Morgunblaðið - 31.08.1984, Síða 14

Morgunblaðið - 31.08.1984, Síða 14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDÁGUTR 31. ÁGÚST 1984 Þessa mynd átti að gera upptæka, því af einhverjum ástæðum mátti ekki taka ljósmyndir á útimarkaðinum í Odessa. Vináttubrauð og yindlingagjafír Söguleg söngferð Álafosskórsins til Sovétríkjanna Álafosskórinn er nýkominn úr söngferð til Sovétríkjanna. Kórfélag- ar höfðu undirbúið ferðina lengi og m.a. safnað farareyri með kartöflu- rækt og sölu saltfisks og rækju. Einnig fór söngfólkið á námskeið í rússnesku og lærði að þakka fyrir sig og skála. Blaðamaður Mbl. lagði land undir fót og fór á fund nokk- urra kórfélaga í Mosfellssveit, til að fræðast um ferðina. Fimm kórfélagar tóku á móti blaðamanni og buðu kaffi. Það voru þau Einar Einarsson, tenór, Páll Helgason, kórstjóri, Jón Har- aldsson, tenór, Þrúður Helgadótt- ir, formaður kórsins, og Sigríður Sveinsdóttir, sem syngur með alt- rödd. Enginn bassi var mættur, „þeir eru allir svo gleymnir," sögðu þau og hlógu. Álafosskórinn lagði af stað til Sovétríkjanna 7. júlí. Fyrstu tón- leikana héldu þau að vísu á Kefla- víkurflugvelli, fyrir ameríska ferðamenn í flugstöðinni, en þeir tónleikar voru nú óundirbúnir. „Við fengum samt tilboð um að syngja í Texas að ári og hver veit nema við tökum því,“ sagði Þrúð- ur. „Klæðið ykkur í eða..." Kórinn gisti fyrstu nóttina í Kaupmannahöfn, en þann 8. júlí var flogið til Leningrad og sam- dægurs til Moskvu. Ekki voru móttökur eins og best varð á kosiö, þvi móttökunefndin beið á alþjóð- lega flugvellinum, en kórinn var á innanlandsvellinum, vegna milli- lendingarinnar í Leningrad. Með aðstoð góðra manna tókst að ná sambandi við sovésku verkalýðs- hreyfinguna, sem var gestgjafi kórsins og komst kórinn á ágætis gistihús um kvöldið. Þar biðu þeirra túlkar, Vladimir Koslov, sem er magister í norrænum fræð- um, og Jenia Alexandrova og viku þau ekki frá kórnum í ferðinni. Eftir eina nótt í Moskvuborg var haldið til Minsk, höfuðborgar Hvíta-Rússlands. Þar var blíðviðri hið mesta og eins og íslendinga er siður í útlöndum gengu kórfélagar léttklæddir um. Ekki var það vel séð, eða eins og einn lögreglu- mannanna orðaði það: „Klæðið ykkur í eða farið út f skóg.“ Ullarverksmiöja og sumarbúöir Nokkrir kórfélaga voru trúir sínum uppruna og vildu skoða ull- arverksmiðju í Minsk. Það vakti athygli landans, aö utan á veggj- um verksmiðjunnar voru myndir af fyrirmyndarverkamönnum. Þegar farið var að forvitnast um hvað það væri sem gerði þetta fólk að fyrirmynd annarra verka- manna, kom í ljós að fyrirmyndar- verkamaður er félagi í kommún- istaflokknum og tekur virkan þátt í félagsmálum, auk þess sem hann er verklaginn. Erfitt reyndist þó að fá skýr svör. Fyrirmyndar- verkamönnum hlotnast ýmislegt, sem öðrum verkamönnum reynist erfiðara að fá, t.d. frí á skemmti- legum stöðum og dvöl á hressing- arheimilum. Einnig fengu þeir boðsmiða á tónleika Álafosskórs- ins og hefur vonandi þótt það góð- ur bitlingur. Á meðan hluti kórsins skoðaði sovéska ullarverksmiðju fóru aðr- ir í heimsókn í sumarbúðir barna. „í sumarbúðunum voru 1000 börn starfsmanna í dráttarvélaverk- smiðjum í Minsk,“ sagði Páll kór- stjóri. „Aðbúnaður barnanna var mjög góður. Þau bjuggu í stórum skálum, sem var skipt niður í fjög- urra manna herbergi. Síðan voru smærri hús hjá skálunum, þar sem ýmisleg kennsla fór fram, t.d. á hljóðfæri, eða efnafræði- og hannyrðakennsla. Börnin voru ávallt undir handleiðslu kennara." „Fyrstu tónleikar kórsins voru svokallaðir „Vináttutónleikar", sagði Þrúður nú. „Þangað var boð- ið frammámönnum kommúnista- flokksins í Minsk, austur-þýskum ferðamönnum og fyrirmyndar- verkamönnum. Atvinnukór Hvíta-Rússlands söng eitt lag með íslendingunum, lagið „Volga, Volga“, og söng hvor kórinn á sínu móðurmáli. Stjórnandi Atvinnu- kórsins hélt síðan stutta tölu og þakkaði okkur fyrir sönginn." „Sovétmenn leggja mikla áherslu á að halda hörmungum stríðsins vakandi i hugum landa sinna,“ skaut Sigríður nú að. „Við fórum einn daginn í skoðunarferð til þorpsins Katin, eða öllu heldur skoðuðum við leifar þorpsins, því það var brennt af nasistum, líkt og 185 þorp önnur á þessu svæði. Kirkjuklukka þorpsins var hið eina sem heillegt var og henni hef- ur nú verið komið fyrir í turni, þar sem hún slær eitt högg á mínútu.“ Kórfélagar voru sammála um að þessi sýn hefði verið áhrifamikil. Bannað aö mynda markaðinn Þegar dvölinni í Minsk lauk var haldið til Odessa, sem er höfuð- borg Ukraínu. Ferðalangarnir urðu þó fyrir nokkrum töfum, því flugvél þeirra reyndist með bilað- an hreyfil, þegar leggja átti af stað. „Því var nú kippt í lag, en við flugum með spenntar greipar alla leiðina," sagði Einar. „Annars eru flugmenn þarna mjög hæfir og mýkri lendingu hef ég aldrei kynnst. Hins vegar er þjónustan alls engin um borð, við fengum að vísu eplasafa og einn okkar fékk brauð og te, því hann var kynntur sem háttsettur maður í íslenska kommúnistaflokknum,“ bætti hann við og hló. Á hótelinu í Odessa tók hótel- stjóri og stúlka i þjóðbúningi á móti Alafosskórnum. Stúlkan færði kórfélögum stórt kringlótt brauð með saltskál í miðju og áttu þeir að brjóta af brauðinu og dýfa bitunum í saltið. Brauð þetta kall- ast vináttubrauð og fannst land- anum þessi siður skemmtilegur. Bannað var að taka myndir á flugvellinum, en það kom íslend- ingunum mjög á óvart þegar þeim var bannað að mynda útimarkað í borginni. Lögreglumenn stöðvuðu myndatökur og báðu kurteislega um filmurnar. Ekki vildu Islend- ingarnir láta þær af hendi og hristu höfuðið þar til lögreglu- mennirnir gáfust upp, sögðu „Ich liebe dich“ og létu þá óáreitta. Sígarettur opna dyr Hvergi fundu kórfélagar kaffi- hús og ekki þótti þeim sovéski bjórinn góður, nema Páli, sem drakk hann einn manna. Valin- kunnir menn voru því gerðir út af örkinni til að kaupa vestrænan bjór í verslun, þar sem greitt var með dollurum og gekk sú ferð að óskum. Ekki voru þó allar verslun- arferðir jafn ánægjulegar, því erf- iðlega gekk að skipta dollurum í rúblur. Ýmist voru bankar lokaðir, eða afgreiðsla gekk treglega. Al- mennar verslanir taka ekki við dollurum sem greiðslu. En var ekkert falast eftir vörum frá ís- lendingunum á götum úti? „Jú,“ svaraði Þrúður. „Að vísu var eftirsókn í gallabuxur ekki eins mikil og búast mætti við mið- að við þær sögur sem sagðar eru utan Sovétríkjanna, en margir föl- uðust eftir öðrum fatnaði og ilm- vötnum. Við seldum nú ekkert, Kórfélagar öfluðu fjár til Sovétfarar með kartöfluræktun í landi trommuleik- arans Kristjáns Finnssonar. Sovétbúar fagna með þvf að rísa úr sætum og klappa vel og lengi, a.m.k. fyrir Álafosskórnum. Á veggjum ullarverksmiðju f Minsk voru myndir af fyrirmyndarverka- mönnum. Verksmiðja Álafoss ætti e.Lv. að taka upp þennan sið? utan einn okkar, sem seldi úrið sitt. Það virtust allir hafa næga peninga, en hins vegar var fátt um fína drætti þegar að eyðslunni kom, því vöruúrval er lítið, nema f dollarabúðunum.“ Jón bætti því við, að kórfélagar hefðu fljótlega komist á snoðir um, að ef tollþjón- um og öðrum Sovétmönnum var réttur sígarettupakki, danskur bjór eða tyggigúmmí, þá gengu öll samskipti betur. „Þetta notuðum við okkur að sjálfsögðu óspart,“ sagði Jón og hló. Fyrri tónleikar kórsins í Odessa voru í Verkalýðshöllinni þar og voru haldnir kl. 16, strax að af- loknum vinnudegi. „Þangað komu um 700 manns og okkur var fagn- að vel og lengi,“ sagði kórstjórinn. „Sovétmenn fagna einstaklega skemmtilega, þeir rísa úr sætum og klappa, en fáir hrópa. Það var greinilegt, að léttari lögin á dagskránni voru miklu vinsælli en hin, t.d. áttu lög eins og „Oh, Happy Day“ og „We Shall Over- come“ miklu fylgi að fagna. Ein- söngvararnir okkar, þau Helgi R. Einarsson og Dóra Reyndal, fengu mjög góðar viðtökur og eins hljómsveitin okkar. Hún var skip- uð þeim feðgum Hans Þór Jens- syni og Jens Hanssyni, saxófón- leikurum, Kristjáni Finnssyni, trommuleikara og Árna Scheving, bassaleikara, auk þess sem ég lék á píanó. Við vitum sem er, að það eru svo margir kórar sem syngja ættjarðarlögin vel, að við reynum að vera svolítið öðruvísi í laga- vali.“ „Seinni tónleikar kórsins í Odessa voru á hressingarhæli fyrir getulausa,“ sagði Páll. „Þar voru sjúklingar 10.000, en að vísu voru fleiri hæli þarna. Túlkurinn okkar, Vladimir, átti 35 ára af- mæli þegar við vorum í Odessa og við héldum það hátiðlegt með söng á ströndinni, en þar sungum við oftar en einu sinni.“ „Kann ekki að synda með vottorðum“ Moskvuborg var næsti áfanga- staður kórsins. Það var farið í skoðunarferðir vítt og breitt og höfðu kórfélagar áhuga á að skola af sér ferðarykið í einni af sund- laugum borgarinnar. Það var þó ekki hægt, því til þess að hljóta náð fyrir augum sundlaugarvarða þarf að framvísa þremur læknis- vottorðum. „Eftir þvf sem okkur skyldist þarf vottorð frá heimilis- lækni, kynsjúkdómalækni og skurðlækni, en við efumst nú um að það síðastnefnda sé rétt skilið,“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.