Morgunblaðið - 07.07.1984, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 1984
35
Minning - Brynjar
Oli Einarsson
Fæddur 17. september 1936
Dáinn 27. júní 1984
í leit að því sem liðið er
þá lifnar dauðinn fyrir mér
í dögun þá er dagur minn að falla.
en ó hve mig iangar að líkjast þvf
sem lifir og deyr — en vaknar á ný
í eyðimörk lifsins er angandi blómstur að kalla.
(Vilmundur Gylfason.)
Það er alltaf átakanlegt þegar
fólk á besta aldri er kallað burtu
frá fjölskyldu sinni, ungum börn-
um og óloknu ævistarfi. Við andlát
Brynjars óla Einarssonar sannast
það sem oft áður að við mennirnir
ráðum ekki ferðinni hér á jörðu og
enginn veit hvenær dagur er að
kveldi kominn.
Á hvítasunnudag hélt Brynjar í
fylgd með konu sinni til London á
sjúkrahús til að gangast undir
uppskurð við hjartameini sem
hann hafði átt við að stríða um
nokkurra mánaða skeið. Hann var
sjálfum sér líkur áður en hann
hélt utan, hispurslaus, hnyttinn í
tilsvörum, hressilegur og áreiðan-
lega fullur bjartsýni á að hann
næði fullri heilsu aftur, enda
stóðu allar vonir til þess. Aðgerðin
heppnaðist vel og til landsins kom
hann 22. júní og átti að vera
nokkra daga á Landspftalanum.
Allt virtist eðlilegt. Snöggt and-
látið kom því eins og þruma úr
heiðskíru lofti.
Dúddi, eins og hann var alltaf
kallaður, fæddist á Siglufirði 17.
sept. 1936, næstyngstur af sjö
börnum hjónanna Dórotheu
Jónsdóttur og Einars Ásgrímsson-
ar (d. 5.10. 1979). Systkini hans
eru Jón, búsettur í Garðabæ, Ásta
í Reykjavík, Ásgrímur á Siglu-
firði, Guðiaug í Sandgerði, Sólveig
í Hafnarfirði og Stella sem er
yngst og búsett á Siglufirði. Dúddi
kynntist síldarævintýrinu af eigin
raun, fór snemma að vinna fyrir
sér við alla algenga vinnu á þeim
tímum sem sjómaður á Siglufirði
og má segja að sjórinn hafi verið
vettvangur starfs hans upp frá
því. Árið 1963 fór hann til Vest-
mannaeyja. Þar kynntist hann
eftirlifandi eiginkonu sinni, Guð-
rúnu Ólafsdóttur, ættaðri frá
Gilbakka, Arnarneshreppi, Eyja-
firði, dóttur Ingibjargar Jóhanns-
dóttur og Ólafs Baldvinssonar.
Alltaf var kært með Dúdda og
tengdafólki hans. í Vestmanna-
eyjum hafa þau hjónin búið síðan,
að undanteknum þeim tíma sem
gosið og uppbygging Eyjanna eftir
það kom í veg fyrir búsetu þar.
Dúddi og Gunna eignuðust þrjú
börn, Ingibjörgu sem nú er 20 ára,
unnusti hennar er Unnar Jónsson,
ólafur er 19 ára og Helgi er 10
ára. Dóttur eignaðist Dúddi áður
en hann giftist, hún heitir Benný
og er búsett í Reykjavík. Eins og
áður sagði starfaði Dúddi lengst
af sem sjómaður og nú síðast sem
stýrimaður á Haferninum í Vest-
mannaeyjum. í erfiðum veikind-
um undanfarna mánuði stóð
Dúddi ekki einn því þá sem áður
átti hann góða að. Kona hans fór
til Englands með honum og vék
sér varla frá þann tima sem hann
dvaldi á sjúkrahúsinu þar né eftir
að heim var komið og hann lagðist
inn á Landspítalann.
Dúddi fór ásamt systkinum sín-
um norður til að vera með móður
sinni á áttatíu ára afmælisdegi
hennar í maf sl. og eitt það fyrsta
sem Dúddi gerði eftir komuna að
utan var að hringja í hana norður
á Siglufjörð, það var og verður
henni ómetanlegt.
t rauninni urðu kynni okkar
Dúdda aldrei náin en þó að oft
hafi liðið langur tími á milli þess
að við hittumst var hann alltaf
eins í viðmóti. Stuttu áður en
hann hélt utan töluðum við saman
í síma. Hann sagðist vona að ég
liti til hans á Landspítalann þegar
hann kæmi til baka. Af því varð
þvi miður ekki.
Að leiðarlokum vil ég þakka
honum viðkynninguna og óska
honum velfarnaðar á ókunnum
stigum. Við Höddi og börnin send-
um eiginkonu hans og börnum,
móður, systkinum og öðrum ætt-
ingjum og vinum okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Freyja K. Þorvaldsdóttir
„Æ vertu sæll þú sefur vel og rótt,
hér sit ég einn og minningunni fagna
og ég skal brosa og bjóða góða nótt
uns brosin dvina og vinarkveðjur þagna.“
Með þessu fallega ljóði Steph-
ans G. Stephanssonar kveð ég
kæran bróður minn. Við andlát
hans er mér efst i huga söknuður
og þakklæti fyrir öll árin sem við
áttum saman.
Við höfum öll mikið misst, en
þeim sem stóðu honum næst, móð-
ur okkar, eiginkonu hans og börn-
um, votta ég og fjölskylda min
okkar innilegustu samúð.
Ásta Einarsdóttir
Minning:
Kristín Mikaels-
dóttir Akuregri
Fædd 27. ágúst 1918
Dáin 28. aprfl 1984
Þann 28. apríl lést á sjúkrahús-
inu á Akureyri Kristín Mikaels-
dóttir eftir stutta sjúkralegu. Hún
hafði samt borið þennan erfiða
sjúkdóm lengi. En bjarsýni henn-
ar og kjarkur gerði það að við
héldum að við fengjum aö hafa
hana lengur hjá okkur.
Nú er þessi elskulega kona dáin,
en eftir eigum við minningarnar
um hana sem er fjársjóður sem
gott er að eiga.
Það er sárt til þess að hugsa að
eiga ekki eftir að hitta Kristínu
oftar og tala við hana um lífið og
tilveruna og heyra hennar já-
kvæðu skoðanir. Hún hafði þá trú
að allir hlutir hefðu meiri til-
hneigingu til að fara vel en illa og
þess vegna var alltaf bjart og gott
í návist hennar.
Við þökkum henni samveruna á
liðnum árum.
AuAur og Birna
Á heimili ömmu og afa á Akur-
eyri áttum við ánægjustundir sem
hefðu svo gjarnan mátt vera fleiri.
Alltaf gaf amma sér tíma fyrir
okkur barnabörnin. Hún kenndi
okkur að trúa á það góða i öllu og
það fordæmi mun alltaf koma
okkur til góða.
Hið stóra skarð sem hún skildi
eftir verður seint fyllt og vottum
við afa okkar dýpstu samúð.
Blessuð sé minning hennar.
Kristín Jóhanna, Birgir, Sól-
veig Kristín, Ragnar og Bergur.
Kveðja frá dóttursonum í Ilanmörku
Amma Kristín var 65 ára þegar
hún dó. Við hefðum svo gjarnan
viljað hafa hana mikið lengur hjá
okkur, en við vissum að hún hafði
lengi verið mikið veik. Nú er hún
hjá horfnum ástvinum sínum i
heimi ljóss og friðar, og þar líður
henni vel.
Við eigum svo margar yndisleg-
ar minningar frá öllum samveru-
stundunum með ömmu, bæði á Is-
landi og hér í Danmörku. Hún
heimsótti okkur oft á sumrin og
var hjá okkur mánuðum saman.
Við dvöldum líka mörg jól hjá
henni og afa á Akureyri. Siðast
vorum við hjá þeim í tvo mánuði
síðasta haust og jól. Minningarnar
frá siðustu samverunni með
ömmu eru svo lifandi og kærar.
Amma var svo blið og góð og
hafði alltaf tima fyrir okkur börn-
Minning:
Hjalti Dan
Kristmundsson
Kveðja
Nú hefur kvatt þennan heim
elskuleg amma okkar, Kristin
Mikaelsdóttir, og við stöndum eft-
ir með sorg í hjarta. Eina huggun
okkar er að hægt er að ylja sér við
eld minninganna og þær eru sann-
arjega yndislegar. Hún var ein af
þeim sem gerði gott úr öllu. Hún
treysti á góðan guð og sú trú gerði
henni kleyft að lifa hamingjuríku
lífi.
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með góð-
um fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði, að berast í síðasta lagi
fyrir hádegi á mánudag og hlið-
stætt með greinar aðra daga. í
minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Þess skal
einnig getið, af marggefnu til-
efni, að frumort Ijóð um hinn
látna eru ekki birt á minningar-
orðasíðum Morgunblaðsins.
Handrit þurfa að vera vélrituð og
með góðu línubili.
Fæddur 31. október 1966
Dáinn 1. júlí 1984
í dag er til moldar borinn
frændi okkar, Hjalti Dan Krist-
mannsson, næstelstur þriggja
sona hjónanna Elsu Guðrúnar
Hjaltadóttur og Kristmanns Dan
Jenssonar.
Nú þegar sorg og söknuður hvíl-
ir yfir heimili Hjalta og enginn
mannlegur máttur getur þar um
breytt, er það bæn okkar að góður
Guð veiti foreldrum hans, bræðr-
um, afa og ömmum á Fáskrúðs-
firði svo og öðrum ættingjum
styrk og huggun.
Þú, Guð míns lífs, ég loka augum mínum
í líknarmildum föðurormum þínum
og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta,
ég halla mér að þínu föðurhjarta.
ó, sólarfaðir, signdu nú hvert auga,
en sér í lagi þau, sem tárin lauga,
og sýndu miskunn ötlu því, sem andar,
en einkum því, sem böl og voði grandar.
(Sb. 1886 - M.Joch.)
Allt eins og blómstrið eina
upp vex á sléttri grund
fagurt með frjóvgun hreina
fyrst um dags morgunstund,
á snöggu augabragði
af skorið verður fljótt,
in. Oft spilaði hún við okkur, las
sögur eða söng vögguljóð. Hún
kunni líka svo margar skemmti-
legar þulur, sem við höfðum mikla
gleði af.
Við bræðurnir þökkum elsku
ömmu fyrir allt sem hún var
okkur. Minningin um hana mun
ylja okkur um ókomna ævi.
Okkur langar að kveðja hana
með þessu ljóði:
Frá öllum heimsins hörmum,
svo hægt í friðar örmum
þú hvílist helst við lín.
Nú ertu af þeim borin
hin allra síðustu sporin,
sem með þér unnu og minnast þín.
Með tryggð til máls og manna
á mátt hins góða og sanna
þú trúðir traust og fast.
Hér er nú starfsins endir.
í æðri stjómarhendi
er það, sem heitt í hug þú barst.
Guð blessi lífs þíns brautir,
þitt banastríð og þrautir
og starfs þíns mark og mið.
Við hugsum til þfn hljóðir.
Að hjarta sér vor móðir
þig vefur fast og veitir frið.
(Einar Benediktsson)
Guð blessi minningu Kristínar
ömmu.
Guðjón Emil og Ragnar
Mikael Svendborg.
lit og blöð niður lagði, —
líf mannlegt endar skjótt.
(Hallgrímur Pétursson.)
Þegar við minnumst Hjalta nú
viljum við senda ykkur okkar
dýpstu samúðarkveðjur.
Frændfólkið í Kópavogi
Notaðir bflar
til sölu
Saab 99 GL 5 gíra
Km 21.000 — bronsblár. Út-
varp + segulbund. Snjódekk.
Kr. 345.000. Góö kjör.
Chevrolet Caprece
Classic
árg. 1979 Eklnn 73.000 km —
svartur/silfurgrár. Einn eigandi.
Toppbfll. Kr. 375.000,
Opel Ascona Berlina
árg. 1983. Ekinn 5.000 km.
Reyrbíll, hvítur. Kr. 400.000.
Plymouth Volaree
Premier
Station, árg. 1979, ekinn aöeins
50.000 km. Góöur bíll. Kr.
280.000.
Opel Kadett Luxus
Ekinn aöeins 10.000 km. Rauö-
ur, sem nýr. Kr. 280.000.
SAAB 99 GLi
Arg. 1981, ekinn 49.000 km,
blár, toppbíll, kr. 315.000.
Honda Dunted
Arg. 1981, ekinn 42.000, góöur
bill. Kr. 275.000.
Lancer GS.R.
5 gira, árg. 1982, ekinn aöeins
367.000. Útvarp, snjódekk o.fl.
Aukahl. einn eigandi, kr.
265.000.
SAAB 900 Turbo
Arg. 1982, ekiijn 26.000, vökva-
stýri, topplúga. Steingrár. Allur
sem nýr. Kr. 565.000.
Opið laugardaga
HOFDABAKKA9 ie4R€YKJAVIK
§.398ÍÓ—687300.