Morgunblaðið - 07.07.1984, Page 16

Morgunblaðið - 07.07.1984, Page 16
Ti 16 t£Pf í TTTT ? íTTin /ino A rVT A T rtjn a Tm/TrrxnAi# MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JÚLl 1984 „Ósigra verður að yfírstígaa Frú Marianne Strauss hafði mikil áhrif á mann sinn bak við tjöldin DAUÐI Marianne Strauss, konu Franz Josef Strauss, leiðtoga CSU í Bæjaralandi, er enn ráðgáta. Hún fórst í bflslysi fyrir rúmri viku, er bifreið hennar, sem hún ók sjálf, fór út af veginum og lenti á tré. Er frú Strauss talin hafa beðið bana sam- stundis. Þetta er enn meiri ráðgáta fyrir þá sök, að hún var reyndur bfl- stjóri og þekkti leiðina vel. Hún var 54 ára að aldri. Maður hennar, Franz Josef Strauss, var í opinberri heimsókn í Júgóslavíu sem forseti efri deild- ar vestur-þýzka þingsins, er slysið átti sér stað. Batt hann þegar í stað enda á heimsókn sina og hélt heim. Með honum á ferðalaginu var yngri sonur þeirra hjóna, Franz-Georg. Þau Marianne og Franz Josef höfðu verið gift í 27 ár. Eftir vini þeirra hjóna, Max Streibl, fjár- málaráðherra í Bæjaralandi, var haft, er hann frétti um slysið: „Hjónabandið var Strauss upp- spretta þreks á stormasömum stjórnmálaferli hans.“ Marianne Strauss lét manni sín- um eftir stjórnmálasviðið. Sjálf hafði hún mjög margt til brunns að bera og það var ekki með öllu sársaukalaust, að hún fórnaði öll- um frama á opinberum vettvangi og helgaði sig fjölskyldu sinni. Hún hafði lokið háskólanámi í hagfræði og þar að auki prófi sem túlkur bæði í frönsku og ensku. Um börn þeirra þrjú sagði húrf með sýnilegu stolti: „Þeim gengur virkilega vel.“ Og hún lét ekki þar við sitja, heldur beitti sér af alefli fyrir því, að önnur börn fengju sama tækifæri. „Við verðum að geta gefið börnum okkar ráð, svo að þau komizt hjá því að verða fórnarlömb einræðishugsjóna, gervitrúarbragða, áfengis eða fíkniefna," sagði hún. Manni sínum var hún mikil stoð. Er herferðin gegn honum var hvað mögnuðust á árinu 1962, á hún að hafa sagt, er hann hug- leiddi að draga sig í hlé af stjórnmálasviðinu: „Osigra verður að yfirstíga. Menn mega ekki láta ósigra fá sig til þess að gefast upp. Geri þeir það, þá brotnar þeirra innri maður." Engu að síður ráðlagði hún manni sínum frá því hin síðari ár að sökkva sér aftur á kaf í stjórn- málin. Hún fagnaði því ekki, er Strauss gaf kost á sér sem kansl- araefni CDU/CSU 1980 og hún réð honum frá því að taka við ráð- herraembætti, er ný stjórn var mynduð í Bonn. 1 það skipti var það hún, sem réð. En í Munchen eru þegar komnar á kreik raddir um, að það mikla áfall, sem fráfall hennar er, verði til þess, að Franz Josef Strauss herði upp hugann og hasli sér að nýju völl á stjórnmálasviðinu í Bonn með því að taka við valdamiklu ráðherra- embætti í sambandsstjórninni. (Heimild: Die Welt) Dýrasta mál- verk í heimi Loadon, 5. júlf. AP. MÁLVERK eftir breska listamanninn Turner, var selt fyrir tæpar 300 milljónir ísl. króna á uppboði í London í dag. Þetta er hæsta verð sem nokkru sinni hefur verið greitt fyrir málverk á uppboði. Myndin er olíumálverk af sjávarsíðunni í Folkstone, málað í kringum 1845. Búist var við að verkið yrði slegið á um 2 milljónir sterlingspunda (u.þ.b. 80,6 millj. ísl. kr.) en yfirmenn Sotheby’s uppboðs- haldaranna í London sögðu að aldrei væri hægt að spá um endanlegt verð mikilla verka sem þessa. Myndin var úr safni Clarks heitins lávarðar, en synir hans seldu hluta safnsins til að borga fasteignaskatta. Kaup- andi málverksins krafðist nafnleyndar og fóru kaupin fram í gegnum umboðsmann. Sá neitaði að gefa upp hvort myndin yrði flutt úr landi eð- ur ei. Hæsta verð sem greitt hafði verið fyrir málverk til þessa, var um 2,689,076 sterlings- pund árið 1980 og var það einnig verk eftir Turner. Þetta er í annað sinn á einni viku sem heimsmet er sett á málverkauppboði í London, en á þriðjudag voru 70 teikningar eftir gömlu meistarana seldar á um 21 milljón punda. AF ERLENDUM VETTVANGI Eftir SUSAN LINNEE Sættir Gonzales sig við aðild að NATO? í árangursríkri kosningabaráttu fyrir þingkosningarnar í október 1982 lagði leiðtogi Sósíalistaflokksins, Felipe Gonzales, ríka áherslu á nauðsyn þess, að efnt yrði til þjóðaratkvæðis um áframhaldandi veru Spánar í Atlantshafsbandalaginu. Nú, nítján mánuðum seinna, virðist bæði ríkisstjórn sósí- alista og forsætisráðherrann, Fel- ipe Gonzales, hafa sætt sig við, að pólitískur raunveruleiki krefjist áframhaldandi aðildar Spánar að bandalaginu, auk þess að her landsins hefji samstarf við her- afla NATO og verði undir sameig- inlegri stjórn. Þrátt fyrir þetta sýna skoðana- kannanir, að a.m.k. 60% af 38 milljón íbúum vilja að landið segi sig úr NATO. Þegar innganga Spánar átti sér stað, aðeins fimm mánuðum fyrir kosningasigur sósíaiista, var stjórn miðflokka við völd. Háttsettur vestrænn sendi- fulltrúi, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði að við inngöngu Spánar hefði „sfðasti steinninn verið lagður í varnarvirki vestur- veldanna". Fyrir u.þ.b. ári ftrekaði Gonzal- es í fréttaviðtali, skömmu áður en hann hélt í ferð til Bandarfkj- anna, að hann óskaði eftir þjóðar- atkvæði um málið. Auk þess kvað hann æskilegt, að efnt yrði til fræðsluherferðar um Atlants- hafsbandalagið meðal spænsks al- mennings. Enn heldur Gonzalez þvf fram, að efnt verð til þjóðaratkvæðis „fyrir lok kjörtrhabilsins (1986)“, en ekki bólar enn á framkvæmd fræðsluherferðarinnar. Það fer að hitna í kolunum í kringum þetta mál í desember- mánuði, þegar Sósíalistaflokkur- inn heldur ársþing sitt. Mörgum á vinstra væng flokksins, sem lftð tillit hefur verið tekið til, þykir þátttaka í NATO svik við hlut- leysistefnuna sem flokkurinn fylgdi þegar hann var f stjórnar- andstöðu. í október 1981 lögðust þing- menn Sósfalistaflokksins og Kommúnistaflokksins á eitt í neðri málstofu þingsins og greiddu atkvæði á móti inngöngu landsins í NATO. Það var hins vegar Lýðræðisbandalagið (UCD), sem fór með sigur af hólmi ásamt stuðningsflokkum sinum f rfkis- stjórn og fékk aðildina samþykkta með 186 atkvæðum gegn 146 at- kvæðum stjórnarandstöðunnar. Ekki létti Joseph Luns, fyrrum framkvæmdastjóra Atlantshafs- bandalagsins, Gonzales forsætis- ráðherra róðurinn, þegar haft var eftir honum fyrir nokkrum mán- uðum, að í lýðræðislöndum væri ekki efnt til þjóðaratkvæðis- greiðslu, heldur tíðkaðist slfkt að- eins f „löndum þar sem ofstjórn ríkir“. Seinna sagði Luns, að rangt hefði verið eftir sér haft. Margir spænskir fréttaskýrend- ur líta á áframhaldandi veru landsins í NATO og langvarand tilraunir þess til að komast f Evr- ópubandalagið (EBE) sem tvær hliðar á sama málinu. Bæði Hel- mut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, og Bettino Craxi, forsætisráðherra ítalfu, Manuel Fraga hafa opinberlega stutt þessa skoð- un, en Ruud Lubbers, forsætis- ráðherra Hollands, sagði nýlega f Madrid, að þessu tvennu ætti ekki að blanda saman. Ef svo fer, að haldin verði þjóð- aratkvæðagreiðsla, verður Al- þýðubandalag hægri manna, sem nú er f stjórnarandstöðu, í lykil- andstöðu. Fréttaskýrendur velta því nú fyrir sér, hvort það muni e.t.v. bjarga Gonzales í þessari erfiðu stöðu, að leiðtogi stjórnar- andstöðunnar, Manuel Fraga, taki það ráð að halda að sér höndum. Einangrunarhyggja á rík ftök í Spánverjum, bæði meðal vinstri- og hægrimanna, enda þótt ástæð- urnar til þess séu af ólíkum póli- tískum toga. Kommúnistaflokknum, sem orðið hefur fyrir miklu fylgistapi, hefur tekist að skapa sér áhrifa- stöðu innan friðarhreyfingarinn- ar og í samtökum andstæðinga kjarnorkuvopna, en fylkingar þessar hafa staðið fyrir samkom- um, þar sem allt að 250.000 manns hafa mótmælt þátttöku f NATO og áframhaldandi veru banda- rískra hermanna f landinu sam- kvæmt samningi frá 1953. Einangrunarhyggja, sem rfkir meðal hægrimanna og í sumum deildum hersins, á rætur að rekja til áranna eftir borgarastríðið og Felipe Gonzales heimsstyrjöldina sfðari, þegar Vesturveldin sneru baki við Franco vegna stuðnings hans við Möndulveldin. Vestrænir fréttaskýrendur telja mikilvægi Spánar fyrir NATO einkum fólgið í stærð landsins og strjálbýlli hásléttu, þar sem hægt er að gera tilraunir með ný vopn og flugvélar. Álíta þessir sömu aðilar, að það mundi veikja varnir bandalagsins á sunnanverðu Miðjarðarhafi, milli Balerísku eyjanna, Gfbraltar og Kanarfeyja, ef Spánn stæði utan hernaðarsamvinnu NATO-ríkj- anna. Hin nýja stétt f varnarmála- ráðuneytinu, sósíalfsku skriffinn- arnir, telur einnig, að þátttaka landsins f NATO verði til þess að beina sjónum einangrunarsinna í hernum út á við. Auk þess gefist tækifæri til að endurnýja vopna- búnaðinn og eiga samvinnu við nýtískulega búna heri NATO- rfkjanna. Að því er varðar hin aðildarrfk- in, 15 að tölu, eru það aðeins Frakkland og Island, sem ekki taka þátt f samvinnu rfkjanna á sviði hermála. Nýlega birtist skopteikning í dablaðinu E1 Pais, sem er óháð, og lýsir hún þeirri klemmu sem Spánn er kominn f út af aðildinni að NATO. Myndin sýnir mann sem aug- sýnilega veit ekki sitt rjúkandi ráð. Fyrir ofan höfuð hans eru sex áletranir og gætu allar hugsan- lega verið svar við spurningunni, sem þjóðaratkvæðagreiðslunni er ætlað að svara: „Nei.“ „Hví ekki að hætta þátttöku?" „Kannski." „Við ættum að hætta." „Hvf ekki að vera áfram." „Já.“ Susan Linnee er blaðamaður hjá AP og sendir þennan pistil frá Madrid.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.