Morgunblaðið - 07.07.1984, Síða 37

Morgunblaðið - 07.07.1984, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 1984 37 Árni Jóhanns- son — Kveðjuorð Faeddur 21. febrúar 1926 Dáinn 21. júní 1984 28. júní síðastliðinn var útför Árna Jóhannssonar gerð frá Garðakirkju í Garðabæ. Andlát hans kom þeim er til þekktu ekki á óvart. Árni veiktist fyrir rúmu einu og hálfu ári en var þó ekki rúmliggjandi nema tvo síðustu mánuðina. Bar hann veikindi sín með karlmennsku og æðruleysi. Árni fæddist árið 1926 í Sölku- tóft á Gyrarbakka. Foreldrar hans voru hjónin Jóhann Loftsson og Jónína Hannesdóttir er þar bjuggu. Þar ólst hann upp í um- hverfi sem er undurfagurt í vfð- áttu sinni. Sjávarströndin ægifög- ur í margbreytileika sínum, tindr- andi haf eða hvítfyssandi brim, til landsins að sjá fjarlæg blá fjöll. Mfin mikla þar sem kyrrðin ræður ríkjum, jafnvel ölfusá, sem safnað hefur saman öllum vatnsföllum úr uppsveitum Árnessýslu í beljandi stórfljóti líður hljóðlaust til sjáv- ar. Að vakna til lífsins og alast upp í slíku umhverfi hefur vafa- laust varanleg áhrif. Hógværð, og léttleiki Árna var einstakur. Ávallt hafði hann lag á að slá á létta strengi í öllum umræðum allt til hinstu stundar, slíkt lund- arfar er öfundsvert og fáum gefið. En meiningu sfna gat hann sagt fullum hálsi ef svo bar undir. Vist- in í föðurhúsum var stutt eins og títt var í þá daga í barnstórri fjöl- skyldu. Móður sína missir Árni 16 ára gamall og ári siðar ræðst hann sem kyndari á es. Goðafoss. Er hann þar um borð 1944 þegar skip- inu er sökkt með tundurskeyti af þýskum kafbáti í Faxaflóa. Aðeins tveggja tfma sigling var til heima- hafnar eftir hættuför frá Amer- íku. Olíuflutningaskip hafði orðið fyrir árás skammt frá þeim og stóð í björtu báli. Stríðsreglum þeim að forða sér í slíku tilviki virtu þeir ekki, sjómönnum í neyð skal bjarga, að launum hlutu þeir sömu örlög. Tilviljun ein réð hverjir komust lífs af. Árni var einn þeirra. f djúpið hurfu starfs- félagar, skipbrotsmenn og farþeg- ar. Viðhorf manna til hernaðar, er upplifa viðbjóð og tilgangsleysi stríðs, þar sem það eitt er mark- miðið að drepa og eyðileggja getur ekki verið nema á einn veg. Á hernaði hafði Árni andstyggð. Árni lærði vélvirkjun f vélsmiðj- unni Héðni árið 1944—1948, að því loknu fór hann í Vélskóla íslands og lauk prófi þaðan 1951. Að námi loknu réðst hann til Eimskips sem vélstjóri á skipum félagsins og starfaði þar f 7 ár. Þar lágu leiðir okkar saman sem vélstjórar og kynntumst við betur er árin liðu. Tveimur árum eftir að Árni kom f land varð hann kennari hjá Fiski- félagi íslands, sem þá sá um menntun vélstjóra á fiskibáta. Einnig stóð hann fyrir skólahaldi á Austfjörðum sem Fiskifélagið hélt. Árni hafði það sem góðan Minning: María Sigríður Guðmundsdóttir Fædd 8. september 1915 Dáin 17. júní 1984 Hún María er látin. Laus úr viðjum heilsuleysis undanfarinna ára. Farin til starfa á öðru og æðra tilverustigi. Hún var jarð- sungin frá Hvammstangakirkju 23. júnf sl. í dásamlegu veðri. Það má segja að umhverfið sem hún ólst upp í og fjörðurinn hennar hafi skartað sínu fegursta henni til heiðurs. Enda voru margir við- staddir. María var vel gefin kona, bók- elsk, og hagmælt var hún þó að hún flíkaði þvf lítið. Hún var mjög hlédræg og vann verk sfn hljóð. Það reyndi afar mikið á þrek Maríu þegar hún missti mann sinn árið 1956 frá fimm ungum börn- um. Það elsta var 15 ára en hið yngsta eins árs. Þau eru talin í aldursröð: Helga, Guðmundur, Gunnar, Örn, Þóra. Það þurfti kjark og dugnað til að halda áfram búskap og koma barna- hópnum upp. En það tókst með hjálp góðra manna og stuðningi barnanna sjálfra sem snemma lögðu hönd að verki. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður gaf María sér tíma til að vinna einnig að félags- málum. Hún var einn af stofnend- um kvenfélagsins „Sigurósk" á Vatnsnesi og starfaði mikið innan félagsins. En hún helgaði samt börnum sínum mestum tíma. Þau sverja sig í ætt, eru vel gefin og dugleg bæði við nám og störf. María bjó áfram að Bólstað með Erni syni sínum eftir að hin börn- in voru farin að heiman. En árið 1973 veiktist hún alvarlega og náði aldrei heilsu eftir það áfall. Síðan hefur hún dvalist hjá börnum sín- um og systkinum. Á vetrum var hún lengst hjá Helgu, elstu dóttur sinni. Heim að Bólstað fór hún svo á vorin meðan kraftar entust. Þangað heimsóttu barnabörnin ömmu Maju. Synir Gunnars dvöldu þar mest. Þökk sé vinum og vandamönnum sem réttu henni hjálparhönd. Síðasta árið var Marfa á sjúkra- húsinu á Hvammstanga. Við Helgi þökkum Maríu fyrir hve vel hún tók syni okkar er hann bættist í fjölskyldu hennar. Hann langaði mjög til að fylgja henni síðasta spölinn en gat það ekki vegna fjarlægðar. Hann kveður hana nú með virðingu og þökk. Innilegar samúðarkveðjur okkar Helga til barna, tengda- barna og barnabarna. Guð er öllum góður, græðir hjartasárin. Ástin huggar alla eftir saknaðstárin. Nú er sviphýrt sumar, sól og vellir grænir. Himinn blár og heiður, heyr þú móðurbænir. (Stefán frá Hvítadal) Við hjónin þökkum Maríu fyrir allt það sem hún gerði fyrir Þóru, Guðmund og Hjalta Rafn. Friður Guðs sé með henni. Helga Guðmundsdóttir kennara prýðir, kunnáttu og þol- inmæði. Munir sem nemendur hans færðu honum að námi loknu og prýða heimili hans, votta það. Þegar Vélskóli íslands tók við kennslu Fiskifélagsins varð Árni kennari við verklega kennslu vélskólans. Kennsla þessi fór fram við erfið skilyrði, mikill hávaði frá vélum og oftast of mörgum nem- endum að sinna. Árni var farinn að þreytast á þessu starfi, enda fjórtán ár að baki. Fyrir nfu árum bað ég Árna að benda mér á vél- stjóra á nýtt fiskiskip sem ég var á. Skip þetta var gert út frá Hirtshals í Danmörku. Kom hann þvf sjálfur og ætlaði að vera i sumarfriinu sínu. í stuttu máli varð þetta hans vinna til æviloka, vinna sem aðeins átti að vera í skamman tfma hjá okkur báðum. Fyrst samstarf, en seinni árin skiptumst við á að vera um borð. Árni var góður vélstjóri og góður fagmaður, rasaði aldrei um ráð fram, gaf sér ávallt tíma til að hugsa málið til enda. Bjarta hliðin á tilverunni var ætíð í sjónmáli hjá Árna á hverju sem gekk. Að starfa með þannig manni verður minnisstætt og lærdómsríkt. Ég titlaði Árna nýja starfsheiti vél- stjóra með full réttindi, það hæfði honum vel. En er það siður eða venja að hlaða menn lofi að þeim látnum? Ekkert er ofsagt um Árna sem hér stendur, það vita þeir sem honum kynntust. Árni giftist eftirlifandi konu sinni, Björgu Helgadóttur, árið 1956. Hennar foreldrar eru Helgi Einarsson og Kristín Friðriks- dóttir. Áttu þau fallegt heimili að Faxatúni 3, Garðabæ. Þeim varð fjögurra barna auðið, einnig ólu þau upp son og dóttur Bjargar af fyrra hjónabandi. Dóttirin fórst í bílslysi, hennar dóttur ólu þau upp, er hún ein eftir heima, hin hafa öll stofnað sitt heimili. Barnaláni hafa þau átt að fagna í ríkum mæli, börn og tengdabörn allt sómafólk. Barnabörn þeirra voru mjög hænd að Árna, ríkti þar gagnkvæmt ástríki. Árni keypti snoturt hús i útjaðri Hirtshals á fallegum stað og bjuggu þau þar á sumrum. Þar ríkti sumargleði, ávallt voru þar einhverjir úr hópnum eða aðrir gestir, enda húsbændur höfðingjar heim að sækja. Jarðvist sinni hefur Árni lokið, sannarlega um aldur fram. Sál hans byrjar nú nýtt tilverustig. Það eitt eigum við öll víst, að ganga sama veg og er þá vert að hafa í huga að uppskeran fer ávallt eftir sáningunni. Ég og Halla samhryggjumst þér innilega Björg min og þínum nánustu og biðjum við drottinn að veita ykkur styrk í sorg ykkar, þess sama hef ég verið beðinn að koma til skila frá áhöfn Geysis. Guðjón Þorleifsson 1680 Einnig fáanlegur 2ja dyra [hIheklahf Laugavegi 170-172 Sfmi 21240 FJÖLHÆFASTA FARARTÆKIÐ Á LANDI 2350 3920 235 1880 PAJERO 2ja d. 2695 4600 1680 235 1965 1620 HELSTU MÁL HJOLAHAF HEILD A RLEMCO BRFIOD VECHÆO HÆÐ EICIM ÞYNCO PAJERO SUPER W NYR PAJERO SUPER WACON 1984 MITSUBISHI LUXUSINNRETTING —- í—•

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.