Morgunblaðið - 18.07.1984, Page 2

Morgunblaðið - 18.07.1984, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 1984 Starfsmenn Fylkis í Grimsby: Ætluðu sjálfir að landa úr Berki NK — vegna verkfalls hafnarverkamanna FISKLANDANIR íslenzkra fiskiskipa ganga enn eðlilega fyrir sig í Hull í Englandi enda hefur verkfall hafnarverkamanna ekki náð þangað. Gyllir ÍS landaði þar í gær og í nótt var hafin löndun þar úr Þórshamri GK. Hins vegar veldur verkfallið nokknim erfiðleikum í Grimsby, en ekki óyfirstíganlegum að sögn Jóns Olgeirssonar, forstjóra Fylkis, sem þar sér um fisklandanir. Sagði hann að starfsmenn fyrirtækisins og aðfenginn vinnukraftur myndu sjá um löndun úr Berki NK, sem hefjast átti þar seint í gærkvöldi. Gyllir ÍS landaði alls 163,8 lest- um í Hull í gær. Heildarverð var 4.271.000 krónur, meðaiverð 26,05. Uppistaða afla Gyllis var þorskur, en nokkuð smár, og auk þess var hann með um 40 lestir af ufsa, karfa og ýsu, sem dró meðalverð nokkuð niður. Jón Olgeirsson sagði ennfremur í samtali við Morgunblaðið, að þó hafnarverkamenn væru óánægðir með að þessi háttur væri hafður við fisklandanir, virtist ekkert benda til þess, að þeir gætu hindrað lönd- un, en Börkur væri með 115 til 120 lestir, sem fara ættu á uppboð í morgun, miðvikudagsmorgun. Hann sagði einnig, að sér virtist engin lausn á verkfallinu vera í sjónmáli nú, þó hann teldi ólíklegt að það stæði lengi. England væri vissulega eyja og því kæmi verkfall hafnarverkamanna mjög fljótt niður á almennu atvinnulífi og að- föngum fólks. Hins vegar virtist sér vera komin meiri pólitísk lykt af verkfallinu. Búið væri að leysa þau mál, sem sett hefðu verið á oddinn í upphafi og gæti pólitíkin haft einhver áhrif til lengingar. Um það væri þó erfitt að spá og því væri bara að bíða framvindu mála. Þjónustuhús Stálfélagsins í Fögruvík á Vatnsleysuströnd, en þar fyrir neðan mun 3.200 fermetra verksmiðjuhús rísa. Morgunblaðiö/Arnór Fjármálaráðherra veitir Stálfélaginu ríkisábyrgð Fjárraálaráðherra ákvað síðastlið- inn mánudag að veita Stálfélaginu hf. ríkisábyrgð fyrir 45 milljónum króna. Að sögn Alberts Guðmunds- sonar fjármálaráðherra er það bund- ið því að veð er Stálfélagið leggur fram séu samþykkjanleg af Ríkis- ábyrgðarsjóði. Ríkisábyrgðin er eitt skilyrða sem Framkvæmdasjóður setti fyrir hlutabréfaeign upp á 9 millj- ónir króna. í samtali við Morgun- blaðið sagðist einn forsvarsmanna Stálfélagsins fagna þessari ákvörð- un fjármálaráðherra, enda væru málefni félagsins með henni að komast í höfn. Svar Norðmanna jákvætt fyrír okkur íslendinga — segir Geir Hallgrímsson, utanríkisráðherra FORMLEGT svar frá Norðmönnum vegna mótmæla íslendinga við samkomulagi Norðmanna og Dana þar sem þeira síðarnefndu er veitt heim- ild til að veiða 20 þúsund tonn af loðnu á Jan Mayen-svæðinu, barst til utanríkisráðuneytisins sfðastliðinn raánudag, og í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Geir Hallgrímsson, utanríkisráðherra, það væri jákvætt fyrir fslendinga. En að sögn Geirs Hallgrímssonar hafa Norðmenn fallið frá því að veita þriðja aðila, í þessu tilfelli Dönum, veiðikvóta í lögsögu Jan Mayen. Morgunblaðið/Árni Sæberg Nýuppteknar kartöflur frá Dísu- koti í Þykkvabæ. Stutt í fyrstu kartöflurnar EKKI er langt í að fyrstu kartöfl- urnar á þessu sumri komi í versl- anir á höfuðborgarsvæðinu. Eru það kartöflur sem kartöflubænd- ur í Þykkvabæ rækta undir plastdúk en útlit er fyrír að kart- öfluuppskeran hefjist almennt um næstu mánaðamót, sem er þremur vikum fyrr en f meðalári. Kristinn Markússon kart- öflubóndi í Dísukoti í Þykkva- bæ sagði í samtali við blaða- mann Mbl. í gær að hann væri aðeins farinn að taka upp í soð- ið en vonandi væri ekki langt í að hann gæti farið að taka upp kartöflur sem ræktaðar væru undir acryl-dúk. Hefðu bændur farið út í þetta í tilraunaskyni og kæmi þessi plastræktun mjög vel út; kartöflurnar væru talsvert á undan. Bjóst hann við að almennt yrði byrjað að taka upp um mánaðamótin næstu, sem væri þrem vikum fyrr en í meðalári. Sagði hann að kartöflurnar spryttu vel og væri útlit fyrir stóruppskeru á þessu hausti. Þá hafa Norðmenn ennfremur ákveöið að senda varðskip til að hafa eftirlit með veiðum, auk eft- irlits úr lofti, en í mótmælum ís- lendinga var lýst yfir áhyggjum vegna ráðagerða Norðmanna um hið gagnstæða. Að sögn Geirs Hallgrímssonar neita Norðmenn að hafa gert sam- komulag við Dani. „Norðmenn leggja hins vegar áherslu á sam- ráð milli íslands og Noregs, eins og við gerum og áskilið er í Jan Mayen-samkomulaginu. Það sem eftir stendur er óvissan hvort um einhverjar veiðar verði að ræða á Grænlandssvæðinu nú f sumar af hálfu Dana eða annarra Efna- hagsbandalagsríkja. Það hefur ekki tekist neinn samningur við Efnahagsbandalagið og ennfrem- ur er óljóst hvort reynt verður að stunda þessar veiðar á svæðinu milli miðlínu milli Grænlands og Jan Mayen og 200 mflna frá Grænlandi. En þetta svæði er um- deilt og báðir aðilar vilja eigna sér það. En Norðmenn og íslendingar telja einsýnt að miðlína eigi að gilda. Ég hef gert utanríkisráð- herra Danmerkur grein fyrir af- stöðu okkar íslendinga, og ítrek- aði ég þessa afstöðu við Paul Schluter, forsætisráðherra Dana, Framfærsluvísitalan hefur hækkað um 7,5% á sfðustu 6 mánuðum og ef hún hækkar jafn mikið næstu 6 mánuði og hún gerði síðasta hálfa árið samsvar- ar hækkunin 15,6% verðbólgu á er hann var hér í opinberri heim- sókn fyrir nokkru." — Var í svari Norðmanna minnst á þríhliða viðræður þeirra, Íslendinga og Efnahagsbandalags- ins, sem samningsaðila fyrir hönd Grænlendinga, um veiðar á um- ræddu svæði? „Ekki beint en þessar viðræður hafa átt sér stað við og við um nokkurt skeið og auðvitað höfum við áhuga á því að gerður verði heildarsamningur um nýtingu loðnustofnsins, sem er flökku- ári. Vísitalan hefur hækkað um 24,73% frá því í júlfmánuði í fyrra. Af þessari 0,93% hækkun vísitölunnar frá júní til júlí stafa 0,3% af hækkun á verði kjötvöru og 0,3% af hækkun á verði ann- stofn. Ákvörðun um frekari við- ræður hafa ekki verið teknar." Aðspurður sagði Geir Hall- grimsson að í svari Norðmanna hefði komið fram að ekki verði ákveðnir neinir gagnkvæmir kvót- ar fyrir norsk eða dönsk skip á svæðinu milli Grænlands og Jan Mayen. Utanríkisráðherra lagði áherslu á að fylgst verði grannt með framvindu þessara mála og hagsmunir íslands þannig tryggð- ir samkvæmt Jan Mayen-sam- komulaginu. arrar matvöru og drykkjarvöru svo sem á nýjum fiski, sælgæti, öli og gosdrykkjum. Ýmsar aðrar verðhækkanir, að frádreginni verðlækkun á nokkrum vörum, námu sem svarar 0,3% af hækk- uninni frá júní til júlí. KR í undan- úrslitin Framfærsluvísital- an hækkar um 0,93 % samsvarar 11,75% verðbólgu á ári KAUPLAGSNEFND hefur reiknað vísitölu framfærslukostn- aðar miðað við verðlag í júlíbyrjun 1984. Reyndist hún 106,82 stig, eða 0,93% hærri en í júníbyrjun sl., er hún var 105,84 stig. Þessi hækkun framfærsluvísitölunnar frá júní til júlí samsvarar 11,75% verðbólgu á ári. Ágæt veiði í Grímsá Um 350 laxar voru komnir á land úr Grímsá þegar biaðamað- ur hafði samband við veiðihúsið þar. Að sögn starfsstúlku í veiði- húsinu hefur veiði gengið ágæt- lega og veiddust ellefu laxar fyrir hádegi f gær flestir á bilinu 7—11 pund, þar af 19 Vh punda hængur og er það sá þyngsti fram að þessu. Hængurinn fékkst á Blue-rat í Ferjupolli. Eingöngu er veitt á flugu og er vatnsmagnið í ánni eðlilegt. Um 600 laxar úr Laxá íKjós Frekar dræm veiði hefur verið í Laxá i Kjós undanfarna daga, en samkvæmt upplýsingum er feng- ust í veiðihúsinu við ána virðist sem veiðin sé aftur farin að glæðast. Fyrir hádegi í gær veiddust 10 laxar, allir vænir. Þyngsti laxinn til þessa er 19'4 pund en sfðustu daga hefur smálaxinn farið að gera vart við sig. Eingðngu er veitt á flugu, en um 600 laxar hafa komið á land. Veiði farin að glæðast á nf Fimm laxar veiddust fyrir há- degi í gær í Vfðidalsánni, þar af var einn 22 V4> punda hængur, sem fékkst í Dalfarósi. Að sögn Vignis Kristjánssonar í Veiði- húsinu Víðidalsá, er eingöngu veitt á flugu. Um 200 laxar hafa komið á land og er meðalþyngdin 10—11 pund. Smálaxinn hefur enn ekki sést en veiði er farin að glæðast verulega 550 laxar komnir úr Norðurá Þyngsti laxinn sem veiðst hef- ur til þessa f Norðurá er 19 xk punda hængur og fékkst á Black-sheet, 93,5 mm. Að sögn Ara Gunnarssonar veiðihúsinu við Norðurá hefur mikið veiðst af smálaxi allt frá mánaðamót- um. Fyrir hádegi í gær komu 10 laxar á land allir á flugu, en sfð- ustu daga hefur hún eingöngu verið notuð. GUNNAR Gíslason tryggði KR-ing- um sigur á Þór, Akureyrí, og sæti í undanúrslitum bikarkeppni KSÍ í gærkvöldi er hann skoraði á 114. mín. leiksins á KR-vellinum. KR sigraði 2:1. Gunnar skoraði með skalla utan úr teig. Bjöm Rafnsson náði forystu fyrir KR á 23. mín. með föstu skoti utan úr teig eftir sendingu Gunn- ars Gíslasonar en skömmu fyrir leikhlé jafnaði Sigurður Pálsson fyrir Þór. Hann fékk knöttinn yst í vítateignum eftir glæsilega sókn Þórsara og skoraði í bláhornið. í síðari hálfleik sóttu Þórsarar nær linnulaust og voru betra liðið. En KR skoraði fleiri mörk og fer því áfram. jnnlentJ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.