Morgunblaðið - 07.07.1984, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 1984
Nokkrir púnktar um viöskiptamál íslands og Portúgals
... og hvurs er hvað ?
Texti: JÓHANNA
KRISTJÓNSDÓTTIR
Viðskiptamál Portúgala og
íslendinga hafa verið ofarlega
á baugi upp á síðkastið. Um
það þarf ekki að fjölyrða. Það
er í sjálfu sér bæði þarft og
aðkallandi, vegna þess að sá
mikli halli sem hefur verið á
viðskiptum Portúgala við
okkur, hefur vakið upp hina
mestu erfiðleika. Portúgalir
hafa keypt af okkur saltfi.sk í
langtum meira mæli en aðrar
þjóðir; hins vegar hefur hlutur
Islendinga í innkaupum frá
Portúgal verið hverfandi lítill.
Þetta hefur margsinnis komið
fram og eru ekki ný sannindi en
vert að minna á þau. Alvaro
Barreto, utanríkisviðskiptaráð-
herra Portúgala, kemur hingað í
heimsókn á mánudag til að ræða
þessi mál. Eins og kunnugt er
blandast fleira inn f, sem hefur
valdið hugaræsingi og deilum
manna á meðal: sú ákvörðun
Portúgala að þeir hyggjast setja
tólf prósent toll á íslenskan
saltfisk, samtímis því að Norð-
menn og Kanadamenn þurfa að-
eins að greiða þrjú prósent toll
af þeim saltfiski, sem þeir selja
til Portúgals.
Vegna þeirra mikilvægu við-
ræðna, sem standa nú fyrir dyr-
um hér í Reykjavík er nauðsyn-
legt að menn geri sér nokkra
grein fyrir þessum viðskiptum
og þeim ástæðum, sem valdið
hafa mikilli og vaxandi óánægju
Portúgala.
Hvað flytjum við inn
frá Portúgal?
Ef litið er til áranna
1979—1983 má sjá af töflum við-
skiptaráðuneytisins, að innflutn-
ingur portúgalskra vara hefur
aukist í umtalsverðum mæli.
Tölulega séð lítur dæmið þannig
út, að árið 1979 keyptum við af
Portúgölum fyrir sem svaraði
75,006 m. ísl. krónur. Árið 1983
er upphæðin 490,611 m. ísl. kr. Á
það ber að líta að viðskipti þjóð-
anna fara öll fram umreiknuð á
dollaragengi og því verður niður-
staðan heldur önnur, þegar sú
staða er skoðuð. Það er sem sagt
átt við að árið 1979 keyptum við
vörur frá Portúgal fyrir 21,252
m. dollara, árið 1980 fyrir 24,727
m. dollara, árið 1981 fyrir 18,618
m. dollara, árið 1982 fyrir 21,375
m. dollara og árið 1983 fyrir
19,569 m. dollara.
Það verður að taka með í þetta
dæmi, hve staða dollarans hefur
styrkst á þessu tímabili, en með
þessar tölur i huga er ekki hægt
áð færa sterk rök fyrir því, að
innflutningur frá Portúgal hafi
aukist þessi ár — ekki að verð-
gildi að minnsta kosti.
Til fróðleiks má benda á, að
það sem við kaupum af Portúgöl-
um reynast við athugun vera
hinar fjölbreyttustu vörur, þar
eru ekki aðeins á ferðinni skór
og vín, sem mikil herferð hefur
verið rekin fyrir.
Árið 1979 keyptum við til
dæmis spunagarn, vef o.fl. fyrir
5,028 m. króna og.sú tala er kom-
in í 28,096 m. á sl. ári, pípur og
fittings voru keypt fyrir 30 þús-
und árið 1979, en sautján þúsund
á siðasta ári. Húsgagnainnflutn-
ingur frá Portúgal er eftirtekt-
arverður árið 1981, þá eru flutt
inn húsgögn fyrir 655 þúsund
krónur, en sú tala hefur svo
hrapað í 206 þúsund á sl. ári.
Olíuvörur vega allþungt í inn-
flutningi okkar frá Portúgal, alt-
énd miðað við aðrar vörur. Á sl.
ári var keypt olía og olíuvörur
fyrir 353,675 m. króna, og hafði
tekið gríðarmikið stökk frá ár-
inu 1979, að olíuvörur voru
keyptar fyrir 61,482 m. króna.
Einnig hafa aukist kaup á port-
úgölskum vínum og nam verð-
mæti þeirra á sl. ári 8,866 m.
króna en var til dæmis um 1,5 m.
árið 1980.
Oft hefur verið rætt um að ís-
lendingar keyptu mikið af port-
úgölskum skófatnaði. Við athug-
un á töflum viðskiptaráðuneytis
svo og viðskiptaráðuneytisins
Portúgals kemur þó í ljós, að
verðmæti skófatnaðar frá Port-
úgal á sl. ári nam aðeins 9,820 m.
króna. Hér er um að ræða mikla
aukningu í krónum talið frá ár-
inu 1979, en verður þá enn að
benda á þær miklu breytingar
sem urðu á gengi ísl. krónunnar
á þessum árum, svo og að við-
skiptin fara fram í bandaríkja-
dollurum, svo að það er ekki
marktækt nema að litlu leyti að
leggja gjaldmiðil okkar til þessa
samanburðar. Af skóm flytja
Portúgalar á árinu 1983 út
18.621.019 pör og er hlutur ís-
lendinga 0,1% eða minnstur
allra þeirra landa sem á annað
borð kaupa skó af Portgölum.
Hlutur okkar í skókaupum það-
an hefur ekki aukist frá 1979 svo
að neinu nemi, þó að tölurnar
breytist af margnefndum ástæð-
um.
Meðal annars þess sem við
fluttum inn eru rafmagnsvélar
og tæki fyrir 17,615 m. króna á
árinu 1983, unnar vörur úr trjá-
viði að verðmæti í ísl. krónum
18,659 m. króna, fatnaður fyrir
20,022 m. króna og eru þá vænt-
anlega upp taldar þær vöruteg-
undir, sem hvað fyrirferðar-
mestar eru á þessum lista. Þó
eru langtum fleiri vörur upp-
taldar, plastefni, handtöskur,
ávextir, grænmeti, sykur, kaffi
og korkur og svo mætti áfram
telja. Alls sýnist mér hér gerð
grein fyrir um fjörutíu vöru-
tegundum, en innflutningur ým-
issa þeirra virðist meira til
málamynda en að um markviss-
ar aðgerðir hafi verið að ræða.
Samdráttur í salt-
fískinum það sem
af er 1984
Sé farið út í að íhuga með
þennan umtalaða útflutning
okkar til Portúgals sést að salt-
fiskurinn, blautverkaður, vegur
þar lang þyngst og vart um ann-
an útflutning frá okkur að ræða
sem neinu skiptir. Árið 1979 selj-
um við Portúgölum þannig 16,1
þúsund tonn og verðmæti í ís-
lenskum krónum er um 85,878 m.
króna. Salan á síðustu árum hef-
ur verið mest árið 1981, rösklega
38 þúsund tonn og verðmæti þess
um 700 milljónir króna. Salan
hefur dregist saman nokkuð árin
1982 og 1983 fæst þó hærra verð
fyrir fiskinn eða um 1.141,718 m.
króna á sl. ári og er þó salan ekki
meiri en 24,5 þúsund tonn.
Það sem af er árinu 1984 hefur
skyndilega brugðið svo við, að
viðskiptin eru nú íslendingum í
óhag, sem nemur 94,716 m.
króna. Þessum tölum hefur verið
hampað nokkuð sem rökstuðn-
ingur fyrir því, að viðskipti ís-
lendinga og Portúgala séu enn að
komast á slétt og hafi Portúgalir
þá ekki öllu lengur yfir neinu að
kvarta. Vert er þó að hafa bak
við eyrað, að þessi neikvæði
viðskiptajöfnuður kemur fyrst
og fremst til af því, hversu gríð-
arlegur samdráttur hefur orðið í
veiðum á þeim fiski, sem er
verkaður í saltfisk. Þá er ein
ástæðan enn meiri samkeppni
saltfiskiðnaðarins við frystiiðn-
aðinn og berst saltfiskiðnaður-
inn að nokkru í bökkum nú, þeg-
ar ofan á harðnandi samkeppni
bætist svo aflabrestur síðustu
mánuði.
Þess má geta, að það sem af er
árinu 1984 hefur verið flutt til
Portúgals sem svarar 9,3 þús.
tonnum af saltfiski og gengið frá
samningum um sölu á 15—18
þúsund tonnum á árinu. Vænt-
anlega væri kleift að selja meira
magn til Portúgals, en vegna
aflatregðu mun ekki hafa verið
gengið lengra að sinni.
Sveinn Björnsson hjá við-
skiptaráðuneytinu sagði, að
skýringin á neikvæða viðskipta-
jöfnuðinum lægi í þessari stað-
reynd, þ.e. hversu lítið er flutt af
saltfiski til Portúgals fyrstu
mánuði ársins, svo og að einn
eða tveir olíufarmar frá Portúg-
al hefðu verið fluttir hingað það
sem af er árinu og hækkaði það
tölurnar svo, að skakkaði réttri
mynd af viðskiptunum. Væri á
heildina litið sagði Sveinn að það
væri ekki raunhæft að staðhæfa
að mikil breyting hefði orðið á
viðskiptum okkar við Portúgal.
Ráðuneytið og fjölmargir aðilar
hefðu gert átak í þeim efnum, en
það breytti ekki þeirri stöðu, að
þar væri um tiltölulega léttvæg-
an innflutning að ræða.
Átti málið erindi
á EFTA-fundinn?
Á þessu máli öllu eru svo
margar hliðar, að óhugsandi er
að skilgreina þær allar, enda
liggja ekki skýringar fyrir á
ýmsum þeirra. Það sem einnig
hefur verið deilt um og hitað upp
allar umræður um viðskipti ríkj-
anna, er hvort rétt hafi verið að
ræða málið út frá þeim forsend-
um sem gert var á EFTA-fund-
inum í Visby. Barreto hefur sagt
afdráttarlaust að á þeim vett-
vangi hafi ekki verið rétt að
fjalla um málið eins og gert hafi
verið. Hann hefur einnig sagt að
samkvæmt EFTA-samningi eigi
tollfríðindi ekki við um fiskveiði-
afurðir og landbúnaðarvörur.
Barreto hefur lagt ríka áherslu á
að umræður um viðskipti land-
anna færu fram með beinum við-
ræðum, en EFTA-fundur hafi
verið alrangur staður til að hefja
máls á þessu. Þessu eru svo ýms-
ir íslenskir aðilar ekki sammála
og telja fráleitt að tilkynna um
slíkan toll rétt í þá sömu mund
og fundur um fríverslun sé að
hefjast.
Hjá hvorum tveggja gætir
ákveðinnar geðshræringar, sem
er ekki óeðliiegt sé haft i huga að
um gríðarlega viðskiptalega
hagsmuni er að ræða, bæði fyrir
Portúgali og íslendinga.
Hvað verður hægt að
tala um á fundinum
í Reykjavík?
Barreto og aðrir portúgalskir
fulltrúar munu eiga fund með
viðskiptaráðherra og öðrum ís-
lenskum aðilum sem málum
þessum tengjast á þriðjudags-
morguninn. Barreto var skiljan-
lega ófáanlegur til þess í viðtali
við blm. Mbl. á dögunum að
skýra frá því hvaða tillögur
hann myndi leggja fyrir islenska
ráðamenn þessu máli til lausnar.
Það er þó ákaflega trúlegt að
lögð verði áhersla á aukin oliu-
kaup, en samkvæmt því s?m
Sveinn Björnsson sagði nú fyrir
helgina hafa olíukaup verið
„nokkuð fljótandi" siðasta árið.
Um fiskveiðiréttindi í fslenskri
lögsögu hefur Barreto sagt að
verði ekki beðið, þar sem Portúg-
ölum sé fullkunnugt um hvernig
þeim málum sé komið hjá okkur.
Ekki er ótrúlegt að Portúgalir
muni vekja máls á að þeir fái
meiri hlutdeild í ýmsum orku-
verkefnum, eins og samkomulag
tókst um fyrir nokkrum árum
með góðum árangri.
Menn greinir einnig á um,
hversu víðtæk umboð Barreto
muni hafa til samningagerðar
vegna þess að ágreiningur sé um
þetta innan portúgölsku stjórn-
arinnar. Þar geri menn sér grein
fyrir að hækkun á saltfiski með
tilkomu tólf prósenta tollsins
geti orðið afdrifadrík fyrir kaup-
endur úti og að ekki sé nú
minnst á neytendur, sem hafa
orðið að herða sultarólina i orðs-
ins fyllstu merkingu í þá rúmu
tólf mánuði sem stjórn Soares
hefur setið við völd.
Barreto hefur sagt að hann
muni koma hingað með fullmót-
aðar tillögur og muni ekki sætta
sig við annað en umræður verði
bæði vitsmunalegar og málefna-
legar og farið ofan í saumana á
málinu öllu. Barreto er kurteis
maður, viðfelldinn og hæglátur í
framgöngu. Hann hefur hins
vegar orð á sér fyrir að vera
ákaflega skeleggur og rökfastur
og harður samningamaður Svo
að í fljótu bragði finnst mér ekki
sennilegt að Barreto sætti sig
við að fara í för sem þessa án
þess að hafa fullt umboð til til-
lögugerðar og hugsanlegra
samninga.