Morgunblaðið - 07.07.1984, Side 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ1984'
fiec/iAfín
8-9
„LcctC'ekJcí GsJ&rcL l^rdtba pig. Hanrv \j<xr
5ettuir inn -fyrirofo -Palsa Hstav/eHc."
Ast er....
... a ð borða þær ■
frönsku af sama diski.
TM Rea U.S. Pat. Otf.-a* rtghts reserved
• 1984 Los Angetes Tknes Syndicate
Það er með ólíkindum hve lengi þú
ert að koma þér í fötin, maður!
Þetta er ekki stóll mamma. Þetta
er lampi.
HOGNI HREKKVISI
„ HITUP SBRSTAKLe&A <JPP
P
.. FyiZilZ TVO C3LOKSOL.TNA "
Hér þarf ekki að kvarta yfir að gluggar séu ekki þvegnir. Ljósm. Mbl. Friðþjófur.
Óhreinir gluggar við Laugaveginn
Vinkonur skrifa:
„Heiðraði Velvakandi.
Við vinkonurnar göngum okkur
oft til skemmtunar niður Lauga-
veginn og í gegnum miðbæinn um
helgar til að skoða í búðarglugga.
Nú getum við ekki orða bundist
lengur yfir þeirri ókurteisi sem
alltof víða viðgengst gegn við-
skiptavinunum. í suma glugga er
ekki hægt að skoða fyrir óhrein-
indum, sem næstum eru gróin föst
við rúðurnar, svo lengi hafa glugg-
arnir ekki verið þrifnir. Okkur
finnst þetta hin mesta svívirða og
það ætti að sekta þá kaupmenn
sem ekki sjá sóma sinn i því að
hirða sæmilega um fyrirtæki sem
rekið er við mestu verslunargötu
bæjarins."
Að afmenninga þjóðina
Ásdís Erlingsdóttir.
Vinur hringdi og benti mér á að
lesa grein eftir Sigurlaug Brynleifs-
son fræðimann. Það er stórmerkileg
grein m.a. um íslandssögukennslu i
skólum (Mbl. 23/5 og 29/5).
í málsgrein með yfirskriftina:
Hugmyndafræði, 23/5 segir Sigur-
laugur: „Þessi stefna beinis að af-
menningu þjóðarinnar og er mun
hættulegri íslenskri menningu, en
utanaðkomandi áhrif, vegna þess að
þau sljóvga málkennd og ómerkja
alla þá baráttu sem þessi þjóð hefir
háð fyrir tilveru sinni og menningu
um aldir.“
Ég tel upp þrjú atriði viðvfkjandi
afsiöun og sljóvgun málkenndar.
1) Kurteisi og heföbundin ávarpsorð
sem áður þóttu sjálfsögð og eru álit-
in ennþá sjálfsagðari hjá öðrum
þjóðum, kemur Islendingum ekki
lengur við. Þessi tegund afsiðunar
hefir tekist nær þegjandi og hljóða-
laust.
2) Kynlífsfræðslubók sem heitir:
„Við erum saman“ (Bókaútg. Iðunn
’81). Bókin er ætluð m.a. 12—16 ára
börnum og unglingum grunnskóla.
Lágkúran í þessari bók er I anda
þeirrar hugmyndafræði er Sigur-
íaugur bendir á. Annað er augljóst
að afsiöunararmur kvennréttinda-
baráttu á íslandi er virkur f bókinni.
Þessi bók er ekki óhlutdræg fræðsla,
heldur m.a. lúmsk innræting. Þetta
er ekkert mál, bara frjálsar fóstur-
eyðingar, frjálst kynlíf barna og
unglinga og í bókinni er reynt að sá
inn í ungviöið samúð með óeðli
homma og lesbía. Á bls. 32 er spurt:
„Er það sanngjarnt að þeir (kynvill-
ingar) þurfi að vera hræddir að ræða
um tilfinningar sfnar við aðra?“
(Stytt.)
í skjóli sakleysisins býr feimnin.
Hví er verið að ráðast svo frekt í
hugarheim barna og unglinga og
róta og tæta til í sálarllfi þeirra, og
er næsti áfanginn að draga skóla-
kennara með f slíkt ábyrgðarleysi?
Heilsufræðikennsla f skólum er
óhlutdræg og sér um að fræða um
líkamann, likamshluti, heiti þeirra
og starfsemi, getnað og hvernig má
varast hann, kynsjúkdóma, hollustu
og fl. Einnig eru fyrir hendi heimil-
islæknar, opinberar stofnanir f um-
sjá landlæknis og f þeim stofnunum
er til staðar starfsfóík með bæklinga
og rit ásamt ráðgjöf og upplýs-
ingamiðlun sem trúnaðarmál fyrir
þennan viðkvæma þátt einkalifsins.
Það á ekki að neyða ungmenni á
skólaskyldualdri í sérstaka kynlffs-
fræðslutíma enda er efni fyrir utan
heilsufræðitíma ekki f verkahring
skólakennara. Eins og ég hefi bent á
þá eru fyrir hendi opnar leiðir með
fræðsluefnið en frumkvæðið um hve
langt á að ganga á að koma frá nem-
endum sjálfum. En eins og Sigur-
laugur bendir á í greinum sínum þá
skiptir ekki máli f kerfinu að nem-
endur sjálfir beri sig eftir þekkingu
og fræðslu heldur skiptir mötunar-
kerfi hugmyndafræðinnar megin-
máli.
En hvaó er að? I vor kom kona
nokkur fram í sjónvarpsviðtali og
virtist hún orðin uppgefin á kristi-
legum siðgæðisboðskap. Hún sagði
m.a. að það væri svo lengi búið að
kenna guðstrúna og biblfusögur og
sfðan réttlætti hún friðarhjalið á Al-
þingi og sagði að „Friðarhreyfingin"
yrði að taka til sinna ráða.
Stofnun og tilvera Kvennaat-
hvarfsins var stórátak og þess vegna
skyldi ég ekki af hverju forsvarskon-
ur athvarfsins voru að óvirða sitt
ágæta framtak með guðlasti. Þegar
Ómar Ragnarsson fréttamaður sjón-
varpsins fékk viðtal hjá þeim þá
benti hann m.a. á eina af þeim
myndum er prýddu veggi stofnunar-
innar og vildi vita merkingu hennar.
Sú mynd var af holdugri konu í
vinnugalla sem brosti breitt og hélt
hún á bandi með hengdan karl i
snörunni: Titilheiti myndverksins
var Og Guð hló þegar hann hafði
skapað manninn. Mfn skoðun er sú,
að vegna þess mikla hlutverks sem
konum er áskapað og Guð hefir falið
þeim í tilverunni, þá eru þær mun
áhrifameiri en karlkynið við að af-
menninga samfélagið, ef þær vilja
hafa þann háttinn á.
3) Ég hefi áður gert athugasemd við
þá sljógvun málkenndar að kvenkyn-
ið konan sé bara maöur án þess að
tiltaka kvenkyn hennar. Kynstofna-
aðgreining frá öðrum sköpðum líf-
verum svo sem fulga- og fiskaholdi
er mannkyniö barn, kona og maður.
Orðið maður er einnig sett fram án
kyngreiningar t.d. heyrðu maöur,
sjáðu maður, mannsins bar, manni
finnst, mannréttindi og fl.
Þegar ég ólst upp og alveg fram á
sfðustu ár var starfsheiti barna,
kvenna og karla í tal- og ritmáli
kyngreint eftir þvf hver vann störfin
nema ef um væri að ræða heiti
karlk.orða, t.d. hann eða hún er:
lögfræðingur, iæknir o.s.frv. í öllum
menntasprengnum virðist margur
ekki vita að orðið karl er ekki frum-