Morgunblaðið - 31.08.1984, Síða 24

Morgunblaðið - 31.08.1984, Síða 24
24 MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 31. ÁGUST 1984 HOLLANDSPISTILL — eftir Eggert H, Kjartansson Lítil merkileg borg — Madurodam 1 útjaðri den Haag, ekki langt frá ströndinni og Scheveningen, er lítil borg sem á enga sína líka í heiminum. Borgin sjálf er stríðs- minnismerki og núverandi drottn- ing, Beatrix, gegndi embætti borg- arstjóra þar til hún var krýnd sem drotting þann 30. apríl 1980. Eftir það hefur hún verið verndari borgarinnar. Nafn borgarinnar Madurodam kemur frá George Jhon Lionel Maduro, sem var stúdent við há- skólann í Leiden þegar seinni heimsstyrjöldin braust út. Vegna hugrekkis síns og starfa innan hollensku andspyrnuhreyfingar- innar var honum veitt æðsta við- urkenning Hollands. Sjálfur gat hann þó ekki verið viðstaddur þá athöfn því hann lést 1945 í útrým- ingarbúðum nazista í Dachau skömmu áður en stríðinu lauk. Foreldrum hans, hr. og frú Mad- uro frá Willemstad á Curacao, langaði til þess að reisa syni sín- um minnismerki og voru einnig tilbúin til þess að láta töluvert fjármagn til þessa starfs. Þau hjónin voru í sambandi við frú B. Boon-van der Starp sem kom með þá hugmynd að byggja dæmigerða hollenska borg. Akveðið var að hefjast handa og auk fjármagns frá Maduro-fjölskyldunni gáfu ýmis iðnfyrirtæki stórfé til þess- ara framkvæmda. En hvað er Madurodam í dag annað en staöur sem var stofnaður 1952, sem meira en 30 milljón manns hafa heim- sótt, sem hefur kostað meira en 10 milljónir gyllina og notað hefur töluverðan hluta þess ágóða sem hefur komið inn í aðgangseyri til þess að styrkja ýmsa starfsemi fyrir ungt fólk? f raun er hún nákvæm söguleg ímynd af dæmi- gerðri hollenskri borg í hlutföllun- um 1 á móti 25, sem sýnir athygl- isverða mynd af Hollandi, helstu byggingum og minnismerkjum, auk þess sem hægt er að skyggn- ast inn í daglegt líf og störf Hol- lendinga. Madurodam er ekki safn líkana heldur er hún skapandi og full af lífi. í Madurodam er meiningin að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi og að enginn sé skilinn út- undan. Fyrir blint fólk sem verður að taka á hlutunum til þess að átta sig á útliti þeirra eru sérstak- ir dagar þar sem þeim einum er veittur aðgangur í safnið. Þá er þeim leyfilegt að snerta á þeim hlutum sem þar eru og er veitt aðstoð af starfsliði. í Madurodam er einnig (svo sem og víðast hér í Hollandi) greið leið fyrir fólk sem af einhverjum ástæðum þarf að notast við hjólastóla milli safn- gripa og veitingahúsa. Fyrir þá ófáu sem ekki hafa tækifæri til þess að dveljast i Hollandi nokkur ár til þess að kynna sér hollenskt samfélag smátt og smátt getur Madurodam verið mjög athyglisverð. Að Madurodam er vinsæll ferðamannastaður. minnsta kosti eru vinsældir henn- ar mjög miklar bæði meðal Hol- lendinga og erlendra gesta. Um ástæðuna fyrir þessum vinsældum skrifaði hollenska skáldið Albert- us Aafjes eitt sinn: „Ástæðan fyrir því að Madurodam er vinsæl jafnt meðal Hollendinga og ferða- manna erlendis frá er að borgin gefur svo ágæta mynd af landi og þjóð. f raun er Holland ekkert annað en ein stór Madurodam." Þúsundir rósa í West- broekpark í den Haag Westbroek-garðurinn sem ligg- ur ekki langt frá Madurodam í den Haag var lagður 1925. Ár hvert frá því í lok júní fram til loka september blómstra þar u.þ.b. 20.000 rósarunnar í öllum regn- bogans litum og hundruðum teg- unda. Rósasýningin sem hefur verið haldin þar árlega síðan 1961 er í dag ein mikilvægasta alþjóð- lega rósasýningin í heiminum i dag. Garðurinn minnir við fyrstu sýn á enskt landslag með stórum grasflötum, aflíðandi hæðum, þyrpingu trjáa hér og þar, auk þess sem fjöldinn allur af runna- tegundum og öðrum plöntum er þar að finna. Eitt sérstakt við þennan garð umfram það sem við sjáum hér í Hollandi yfirleitt er að engir sérstakir göngustígar hafa verið lagðir. Rósaræktendur hvaðanæfa að úr heiminum senda hingað nýjar tegundir sem enn hafa ekki verið settar á markað. í garðinum eru þær hafðar í sérstökum tilrauna- reitum undir eftirliti sérfræðinga sem rannsaka þær m.a. með tilliti til erfðaeiginleika. Ef um nýtt af- brigði er að ræða er leyfilegt að kynna það á markaðnum. Eftir að hafa verið í verslun í þrjú ár getur þetta nýja afbrigði tekið þátt í samkeppni um „Gullnu rósina frá Scheveningen". Auk þess heiðurs sem fylgir slíkri viðurkenningu fylgir venjulega í kjölfarið við- skiptalegur ávinningur fyrir vinn- ingshafa sem fer með allan rétt til ræktunar þessarar nýju tegundar. íslandsfararnir efstir á bandaríska meistaramótinu f Margeir Pétursson Við íslendingar höfum gildar ástæður til að vera ánægöir með úrslitin á bandaríska meistaramót- inu æm fram fór í Berkeley í síð- asta mánuði. Gestir okkar frá því í vetur, stórmeistarinn Lev Alburt og alþjóðameistarinn Nick de- Firmian, ráku þar af sér slyðruorð- ið og tryggðu sér sæti á næsta millisvæðamóti, en meistaramótið var jafnframt svæðismót. Alburt varð Bandaríkjameistari, hlaut 1214 vinning af 17 mögulegum, sem er frábær árangur, og de- Firmian varð annar með 11 vinn- inga. Allir sterkustu skákmenn Bandaríkjanna, Fischer að sjálf- sögðu undanskilinn, voru á meðal þátttakenda. Um þriðja sætið á millisvæða- mótinu verða þeir James Tarjan, John Federowizc og Maxim Dlugy að tefla. Þeir urðu í 3.-6. sæti á mótinu ásamt Yasser Seirawan, en hann á frísæti á millisvæðamóti sem einn af stigahæstu skákmönnum heims sl. 2 ár og þarf þvi ekki að taka þátt i aukakeppninni. Úrslit mótsins: Rtffc Tilill k stix vinn. 1. Alburt SM 2455 I2V* 2. deFirmian AM 2475 11 3.—«. Dlujfy AM 2470 10*/* 3.—tf. Federowiez AM2485 Ittft 3.-6. Tarjaa SM 2505 10*/2 3.-6. Seirawan SM 2505 lOVft 7.-8. Karalek SM 2565 V/2 7.-8. Christiansen SM2545 9*2 9.—12. Dzindzindhaahvili SM 2520 9 9.—12. Henley SM 2495 9 9.-12. Kofan AM 2470 9 9.—12. Benjamin AM2520 9 13. Byrne SM 2510 8'/» 14. Browne SM 2580 T/t 15. Gorevkh SM 2505 6'/ft 16. Petere AM 2500 6 17. Kudrin AM 2550 3'/i 18. Shirazi AM 2465 Vft Úrslitin koma gífurlega á óvart Niðurstaðan af mótinu er svo einkennileg, sérstaklega þegar tekið er mið af stigum keppend- anna að engu líkara er en að þau hafi verið fengin með því að draga miða úr hatti, svo til- viljanakennd virðast þau. Ef leita á skýringa er autvitað freistandi að halda því fram að þeir Alburt og deFirmian hafi lært svona mikið af okkur ís- lendingum á mótunum tveimur hér í vetur sem þeir tóku þátt í. Þar gekk þeim báöum illa, sér- staklega Alburt, sem hrapaði um 70 stig á fyrri hluta þessa árs og var stigalægsti þátttakandinn á bandaríska meistaramótinu, þó hann sigraði. Er hann tefldi hér heima beitti hann hæpnum byrj- unum, Aljekínvörn og Benkö- bragði. Á meistaramótinu tókst honum að lappa nægilega upp á Áljekínvörnina (afleikjavörnina kölluðu sumir hana eftir útreið- ina sem Alburt fékk hjá Piu Cramling) en gegn drottningar- peðsbyrjun beitti hann óvenju- legri leikjaröð: 1. d4 — Rf6, 2. c4 — e6, 3. Rf3 — a6!? og gekk vel. Alþjóðlegu meistararnir de- Firmian, 27 ára, Federowicz, 26 ára og Dlugy, sem er aðeins 18 ára, slógu þarna í gegn, en þeir sem fyrir fram var veðjað á, Seirawan, Browne, Kavelek, Christiansen og Dzindzindh- ashvili voru ekki nema svipur hjá sjón. Kavalek vann tvo neðstu menn og gerði 15 jafn- tefli, sum ansi stutt. Hinir börðust, en tókst ein- faldlega ekki að sanna að þeir væru fremstir vesturheimskra skákmanna. Frammistaða tveggja neðstu manna er sorgarsaga út af fyrir sig. Kudrin var einn stigahæsti alþjóðameistari í heimi fyrir þennan skell sem kostar hann líklega 60 stig. Shirazi er frá ír- an, en þar er skák bönnuð eins og hver önnur vestræn spilling. (Einhver ætti að fræða Khom- eini á því að skáklistin er ein- mitt fundin upp þar eystra.) Shirazi hefur staðið sig vel á opnum mótum vestra, en í þess- um öfluga félagsskap missti hann gjörsamlega móðinn. Hann varð jafnvel fyrir því óhappi að tapa í 5 leikjum, sem mun vera stysta kappskák sem alþjóðlegur meistari hefur tapað, mér vit- anlega: Hvítt: Shirazi. Svart: Peters, Sikileyjarvörn, 1. e4 — c5, 2. B4!? - cxb4, 3. a3 - d5, 4. exd5 — Dxd5, 5. axb4?? — De5+ og hvítur gafst upp því hann tapar hrók. Ljóst er að nú stendur banda- riska skáksambandið frammi fyrir miklum vanda við val á Olympíusveitinni í nóvember. Á að velja stigahæstu skákmenn- ina, eða á að láta meistaramótið ráða? Hvort sem verður ofan á þykir mér ólíklegt að Bandaríkj- amenn vinni nein stór afrek þar, til þess eru þeirra beztu menn greinilega allt of mistækir. Það hefur mikið breytzt síðan Fisch- er var og hét. Stflhrein vinningsskák sigurvegarans Á mótunum í Reykjavík í febrúar gekk ekkert upp hjá Al- burt, en á meistaramótinu small allt í liðinn. 1 skákinni sem hér fer á eftir virðist hann lítið sem ekkert þurfa að hafa fyrir hlut- unum. Hann setur menn sína á bestu reitina, stofnar til mikilla uppskipta sem eru honum í hag og síðan vinnur skákin sig sjálf. Hvítt: Lev Alburt Svart: Jack Peters Enski leikurinn. 1. d4 — Rf6, 2. c4 — e6,3. g3 — c5 Peters svarar katalónskri byrjun Alburts (3. g3) með því að bjóða honum upp á Benoni- byrjun, sem kemur upp eftir 4. d5. Sovétbúinn fyrrverandi þekkist ekki boðið og upp kemur þekkt staða úr enska leiknum. 4. Rf3 — cxd4, 5. Rxd4 — Dc7, 6. Rc3 - a6, 7. Bg5 - b6?! 7. — Dxc4!?, 8. Hcl er kannski fulldjarft, en því ekki 7. — Be7. 8. Bxf6 - gxf6, 9. Bg2 - Bb7,10. Bxb7 — Dxb7, 11. (M) — Be7, 12. Dd2 — Rc6, 13. Rxc6 — Dxc6, 14. Dh6! Alburt hefur átakalaust náð yfirburðastöðu. Sennilega hefur Peters verið að tefla til jafnteflis og því leyft öll uppskiptin. 14. — Dxc4 Það er skiljanlegt að svartur vilji fá peð sem bætur fyrir óþægilega aðstöðu sína. 14. — Dc5, 15. Re4 — Df5, 16. De3 var engu betra. 15. Dg7 — Hf8, 16. Hacl - f5,17. Hfdl — Hc8, 18. e4! 18. — fxe4? Tapar hrók, en aðstaða svarts var mjög erfið. T.d. ekki 18. — Hc6, 19. Hd4 - Dc5, 20. b4 og svarta drottningin fellur. Skást var 18. — Dc6 þó 19. exf5 — Bc5, 20. fxe6 — fxe6, 21. Re4! sé mjög hagstætt hvítum. 19. Re2 — e3, 20. Hxc4 — exf2+, 21. Kfl. 21. Kxf2 var einnig mögulegt. 21. — Hxc4, 22. Hcl — Hc5, 23. Dxh7 — Bf6, 24. Hxc5 — bxc5, 25. Dc2 — Hh8, 26. h4 — Hh5, 27. Kxf2 - a5, 28. b3 - Hd5, 29. Kg2 — Kf8, 30. Rf4 — Hf5, 31. Dd2 og nú loksins játaði svartur sig sigraðan. íslandsmótið hefst 2. september Keppni í landsliðsflokki á skákþingi íslands var frestað í vor og hefst 2. september næstk- omandi. 13 af þeim sem eiga rétt til þátttöku á mótinu hafa til- kynnt um þátttöku sína og er Ijóst að mótið verður það sterkasta frá upphafi. Þá er teflt um hærri verðlaun en nokkru sinni áður. Þátttakendur verða væntanlega 14 og tefla þeir allir innbyrðis. Þeir sem tilkynnt hafa þátt- töku í landsliðsflokki eru í staf- rófsröð þessir: Ágúst Karlsson, Björgvin Jónsson, Dan Hansson, Guðmundur Sigurjónsson, Helgi Ólafsson, Hilmar Karlsson, J6- hann Hjartarson, Jón L. Árna- son, Karl Þorsteins, Lárus Jó- hannesson, Margeir Pétursson, Pálmi Pétursson og Sævar Bjarnason.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.