Morgunblaðið - 07.07.1984, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 1984
Sigurvegarar í flokki 500cc, talið frá vinstri: Jón S. Halldórsson, sem varð
annar, Þorvarður Björgúlfsson, sem var í fyrsta sæti og Ragnar I. Stefáns-
son, sem hafnaði í 3. sæti.
Motocross-keppni VÍK:
Þorvarður sigraði í
kraftmeiri flokknum
Meðfylgjandi myndir tók Kristján Ari Einarsson af keppni í Motocross sem
haldin var nýlega á vegum vélhjólaíþróttaklúbbsins (VÍK). Um 16 félagar tóku
þátt í keppninni og var keppt í tveimur flokkum. Sigurvegarar í 250cc voru
Valdimar Jónsson og Henrik Thorarensen, en sigurvegarar í flokki 500cc voru
Þorvarður Björgúlfsson, Jón S. Halldórsson og Kagnar I. Stefánsson.
Þorkell Ágústsson, sem hafnaði í 4.
sæti.
Sigurvegarinn, Þorvarður Björgúlfs-
son.
Þorkell Ágústsson Lv. og Jón S. Halldórsson Lh.
Jón S. Halldórsson Lv. og Þorvarður Björgúlfsson Lh.
Mjólkursamlag Búðardals 20 ára:
Höfum lagt á-
herslu á vöruþróun
— Viðtal við Sigurð Rúnar Friðjónsson, mjólkursamlagsstjóra
Mjólkursamlagiö í Búðardal hefur nú veriö starfandi í 20
ár en upphafleg ástæða þess aö ráðist var í aö setja á stofn
mjólkursamlag var sú að auka atvinnumöguleika íbúa sveit-
arinnar.
Fulltrúar úr öllum hreppum Dalasýslu héldu fund að As-
garði í Dölum og ræddu þar um fyrirhugaða stofnun mjólkur
samlaga. Á fundinum voru kosnir þrír menn í undirbúings-
nefnd sem kanna skyldi hvaða leiðir skyldi fara og hvernig
best væri að snúa sér í þessu efni.
Ákveðið var að ræða við Mjólkursamsöluna í Reykjavík og
Kaupfélag Hvammsfjarðar um að taka að sér byggingu og
rekstur mjólkurstöðvar í Búðardal og var niðurstaðan sú að
Mjólkursamsalan í Reykjavík tók að sér verkefnið.
Framleiddi í upphafi
neyslumjólk fyrir Búð-
ardal og nágrenni
„Það var hafist handa við að
reisa húsakynni þau er mjólkur-
samlagið skyldi starfa í í ágúst
1962 og Mjólkursamlagið í Búð-
ardal tók síðan formlega til starfa
18. mars árið 1964,“ sagði Sigurður
Rúnar Friðþjófsson, fram-
kvæmdastjóri Mjólkursamlagsins,
í viðtali við blm. Morgunblaðsins.
„Það má segja að stofnun Mjólk-
ursamlagsins hafi fyrst og fremst
verið í þvi skyni að tryggja íbúum
Búðardals og nágrennis reglu-
bundna afurðasölu frá mjólkur-
framleiðendum. í fyrstu var ein-
ungis framleidd neyslumjólk fyrir
þetta svæði en síðan hefur starf-
semin aukist og fjöldi þeirra
mjólkurafurða sem við framleið-
um í dag er meiri en á fyrstu árum
starfseminnar. Þá var einnig
starfrækt smjörgerð í Mjólkur-
samlaginu frá fyrstu tíð.
Fyrstu þáttaskilin sem áttu sér
stað í rekstri Mjólkursamlagsins
ef svo má til orða taka, voru þau
að tekið var við rekstri Mjólkur-
samlagsins á Grundarfirði árið
1974, en þar hafði verið starfrækt
mjólkursamlag í u.þ.b. tíu ár en
reksturinn ekki gengið sem best.
Við það að taka við rekstri Mjólk-
ursamlagsins á Grundarfirði
stækkaði auðvitað dreifingar-
svæði Mjólkursamlagsins hér.
Dreifingarsvæðið hafði verið Dal-
asýsla og Austur-Barðástrandar-
sýsla en við það bættist nú norð-
anvert Snæfellsnesið."
Mjólkurframleiðendum
hefur fækkað
„Á dreifingarsvæði okkar í dag
eru um 6200 íbúar og það eru
u.þ.b. 90 mjólkurframleiðendur
sem sjá okkur fyrir hráefni til
vinnslu. Þegar Mjólkursamlagið í
Búðardal var sett á laggirnar fyrir
Sigurður Rúnar Friðjónsson, mjólk-
ursamlagsstjóri Mjólkursamlagsins í
Búðardal. Hann tók við því starfi
fyrir sjö árum og hafði þá verið starf-
andi hjá Mjólkursamsölunni í
Reykjavík.
20 árum voru mjólkurframleið-
endur um 270, eða um þrisvar
sinnum fleiri en þeir eru í dag og
það er spá mín að þeim eigi enn
eftir að fækka verulega á næstu
árurn," sagði Sigurður Rúnar.
„Fyrstu árin var húsnæði
Mjólkursamsölunnar um 750m2 en
árið 1975 var ráðist í það að
stækka húsnæðið og byggja
I250m! við og var starfsemi sam-
lagsins aukin um leið. Var hafist
handa við að framleiða osta og f
júlí 1977 var fyrsti osturinn fram-
leiddur af Mjólkursamlaginu í
Búðardal. Var til að byrja með
einungis framleiddur Gouda-ostur
en ostategundunum sem fram-
leiddar eru átti eftir að fjölga og
árið 1981 komu tvær nýjar teg-
undir af ostum á markað, Dala-
yrja og Dala-Brie.
Lögum besta skyrið á
íslandi
„Á árunum 1967 til 1977, eða um
tíu ára skeið, var framleidd
þurrmjólk hér í Búðardal en með
tilkomu ostagerðarinnar féll sú
framleiðsla niður með öllu,“ sagði
Sigurður Rúnar. „Auk þess að
framleiða algengustu mjólkuraf-
urðir, s.s. neyslumjólk og osta þá
framleiðum við einnig skyr sem
við teljum það besta á fslandi og
selst það vel og er verst að allir
landsmenn geti ekki fengið að
njóta þess.
Auk þess að framleiða mjólk-
urvörur sjáum við einnig um
dreifingu á þeim mjólkurafurðum
sem við framleiðum ekki sjálfir.
Við sjáum t.d. um alla dreifingu á
G-mjólkurvörum, jógurti og ís-
blöndu fyrir MS, en það er Mjólk-
ursamlagið í Reykjavík sem á og
rekur Mjólkursamlagið hér í Búð-
ardal. Svo þetta samstarf er ekki
óeðlilegt. Þá dreifum við einnig
framleiðsluvörum frá Osta- og
Smjörsölunni.
Við búum hér við mjög góða
vinnuaðstöðu, það er sæmilega
rúmt um okkur enn sem komið er
og því hefur okkur tekist að hafa
húsakynnin, þar sem framleiðslan
fer fram, snyrtileg og hrein. Einn-
ig er hér fullkomin rannsókna-
stofa þar sem við getum unnið að
rannsóknum á okkar framleiðslu
og borið hana saman við fram-
leiðslu annarra og við miðum
okkar framleiðslu einungis við það
besta frá öðrum framleiðendum."
18 manns fastráðnir við
Mjólkursamlagið
„Þegar Mjólkursamlagið tók til
starfa voru starfsmenn þess ein-
ungis 6 og tvö til þrjú fyrstu árin
var það svo. Þegar byrjað var að
framleiða þurrmjólkina var fjölg-
að og í dag eru 18 starfsmenn fast-
ráðnir. Á sumrin sjáum við einnig
skólafólki fyrir atvinnu og við höf-
um verið heppnir með það því við
höfum fengið sama sumarstarfs-
fólkið ár eftir ár.
í dag er umfang starfseminnar
miklu meira en til að byrja með,
bæði er dreifingarsvæðið stærra
og einnig hefur samstarf við önn-
ur mjólkursamlög orðið meira.
Fyrir fjórum árum hófum við
samstarf við Mjólkursamlagið á
Patreksfirði, auk þess sem við
náttúrlega höfum mikil samskipti
við mjólkursamlögin á fyrsta
verðlagssvæði, en það eru þau sem
í raun eiga Mjólkursamlag Búð-
ardals.
Hafa lagt áherslu á
vöruþróun
Sigurður Rúnar sagði að á und-
anförnum árum hefði framleiðsl-
Lúðvík Þórðarson hefur starfað við
mjólkursamlagið í rúm 10 ár en hef-
ur starfað við keyrslu í 37 ir.
Sigurður Rúnar, samlagsstjóri, leiðbeinir ungu starfsfólki i rannsóknastofu
mjólkursamlagsins en það fylgist með af athygli.