Morgunblaðið - 31.08.1984, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 1984
Blómaball í
Hveragerði
HTeragerði, 28. ágúst.
KNATTSPYRNUDEILD Ungmennafélags
Hverageröis og Ölfuss hélt sinn árlega blóma-
dansleik í Hótel Ljósbrá laugardaginn 25. ág-
úst sl. Húsið var allt blómum skreytt og kjörin
var blómadrottning ársins úr hópi samkomu-
gesta.
Sú sem varð fyrir valinu að þessu sinni heitir
Fjóla Grétarsdóttir. Hún er fædd 1968, dóttir
hjónanna Guðrúnar Guðmundsdóttur og Grét-
ars J. Unnsteinssonar, skólastjóra Garðyrkju-
skóla ríkisins að Reykjum í Ölfusi. Hefur hún
alist upp hjá foreldrum sínum á þessu ágæta
menningarsetri. Fjóla er mjög jákvæð og dugleg
stúlka, bæði í námi og félagsstarfi skólans og
hefur einnig lagt stund á píanónám við Tónlist-
arskólann í Árnessýslu. Hún er að hefja nám í
Menntaskólanum við Hamrahlíð í Reykjavík.
Hér á árum áður þótti blómaballið fínasta
samkoma ársins hér í Hveragerði og var vel sótt
af bæjarbúum, en á seinni tímum hefur þótt
síga á ógæfuhliðina vegna þess að hingað hefur
safnast mikill fjöldi aðkomufólks og ölvun og
óspektir hafa keyrt úr hófi, fjöldinn jafnvel ver-
ið 4 til 6 hundruð manns í þessu litla húsi. Að
þessu sinni varð að samkomulagi milli knatt-
spyrnudeildarinnar og hinna nýju eigenda hót-
elsins að takmarka fjöldann og ætla dansleikinn
fyrst og fremst fyrir Hveragerði og nágrenni.
Gestir voru um 200 talsins. Félagar knatt-
spyrnufélagsins önnuðust alla gæslu á staðnum
og leystu það starf samviskusamlega af hendi.
Blómadrottningin Fjóla Grétarsdóttir.
Dansmúsík annaðist hljómsveitin Ljósbrá, en
hana skipa fimm félagar úr Hveragerði og þykir
hún bjóða vandaða tónlist og nýtur síaukinna
vinsælda.
Dansleikur þessi þótti takast vel og átaka-
laust, en mikið vantaði á að umgengnin væri
nógu góð. „Betur má ef duga skal.“
Sigrún
Albert Guömundsson, fjármálaráðherra:
„Það er skylda opin-
berra aðila að
hlaupa undir bagga“
Segist helst vilja leggja Framkvæmdastofn-
un niður og vonar að það verði samkomu-
lag um slíkt á milli stjórnarflokkanna
„ÉG HEF ekkert um þessa af-
greiðslu stjórnar Framkvæmda-
stofnunar aö segja. Þetta boð mitt
var einungis tilraun til þess að auö-
velda þeim aö hlaupa undir bagga
meö byggðarlagi í vanda,“ sagöi Al-
bert Guðmundsson, fjármálaráö-
herra, er blm. Mbl. spurði hann álits
á afstöðu stjórnar Framkvæmda-
stofnunar til tilboðs hans aö útvega
Byggöasjóöi þegar í stað 8 milljónir
ef þaö mætti veröa til þess að hjálpa
Jökli hf. á Raufarhöfn í fjárhagsörö-
ugleikum fyrirtækisins.
„Ég tel það vera skyldu opin-
berra aðila, ríkisstjórnarinnar og
þá ekki síður stofnana eins og
Framkvæmdastofnunar sem hefur
það hlutverk að standa vörð um
byggðastefnuna, að koma til að-
stoðar þegar heilu byggðalögin
eru í vanda stödd."
Albert var spurður hverju hann
svaraði því sem kemur fram í til-
kynningu stjórnar Framkvæmda-
stofnunar, að framlag ríkissjóðs
til Byggðasjóðs nemi 83,8 milljón-
um króna, en nú nýverið hafi fjár-
málaráðherra beitt sér fyrir því að
þessi upphæð var lækkuð um 5,4
milljónir króna: „Ég beitti mér
fyrir því, því ég vildi helst leggja
þessa stofnun alla niður, en ekki
bara lækka framlög til hennar. Ég
tel að það eigi að vera hlutverk
Alþingis og ríkissjóðs að ákveða
fjárúthlutanir og að hlaupa undir
bagga með þeim sem eiga í
vanda."
Aðspurður um hvort ekki væru
einmitt líkur á því að stjórnar-
flokkarnir gerðu nú sameiginlega
tillögu um að Framkvæmdastofn-
un í núverandi mynd verði lögð
niður, sagði Albert einungis: „Eg
vona að það takist, en ég þori ekki
að vera of bjartsýnn."
Pauli Ellefsen, lögmaður Færeyja:
Landstýrið ræður ekki við
veiðisamninga einstakra skipa
„ÞAÐ, sem gerzt hefur er það, að Grænlendingar hafa gert
sérstakt samkomulag við færeysk nótaskip. Af slíkum sér-
samningum hafa Færeyingar mikið, bæði við Grænland og
Kanada svo eitthvað sé nefnt. Landstýrið hefur ekki heimild
til að koma í veg fyrir slíka samninga,“ sagði Pauli Ellefsen,
lögmaður Færeyja, í samtali við Morgunblaðið.
Við leggjum ennfremur alltaf
áherzlu á það, að aðstoða ein-
stök skip við að ná slíkum
samningum því við höfum of lít-
ið af fiski og við fáum of litla
kvóta frá öðrum ríkisstjórnum.
Því teljum við okkur mikinn
hag í því að útgerðir okkar nái
sérstökum veiðisamningum við
önnur lönd. En þrátt fyrir að
landstýrið vildi koma í veg fyrir
þetta, getum við það ekki.
Eins og undanfarin ár feng-
um við 7.000 lesta loðnukvóta
frá Efnahagsbandalaginu og
hann höfum við tekið. En und-
anfarin ár höfum við ekki tekið
þennan kvóta vegna þess, að ís-
lendingar hafa beðið okkur að
láta það vera. Á þessu ári kom
engin beiðni um það að við
tækjum ekki þetta magn fyrr en
veiðin var komin vel á veg.
Vegna stöðu íslendinga vildum
við ekki biðja EBE um meiri
loðnu, þó ég telji að það hefði
fengizt. Við vildum heldur ekki
biðja Dani, sem meðlimi í EBE,
um aflakvóta.
Við eigum tvo góða vini á
Norður-Atlantshafi, íslendinga
og Grænlendinga og við reynum
að eiga sem bezt viðskipti við þá
báða og varðveita vinskapinn.
Þegar tekið er tillit til þess, hve
hliðhollir Færeyingar hafa ver-
ið íslendingum undanfarna ára-
tugi; þrátt fyrir útfærslu land-
helginnar, sem kom okkur illa,
veittum við þeim fullan stuðn-
ing; í tvö ár höfum látið vera að
veiða loðnu, sem við höfðum
fullan lagalegan rétt á vegna
beiðni íslendinga, er ég fullvis
um það, að íslendingar láti það
ekki koma niður á fiskveiði-
samningi þjóðanna, þó nokkur
færeysk skip hafi gert sérsamn-
inga við grænlensk fyrirtæki
um loðnuveiði í grænlenzkri
landhelgi. Því trúi ég hreinlega
ekki.
Hvað varðar boð Halldórs Ás-
grímssonar um að ég komi til
Islands til viðræðna, þegar Jón-
atan Motzfelt verður þar, vil ég
segja það, að ég nota hvert
tækifæri, sem gefst, til að koma
til íslands. Oski íslendingar
nærveru minnar, kem ég,“ sagði
Pauli Ellefsen.
í frétt frá stjórn Framkvæmda-
stofnunar segir jafnframt að
áætlað hafi verið í upphafi þessa
árs að Byggðasjóður hefði til
ráðstöfunar 197,5 milljónir á ár-
inu, og hann hafi þegar samþykkt
lánveitingar og ákveðið lán sam-
kvæmt útlánaáætlun, sem nemi
ca. 25 milljón krónum umfram
áætlað ráðstöfunarfé sjóðsins,
m.a. vegna erfiðrar innheimtu og
niðurskurðar á ríkisframlagi. Því
hafi tilboð fjármálaráðherra á
engan hátt leyst úr fjárvöntun
sjóðsins.
Hafberg GK
fékk 22,62 í
meðalverð
HAFBERG GK lauk við að landa
afla sínum í Mallaig í Skotlandi i
gær. Alls landaði skipið 52 lestum.
Heildarverð var 1.176.100 krónur,
meðalverð 22,62. Aflinn fór hins
vegar ekki á markað þar, heldur
var fluttur til Grimsby og seldur
þar.
Hinn eini og sanni
ST0R-
útsölumarkaður
hefst kl. 13
að Fosshálsi 27
(fyrir neöan Osta- og smjörsöluna Árbæ, viö hliðina á nýju Mjólkurstööinni.)
Opið til kl. 19.
Fjöldi fyrirtækja - Gífurlegt vöruúrval.