Morgunblaðið - 18.07.1984, Síða 23

Morgunblaðið - 18.07.1984, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 1984 23 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GEORGE W. BALL þar vissu, að eini maðurinn, sem hefur vald til að fyrirskipa kjarn- orkustríð, væri of veikburða til að hugsa og taka ákvörðun — eða væri jafnvel ófær um hvaðeina. Á árinu 1967 glímdu þingmenn við vandamál í sambandi við van- hæfi forseta og samþykktu breyt- ingartillögu við stjórnarskrána þar að lútandi. En hún breytir því ekki, að neyðarástand getur skap- ast, verði forsetinn ófær um að ist þess samt sem áður, að hann léti af völdum, yrðu báðar deildir þingsins að útkljá málið með tveimur þriðju hlutum atkvæða innan 24 daga. En hvernig gengi allt þetta fyrir sig í framkvæmd? Varaforseti drægi það vafalaust lengi við sig að hætta á að verða sakaður um valdarán með því að reyna að koma forsetanum frá. Og hann ætti enn erfiðara með að sannfæra tvo þriðju hluta ráð- herranna, sem allir hafa verið valdir í embætti sín vegna holl- ustu sinnar við forsetann, um að halda málinu til streitu, nema fullvissa væri um, að hann kæm- ist aldrei framar til heilsu. Og það yrðu áreiðanlega fáir ábyrgir læknar fáanlegir til að gefa yfirlýsingu um slíkt. Þegar svona væri komið, væri forsetinn Er Reagan of gamall til að gegna embætti forseta Bandaríkjanna? Ef Ronaid Reagan verður endurkjörinn í embætti Bandaríkjaforseta, verður hann 74 ára gamall í upphafi seinna kjörtímabils síns og nærri 78 ára, þegar því lýkur. Auðvitað gæti þó svo farið, að honum entist ekki aldur til að halda um stjórnartaumana svo lengi, því að samkvæmt útreikningum trygginga- fræðinnar á 74 ára gamall maður aðeins 66Vs% möguleika á að lifa í fjögur ár til viðbótar. Og í rauninni á forsetinn enn minni möguleika, þar sem áttundi hver forveri hans á þessari öld hefur verið myrtur — og slík ódæmi eru ekki tekin með í reikninginn hjá tryggingunum. Nú þegar hefur Reagan forseti lifað sjö ár umfram 66 ára aldurinn, sem er meðalaldur 35 látinna forseta okkar. Og ekki virðast nútíma læknislyf hafa aukið nema spönn við aldur for- setanna, því að meðalaldur þeirra það sem af er 20. öldinni er 67 ár. Samt er áhættan við að kjósa aldraðan forseta ekki fólgin í því að hann deyi í embætti. Skýr ákvæði eru um það, hver taki við, þegar forseti fellur frá, og þau taka sjálfkrafa gildi. Áhættan er aðallega sú, að hann verði veikur, gamalær eða seinn að hugsa og bregðast við. Flestir kannast við það úr eigin fjölskyldu, hversu oft slíkt gerist, þegar fólk er komið hátt á áttræðisaldurinn. Woodrow Wilson forseti fékk fyrst slag í septembermánuði árið 1919. í 19 mánuði gat hann aðeins verið við stjórn að nafninu til og stundum ekki einu sinni það. Hann lá í herbergi sínu í Hvíta húsinu lamaður að nokkru leyti og var stranglega gætt af eiginkonu og lækni, auk fulltrúa forsetans sem hafa varð landstjórnina á hendi. Forsetinn sá enga aðra og hafði ekki samband við neina aðra nema með veikburða kroti á ein- hverjum bréfsnuddum eða með skilaboðum sem kona hans kom áleiðis. Á sérstöku aukaþingi urðu 28 frumvörp að lögum án staðfest- ingar forsetans, þar sem hann var ófær um að undirrita þau eða synja um slíkt. Á sama tíma veltu landsmenn því fyrir sér og heimurinn allur, hvernig forsetanum liði í raun og veru. Til allrar hamingju höfðu Bandaríkin, þegar þetta var, ný- lokið þátttöku sinni í stórstyrjöld og ekkert óvinaríki gat ógnað ör- yggi landsins. En nú horfumst við í augu vlð óvin, sem búinn er kj arnorkuvopnum. Ég var einn af ráðunautum John F. Kennedy forseta, þegar úfar risu með stórveldunum vegna eldflaugastöðvanna á Kúbu. Mér rennur kalt vatn milli skinns og hörunds við að hugsa til þess, hvernig farið gæti, ef slíkt ástand skapaðist, þegar forsetinn væri ófær um að gegna embætti. Hvernig gengi okkur að eiga við Sovétríkin, ef æðstu ráðamenn gegna embætti sínu. Samkvæmt stjórnarskránni getur forsetinn nú fengið varaforsetanum völdin. Hann varður þó áður að gefa full- trúadeildinni skriflega yfirlýs- ingu um, að hann sé ekki lengur fær um að gegna skyldustörfum sínum. Enginn forseti, sem orðinn væri ófær um að gegr.a embætti, gæti gefið slíka yfirlýsingu; og væri forseti með fullri rænu og í gæslu árvakrar eiginkonu og tryggra samstarfsmanna, mundi hann í lengstu lög forðast að taka þessa ákvörðun. Aðeins varaforsetinn og meiri- hluti ríkisstjórnarinnar geta brotist úr þessari sjálfheldu með því að senda fulltrúadeildinni sameiginlega yfirlýsingu um van- hæfi forsetans. En forsetinn gæti á móti hunsað slíka yfirlýsingu og sent þinginu þau skilaboð, að hann sé enn fær um að gegna embætti. Ef varaforsetinn krefð- ef til vill gersamlega einangraður í umsjá nánustu aðstandenda og samstarfsmanna, eins og var með Woodrow Wilson, og það eina sem fréttist af honum væru marklaus- ar tilkynningar þess efnis, að hann væri að hressast. Á meðan gengju hvers kyns sögusagnir fjöllunum hærra í fjölmiðlum. Þetta er vandamál í stjórnskip- an okkar. í tíð þriggja síðustu stjórna Sovétríkjanna hefur orðið að komast af um tíma án leiðtog- anna vegna veikinda þeirra. Slíkt var mögulegt vegna þess að æðstaráðið hafði þau valdaforráð sem þurfti til þess. Sama var upp á teningnum á síðustu dögum Winstons Churchills. Ríkisstjórn- in var starfhæf, þótt forsætis- ráðnerrans nyti ekki við. Því er hins vegar þannig farið um ríkisstjórn Bandaríkjanna, að hana skortir valdaforráð; stjórn- skipanin er óvirk án handhafa forsetavalds. Guð hjálpi landi okkar, ef við ættum einhvern tímann eftir að standa frammi fyrir slíku fári. George W. Ball, höfundur þessarar greinar, er 74 ára að aldri. Hann rar adstoóamtanríkisrádherra í stjórn- artíð þeirra Kennedrs og Johnsons og fulltrúi Bandaríkjanna hjá Sam- einuðu þjóðunum árið 1968. Reagan forseti ávarpar þingið. Fyrir aftan hann eru George Bush, vara- forseti, og Thomas P. O’Neill, forseti fulltrúadeildarinnar. SENDUM í PÓSTKRÖFU Handhægar gjafir til vina og kunningja Ylur mínninga... fltargmiÞliifeifr Áskriftarsímirm er 83033

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.