Morgunblaðið - 07.07.1984, Blaðsíða 19
MOKCtrkBL'AÐffi;LAOGARDAGUK1.'JtlLnðSj
viðstaddur opnun nýrra skóla i
litlum þorpum þar sem flótta-
menn frá Búrúndi fengu að setjast
að fyrir 10 árum. Þá voru þetta
fátæklegar flóttamannabúðir en
fólkið fékk að vera í friði á svæði á
stærð við Fjón og festi þarna ræt-
ur. Þriðja lausnin er að útvega
fólki dvalarstað einhvers staðar í
heiminum og flytja það úr flótta-
mannabúðunum þegar hægt er.
Bátsfólkið er besta dæmið um
þetta. Það hefur komið til Thai-
lands, Malasíu og Indónesíu, getur
ekki snúið aftur heim og getur
helst ekki fengið að vera. Yfir ein
milljón manns hefur verið flutt úr
flóttamannabúðum á undanförn-
um átta árum. Það er ekki mikið
þegar hugsað er til þess að það eru
10 milljónir flóttamanna 1 heimin-
um, tæpar þrjár milljónir í Pak-
istan, yfir fjórar milljónir í Afr-
íku, o.s.frv. o.s.frv. En nú vil ég
bara koma 40—60.000 flóttamönn-
um í Indónesíu fyrir annars stað-
ar, það er allt og sumt. Ég segi
fólki að það geti verið alveg rólegt,
ég ætla ekki að senda 3 milljónir
flóttamanna frá Pakistan til ís-
lands eða margar milljónir Afr-
íkubúa til Bandaríkjanna. Það er
best að hjálpa fólki þar sem það er
niðurkomið og mikilvægast er að
gefa því tækifæri til að hjálpa sér
sjálft.
Mér þykir mjög sárt að fylgjast
með útlendingahatri aukast í Évr-
ópu. Þess verður vart í Sviss,
Þýskalandi, á Norðurlöndunum,
Bretlandi og í Frakklandi. Við
berjumst mjög hart gegn þessum
hugsunarhætti en vandinn er sá
að margir segjast vera flótta-
menn, sem kannski eru það ekki,
og láta skattgreiðendur halda sér
uppi. Fólk reiðist þessu og vill
senda alla útlendinga úr landi. En
það verður að gera greinarmun á
þeim sem alls ekki geta snúið
heim og hinum sem eru bara í leit
að betri atvinnu og afkomu.
Flóttamannastofnunin hjálpar
aðeins pólitískum flóttamönnum.
Það er fólk sem getur átt á hættu
að vera drepið ef það fer ekki úr
landi. Stjórnvöld kalla það oft
uppreisnarmenn og svikara. En ég
vil benda á að meirihluti flótta-
fólks eru konur og börn. Það er
fátæka fólkið úr kofunum sem eru
eyðilagðir þegar stjórnarherir og
skæruliðar, frelsishetjur, eða hvað
sem á að kalla her stjórnarand-
stöðunnar, berjast um völd í land-
inu. Við reynum eftir fremsta
megni að halda vopnuðum bar-
áttumönnum fyrir utan flótta-
mannabúðirnar og hjálpum aðeins
þar sem við getum haft frjálsan
aðgang að búðunum og fylgst með
því sem þar fer fram og reynum að
vernda flóttafólkið fyrir hryðju-
verkamönnum en það er stundum
erfitt."
Hartling er guðfræðingur að
mennt. Hann var meðal stofnenda
dönsku flóttamannahjálparinnar
og hafði langa reynslu í stjórn-
málum þegar hann var valinn í
starf yfirmanns Flóttamanna-
stofnunar Sameinuðu þjóðanna.
Hann sagðist stundum verða
vondaufur þegar hann hugsar til
þess að það eru enn 10 milljónir
flóttamanna í heiminum en hann
er feginn því að það eru ekki sömu
10 milljónirnar og fyrir fimm ár-
um.
„Þetta er dálítið eins og að
vinna á sjúkrahúsi," sagði hann.
„Læknar og hjúkrunarkonur gætu
hugsað með sér að starf þeirra
væri ekki til neins, það væru alltaf
einhverjir veikir, sama hvað þau
læknuðu og hjúkruðu. En maður
hugsar ekki þannig. Flóttamanna-
stofnunin hefur hjálpað 25 milljón
manns á 30 árum, Sameinuðu
þjóðirnar eru ekki til einskis. Ég
hef hjálpað við að stuðla að þvi að
fólk þyrfti ekki ávallt að vera
flóttafólk. Ég hef ekki reynt að
veita þvi hamingju, það er ekki
mitt starf, en reynt að hjálpa þvi
að standa á eigin fótum, til að
rækta eigið land eða opna matstað
í Brussel, hjálpað þvi til að geta
nýtt kraftana í samfélaginu. Það
hefur verið þess virði að takast á
við þetta starf."
ab
19r
Bandarísk stórblöð
fjalla um skák á íslandi
Skák
Margeir Pétursson
UNDANFARNA mánuði hefur
oft verið vikið að íslandi í
skákdálkum og skákfréttum
erlendra stórblaða, rétt eins og
árið 1972 þegar Fischer og
Spassky tefldu heimsmeistara-
einvígi sitt. Nú hafa alþjóðlegu
skákmótin hér á landi í vetur
og vor og ágætur en óvæntur
árangur heimamanna beint
augum skákdálkahöfunda að
íslandi á ný. Þær tvær greinar
sem hér fara á eftir birtust
nýlega i víðlesnum dagblöðum í
New York, Herald Tribune og
New York Tribune og eru báð-
ar skrifaðar af þekktum stór-
meisturum úr ólympíuliði
Bandaríkj amanna.
Robert Byrne sér um skák-
dálka Time & Life-samsteyp-
unnar, sem gefur m.a. út New
York Times og Herald Tribune.
Skákþættir hans og skýringar
þykja afar vandaðir og er
Byrne vafalaust mest lesni
skákdálkahöfundur utan Sov-
étríkjanna. Hann spinnur
þætti sína utan um ákveðnar
skákir og nýlega varð fyrir val-
inu hjá honum æsispennandi
skák þeirra Helga ólafssonar
og Walters Browne, sem tefld
var á alþjóðlegu móti í New
York i vor:
„Þegar skákmaður hefur
fengið á sig áhættufórn verður
hann að gera sér fulla grein
fyrir veikleikum sínum til að
geta séð fyrir hugsanlega árás
andstæðingsins. Án varnar-
áætlunar getur jafnvel traust-
asta staða tæst í sundur svo
sem sézt af viðureign þeirra
Walters Browne frá Berkeley í
Kaliforníu, núverandi Banda-
ríkjameistara, og Helga
Ólafssonar, íslensks stór-
meistaraefnis, í sjöundu um-
ferð alþjóðalega skákmótsins í
New York.
Markmiðið með leik Brown-
es, 9. Bc4, í þessu vinsæla af-
brigði drottningarindversku
varnarinnar, var að endurbæta
taflmennsku Kasparovs í
fyrstu skák hans við Korchnoi í
einvíginu í London í desember.
í þeirri skák náði Korchnói öfl-
ugu mótspili gegn hvíta mið-
borðinu eftir 9. Bd3 — Bg7, 10.
e4 Rxc3, 11. bxc3 — c5, 12.
Bg5 - Dd6, 13. e5 - Dd7 og
svartur hefur ágæta stöðu.
Hugmyndin á bak við 9. Bc4
sézt eftir 14. Hdl — Browne
hafði valdað miðborðspeð sín
án þess að skemma sterka víg-
stöðu þeirra.
Leikur Ólafssonar, 16. — c4!?
þröngvaði í raun Browne til að
fórna peði, því svartur hefur
frábæra stöðu eftir 17. Bxc4?
— Rxc4,18. Dxc4 6 Bxe4. Eftir
17. De3!? - Dxa3, 18. Bbl er
ljóst að langur tími mun líða
þar til svartur getur hagnýtt
sér umframpeð sitt og á meðan
hugðist Browne ná sókn gegn
fáliðuðum kóngsvængi svarts.
Eftir 23. h5 misreiknaði
Ólafsson mikilvægi opinnar
hrókslínu fyrir hvít og leyfði
23. - Rf6?, 24. hxg6 - hxg6.
Rétt var að drepa með 23. —
gxh5 og miða síðan að gagn-
sókn eftir g-línunni.
Eftir 27. Dg3 átti ólafsson
Helgi Ólafsson
mjög erfitt val fyrir höndum
vegna hinnar hræðilegu hótun-
ar 28. f4, 29. Kf2 og 30. Hhl
með vinnandi sókn eftir h-lín-
unni í kjölfarið. Hann fórnaði
því hrók með 27. — Re7, 28,
Rxe6 — Rd5, 29. Rxd8 — Rf4 tií
að ná virku mótspili.
Browne gat hugsanlega
mætt hótuninni 30. — Re2 mát
með þvi að leika 30. Hfel, þar
sem 30. — Bxg2,31. Dh2 — Dg5
er brotið á bak aftur með 32.
Dh8+! - Kxh8,33. Rf7+ - Kg7,
34. Rxg5. Hvað sem því líður
gaf 30. Dxf4! - Dxf4, 31. Rxb7
honum hrók og tvo menn fyrir
drottningu og takmarkaða
mótspilsmöguleika fyrir svart.
Hrókakaupin í 37.-38. leik
tryggðu síðan enn aðstöðu
Brownes. Hins vegar gaf hið
vafasamt 40. e6? (40. Ba2 hefði
unnið auðveldlega) Ólafssyni
færi á að grugga vatnið með 40.
- Dxbl. T.d. er framhaldið 41.
He3 - Dc2+, 42. Kf3 - Ddl+,
43. Kf4 — Dgl! mjög óljóst. En
Ólafsson missti af þessu tæki-
færi.
Eftir 49. Hh3! var ólafsson
varnarlaus gagnvart hótuninni
50. Hh7+ og gafst því upp.
Hvítt: Walter Browne.
Svart: Helgi Ólafsson.
Drottningarindversk vörn
1. d4 - Rf6, 2. c4 - e6, 3. Rf3
- b6, 4. a3 - Bb7, 5. Rc3 - d5,
6. cxd5 — Rxd5, 7. e3 — g6, 8.
Bb5+ — c6, 9. Bc4 — Bg7,10. e4
- Rxc3,11. bxc3 — c5, 12. Bg5
- Dd6,13. Dd3 - Rc6,14. Hdl
- 0-0,15. 0-0 - Ra5,16. Ba2 -
c4, 17. De3 - Dxa3, 18. Bbl -
Hfe8, 19. h4 - f6, 20. Bh6 -
Bxh6, 21. Dxh6 6 Df8, 22. De3
- Had8,23. h5 - Rc6, 24. hxg6
- hxg6, 25. e5 - f5, 26. Rg5 -
Dh6, 27. Dg3 - Re7, 28. Rxe6
- Rd5, 29. Rxd8 - Rf4
30. Dxf4 - Dxf4, 31. Rxb7 -
He7, 32. Rd6 - Hh7, 33. Hfel
- Hh2, 34. He3 - Dh4, 35. Kfl
Stefín Hilmarsson
- Hhl+, 36. Ke2 - Dg4+, 37.
Hf3 - Hxdl, 38. Kxdl - Dxg2,
39. Ke2 - Dhl, 40. e6 - Kf8,
41. He3 - Ke7,42. Rc8+ - Ke8,
43. Rd6+ - Ke7, 44. Rc8+ -
Ke8, 45. Bc2 - b5, 46. e7 -
Dh5+, 47. Kd2 - Dh2, 48. Kcl
- Dc7, 49. Hh3 - gefið.“
Viðtal stórmeistara
við bankastjóra
Sovézki stórmeistarinn land-
flótta, Lev Alburt, tefldi á
tveimur mótum á íslandi í vet-
ur. Hann bindur sig ekki við
hráar skákskýringar og fréttir
af mótum, en kemur víða við í
skrifum sínum i New York Tri-
bune, t.d. skrifar hann mikið
um mál sovézkra skákmanna
og nýlega kom hann á fram-
bæri bréfi frá Boris Guljko,
fyrrum Sovétmeistara, þar sem
Guljko biður alla skákmenn
um að veita sér liðsinni sitt í
baráttu hans og konu hans
fyrir að fá að flytja úr landi.
Hér fer á eftir ein af greinum
hans um Búnaðarbankaskák-
mótið. Eftir að hafa fjallað ýt-
arlega um úrslitin á mótinu og
glæsilegan árangur Jóhanns
Hjartarsonar reynir hann að
útskýra fyrir lesendum sínum
hvers vegna mótið hafi verið
haldið:
„Einn af þessum mönnum
sem Iögðu mikið af mörkum til
að þetta mót gæti farið fram
var Stefán Hilmarsson, banka-
stjóri Búnaðarbankans. Ég
hitti Stefán oft og vildi m.a. fá
að vita hvers vegna banki hans
stæði fyrir skákmótinu.
Hann er 58 ára gamall, lítur
út fyrir að vera yngri og hefur
starfað fyrir Búnaðarbankann
(Agricultural Bank) síðustu 22
árin. Áður var hann háttsettur
diplómat í Bandaríkjunum.
Frá 1956-62 bjó Stefán í
Washington þar sem hann
starfaði sem sendifulltrúi.
Hann segir sér hafa líkað lífið
hér í Bandaríkjunum, en ákvað
að flytja heim til íslands því
hann hafði áhyggjur af því að
dætur sínar yrðu fyrir of mikl-
um amerískum áhrifum og
tengsl þeirra við Island myndu
slitna.
Stefán varð eftirmaður föður
síns, sem var bankastjóri Bún-
aðarbankans í mörg ár. Hann
lærði að tefla sem drengur og
tefldi oft við föður sinn. Eins
Walter Browne
og margir aðrir lítur Stefán
svo á að skák sé mjög gott
þroskatæki fyrir börn.
Ég spurði hann hvort hann
teldi mót sitt hafa heppnast
vel. Hann játaði því og gaf þá
skýringu að „áhuginn meðal
starfsmanna okkar og almenn-
ings er þegar orðinn miklu
meiri en við þorðum að vona,
sennilega vegna góðrar frammi-
stöðu Piu Cramling og íslensku
skákmannanna, sem sumir
vinna í Búnaðarbankanum."
LA: Hvað telurðu vel heppnað?
Eða hreint út sagt, hvers vegna
er fé eytt í þetta skákmót?
SH: Fyrst og fremst er skák
skemmtilegur leikur og mikil-
vægur þáttur i menningarlífi
okkar. Banki okkar styður list
og því einnig skák. Áuðvitað
höfum við heldur ekkert á móti
umfjölluninni sem við höfum
fengið hjá blöðum, sjónvarpi
og útvarpi. Við erum einnig
ánægð með þá ágætu umfjöllun
sem mótið hefur fengið í sum-
um erlendum blöðum, svo sem
þeim sænsku og New York Tri-
bune sem þú skrifar í.
ísland er lítið land og bank-
inn okkar er mun smærri en
margir bandarískir bankar. En
við getum boðið upp á ýmislegt
sem þið hafið ekki, svo sem
óspillta náttúru. Við viljum
láta fleiri Bandaríkjamenn
vita af okkur og síðast en ekki
síst þá teljum við mótið vera
þjónustu við starfsfólk okkar.
Það er löng hefð í Búnaðar-
bankanum fyrir því að styðja
við bakið á skáklistinni. Hún
var löngu til orðin áður en ég
kom til bankans. Við eigum
best skáklið af öllum íslensk-
um bönkum og höfum keppt við
erlenda banka. Við höfum sigr-
að bæði hollenska Amro-bank-
ann og lið enskra bankamanna,
þrátt fyrir að við séum miklu
smærri en þeir. Við getum tal-
að um að Davíð hafi lagt Goliat
og það kitlar stolt okkar. Nú
viljum við gjarnan tefla við
bandaríska banka því við höf-
um frétt af árlegri skákkeppni
bankanna í New York. Og ef
bankarnir ykkar leggja ekki í
okkur hver fyrir sig erum við
alls óhræddir við að mæta
sameinuðu liði þeirra.
Stefán telur að Búnaðar-
bankamótið verði haldið með
reglulegu millibili í framtíð-
inni og vonast eftir því að aðrir
bankar fylgi fordæmi Búnað-
arbankans.