Morgunblaðið - 31.08.1984, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 31. ÁGÚST 1984
29
Jónína á Illuga-
stöðum níutíu ára
Níutíu ár þykja varla langur
tími í þjóðarsögunni, öðru máli
gegnir með þann einstakling sem
leggur þann tíma að baki. Muna
má hann tvenna tíma, sérstaklega
er tímabilið frá síðustu áratugum
nítjándu aldarinnar og fram að
þessum tíma viðburðaríkt í okkar
þjóðarsögu. Um það verður auð-
vitað ekki fjallað hér, aðeins með
nokkrum fátæklegum orðum að
því vikið að í dag, þann 31. ágúst,
hefur hin mæta heiðurskona Jón-
ína á Ulugastöðum náð þessum
háa aldri og eru þó þessi orð aðal-
lega framsett til að tjá henni ein-
lægar þakkir fyrir vináttu hennar
og órofa tryggð í minn garð, konu
minnar og fjölskyldunnar allrar.
Megna orðin að vísu lítils, en votta
þó brot af því sem í huganum býr.
Ögn Jónína Gunnlaugsdóttir,
eins og hún heitir fullu nafni, er
fædd á Geitafelli á Vatnsnesi,
Vestur-Húnavatnssýslu, 31. ágúst
1894. Foreldrar hennar voru
sæmdarhjónin Gunnlaugur Skúla-
son hreppstjóra Gunnlaugssonar
frá Stöpum og Auðbjörg Jakobs-
dóttir Bjarnasonar bónda á Illuga-
stöðum. Móðir Auðbjargar, en
amma Jónínu, var Auðbjörg
Jónsdóttir, dótturdóttir Guð-
mundar Ketilssonar á Illugastöð-
um. Seinni maður Auðbjargar
Jónsdóttur var Ari Árnason. Móð-
ir Gunnlaugs var Sesselja Jóns-
dóttir í Stöpum. Eru þessar ættir
alkunnar hér um slóðir og þótt
víðar væri farið.
Á sumardaginn fyrsta, þann 24.
apríl 1919, gengu þau i hjónaband,
Guðmundur Arason bóndi á 111-
ugastöðum, síðar hreppsstjóri í
Kirkjuhvammshreppi, og Jónína
þá á Geitafelli. Var flutningur
hennar stuttur til ættarseturs
maka síns, ein bæjarleið, en á 111-
ugastöðum hefur hún ætíð síðan
átt heimilisfang sitt. Stóð búskap-
ur þeirra hjóna við rausn og
myndarbrag uns Guðmundur lézt
þann 15. janúar 1961, má segja að
þá hafi orðið sveitarbrestur.
Ulugastaðir eru allstór jörð, eft-
ir því sem hér gerist. Þar er æð-
arvarp og viðarreki til hlunninda,
þótt saman hafi dregist hvort
tveggja sem víðast hvar annars
staðar. Mörg sporin á Jónína um
varplandið, enda er natni hennar
Mikil
smokk-
fiskveiði
á Patreks-
fírði
l'atreksnrAi. 29. ágúst.
SMOKKFISKVEIÐI hófst hér á
Patreksfirði á mánudag og er
veiði mjög góð. Veitt hefur verið
inni í Grænhólsdýpi sem er inn-
an við býlið Hvalssker, innst í
Patreksfirði.
Átta bátar lönduðu hjá
Hraðfrystihúsi Patreksfjarðar
í morgun 2 tonnum og 100 kíl-
óum og var aflahæsti báturinn
Katrín BA 71 með 490 kíló. í
gærmorgun, þriðjudag, lönd-
uðu fimm bátar hjá Hrað-
frystihúsinu 2 tonnum og 70
kílóum.
Á undanförnum tveim dög-
um er búið að landa 7 tonnum
og 700 kílóum af smokkfiski
hjá Fiskverkunarstöðinni
Odda. Er mikil eftirvænting
meðal manna og eru allir á
veiðum sem vettlingi geta vald-
ið.
Pétur
og umhyggja fyrir kollunum sem
best má vera. Urðu þær nánast
vinir hennar, áttu hreiður sín við
bæjarvegginn þangað sem þær
leituðu vor eftir vor og var storkið
um bakið og talað við. Það er eins
og æðarvarpið eigi sér eitthvert
seiðmagn, sem dregur þá til sín
sem búa þar fuglinum setur.
Útræði var áður stundað frá 111-
ugastöðum, vor og haust, sem og
víðast á Vatnsnesi, en lagðist af er
fiskgengd þvarr og fólki fór fækk-
andi. Var því oft allmannmargt og
í mörgu að snúast fyrir húsfreyj-
una. En dugnaður Jónínu var mik-
ill, átti hún þó við megna van-
heilsu að stríða árum saman.
Gestagangur hefur og ætíð verið
mikill á Illugastöðum, sérstaklega
var hann umtalsverður um varp-
tímann á vorin, komu jafnvel hóp-
ferðabílar sem leið áttu um
Vatnsnesið þar heim og urðu allir
að þiggja góðgerðir. Mörgum gest-
inum var fylgt um varplandið, en
heima biðu hrokuð borð veizlu-
kosts.
Á öllum árstímum bar þar tíð-
um gest að gerði, margur átti er-
indi við hreppstjórann, auk þess
sem þar var símstöð um árabil.
Þágu allir góðan beina og oft var
þar leitað gistingar, raunar boðin
fram sem sjálfsagður hlutur af
þeirri umhyggjusemi og nærgætni
sem þeim hjónum var í brjóst lag-
in. En fleiri nutu þar umönnunar
en ferðalangar einir. Þar dvöldu
einnig sjúkir og sárir lengur eða
skemur og einstæðingar áttu þar
athvarf. Margt heimilið í sveitinni
sem miður mátti sín eða var að
einhverju illa sett fékk þaðan oft
góðar sendingar og hlýjar kveðjur.
Jónína er mannkærleikakona.
Ekkert var henni hugstæðara en
hjálpa í nauðum. Áttu hún og
maður hennar ekki minnstan þátt
í stofnun slysavarnardeildarinnar
Vorboðans, fyrir fjörutíu árum,
þótt margir fleiri góðir menn ættu
þar hlut að. Var hún um skeið
formaður deildarinnar og starf
hennar það mikils metið að stjórn
SVFÍ gerði hana að heiðursfélaga
á 75 ára afmæli hennar.
Mörgum öðrum fremur hefir
Jónína áhuga á varðveizlu gam-
alla muna, minja og sagna. Studdi
hún mjög að söfnun muna til
byggðasafnsins á Reykjum í
Hrútafirði, þegar það var í undir-
búningi. Margt man hún enn frá
gamalli tíð, þótt eitthvað sé farið
að förlast minni, eins og eðlilegt
er.
Eins og að líkum lætur hefir
Jónína áunnið sér vináttu, traust
og virðingu samferðafólks. Sjálf
er hún hverjum manni trygglynd-
ari og vinfastari. Hún er einörð í
hugsun og lætur ekki hrekjast frá
skoðunum sínum. Alla tíð hefir
hún verið öruggur fylgismaður
Sjálfstæðisflokksins og heimili
hennar sóttu nokkrir hinna glæsi-
legu forvígismanna flokksins, t.d.
Gunnar Thoroddsen, Jóhann Haf-
stein, Jónas Rafnar, Birgir Kjaran
o.fl. En hér á Vatnsnesi var um
tíma starfandi sjálfstæðisfélagið
Fjölnir, er átti öruggt athvarf hjá
hinum áhugasömu Ulugastaða-
hjónum.
Eins og áður er að vikið hefir
Jónína lengi átt við mikla van-
heilsu að stríða, sérstaklega þjáð
af höfuðveiki um áraraðir. Fyrir
löngu fór sjón hennar mjög að
hnigna, unz hún missti hana með
öllu. Síðan hefir hún dvalið hjá
Auðbjörgu dóttur sinni og J6-
hannesi manni hennar á Syðri-
Þverá í Vesturhópi. Þótt heilsu
hennar hafi hrakað í seinni tíð er
enn reisn yfir þessari níræðu
konu, framganga hennar er höfð-
ingleg sem áður og sviphrein og
bein í baki gengur hún mót
straumi lífsins. Gesti sína og vini
þekkir hún á raddblænum, ræðir
gjarnan við þá um landsins gagn
og nauðsynjar, fylgist með því sem
er að gerast, en lætur hugann eins
oft reika til liðins tíma.
Bjarni Thorarensen segir í eft-
irmælakvæði um sæmdarkonu:
„Sálar um falið hið forna
fögur skein innri konan
Skýrt máttu skatnar og líta
að skrúðklæði var það.“
Enn sveipast fögur skrúðklæði
um innri mann hinnar öldnu höfð-
ingskonu, húsfreyjunnar á Illuga-
stöðum.
Guðjón Jósefsson,
Ásbjarnarstöðum.
Náttúruverndarfélag Suðvesturlands:
N áttúr uskoðunar-
og söguferd
um Kjósarhrepp
í ferðaröðinni „Umhverfið
okkar“, 8. ferð, fer Náttúru-
verndarfélag Suðvesturlands
náttúruskoðunar- og söguferð
um Kjósarhrepp laugardaginn 1.
september. Farið verður frá
Norræna húsinu kl. 13.30 og frá
Reynivöllum kl. 14.15. Áætlað er
að ferðinni ljúki kl. 19.00 við
Reynivelli og kl. 19.45 við Norr-
æna húsið. Fargjald er 200 kr. og
ókeypis er fyrir börn í fylgd full-
orðinna. Allir eru velkomnir.
Sérstaklega viljum við benda
Kjósverjum á að notfæra sér
þessa alhliða fræðsluferð.
Leiðsögumenn verða: Kristján
Sæmundsson jarðfræðingur,
sem skýrir fyrir okkur jarð-
inn. Þó er fiskirækt æ meira að
ryðja sér til rúms og er Laxá í
Kjós ein mesta laxveiðiá lands-
ins. Skógrækt er stunduð í aukn-
um mæli. Náttúrufegurð er mik-
il í Kjósinni, lífríkið er fjölbreytt
og jarðfræðin áhugaverð- Vog-
arnir eru mikilvægir fyrir vað-
fuglana til fæðuöflunar. Merkar
fornminjar er að finna á svæð-
inu og verið er að grafa upp
hluta þeirra og fáum við leiðsögn
um það svæði með fornleifa-
fræðingi. Starfandi er Sögufélag
Kjalarnesþings. Sérstök samtök
áhugamanna um náttúru og um-
hverfisvernd eru ekki starfandi
á svæðinu.
Frá Reynivöllum verður farið
Við Luá í Kjós.
myndanir og landslag á svæðinu.
Jóhann Oli Hilmarsson sýnir
okkur fugla og fjörulíf.
Þorvaldur Örn Árnason líf-
fræðingur fjallar um gróðurfar-
ið almennt.
Séra Gunnar Kristjánsson fer
yfir sögu og örnefni svæðisins.
Við fáum einnig gesti til okkar í
bílinn.
Lítil breyting hefur orðið á
byggðinni í Kjósarhreppi í seinni
tíð, flest bæjarnöfn eru nokk-
urra alda gömul, ennþá er land-
búnaðurinn aðalatvinnuvegur-
kl. 14.15 inn í Brynjudal að Ing-
unnarstöðum. Þaðan verður
haldið inn að Botnsá. Þar verður
snúið við og haldið til baka að
Kiðafellsá. Á leiðinni verður
stoppað á Hálsnesi og merkar
fornminjar skoðaðar og fjörulíf í
Laxárvogi. Frá Kiðafellsá verður
farinn Miðdalur, Eilifsdalur og
yfir að Meðalfellsvatni og kring
um Meðalfell og farið yfir Laxá
hjá Kjósarrétt og ekið út Lax-
árdal að Reynivöllum. Til
Reykjavíkur verður ekið um
Kjósarskarð. (Frá NVSV)
HcÁIU^hXcfíi^
eru flutt í
húsnæði að
Bolholti 6
Fjölbreytt námskeiö hefjast í september fyrir ungar stúlkur, konur á öllum aldri og herra.
Hvaöa hópur hentar þér???
Sérfræöingar leiöbeina meö snyrtingu, hárgreiöslu, fataval, hreinlæti, framkomu, borö-
siði, gestaboö, ræöumennsku, göngu og fl. 12 sinnum tvisvar í viku.
nr. 7
nr. 2 nr. 3 nr. 4 nr. 5 nr. 6
Fyrtr ungar konur Stutt snyrtinámskeiö. Fyrlr startsMpa, Fyrir ungar stúlkur Fyrir herra á öllum aldri
A öllum aldri Þrievar sinnum. saumaklúbba. 14-16 ára. Skólahópa. Sex sinnum
Afta slnnum Tnar W kl. stund Sex sinnum Átta sinnum •inu sinni i vlku.
•inu slnni I vtku. Handsnyrting sinu sinni í viku. sinu sinnl I viku. Hárgrelðsia — Hrelnlætl
Framkoma — Hárgreiösla Andlltshreinsun Snyrting Framkoma — Hreinlæti Fatnaöur
Snyrling Snyrting Framkoma — Hárgreiðsla Fatnaður — Snyrting Snyrtlng
Fatnaöur — HrelnlaBtl Dagsnyrtlng — KvöWsnyrtlng Borösiöir Borösiöir — Ganqa Ftæóumennska — Framkoma
Borösiðlr Sex í hóp. Átta—tíu I hóp. Hagsýnl. Tiu—flmmtán í hóp.
Tíu I hóp. Tíu i hóp.
fyrir verðandl (ýnlngartófc.
Dömuogherra.
Fimmtán sinnuin
•inu slnnl I vlku.
Snyrtlng
Fatnaður — Hralnlœti
Qanga.
Tíu—flmmtán I hóp.
Innritun og upplýsingar daglega frá kl. 2—7
í síma 68-74-80 og 68-75-80
Unnur Arngrímsdóttir,
sími 36141.