Morgunblaðið - 07.07.1984, Qupperneq 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 1984
Stóðhestar 5 vetra og eldri talið frá vinstri: Sólfaxi, kn. Jóhann Friðgeirsson, Jnbbi, kn. Jón
Friðriksson, Dökkvi, Kn. Ingimar Pálsson, Dreyri, Kn. Sigurjón Gestsson.
Hryssur 6 vetra og eldri talið frá vinstri: Krafla, kn. Jóhann Þorsteinsson, Flugsvinn, kn.
Jóhann Friðgeirsson, Dögg, kn. Jón Baldvinsson.
Sólskinsdagar á
V indheimamelum
Dagana 22. og 23. júní var hald-
in að Vindheimamelum i Skaga-
firði héraðssýning á kynbóta-
hrossum ásamt firma- og bæjar-
keppni hestamannafélagsins Stfg-
anda. Föstudaginn 22. júnf var
byrjað kl. 8 árdegis að dæma
kynbótahross og stóð það allan
daginn, en á laugardag kl. 2.30 var
mótið sett af Einari E. Gíslasyni.
Talaði Einar um ræktunarstarfið
og lýsti góðum árangri sem náðst
hefði og hvatti sýslunga sína til
dáða í þeim málum og sagði þeim
jafnframt að nota hiklaust tunn-
una fyrir lélegu hrossin.
Sýnd voru 77 kynbótahross, 11
stóðhestar, þar af einn með af-
kvæmum, og 66 hryssur, þar af ein
með afkvæmum, og náðu 72%
þessara hryssa ættbókarfærslu
sem er frábær árangur enda heild-
arsvipur sýningarinnar góður.
Þá lýsti Þorkell Bjarnason
hrossaræktarráðunautur dómum
og var líflegur að vanda. Stóðhest-
urinn Njáll 789 frá Hjaltastöðum, í
eigu Sveins Jóhannssonar, Varma-
læk, var sýndur með afkvæmum
og hlaut hann 1. verðlaun, aðal-
einkunn 7,92. Af stóðhestum 5 v.
og eldri varð efstur Sólfaxi frá
Reykjarhóli, Haganeshr. í eigu Jó-
hannesar Runólfssonar, með aðal-
einkunn 7,93. Sólfaxi er sérstak-
lega litfagur. Af 4 v. stóðhestum
stóð efstur Sindri frá Sauðárkróki
í eigu Ásgeirs Einarssonar og Ein-
ars Sigtryggssonar, með aðalein-
kunn 7,88, en þessi flokkur var að-
eins dæmdur fyrir byggingu.
Ein hryssa var sýnd með af-
kvæmum, Tinna 4225 frá Reykhóii,
Seyluhr. Hlaut hún 3 verðlaun
fyrir afkvæmi.
f flokki hryssa 6 v. og eldri varð
Krafla 5649 frá Sauðárkróki, í eigu
Jóhanns Þorsteinssonar, efst með
aðaleink. 8,23, i öðru sæti varö
Flugsvinn 5704 frá Dalvík, í eigu
Jóhanns Friðgeirssonar, með aðal-
Hryssur 5 vetra talið frá vinstri: Ida, kn. Sævar Leifsson, Elding, kn. Skafti
Steinbjörnsson, Herva, kn. Guðmundur Sveinsson.
Lánasjóður námsmanna
og rangfærslur ráðherra
— Athugasemdir við skrif menntamálaráð-
herra um Lánasjóð ísl. námsmanna 21.06/84
eftir EmU Bóasson
„Með þetta tvennt í
huga má ætla að hug-
myndir ráðherra séu að
halda kjörum náms-
manna sífellt í lág-
marki. Þ.e. þegar launa-
hækkanir eru miklar í
landinu skal aðeins
miða við verðbótavísi-
tölu, þegar launaskerð-
ingar eru ríkjandi skal
sú skerðing einnig
koma við námsmenn.
Þetta þýðir að velja allt-
af hagstæðasta kostinn
fyrir ríkissjóð.“
Eins og oft áður hafa málefni
Lánasjóðs ísl. námsmanna verið
til umræðu. Að þessu sinni bregð-
ur svo við að ráðherra mennta-
mála hefur sýnt málefninu tals-
verðan áhuga út á við: skrifað um
það geinargerð og fjallað um i
fréttaaukum ríkisfjölmiðla. Allt
er þetta gott og blessað ef fjallað
væri um málefnið af þekkingu.
Það er ekki nóg að sýna svo viða-
miklu máli sem Lánasjóðurinn er
áhuga þegar þekkinguna skortir
og aðeins er fjallað um af hleypi-
dómum og vanþekkingu. Því mið-
ur kemur þetta skilningsleysi
mjög fram í greinargerð frá
menntamálaráðuneytinu hinn 21.
júní 1984 og þykir þí rétt að gera
nokkrar athugasemdir við tilskrif-
ið svo upplýsa megi a.m.k. viðhorf
þeirra sem fara með hagsmuni
viðskiptamanna sjóðsins í stjórn
hans.
Að fara að lögum
Ekki er öll sagan sögð um van-
þekkinguna, því hæstaréttarlög-
maðurinn Ragnhildur Helgadóttir
ásakar stjórn lánasjóðsins um að
fara að lögum! Er það trúlega fá-
heyrt í lýðræðisþjóðfélagi en alls
ekki í alræðis- og einræðisríkjum.
I upphafi greinargerðarinnar
frá ráðherra segir: „Því hefur ver-
ið haldið fram í umræðum um
námslán að næsta haust lækki
hlutfall lánanna af framfærslu-
kostnaði námsmanna úr 95% í
60%.“ Skv. 5. gr. laga um námslán
og námsstyrki er það hlutverk
stjórnar sjóðsins „að annast fjár-
mál sjóðsins og gerð fjárhagsáætl-
ana“. Stjórn LIN gerir því áætlan-
ir byggðar á reynslu undanfarinna
ára. Auðvitað eru þessar áætlanir
eins og allar aðrar háðar einhverri
óvissu, en raunveruleikinn hefur
sýnt að þessar áætlanir eru yfir-
leitt mjög nærri sanni. Áætlanir
sjóðsins byggja að sjálfsögðu á
þeim lögum og reglugerðum sem i
gildi eru hverju sinni og taka þar
af mark. Miðað við óbreyttar for-
sendur er það áætlun sjóðsins að
til lána á síðari helmingi ársins
1984 þurfi um 270 milljónir króna.
Hins vegar eru aðeins til ráðstöf-
unar um 170 milljónir króna skv.
ákvörðun alþingis. Ekki á að þurfa
mikinn reikningshaus til að finna
það út að hér er um að ræða rúm-
lega 60% af þeirri upphæð sem
áætlað var. Það sem meira er: þeg-
ar alþingi að tillögu rikisstjórnar
og þar með menntamálaráðherra
og með atkvæði hans afgreiddi lög
um ráðstafanir í rikisfjármálum
og fleira var ákveðið að lánasjóð-
urinn fengi ekki meira fé til ráð-
stöfunar, þetta yrði hámarkið og
lánshlutfalli skyldi breytt til sam-
ræmis við það, hvað sem liði
ákvæði laga um lánasjóðinn. Hvað
gat þá sjóðstjórnin gert annað en
reynt að fara að lögum og láta
fjármunina ná saman og kynna
þvi ráðherra hvert útlitið væri?
Ekki hafði ráðherra samráð við
sjóðstjórnina við undirbúning lag-
anna frá 18. maí. Enda er það við-
kvæði ráðherra: Okkar er valdið.
Rétt er jafnframt að hafa það í
huga að auðvitað má ná því að
halda lánshlutfallinu í 95% ef til
dæmis greiðslum yrði frestað til
næsta árs, en skv. viðræðum við
fjármálaráðherra á síðasta ári og
yfirlýsingum fjárveitingarnefnd-
armanna á alls ekki að fresta
vandanum til næsta árs. Fjárlögin
eru rétt! Þegar svo er komið eru
ekki aðrar leiðir eftir en að skera
niður lán til ákveðinna hópa
námsmanna þangað til hægt er að
úthluta 95%. En auðvitað er það
aðeins skollaleikur.
Óraunhæfur
samanburður
Sagt er í greinargerð mennta-
málaráðherra að framlög til LÍN
hafi „vaxið mjög hratt. Á sama
tíma hefur hækkun ríkisframlaga
til menntakerfisins í heild verið
mun hægari en til annarra þátta
ríkiskerfisins". Það er þekkt stað-
reynd að hagræða má sannleikan-
um með tölfræði. Þannig má taka
meðaltal af stuttu timabili og
miða síðan lög þar við. Stórfelldar
breytingar urðu á eðli og starf-
semi Lánasjóðsins í kjölfar nýrra
laga um sjóðinn 1976 og má segja
að þá hafi ný stofnun tekið til
starfa. Því er alls ekki undarlegt
að framlög til þessarar stofnunar
hafi vaxið hraðar en til annarra
þátta í menntamálaráðuneytinu á
undanförnum árum. Það væri f
raun undarlegt ef svo hefði ekki
verið.
Þá segir í greinargerðinni:
„Námsmenn héldu fullum verð-
bótum síðasta ár, meðan allir
launþegar í landinu urðu að þola
skerðingu á verðbótum vegna
efnahagsráðstafana.“ Þetta þykir
ráðherranum alvarlegt mál, en
kýs jafnframt að gleyma þeirri
staðreynd að fjöldi námsmanna er
á vinnumarkaðinum á sumrin og
varð því fyrir skerðingu á sumar-
tekjum. Einnig er litið fram hjá
því að vísitöluviðmiðunin á fram-
færslu námsmanna tekur ekki mið
af launaskriði eða félagsmála-
pökkum. Þannig dragast náms-
menn aftur úr á tímum hækkandi
launa en þegar launalækkun er í
landinu halda námsmenn i við
verðlagsþróun. Með þetta tvennt i
huga má ætla að hugmyndir ráð-
herra séu að halda kjörum
námsmanna sifellt i lágmarki. Þ.e.
þegar launahækkanir eru miklar í
landinu skal aðeins miða við verð-
bótavísitölu, þegar launaskerð-
ingar eru rikjandi skal sú skerðing
einnig koma við námsmenn. Þetta
þýðir að velja alltaf hagstæðasta
kostinn fyrir ríkissjóð.
Veruleikinn
Það er oft erfitt að horfast í
augu við veruleikann. Þetta hefur
menntamálaráðherra reynt. Á síð-
astliðnu hausti urðu miklar um-
ræður um málefni Lánasjóðsins.
Þá skorti i sjóðinn um 180 milljón-
ir króna svo sjóðurinn gæti staðið
við skuldbindingar sínar skv. lög-
um. Ríkisstjórnin beitti sér fyrir
lausn vandans með þvi að útvega
135 milljón króna aukafjárveit-
ingu. Þannig vantaði þvi rúmlega
40 milljónir króna. Það er rétt sem
ráðherra segir í greinargerð sinni
að þessar 40 milljónir fengust ekki
úr ríkissjóði. Um 25 milljónir
fengust með því að fresta greiðslu
lána til ákveðinna hópa námsm-
anna þrátt fyrir að ekki mætti
velta vandanum yfir áramótin.
Einnig hafði fengist vilyrði banka
í landinu fyrir því að athuga hvort
þeir yrðu ekki aflögufærir um 10