaða
á umhverfi sínu.
Þeir, sem með undir-
skrift sinni lýsa þeirri von
að staðurinn geti orðið
Eyjafjörður, verða að gera
upp endanlegan hug sinn í
Ijósi þeirra upplýsinga sem
enn er óaflað um umhverf-
isáhrif. Til þess gefst góður
tími, samningar um stað-
setningu hefjast ekki fyrr
en seint á árinu 1985.
Vonandi bera Eyfirð-
ingar gæfu til að gaumgæfa
álverskostinn til hlítar áður
en honum er hafnað eða
ráöist verður í byggingu
versins. Öfgafull aðstaða í
þessu máli getur aðeins
orðið til skaða fyrir þetta
byggðarlag."
Hervæðingu
Varsjárbanda-
lagsins fagnað
Fylkingin, deild bylt-
ingarmanna, innan Alþýðu-
bandalagsins, gefur út
blaðið Neista. f þriðja tölu-
blaði þessa árs ritar Árni
Sverrisson grein um
„heimsvaldastefnuna".
Þar færir hann lof á aust-
antjaklsríkin, vegna her-
væðingar þeirra sem gert
hefur þeim kleift að verja
byhingu kommúnista viðs
vegar um heim. Árni segir
meðal annars:
„Á heimsmælikvarða
hefur vopnavæðing verka-
lýðsríkjanna fyrir sitt leyti
komið í veg fyrir það, að
heimsauðvaldið geti beitt
sér óheft gegn byltingaröfl-
um.
Nokkrum sinnum hefur
heimsvaldasinnum tekist
að kæfa í fæðingu bylt-
ingarferli. oft hafa þeir
I takmarkað verulega þróun- S
armöguleika byltinga, en
aldrei hefur þeim tekist að
brjóta á bak aftur verka-
lýðsríki, sem komin eru á
legg-
Sérstaklega hefur vopn-
væðing verkalýðsrikjanna
komið í veg fyrir allsherjar-
átök, sem drekkir frelsis-
vilja alþýðu og stéttarvit-
und í blóði verkamanna á
vígvöllunum og stöðvuðu
framsókn heimsbyltingar-
innar um langan tíma. í
stað þess hefur heims-
valdastefnan varist á mörg-
um vígstöðvum, og beðið
ósigra, sem hafa takmark-
að verulega möguleika
hcimsauðvaldsins til að
ráðskast með framtíð
mannkynsins. Það er til að
mynda ekki fyrr en nú, að
bandarísku heimsvalda-
sinnarnir eru rétt að byrja
að ná sér eftir Víetnam-
stríðið og eftirköst þess í
Bandaríkjunum sjálfum,
og reka grímulausa hern-
aðarstefnu um allan heim,
holdgerða í flugvélamóð-
urskipum þeirra á San
Diego-flóa, fyrir ströndum
Líbanon og Persaflóa."
Vopnafjörður:
Garður
rifinn
Vopnafirði, 29. jðnf.
UM ÞESSAR mundir stendur
yfir niðurrif á einu af elstu
húsunum hér á Vopnafirði, er
það húsið Garður á Kolbeins-
götu 24.
Garður sem er tvílyft
timburhús með báru-
járnsklæðningu er að mörgu
leyti nokkuð merkilegt fyrir
staðinn og þess vegna nokk-
ur eftirsjá að því, þar sem
það gegndi í fjöldamörg ár
hlutverki sjúkraskýlis hér
eða allt fram til ársins 1979
að hin nýja heilsugæslustöð
var tekin í notkun. Það er
félag burtfluttra Vopnfirð-
inga, Vopnfirðingafélagið 1
Reykjavík, sem sér um að
láta rífa húsið, en síðar er
ætlunin að nota innviði og
klæðningu eftir því sem
hægt er í sumarhús sem fé-
lagið hyggst reisa hér
skammt innan við þorpið.
Vopnafjarðarhreppur gaf fé-
laginu húsið til niðurrifs, en
það fékk síðan 3 vaska menn
til að rífa fyrir sig. BB