Morgunblaðið - 31.08.1984, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 31.08.1984, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 1984 31 Spennan sem myndast hefur á milli ráðamanna í Moskvu og Austur-Berlín stafar ekki síst af fyrirhugaðri heimsókn Erich Honecker, leiðtoga austur- þýskra kommúnista, til Helmut Kohl, kanslara Vestur-Þýskalands, nú um miðjan september. Hér sjást þessir tveir forystumenn þýsku ríkjanna við útfor Andropovs ( Moskvu f febrúar sl. Amalgam- tannfylMngar hana í fæðingu. Austur-Þjóðverj- ar eru mikilvægustu bandamenn þeirra og sagan sýnir að Sovét- menn líða ekki að leppríki þeirra taki sér slíkan sjálfsákvörðunar- rétt. Spurningin er til hvaða refsi- aðgerða Sovétrfkin muni grípa og hvernig Austur-Þjóðverjar bregð- ist við þeim. Sovétmenn telja öryggi sínu ógnað Vitaskuld er hugsanlegt að togstreitan milli Austur-Þjóð- verja og Sovétmanna fari vaxandi og til tíðinda dragi. í Austur- Þýskalandi eru 20 sovésk herfylki og sýnir það ljóslega hversu mikla áherslu Sovétmenn leggja á að tryggja öryggishagsmuni sína þar f landi. Sovétmönnum er kapps- mál að utanrikisstefna Austur- Þjóðverja ógni ekki öryggi þeirra. Skapist óvissa um vilja og stefnu Austur-Þjóðverja, er líklegt að Sovétmenn telji nauðsynlegt að eyða henni. Þvf kaldari sem sam- búðin við Bandaríkjamenn og Evr- ópubúa er því síður hika Sovét- menn við að beita fullri hörku gegn bandamönnum sinum sem ekki vilja láta að stjórn. Sovét- menn hafa ekki hikað við að tukta fylgiríkin til þegar pólitíska spennan f alþjóðamálum er minni en núna. Við þær aðstæður fórna þeir meiru en þegar spenna ríkir. Þá er ekki loku fyrir það skotið að ástandið færist í horf sem stangast ekki á við „leikreglur" kaldastriðsins. Skilyrðin fyrir slfkri þróun mála eru að ekki verði stigin fleiri skref f átt til batnandi sambúðar og samvinnu þýsku ríkjanna tveggja en Sovétmönnum líkar. Hagsmunir Austur- Þjóðverja Þýsku ríkin hafa hingað til sýnt mikla varkárni og kemur hún vafalaust til af ótta við að Sovét- menn muni beita valdi. Valdbeit- ing er hugsanleg en ætla má að Austur-Þjóðverjar viti best sjálfir hversu langt þeir geta gengið og að þeir muni gripa til þeirra ráða sem þeir telja nauðsynleg til að draga úr tortryggni Sovétmanna. Á hinn bóginn, og í víðar sam- hengi, kynni sjálfstæðari utanrík- isstefna Austur-Þjóðverja að koma Sovétmönnum vel. Sam- vinna við Vestur-Þjóðverja trygg- ir Austur-Þjóðverjum lánsfé sem þeir þurfa mjög á að halda. Bætt sambúð ríkjanna dregur einnig úr spennu í Austur-Þýskalandi. Bættur hagur almennings leiðir til þess að stjórnvöld geta betur ráðið við þau vandamál sem upp kunna að koma. Ef hugsað er til þeirra vanda- mála sem skapast hafa í Póllandi vegna þess hve efnahagurinn er bágur virðist stefna Honeckers rétt ef tekið er mið af þörfum Austur-Þjóðverja og þeim skilyrð- um sem Varsjárbandalagið setur þeim. En í þessu sambandi skipta bollaleggingar manna í vestri ekki höfuðmáli, heldur hvernig valda- menn í Sovétríkjunum telja hag sinum best borgið. í því efni er ráðlegast að gera sér engar gylli- vonir. ^þýtt 0g endursagt ÁJSv.) Arne Olar Brundtland er aérfræó- ingur l örjggis- og afvopnunarmál- um rið Norsku utanríkismálastofn- unina. — eftir Martein M. Skaftfells Skv. fréttatilkynningunni, sem Mbl. birti 18. þ.m., telur ráðuneyt- ið amalgam heppilegasta tannfyll- ingarefnið og getur þess, að það hafi verið notað lengur en nokkurt annað efni, eða í 150 ár. En þótt búið væri að nota það í 1000 ár, væri það engin sönnun fyrir skað- leysi þess. f tilkynningunni segir, að ekki sé talin hætta á, að efni amalgams leysist upp í svo miklu magni, að af því gæti stafað kvikasilfurseitr- un, eða hættulegir rafstraumar, eftir að það hefur harðnað. Þessi staðhæfing ráðuneytisins vitnar um, að það hefur ekki hirt um að kynna sér þann fjölda gagna lækna og vísindamanna, er sanna hið gagnstæða. En rétt er, skv. reynslu þeirra, að vel slípaðar fyllingar draga úr hættunni. Rangt er, að rafspenna — oral- galvanismi — sé aðeins óveru- legur. Spenna milli amalgam- og gultfyllinga hlið við hlið hefur mælst um og yfir 1000 millivolt (= 1 volt). „Ofnæmi vegna amalgams þekkist, en er ákaflega sjaldgæft," segir í tilkynningu ráðuneytisins. — Enn ein staðhæfing án þess að geta neinna heimilda eða raka. Að lokum segir í tilkynning- unni, að það „þurfi ekki að óttast þó amalgam, sem er ( munni, en útlit sé fyrir, að enn þurfi að bíða 10—20 ár eftir jafnvönduðu efni, sem falli betur inn í litasamsetn- ingu tannanna, en litur amalgams sé þess ókostur". — Er ekki þegar komið tannfyllingarefni, sem er laust við þennan og aðra ókosti amalgams? í upphafi tilkynningar sinnar til þjóðarinnar segir ráðuneytið hana „nauðsyn til að koma í veg fyrir misskilning og hræðslu, vegna umræðu um skaðsemi amalgams“. Auðsætt er, að ráðuneytið ætl- ast til, að almenningur trúi stað- hæfingum þess. Nafn þess á að vera trygging fyrir að staðreynd- um sé þjónað. — Mikið gleðiefni væri, ef því mætti treysta. Og ekki síður, ef staðhæfingar þess um skaðleysi amalgams, væru réttar. Ég undirritaður hóf „umræðu" um skaðsemi amalgams í 3.-4. hefti af „Hollefni og heilsurækt" 1982 eftir að hafa lesið mjög al- varlegar, sannaðar upplýsingar í sænsku blöðunum „Saxons" og „Miljö och framtid". Éftir að hafa fengið fleiri athyglisverð gögn, er staðfestu fyrri gögn, skrifaði ég stutta grein í Mbl. til að vekja al- menna athygli á málinu. í báðum greinum gat ég heim- ilda, svo að áhugafólk gæti aflað sér frekari upplýsinga. Ég hafði, rúmsins vegna, stiklað á fáum at- riðum. — En heimildaskrá yfir rúmlega 100 greinar vísinda- manna eru fyrir hendi. — Og at- hygli vil ég vekja á ýtarlegri grein eftir Æ.J. í 1,—2. hefti af „Holl- efni og heilsurækt" 1984. Hana ættu sem flestir að lesa. Tilkynning ráðuneytisins er því miður sama marki brennd og yfir- lýsing landlæknis o.fl. forystu- manna lyfja- og heilbrigðismála gegn kvöldvorrósarolíunni: stað- hæfingar án raka eða heimilda. — En þá lágu fyrir upplýsingar lækna, öfugar við yfirlýsinguna. — Og um kvöldvorrósarolíuna, ásamt Selen, sagði einn af kunn- ustu læknum Norðurlanda Olov Lindahl prófessor, að bæði þessi efni hefðu áhrif á hverja frumu líkamans — til heilbrigði. En and- mælendur hér bera hvorki fram rök eða leiðréttingar. — Hvað veldur? Hið sama hefur nú gerst í sam- bandi við tannfyllingarefnið am- algam. Þjóðinni eru í fjölmiðlum fluttar staðhæfingar um skaðleysi þess, án þess að geta neinna heim- ilda eða raka. En með tilkynningu sinni er ráðuneytið að vefengja og lýsa ómerkar greinar lækna og vísindamanna, sem hafa kynnt sér málið og staðreynt margþætt og alvarleg sjúkdómseinkenni sem hafa horfið, er tannfyllingarnar voru numdar burtu. Heilbrigðismál eru sá mála- flokkur, sem varðar almenning í öllum stéttum, flestu framar. Það ber því að gera þá skýlausu kröfu Marteinn M. Skaftfells „Fullyröa má, að enginn erlendis eða hérlendis hefur skrifað um amalg- am til að valda „mis- skilningi eða hræðslu“, heldur fræða... “ til ábyrgra manna í heilbrigðis- og lyfjakerfinu, að þeir geti heimilda og rökstyðji staðhæfingar sínar. Og til þess ber þeim ótvíræð skylda. En á því hefur verið mjög alvarlegur misbrestur, þótt eftir hafi verið leitað. Ráðuneytið segist með tilkynn- ingu sinni að vera að „koma í veg fyrir misskilning og hræðslu vegna umræðu um skaðsemi amal- gams“. — Því markmiði þjónar ráðuneytið best með því að geta heimilda og raka fyrir staðháef- ingum sínum. — En fullyrða má, að enginn erlendis eða hérlendis hefur skrifað um amalgam til að valda „misskilningi eða hræðslu", heldur fræða, vekja athygli á möguleikum, sem læknar and- mæltu í upphafi sem fjarstæðu, þar til þeir stóðu frammi fyrir staðreyndunum. Nær væri, að ráðuneytið hvetti lækna og almenning til athugun- ar, gangi fólk með sjúkdómsein- kenni, sem læknar finna ekki skýringar á og ráða ekki við. — Það myndi svara betri árangri en rakalausar fullyrðingar, sem fólki er ætlað að trúa. Marteinn M. Skaftfells er fyrrrer- andi formaður Heilsuhringsins. 230 hafa hoppað milli Reykjavíkur og Akureyrar Á RÚMUM tveimur vikum hafa um 230 manns notfært sér hin nýju „hoppfargjöld" (stand-by) Flugleiða á leiðinni milli Akureyrar og Reykja- víkur. Flestir hafa „hoppfarþegarn- ir“ verið 30 í einni ferð, eða rúmlega helmingur farþeganna í flugvélinni, sem tekur 56 farþega, að sögn Sæm- undar Guðvinssonar, blaðafulltrúa Flugleiða. Frá Reykjavík til Akureyrar hafa „hoppað" á hálfu fargjaldi alls 160 manns og frá Akureyri til Reykjavíkur 69 farþegar. Hægt er að komast norður með þessum hætti á þriðjudags-, fimmtudags- og laugardagskvöldum og til Reykjavíkur á mánudags-, mið- vikudags- og föstudagsmorgnum. „Þetta hefur gengið mjög vel, nán- ast hnökralaust,” sagði Sæmundur Guðvinsson. „Fólk virðist hafa skilið reglurnar og kann að meta þessa þjónustu enda hafa margir orðið frá að hverfa." < Stórkostlegur sumarafsláttur PAMPERS Pampers bleyjur+buxur hlífa litlum bossum og með nýja „lásnum“ getur þú opnað og lokað að vild Aðeins það besta er nógu gott fyrir barnið PAMPERS fást íverslunum um land allt lOliKRv . ,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.