Morgunblaðið - 31.08.1984, Qupperneq 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 1984
+
Faöir okkar og sonur minn,
VALDIMAR KRISTJÁNSSON,
vélsmiöur,
Nýlendugötu 15, Reykjavík,
lést í Landspítalanum aöfaranótt 30. ágúst.
Stelnunn Valdimarsdóttir, Emil Valdimarsson,
Brynjar Valdimarsson, Bolli Valdimarsson,
Kjartan Valdimarsson, Kristján Valdimarsson,
Ingibjörg Árnadóttir.
t
Systir mín, mágkona og móöursystir,
INGIBJÖRG S. GÍSLADÓTTIR
frá Seljadal,
Smyrlahrauni 9, Hafnarfiröi,
lést í Hafnarfjaröarspítala þriöjudaginn 28. ágúst.
Guömunda Gísladóttir,
Gisli Magnússon,
Guörún Agústsdóttir,
Jarþrúöur Guömundsdóttir.
Bróöir minn. + AKSEL PfÍHEL, verkfrœöingur, Holtsbúö 91, Garöabm.
andaöist 30. ágúst. Karen Pííhel.
■ Móöir okkar og tengdadóttir, h
MAGDALENA JÓSEFSDÓTTIR,
er látin.
Hulda Valdimarsdóttir, Birgir Valdimarsson, Helga Valdimarsdóttir, Eltas Valgeirsson, Margrét Jónsdóttir.
+
Þökkum innilega samúö og hlýhug viö andlát og útför móöur
okkar, tengdamóöur og ömmu,
HANSfNU BÆRINGSDÓTTUR
frá Bolungarvik,
Bústaóavegi 53.
Svanhvit Jónasdóttir,
Ingunn Jónasdóttir, Sigurður Báróarson,
Magnús Jónasson, Helga Sigurlaugsdóttir,
Finnbogi Jónasson, Elísabet Gunnlaugsdóttir
og aðrir aóstandendur.
+
Þökkum innilega samúö og hlýhug viö andlát og útför stjúpmóöur
okkar og systur,
JÓNÍNU HELGU ERLENDSDÓTTUR,
sjúkraþjálfara,
Skipasundi 65.
Arndís Hjaltadóttir,
Hulda Hjaltadóttir,
Aöalheiöur Erlendsdóttir,
Anna Erlendsdóttir.
+
Þökkum innilega sýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför
mannsins mins, fööur okkar, tengdafööur og afa,
RÚTS KRISTINS HANNESSONAR,
hljóöfasraleikara,
Öldugötu 42, Hafnarfiröi.
Sérstakar þakklr færum viö stjórn og félögum i Félagi íslenskra
hljómlistarmanna og starfsfólki Landspítalans fyrir góöa umönnun
i erfiöum veikindum.
Guö blessi ykkur öll.
Ragnheiöur Benediktsdóttir,
Albert S. Rútsson, Erla Haraldsdóttir,
Harpa Rútsdóttir, Georg Þór Kristjánsson,
Rut Rútsdóttir, Birgir Guöbjörnsson,
Eygló Rútsdóttir Backström, Kjell Backström,
Helóar Rútsson, Jónas Rútsson,
Hannes Rútsson, Ragnar Rútsson
og barnabörn.
Hannes Jónsson
Minningarorð
Feddur 7. aprfl 1912
Dáinn 21. ágúst 1984
{ dag er kvaddur Hannes Jóns-
son, matreiðslumaður, kær vinur
og frændi. Hann fæddist á Látrum
í Aðalvík 7. apríl 1912. Foreldrar
hans voru hjónin Jón Þorkelsson
og Halldóra Guðnadóttir bæði frá
Látrum. Hann var fjórði í röð
fimm bræðra. Hann ólst upp við
þau erfiðu kjör sem víðast hvar
voru á þessum tímum og snemma
urðu þeir bræður að rétta hjálp-
arhönd, en faðir þeirra var lengi
heilsulítill og lést þegar Hannes
var um fermingaraldur. Hannes
fór á sjóinn strax og hann gat, og
þegar hann hleypti heimdragan-
um fór hann á bátana á ísafirði,
sem þá eins og í dag var mikill
útgerðarbær. En bátarnir voru
litlir og aðbúnaður lélegur á þeim
árum. Hannes gerðist fljótlega
matsveinn og var það alla tíð. En
bátarnir stækkuðu, síðan tóku
togarar við, strandferðaskip,
sumarhótel, veitingahús og síð-
ustu 24 árin var hann hjá Flugfé-
lagi íslands og Flugleiðum á með-
an heilsan leyfði. Hann gekk að
eiga æskuvinkonu sína Pálmeyju
Kristjánsdóttir frá Látrum 1939.
Var það mikið gæfuspor fyrir
bæði. Þau voru óvenju samrýnd
hjón, meðal annars unnu þau bæði
hjá Flugfélagi íslands í rúm tutt-
ugu ár og fylgdust í vinnu og úr
allan tímann. En þau undu sér
líka vel utan vinnunnar, ferðuðust
saman, skemmtu sér saman, þar
sem annað fór var hitt nærri. Sól-
argeislinn í lífi þeirra var kjör-
dóttirin Bára, sem þau opnuðu
faðm sinn fyrir 1941 á þeim
dimmu dögum stríðs og skipskaða.
Þau eiga nú þrjár dótturdætur og
einn dóttur-dótturson sem er
augasteinn allrar fjölskyldunnar.
Þau hjónin settu saman bú á
fsafirði, en þaðan lá leiðin til Pat-
reksfjarðar 1943, þar sem Hannes
starfrækti mötuneyti, en fór síðan
á togara þar. Til Reykjavíkur
fluttu þau 1950. Nú fór Hannes á
strandferðaskipin Esju og Heklu,
var á Bifröst og Valhöll á Þing-
völlum nokkur sumur. Hann réðst
síðan á veitingahúsið Naust þegar
það tók til starfa. Þar hóf hann
nám í matreiðslustörfum, því
Hannes vildi aldrei gera neitt til
hálfs. Allt varð að vera sem best
sem hann lagði hönd að. Hann
lauk þaðan sveinsprófi f mat-
reiðslufræðum 1956, þá kominn á
fimmtugsaldur. Eftir það var
hann yfirmatreiðslumaður í
Tjarnarcafé þar til hann fór til
Fiugfélags fslands 1960 og var þar
eftirleiðis. Hannes var góður
matsveinn en hann var líka góður
maður. Á sinni löngu starfsæfi á
mörgum stöðum átti hann samleið
með fjölda fólks. Hann var sérlega
vel liðinn og vinsæll meðal sam-
starfsfólks. Það sýndi sig best á
tyllidögum eins og stórafmælum,
hve unga fólkið flykktist til hans
til að óska „elsku afa“ til ham-
ingju með daginn og gleðjast með
honum. Þar á heimilinu eru mörg
hlýlega skrifuð kort og skeyti
geymd, sem segja sína sögu.
En við hjónin þökkum elsku-
legum vini æfilanga vináttu og
tryggð. Ef eitthvað bjátaði á komu
Hannes og Palla ævinlega og
spurðu: „er nokkuð sem við getum
gert?“. Fram í hugann streyma
minningar um ferðir í Aðalvík og
víðar. Við vorum saman á ferð síð-
ast i júlí í Hollandi. Margar minn-
ingar frá æskuárum byltast í hug-
um okkar en við höfum öll þekkst
frá bernsku. Við höfum verið sam-
an á góðum stundum og lfka erfið-
um stundum. Slíkt er aðal sannrar
vináttu.
Elsku Palla, Bára, Gunnar og
fjölskyldan öll. Við vottum ykkur
innilega samúð og biðjum Guð að
vera með ykkur á þessum erfiðu
stundum. Guð blessi minningu
Hannesar Jónssonar
Asta og Hilli
Hannes Jónsson, matreiðslu-
maður, Stóragerði 10, er látinn.
Við fréttum fyrr á árinu að
hann væri með illkynja sjúkdóm
og að leitað væri allra færra leiða
til að halda honum niðri, en nú er
baráttunni lokið.
Hannes réðst sem yfirmat-
sveinn til Flugfélags fslands hf.
árið 1960 og skömmu síðar eftirlif-
andi eiginkona hans, Pálmey
Kristjánsdóttir, sem starfskona í
mötuneyti starfsmanna og í eld-
húsi. Síðar, eftir sameiningu fé-
laganna, unnu þau hjá Flugleiðum
hf., þar sem Pálmey starfar enn.
Það eru margar góðar minn-
ingar frá liðnum árum enda oft
glatt á hjalla í mötuneytinu, sem
var einnig athvarf okkar starfs-
fólks til tómstunda- og félags-
starfa að afloknum vinnudegi.
Hannes var grannur maður og
spengilegur, svipfastur og svip-
hreinn og bauð af sér góðan
þokka.
Mér fannst hann dæmigerður,
sem góður fagmaður, því að svo
snyrtilegur var hann og nákvæm-
ur í allri framgöngu og vinnu.
Hann skilaði góðu dagsverki
fyrir félagið, stundvís og áreiðan-
legur, iðinn og skapgóður. Hann
þurfti gjarnan á þessum eiginleik-
um að halda, þvi álagið var oft
mikið, sérstaklega eftir að matar-
gerð fyrir farþega í millilanda-
flugi varð stærri hluti verkefna
eldhússins og þurfti vel til alls að
vanda og brást Hannes ekki því
trausti, sem til hans var borið.
Eftirtekt vakti, hve Hannes og
Pálmey voru samrýnd, enda urðu
samverustundirnar fleiri, þar sem
þau unnu á sama vinnustað. Ég
held að það hafi verið báðum til
gæfu.
Pálmey og Hannes eignuðust
eina kjördóttur, sem heitir Bára.
Bára er gift Gunnari Jakobssyni
og eiga þau þrjár dætur, sem nú
sakna góðs afa.
+
Innilegar þakkir til þelrra sem sýndu okkur samúö og hlýhug viö
andlát og útför elginmanns mins og fööur okkar,
SIGUROAR H. FRIÐRIKSSONAR,
framreiðslumanns,
Unnarbraut 13, Seltjarnarnasi.
Valborg Bjarnadóttir,
Bjarni Sigurösson, Andri Sigurösson.
+
Innilegar þakkir til allra sem auösýnt hafa okkur samúö og hlýhug
viö andlát og útför eiginmanns míns og fööur,
JÖRGENS K. STEFÁNSSONAR,
Firöi 6,
Soyöisfiröi.
Sigríöur Bsrgþórsdóttir
og synir.
Að leiðarlokum þökkum við
samstarfsfólkið Hannesi fyrir góð
kynni og margar ánægjulegar
samverustundir og biðjum góðan
guð að styrkja Pálmey, Báru og
fjölskyldu í sorg þeirra.
Guðmundur Snorrason
Hann afi er dáinn. Það er erfitt
að trúa þeirri staðreynd. Elsku
góði afi, alltaf svo léttur og kátur.
Ofá voru sporin okkar til hans og
alltaf gátum við leitað til afa með
okkar mál. Hann var okkur ástrík-
ur og umhyggjusamur og í honum
áttum við einlægan vin.
Afi fæddist að Látrum í Aðalvík
og ólst þar upp. Þar fæddist líka
og ólst upp amma okkar, Pálmey
Kristjánsdóttir. Við vorum svo
heppnar að fara nokkrar ferðir
með þeim í fallegu sveitina þeirra
og mikið var gaman þegar afi
laumaðist til að vekja okkur
eldsnemma og við læddumst fram
að á til að veiða. Það var montinn
hópur sem kom heim með silung i
matinn þegar hinir voru rétt að
opna augun.
Eins eigum við dásamlegar
minningar úr sumarbústaðnum
sem afi og amma byggðu með
pabba og mömmu í Grímsnesinu.
Þar var oft glatt á hjalla og mikið
sungið.
Við fráfall afa verður eftir
tómarúm sem seint verður fyllt.
En við eigum þó eftir minninguna
um elskulegan afa, sem alltaf var
tilbúinn að hugga ef eitthvað bját-
aði á, eða slá á létta strengi og
glettast svo að allar sorgir
gleymdust.
Við stelpurnar hans erum inni-
lega þakklátar fyrir það sem hann
var okkur. Betri afa er ekki hægt
að hugsa sér.
Við biðjum góðan Guð að blessa
afa okkar og ömmu okkar sem
hefur misst svo mikið.
Við blessum þig og bjóðum
góða nótt,
nú blika daggartár á legstað
þínum.
Hvíldin er ljúf og grafarhúmið
hljótt,
nú hjúfrar eilíf þig að barmi
sínum.
(Guðrún Magnúsd., ljóðab. ómar)
Megi afi hvíla í friði og hafi
hann þökk fyrir allt og allt. Ommu
vottum við okkar innilegustu sam-
úð.
Hanna, María og Þóninn.
Þegar ég nú kveð Hannes hinstu
kveðju er mér efst f huga þakk-
læti. Þakklæti fyrir að hafa notið
samvista við og kynnst þessum
prúða og góða frænda mínum.
Hannes var kvæntur Pöllu móð-
ursystur minni.
Ég minnist þess með ánægju
þegar ég fékk að fara í fyrsta sinn
til Reykjavíkur og dvelja hjá Pöllu
og Hannesi, hve vel þau tóku mér
og ávallt síðar eins og væri ég
þeirra eigin sonur. Á námsárun-
um buðu þau mér að bua hjá sér.
Frá þeim tíma minnist ég margra
gleðistunda. Hannes var glettinn
og spaugsamur. Við áttum það til
að gantast hvor við annnan svo að
Pöllu þótti nóg um, en allt var það
græskulaust gaman.
Þessi ár, sem ég bjó á heimili
Hannesar og Pöllu, verða mér
ógleymanleg og mun ég ávallt
minnast þeirra með hlýjum þakk-