Morgunblaðið - 07.07.1984, Side 45

Morgunblaðið - 07.07.1984, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAQUR 7. JÚLÍ' 1984 • • 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Mf U-WUl Um Gunnarshólma Jónasar Þorkell Hjaltason skrifar 5. júlf sl: „Velvakandi. Ég var að vonast eftir því að eitthvert mjög gott atriði yrði haft til hátíðabrigða á 40 ára afmæli lýð- veldis íslands 17. júní sl., t.d. að út- færa hið tilkomumikla ljóð Jónasar Hallgrímssonar „Gunnarshólmi" við lag Helga Helgasonar. Ljóðið er eins og allir vita eitt hið besta og fegursta er ort hefur verið á íslenska tungu. Bjarni Thorarensen skáld mælti er hann heyrði ljóð Jónasar um Gunn- arshólma í fyrsta sinn: „Nú held ég, að mér sé best að hætta að yrkja." Já, svona mikið fannst honum um snilld Jónasar í kvæðinu og Bjarni var þó eitt af okkar ágætustu Ijóðskáldum bæði fyrr og síðar. Það er fyrir löngu tímabært orðið að gera þessi tvö listaverk opinber fyrir þjóðinni með hljómplötuútgáfu á þessum lista- verkum Jónasar og Helga. Það er eins og þau hafi verið í felum hjá útvarpi og sjónvarpi. Vonandi verður ráðin bót á þessu hið allra fyrsta, og ættu allir tónmenntamenn okkar að leggja saman krafta sína og koma þessum málum í örugga höfn. Her- mann Ragnar Stefánsson hefur heit- ið mér stuðningi sínum í þessu máli. Ljóð Matthíasar um Skagafjörð hefur í áratugi sungið sig inn í hug og hjörtu allrar þjóðarinnar. En Sig- urður Helgason er sonur Helga Helgasonar er hefur einmitt samið lagið við hið vinsæla ljóð Matthíasar um Skagafjörð. Tóngáfan var á háu stigi hjá þessum feðgum og lög Þorkell Hjaltason þeirra bera þess órakin merki. Á 30 ára afmæli lýðveldisins var jafnframt minnst 1100 ára afmælis fslandsbyggðar 17. júní 1974. Þá skrifaði ég smágrein I Morgunblaðið og fjallaði hún um ljóðið „Gunnars- hólmi“ og lag Helga við það. Óskaði ég eftir þvi að ljóð og lag yrði fært upp til hátíðabrigða á lýðveldishátíð- inni af einhverjum góðum karlakór- um, sem styddust við hljómsveit, en því miður var þessari frómu ósk minni ekki sinnt. Hvað því olli veit ég ekki. Ég átti á þessum tima stutt símtal við Þorstein Hannesson um þetta mál, en hann var þá söngmála- stjóri Rikisútvarpsins. Hann virtist ekki hafa áhuga á þessu, þótti m.a. lagið ekki nógu fallegt. En því mót- mæli ég eindregið. Lagið er mjög fal- legt en nokkuð langt og yrði að skipta því niður í kafla í flutningi. Ég held að íslensk söngmenni ættu að vakna af sínum doðadúr og drífa lagið upp með kór og hljómsveit og taka það upp á hljómplötu eða stálþráð. Ann- að er íslenskri söngmenningu ekki sæmandi. Já, það virðist svo að fs- lendingar viti ekki að þetta ljóð Jón- asar og lag Helga sé ekki til, því það heyrist aldrei flutt í fjölmiðlum. Hvað veldur slíkum sofandahætti er lítt skiljanlegt. Það er hreint hneyksli að fjölmiðlar skuli ekki eiga þessi tvö listaverk. Þjóðin á ekki að sætta sig við slíkt sinnuleysi á bestu listaverkum sínum. Þau eiga að heyr- ast og hljóma um gjörvallt landið til yndis og ánægju. Hvort sem er á sól- ríkum sumardögum eða dimmum og drungalegum vetrarkvöldum þorra- dægra. Þá er þeirra einmitt mest þörf og eru öllum til huggunar og gleði. Að lokum vona ég að einhver kór og góð hljómsveit taki þessi dýru listaverk upp á sína arma og komi þeim óbrengluöum út á meðal þjóð- arinnar. Það væri lofsvert framtak, sem allir fslendingar myndu þakka af heilum hug.“ Portúgalsferð aldraðra Emilía Biering skrifar: „Velvakandi góður. Ég hef verið að líta yfir þáttinn þinn þessar síðustu vikur, og vona að einhver sendi þér línu úr hópi gamlingjanna sem komu úr ferð til Portúgals 9. júní. Þessar ferðir með aldraða til útlanda er þó framtak sem vert er að minnast á, og vakið hefur ríka ánægju hjá mörgum sem ekki þekktu annað en strit meðan kraftarnir entust. Félags- málastofnun sem hafði forgöngu um þetta mál stóð sig með prýði og hefur ávallt látið hjúkrunarfræð- ing fylgja hópnum til halds og trausts, því enginn getur búist við að fólk á aldrinum 70—90 ára — eins og algengast er í þessum ferö- um — sé með óskert þrek og enga af þeim kvillum sem ellinni fylgja, og ætti að taka fullt tillit til þegar slíkar ferðir eru skipulagðar. En það fundu víst fleiri en ég, að öm- urlega mikíð skorti á í þessari síð- ustu ferð, eins og t.d. að ætla þess- um hópi næturflug á báðum leið- um. Ekki þarf að lýsa þreytunni sem það olli. Þá er komið að áfangastað og að- setri. Fátækt hefi ég víða séð suður í álfu, en tæplega þó eins áberandi og þarna var og er það lítill ánægjuauki að virða fyrir sér — þó sjálfsagt ætti maður að hafa gott af því. Hótelið sem við dvöldum á lítur glæsilega út — í fjarlægð — stað- sett uppi í skógi vöxnum ás, en von- brigði voru að koma nær og kynn- ast. Þarna var ekki sameiginleg gestamóttaka og dagstofa, eins og víða er og kemur sér vel fyrir kyrrsetufólk, sem tyllir sér þar niður og nýtur hvíldar og kynn- ingar við sinn hóp. Því var hvergi ætlaður sameiginlegur dvalarstað- ur, það bara dreifðist um þessa miklu byggingu og varð að treysta á lyfturnar sem ekki höfðu undan, svo alltaf varð leiðinda bið — og bilanir þekktust líka. f borðsalnum bjóst svo fólk við að hittast — þó maður yrði nú að fara út til að komast þangað, og stundum í rigningu. Ekki kenndi ég neinum um það. En hitt var verra, að maturinn sem við borguðum fyrirfram — morgunverð og kvöld- verð — reyndist þannig að sumir hættu að koma þar. Það var líka sér matseðill fyrir þennan hóp. Versti gallinn á þessu hóteli voru þó óþrifin, en þeim ætla ég ekki að lýsa nánar. Við brottför okkar kvaddi for- stjóri Ferðaskrifstofunnar okkur með fallegri ræðu, og eitt sagði hann satt, en það var að hann hefði fyrirmyndarstarfsfólk. Það get ég viðurkennt, og því sé heiður og þökk. Og þá ekki síður frú Láru Sigurbjörnsdóttur og hjúkrunar- fræðingnum Ingigerði Ólafsdóttur, þeirra minnist ég með hlýjum huga. Ég er búin að fara nokkrar ferðir á vegum Félagsmálastofnunar og þykist finna að lítið sé vandað til hótelanna sem okkur gamlingjun- um er holað niður á, og þó ég viti að niðursett gjald komi þar við sögu, þá grunar mig að margir vildu vinna til að borga aðeins meira fyrir betri dvöl. Og Vila Magna hefi ég ekki hugsað mér að gista aftur. Að lokum, öllum ferðafélögunum sendum við hjónin bestu kveðjur og þðkk fyrir ágæta viðkynningu.“ Sigurlaugur Brynleifsson fræðimaö- ur. heiti. karlkynsins heldur er karl kyngreining hans. Frumheiti karl- kynsins er: Maður. En kvenkynsins: Kona, kvenmaður eða karlynja (varla notað í talmáli). I I. bók Mós. I. kafla segir frá sköpunarverki Guðs (yfirlit). I 2. kafla 5. versi er nánar tiltekið þegar Guð skapaði manninn: „Þá myndaði Drottinn Guð manninn af leir jarðar og blés lífsanda í nasir hans þannig að hann varð lifandi sál.“ 19- vers segir: „Þá myndaði Drottinn Guð af jörðinni öll dýr merkurinnar og alla fugla loftsins og hvert það heiti sem maðurinn gæfi hinum lifandi skepnum skyldi vera nafn þeirra." í 21. versi: „Og Drott- inn Guð myndaði konuna úr rifinu er hann hafði tekið úr manninum og leiddi nana til mannsins." 1 I. bók Mos. 5. kafla segir: Þegar Guð skap- aði Adam gjörði Guð hann sér likan. Hann skóp þau mann og konu og nefndi þau menn. (Stytt). Ég fletti Islendingasögunum og þar er ekki afkynjunaráróður I rit- uðu máli. Frásögnin hefst oft þann- ig: Maður er nefndur og er þá um karlmannsheiti að ræða en ekki kvenmannsheiti. í Fóstbræðrasögu 9. kafla segir: „Kona hét Gríma.“ Én ekki maður hét Gríma eða starfs- maðurinn hét Gríma. í Landnáma- bók bl. 88 segir: „Auður var vegs- kona mikil.“ (Sem hún væri nefnd rausnarkona en ekki vegsmaður.) Syndin er óeðli og eru lesbíur og hommar ekki einir um málið. Með tilkomu syndarinnar missti maður- inn og konan sína upphaflegu Guðs- mynd. Boðorðin tíu veita þekkingu á syndugu eðli, t.d. þá skalt ekki stela, þú skalt ekki mann deyða, þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þfns við hégóma og Páll postuli vandlætir vegna kynferðislegs óeðlis beggja kynja (Róm. 1—26). Lítið súrdeig sýrir allt deigið hvort sem deigiö er af hinu góða eða vonda. Súrdeig kynhverfra, stel- sjúkra og fl. er staðreynd í mannlegu samfélagi. En mannfyrirlitning er ekki Guði þóknanleg og Kristur þekkti hvað með manninum bjó. Kristur sagði: „Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrstur steininum. (Jóh. 7—8.) Náungakærleikur inniheldur m.a. umburðarlyndi, en samt sem áður verða kynhverfir og fl. að sætta sig við varkárni almennings gagn- vart óeðli þeirra. í skjóli frelsis til að velja og hafna fá þeir sitt tækifæri og verða eins og aðrir að taka afleið- ingum gjörða sinna og gera út um mál sín, annaðhvort með Guðs hjálp í Kristi Jesú eða án Krists á eigin spýtur. Opin í dag frá kl. 10.00—19.00. NORDIA 84 HVERJU SAFNAR ÞÚ? í dag kl. 13.00—15.30 verður haldinn skipti- markaöur á vegum Félags frímerkjasafnara í Laugardalshöll (baksal, uppi). Þar gefst gott tæki- færi til hverskonar viöskipta og skiptiverslunar — frímerki, umslög, póstkort, myndir, seölar, spil, vindlamerki, prjónmerki, landakort, flöskumiöar ofl. ofl. FRÍMERKJAUPPBOÐ verður haldiö á morgun sunnudag aö Hótel Esju kl. 13.30. Uppboösefniö veröur til sýnis á hótelinu kl. 10—12 á sunnudag. Athugið Sýningunni lýkur annað kvöld kl. 19.00 og verður ekki framlengd. Fjölbreytileg og skemmti- leg sýning. NORDIA 84 FALLEGAR SCNSKAR TREVOROR A heimilið, í sumar bústaðinn og til gjafa. Vandaðar, handunnar trévörur í mihlu úrvali sem henta hvar sem er. Opið: Mánud. - fimmtud. kl. 9-18 Föstudaga kl. 9-19 Laugardaga kl. 10 - 17 Sunnudaga kl. 13 - 17 t J nnrr DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI Uj[isiMi 54171 .V

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.